Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 36
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. Slæmur sjúkdómur þessi söfnunarárátta” Bók um skíðakappa fyrr og nú væntanleg fyrir jól, skráð af Haraldi Sigurðssyni „Bókin varö stærri en ég ætlaði i upp- hafl, hún varö eins og snjóbolti sem sf- fellt hleöur utan á sig. Þess vegna hefur vinnslu hennar seinkaö og ekki bætti prentaraverkfailið úr,” sagöi Haraldur Sigurðsson, bankafulltrúi á Akureyri, f samtali viö DV. Bókin sem Haraldur minnist á heitir „Skfðakappar fyrr og nú” og veröur með sfðustu jólabókunum f ár, kemur sennilega ekki út fyrr en um 20. desember. Aö sögn Haraldar, sem safnað hefur efninu saman og skráð stærstan hluta þess, skiptist bókin í 3 kafla. 1 fyrsta kafl- anum er fjallað um skíðasöguna, upphaf skíðaíþróttarinnar og þróun allt til dags- ins í dag. 1 lok kaflans er skrá yfir ólympíumeistara og heimsmeistara á skíðum. Annar kaflinn segir sögu skíða- íþróttarinnar á íslandi og þar er einnig skrá yfir íslandsmeistara á skíðum frá upphafi Landsmóta. Sagði Haraldur að mikill tími hafi farið í að leiðrétta þá skrá sem birzt hefur í mótsskrám Lands- mótanna á undanförnum árum. Kom i ljós að á þeirri skrá þurfti að gera hátt f 20 lagfæringar. Síðasti kafli bókarinnar er samansettur úr greinum frá 50 skíða- mönnum, sem mikið hafa komið við sögu skíðaíþróttarinnar hérlendis og flestir hafa þeir orðið íslandsmeist'arar. Meðal þeirra sem koma við sögu í síðasta kaflanum er Alfreð Jónsson, nú- verandi oddviti í Grímsey. Hann var góður stökkvari á sínum yngri árum, að sögn Haraldar. Varð Alfreð fyrsti ís- landsmeistarinn í skíðastökki á „Thule” mótinu svonefndá, sem haldið var I Skíðadölum á vegum Reykvíkinga. Einnig koma við sögu Jón Þorsteinsson frá Siglufirði, Magnús Kristjánsson frá ísafirði, Jónas Ásgeirsson frá Isafirði og Magnús Ámason, sem gerðu garðinn frægan á fyrstu skiðalandsmótunum. Síðar koma Björgvin Júníusson, Guð- mundur Guðmundsson, .Magnús Bryn- jólfsson, Martha Árnadóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Karólína Guðmundsdóttir, Valdimar Örnólfsson, Barbara Geirs- dóttir, Guðmundur H. Frímannsson, Árni Óðinsson, Björn Þór Ólafsson, Tómas Leifsson, Sigurður H. Jónsson og Steinunn Sæmundsdóttir, svo ein- hverjir séu nefndir. Auk Haraldar rita þeir Einar B. Páls- son og Þorsteinn Einarsson greinar um skíðaíþróttina og árdaga Skíðasamb- andsins. Þá ritar Hreggviður Jónsson, núverandi formaður SKl, um viðfangs- efni Skíðasambandsins. „Við eigum mikinn fjölda skíða- manna og forystumanna um málefni skíðaiþróttarinnar, en í bókinni er aðeins getið nokkurra þeirra. Sjálfsagt verða einhverjir óánægðir vegna þess sem ekki er getið, en við því er ekkert að gera. Það væri efni í margar bækur að geta þeirra allra. Það væri líka efni í aðra bók að rekja sögu einstakra félaga, skíðaskála og annarra mannvirkja, tengdum skíða- íþróttinni,” sagði Haraldur um bókina. Haraldur Sigurðsson hefur komið mikiö við sögu íþróttamála á Akureyri. Hann var um tíma í stjóm Skíðaráðs Akureyrar og einnig hefur hann átt sæti í stjórn Skíðasambandsins. Þá var Har- aldur í mörg ár formaður Knattspymu- félags Akureyrar. En hvað kom honum til að setja saman heila bók um skiða-' íþróttina? „Ég hef safnað að mér bókum og blöðum i kjallaranum heima, m.a. um skiðaiþróttina. Afleiðingin af þessu grúski mínu varð sú, að ég raðaði þessu saman i bók, svo að aðrir gætu haft af því eitthvert gagn. Já, hún getur verið slæmur sjúkdómur þessi söfnunar- árátta,” sagði Haraldur i lok samtalsins. Bók Haraldar er 460 bls. prýdd 360 myndum. GS/Akureyri. