Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Page 40
Loki Bæjarstjórinn á Seltjarnar- nesi er sagður sérfræðingur í að eyða fóstrum. c ískalt ifvenup. hressir betur. WDAGAR TILJÓLA Stuttir dagar trufla ekki lifsglaða krakka. Skammdegið leggst ekki eins á þá eins og marga nina eldri. Krakk- arnir fagna snjó þegar hann lætúr sjá sig en sætta sig við þíðviðri eins og verið hefur undanfarna daga. Þá er desember alveg sérstakur vegna jólanna og til mikils að hlakka. Síðan koma áramótabrennur með alls kyns stússi. Ekki er annað að sjá en þessi ungi maður sé að æfa sveifluna fyrir áramótin. Kassadralsinu er hent langar leiðir með talsverðum glæsibrag. DV-mynd Einar Ólason. Goldwater Seaf ood hótaði Sölustofnuninni málsókn — ef vörumerkið lcelandic Water yrði skráð „Það var ágreiningur milli íslenzkra aðila upphaflega um hvort skrá ætti vörumerkið auk þess sem vafi lék á að það fengist skráð,” sagði Heimir Hannesson, forstjóri Sölustofnunar lagmetis, í samtali við DV. er hann var spurður hvers vegna stofnunin hefði ekki látið skrá vörumerki sitt í Banda- ríkjunum, eins og fram kom i DV i gær. Heimir sagði að eigendur og lög- fræðingar Coldwater Seafood, sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum, hefðu hótað málsókn í öllum fylkjum Bandaríkjanna ef tilraun yrði gerð til þess að fá það skráð og jafnvel ef það yrði notað. Coldwater Seafood notar orðið lcelandic sem vörumerki á frystan fisk sem það selur. í upphafi var hugmyndin hjá Sölustofnun lagmetis að nota merkið Icelandic Waters en sætzt var á að nota merkið Iceland Waters. Þá hefði einnig leikið vafi á því hvort bandarísk lög heimiluðu að landfræðilegt heiti væri skráð sem vörumerki. Það væri einungis hægt að öðlast rétt á slíku merki með hefð og þannig hefð hafði Coldwater Seafood. Heimir sagði, eins og Sigurður Björnsson stjórnarformaður SL, að engar likur væru á því að fyrrverandi umboðsmaður gæti öðlazt rétt á vörumerkinu. -KS. Alusuisse krefst „sýknunar” ágreiningi um fortíöina ýtt til hliðar íbili Svisslendingar hafa staðið fast á þeirri kröfu að failið verði frá ásökunum gegn þeim um undandrátt frá skatti. Þetta kom fram á viðræðu- fundum islendinga og Alusuisse í gær og fyrradag. „Ég vænti þess fastlega a'ð samningaviðræður verði í vetur,” sagði Hjörleifur Outtormsson iðnaðar- ráðherra i viðtali við DV i gærkvöld. íslendingar hafa gefið Alusuisse frest til 15. janúar til að svara af eða á um samningaviðræður og Svisslendingar fallizt á þau timamörk. „Það standa óbreyttar deilur um fortiðina,” sagði Hjörleifur sem kvað gögn þau sem Alusuisse lagði fram engu hafa breytt um ágreininginn. En Hjörleifur lagði áherzlu á að „horft yrði til framtíöarinnar”. Ágreiningnum um fortíðina verður ýtt til hliðar í bili meðan kannað verður hvort Svisslendingar fallast á alvörusamningaviðræður. -HH. m fijálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 5. DES. 1981. Pólarskip: Fengu 8,9 milljónir fyrir Mávinn „Þetta var borgað fijótt og vel út,” sagði Magnús Ármann, framkvæmda- stjói Pólarskips hf., í samtali við DV en Reykvísk endurtrygging hefur nú reitt af hendi tryggingarféð vegna strands Mávsins á Vopnafirði í haust. Skipið var dæmt algjörlega ónýtt og er vátryggingarupphæðin 8,9 milljónir króna. Magnús sagði að þeir hefðu fullan hug á því að verða sér úti um annað skip og væri verið að kanna ýmsa möguleika í því sambandi. Hins vegar væri ljóst að vátryggingar- upphæðin slagaði ekki nema upp í helming af því sem nýlegt og hagkvæmt skip af sömu stærð kostaði. -KS. Staðavara- slökkviliðsstjóra: Áannan tug um- sækjenda Á annan tug manna sótti um stöðu varaslökkviliðsstjóra, eftir