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 MANN DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Haratdur SJgurðsson hefur komfð mikiö viO sögu frjálsra íþrótta á Aktmvyri. Hér ar hann eO skré niöur árangur á némskoUU í þeim greinum fyrir böm og Kommaskal þar vera Fyrir skömmu fóru sex ungir sveinar, sem allir eru löggiltir endurskoðendur, þess á leit við hæstvirt bæjarráð Akureyrar hf, að mega skrá væntanlegt fyrirtæki sitt undir nafninu: Endurskoðun Akureyrar hf. Bæjarráð féllst á þetta erindi að nokkru, en af sinni ann- áluðu skarpskyggni krafðist bæjarráð þess að kommur yrðu settar inn í nafnið. Yröi þaö þá þannig skrifað: Endur- skoðun, (komma) Akureyri, (komma) h.f. Ekki var þess getið i bökum bæjarráðs, hvernig það ætlar að fylgjast með því, að kommumar verði ætið á réttum stað. Sveinarnir ungu hafa leyst þetta vandamál með þvf að nefna skapnaðinn „Endurskoðunarþjönustan sf.” Akureyringarfá ekki Tommahamborgara Eins og sagt var frá á sinum tíma í gamla góða Vísi, þá stóð til að Tomma-borgarar settu' upp útibú á Akureyri, I sam- vinnu við tvo unga sveina á Akureyri. Ekki verður úr þessu að sinni, þar sem sam- komulag tókst ekki um leigu á þvf húsnæði, sem kapparnir höfðu augastað á, við Glerár- götu 26. Vildi Tommi gera samning um leigu til 5 ára, en leigusaiar vildu ekki nema 3ja ára samning. Ekkiöll nótt úti Ekki er þó með öllu vonlaust, að Tommi setji upp útibú á Akureyri. Hins vegar er ijóst, að Guðmundur nokkur Svansson, fréttaritari Dagblaðsins á Akureyri, með meiru, mun taka hluta af áður- nefndu húsnæði á leigu. Þar ætlar hann að setja upp likams- rækt með tilheyrandi; nuddi, böðum og slökun. Verður það í Ifkingu við stað þann er Pallas beitir og nýlega hefur tekið til starfa f Reykjavfk. Snjó- korn EinarPálmií auglýsingabransann Einar Pálmi heitir annar sveinninn, sem ætlaöi f borgarabransann og er sá Árnason. Þ6 Tommaborg- ararnir hafi reynst „tómir borgarar” þá er Einar ekki af baki dottinn. Hann ætlar aö helia sér út i auglýsinga- teiknun. Hefur hann fest sér húsnæði i hjarta bæjarins fyrir slfka starfsemi. Dagurog prentsmiðjan Dagur á Akureyri fjallaði á þriðjudaginn um samrnna Vfsis og Dagblaðsins, sem orðið hefði „I skjðli nátt- myrkurs”, eins og blaðíð orðaði það. Dagur hefur hins vegar litíö fjailað um nýstofnað hlutafélag á Akureyri, > sem nefnist „Dagsprent M.”, eða viðskilnað Dags við Prentverk Odds Björnssonar hf„ þar sem Dagur hefur verið prentaður I áratugi. Að visu greindi Dagur frá stofnfundinum. Sagðibiaðið brá þvi með nokkru stolti, að allir starfsmenn Dags og Dagsprents væro hluthafar i hinu nýja hlutafélagi. Það er gleðiefni, og enn gleðilegra f dýrtiðinni, að starfs- mennirnir, sem og aðrir hluthafar i nýja hlutafélaginu, þurftu ekki annað en samþykkja vfxla frá Búnaðar- bankanum fyrir hlutafénu Það er ekki svo alveg ósennilegt að Stefán Valgeirsson, stjórnar- formaður i Búnaðarbankanum og varastjórnarformaður hins nýja hlutafélags, hafi tekið að sér að koma víxlunum á fram- færi i bankanum. Vonandi verða starfsmennirnir búnir að fá arðinn af hlutafénu þegar kemur að vixlanna. „Ég fékk sjötta Skódann minn i sumar, réttum 26 árum frá þvi ég eign- aflist þann fyrsta. Þeir hafa dugað mér vel. Hvem þeirra hef ég átt i um 4 ár og samtals er ég búinn afl aka á Skóda i 600 þúsund kflómetra. Þafl mun sam- svara þvf afl aka 13 sinnum umhverfis jörðina.” Það er Ingimar Eydal, kenn- arí, hljómlistarmaflur og Skódaunn- andi, sem hefur orðið. Fyrsta Skódann sinn eignaðist Ingi- mar 1S|55. Þá var Ingimar um tvítugt og byrjaður með eigin hljómsveit. Var því Skódinn notaður til ferðalaga, þegar hljómsveitin lék á dansleikjum utan Akureyrar. Eitt sinn var haldið í Mý- vantssveit og þá voru 6 í bílnum. Ingimar, Finnur bróðir hans, Jón Aðalsteinsson, núverandi iæknir á Húsavík, og Kolbrún Sæmundsdóttir, þáverandi kona hans. Jón iék á bassa og nikku með hljómsveitinni. Þá var Sveinn Ó. Jónsson, öðru nafni nefndur „Óli danski”, trommuleikari hljóms- veitarinnar. Óli spilaði í mörg ár með hljómsveitum Ingimars, en undanfarin ár hefur hann lamið húðir á Hótel Loftleiðum. Sjötti maður í hópnum var Anna María Jóhannsdóttir, sem var söngkona hljómsveitarinnar. Auk far- þeganna var öllum hljóðfærunum og svefnpokum troðið í bilinn. Og Skód- inn fór létt með þetta allt saman. Ingimar hélt að þessi hljómsveit hafi aldrei fengið neitt nafn. „Jón vildi endilega kalla hljómsveitina „Gamla Grána”, en heldur vildum við félagar hans hafa hana nafnlausa,” sagði Ingimar, og h|ó að minningunni. Ingimar er þekktastur fyrir hljóð- færaleik sinn, þó aldrei hafi hann haft hljóðfæraleikinn að aðalstarfi. „Ég ætlaði aldrei að spiia svona mikið. Ég spilaði með kennaranáminu, ég spil- aði með tónlistarskólanum og ég spil- DINAH ff Þessi skemmtilega mynd er að öllum líkindum tekin 1953—4, á síðustu árum Hótels Norðurlands á Akureyri. Marg- ir Akureyringar minnast þess skemmti- staðar með blik i augum; já, það var nú fjör á „Landinu”, get ég sagt þér. Nú reka templarar Borgarbíó í þeim sal, sem áður var helzti skemmtistaður Akureyringa. Flestir Akureyringar kannast við söngvarann, sem er enginn annar en Mikael Jónsson, stundum nefndur „Mikki á Niðursuðunni”, eða bara „Mikki feiti”, eins og hann nefndi sig eitt sinn sjálfur, þegar undirrituðum blaðamanni vafðist tunga um tönn, þegar hann ætlaði að skýra vaxtarlag kappans, svo Mikki heyrði. Mikael er glaður á góðri stund og tekur þá gjarnan lagið með hljómsveit- inni, sé hann á skemmtistað. Eflaust hafa margir heyrt hann taka lagið með Ingimar Eydal í Sjallanum hér á árum áður og þeir sem muna „Landið”, þar sem myndin er tekin, hafa heyrt meira en sönginn, því Mikki spilaði þar á trommur. Var hann um tíma í hljómsveit með Árna Ingimund- arsyni, Hannesi Arasyni og Ingva Rafni Jóhannssyni. Voru þeir félagar aði með utanskólalestri í Menntaskól- anum, oftast til að afla mér lífsviður- væris. Og ég eg er enn að spila, nú með kennslu, Oft hef ég.hugsað með mér: andsk . . nú er ég hættur þessu, en það er alltaf eitthvað sem togar í mig. Það er gott að geta haft gaman af auka- starfinu. Og það verður að segjast alveg eins og er, að þó ég sé kennari með