þvi sem DV kemst næst, er. um umsóknirnar var fjallað á fundi borgarráðs. Mun það vera vilji manna í áhrifastöðum og þar á meðal slökkviliðsstjóra sjálfs, Rúnars Bjarnasonar, eftir því sem DV hefur fregnað, að ónefnduren ákveðinn utan- aðkomandi maður hljóti hnossið. í samtali við slökkviliðsstjóra i gær vildi hann sem minnst tjá sig um málið að svo stöddu, en við höfum fregnað að í hópi umsækjenda liafi verið einn aðalvarðstjóra slökkviliðsins með yfir 15 ára reynslu innan þess. Séu slökkviliðsmenn ekki alll of ánægðir með að ráða eigi óvanan mann þegar annar þaulvanur er i hópi umsækjenda. -SSv. Erum ekki að grínast — segja Keðjumenn Umsókn Keðjunnar um mynd- kaplalagnir eru ekkert grín. Félögum klúbbsins er full alvara með umsókn sinni. Þetta keniur frani í frétt. sem stjórn myndbandaklúbbsins Keðjunnar hefur sent frá sér i tilefni staðhæfinga Sigurjóns Péturssonar borgarfulltrúa á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag. Álítur stjórn Keðjunnar það lág- markskröfu að umsóknin fái málefna- lega umfjöllun án þess að um leið sé reynt að gera hana tortryggilega eða skoplega. -KMU. Símanúmer blaðsins Hljóp fyrir strætó á næsta bfl Ekið var á 12 ára dreng á Háaleitis- braut móts við Múlaútibú Lands- bankans um hálffimmleytið í gærdag. Drengurinn hlaut einhver meiðsl en ekki alvarleg að því er talið var. Slysið varð nteð þeim hætti að strætisvagn stóð á hægri akrein götunnar og hélt drengurinn út á akbrautina fyrir framan hann. í sama bili kom fólksbíll aðvífandi ávinstri akrein og náði ökumaður hans ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. Rétt er að minna farþega strætis- vagnaáað fara ekki yfir götu fyrr en vagninn er farinn, sérstaklega nú í skammdeginu og mestu bíla- umferðinni. -ELA. Sími ritstjórnar Dagblaðsins & Vísis, Síðumúla 12—14, er 86611. Aðrar deildir blaðsins, auglýsingar Síðumúla 8, smáauglýsingat Þver- holti 11, afgreiðsla og áskrift Þver- holti 11, eru með símann 27022. Dagprísará fasteignum á höfuðborgars væðinu: íbúðaverð hækkaði um 80% á þessu ári Gamla, góða steinsteypan hefur nú aftur hlotið sess sinn sem bezta fjárfestingin hér á landi, að minnsta kosti á höfuðborgarsvæðinu. í könnun DV hefur komið i ljós að íbúðaverð í Reykjavík og nágrenni hefur almennt hækkað upp undir og um 80% það sem af er þessu ári eða helmingi meira en laun og opinber verðbólgumæling, þar með verðtrygging sparifjár. DB fékk nokkra fasteignasala í Reykjavík til þess að gera úttekt á þróun fasteignaverðsins á markaðnum, á mismunandi eignum. í Ijós kom að samfara 65 —90% hækkun á markaðsverði hefur út- borgun stigið og er komin í 78—80% og lánstími eftirstöðva er kominn niðurí fjögurár. Það eru aðeins stærstu eignir sem ekki hafa hækkað um nema 65-70%! Tiltekið 240 fermetra raðhús í Foss- vogi, sem seldist fyrir áramót á I milljón, var fyrir skömmu selt á l ’milljón og 650 þúsund. 5 herbergja íbúðir hafa hækkað úr 500—550 þúsundum í 900—1.000, 4ra herbergja íbúðir úr 470—500 þúsundum í 750—850, 3ja herbergja úr 360—400 þúsundum í 650—700 þúsund og 2ja herbergja úr 250—300 þúsundum í 450—500 þúsund. I viðtali við reyndan fasteignasala kvað hann það hjálpa verðbólgunni að skipulag á greiðslu G-lána Byggðasjóðs rikisins með fjórum tilteknum greiðsludögum skapaði kapphlaup og uppboðsástand og þá væru lífeyrissjóðslán einnig orðin mjög há og ýttu einnig undir en á móti kæmi hrun i byggingafram- kvæmdum og íbúðaskortur á markaðnum. Bankarnir virtust einnig alveg bregðast í þessu efni og kæmu sáralítil lán frá þeim til þess að jafna sveifiur á milli útborgana langtíma- lána. -herb. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.