réttindi, komin á hæsta launa- þrep, þá get ég ekki framfleytt mér og mínum af kennaralaununum einum saman. Það þarf meira til,” sagði Ingimar. Ingimar byrjaði að spila með hljóm- sveit 1952 á Hótel Norðurlandi. Alla tíð síðan hefur Ingimar verið viðloð- andi dansmúsíkina. Oftast er fjör á böllum, þar sem Ingimar leikur undir dansi, enda er hann „maður stemmn- ingarinnar”, tilbúinn að spila það sem fólk vill heyra og skemmta sér við. Fyrir nokkrum árum lenti Ingimar og einum Skódanum saman við annan Hér mr Ingknmr rttt rúmimgm tvítugur mmö fýrirtt ****»» atnn 1965. Hér or Jón AOahteinsson, núvermndi Uekntr é Húsevík, eO kome trommusettínu fyrir á toppgrindá fyrsta Skódenum hens Ingkners. Ingkner fyigist meO þvíeO efít feri vel. „MJ" stendur á trommunni en hún ver / eigu MMteels Jónssoner, sem getíO er um í ennarri grein lopnunnl. sællegir. Festist því nafnið „þunga- vigtarbandið” við hljómsveitina. Uppáhaldslagið hjá Mikka var „Dinah” og miðað við sælusvipinn á söngvaranum er ekki ósennilegt að það lag leiki um varir hans á myndinni. Meðal dansfólksins má þekkja Knud- sen dýralækni. Hljómsveitin var ekki slorleg í þetta skiptið hjá Mikael; hvorki meira né minna en „big band” frá henni Ameríku. -GS/Akureyri. 13 sinnum umhverfís joröina a Skoda STUTTSPJALL VtÐ INGtMAR EYDAL bíl. Slasaðist Ingimar illa og hætti hljómsveitarhaldi í nokkur ár. „En það var eitthvað sem togaði í mig,” sagði Ingimar og nú spilar hann undir dansi á hverju laugardagskvöldi með Rafni Sveinssyni og Grétari Ingvarssyni, að Hótel KEA, Inga, dóttir Ingimars, syngur með tríóinu. „Það er alltaf dúndrandi fjör og fullt hús,” segir Ingimar og býður meira kaffi. -GS/Akureyri. Og þessi mynd er tekkt á seme steO 2t árum oí6 Skódum sióar. Skódinn kominn / hleOIO á Skjóibrokku meO trommunni og öllu seman. Anne Meríe Jóhannsdóttír, Ingimer og Finnur huge eO dótinu. Mjúkt og hart Kvennaframboðið margumrædda á Akureyri hefur lífgað tilveruna að undanförnu. Nú er talið víst, sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum, að konurnar og fylgi- fiskar þeirra muni neyta allra bragða til að laða kjósendur til fylgis við listann. Meðal annars er nú talið nokkuð vist, að þær verði undir engum kringumstæðum fáanlegar til ástaleikja, nema þá mótspilarinn leggi það við drengskap sinn, að hann ætli sér að styðja framboðið fram i rauðan dauðann. Um þetta bragð kvennanna, sem áður hefur verið reynt í mannkynssögunni með góðum árangri, orti Rögnvaidur okkar Rögnvaldsson: Sé ég fram á tíma „tristan”, tækifæri úr greipum ranrt. Kjósirðuekki kvennalistann konur setja á rekkjubann. Konurnar blessaðar hafa lofað því statt og stöðugt, að þær muni setja „mjúku” málefnin á oddinn í stefnuskrá sinni. Um það orti Rögnvaldur: Eðlinu færenginn breytt eða nær að letja meira á oddinn mjúkt og heitt munu konursctja. Samkvæmd nýjustu fréttum af framboðsmálum, mun vera í uppsiglingu karlaframboð, þar sem framboðslistinn verður að sjálfsögðu eingöngu skipaður körlum. Þar verða „hörðu málefnin” höfð í fyrirrúmi. Ekki fékkst þessi frétt þó staðfest áður en blaðið fór i prentun. En Rögnvaldur orti: Karlalistinn kemursenn konum gegn — í slaginn Mjúkt og hart þá mætist enn margoft santa daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.