Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. fijálsl, áháð dagblað Útgáfufðlag: Fijðls fjölmiðkin hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjóffsson. Framkvœmdastjóri og útgófustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingóifur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sfmi 27022. Sfmi ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúia 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarvorð á mánuði 100 kr. Verð f lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Einkaréttur og ríkisstyrkur Gamansamur framkvæmdastjóri Flugleiða tók fyrsta leiðara þessa sameinaða dagblaðs og sneri honum upp á sameiningu Flugfélagsins og Loftleiða fyrir rúmum átta árum. Grein hans með árnaðaróskum birtist hér í blaðinu á miðvikudaginn. Flugleiðamenn telja sameiningu síðdegisblaðanna vera staðfestingu þess, að rétt hafí verið að sameina flugfélögin tvö á sínum tíma. í stórum dráttum hafi sömu rök legið að baki hjá flugfélögunum og nú hjá dagblöðunum. Gamansemina mætti framlengja með því að ímynda sér, að Flugleiðir dreifðu nú fréttatilkynningu, þar sem fram kæmi, að þær mundu í fleiri atriðum en samein- ingunni einni hafa sama hátt á og þetta sameinaða dag- blað. Framkvæmdastjórar Flugleiða gætu þá enn leitað fanga í leiðurum blaðsins og snúið upp á sjálfa sig. Til þess er kjörinn leiðarinn frá áðurnefndum miðviku- degi. í breyttri útgáfu Flugleiða mundu upphafsorðin þá hljóða: „Ákveðið hefur verið, að Flugleiðir æski hvorki ríkisstyrks né þiggi hann, ef boðinn verður. Enda getur flugfélag því aðeins talizt óháð og frjálst, að það sé ekki að neinu leyti á framfæri hins opinbera.” Samlíking Dagblaðsins & Vísis annars vegar og Flug- leiða hins vegar hlýtur að vera afar ófullkomin, nema samræming verði einnig á þessu sviði. Enda mundu Flugleiðir þá losna við mikið af þeirri gagnrýni, sem þær hafa sætt. Svo gamanseminni sé haldið áfram, mætti hugsa sér, að á móti þessari aðlögun Flugleiða að stefnu hins sam- einaða dagblaðs komi önnur aðlögun blaðsins að stefnu flugfélagsins. Upphafsorð bréfs blaðsins til stjórnvalda mundu þá hljóða svo: „Vegna smæðar hins íslenzka dagblaðamarkaðar förum við vinsamlegast fram á, að ekki verði leyfð sala annarra blaða en Dagblaðsins & Vísis á Akureyri, ísa- firði, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Amsterdam og nokkrum fleiri stöðum. Augljóslega veldur það ýmsum rekstrarerfiðleikum, ef blaðið þarf að sæta því, þegar flogið er með það til Akureyrar í hádeginu, að með morgunfluginu hafi fjögur önnur dagblöð verið fiutt þangað í beinni sam- keppni við okkur . . Bréfið gæti auðvitað verið lengra og átakanlegra. En þar skilur á milli Flugleiða annars vegar og Dagblaðs- ins & Vísis hins vegar, að blaðið er alveg ófáanlegt til að setja ráðamenn þjóðarinnar í slíkan bobba. í staðinn yrðum við að biðja Flugleiðir um að feta einnig á þessu sviði braut blaðsins, svo að samlíkingin. geti orðið fullkomin. Mundi þá áðurnefnd fréttatil- kynning Flugleiða hljóða svo við mikinn fögnuð þjóð- ainnar: „Ákveðið hefur verið, að Flugleiðir æski hvorki ríkisstyrks né þiggi hann, ef boðinn verður. Enda getur flugfélag þá aðeins talizt óháð og frjálst, að það sé ekki að neinu leyti á framfæri hins opinbera. Jafnframt hafa Flugleiðir afsalað sér öllum einka- leyfum til áætlunarflugs innan lands og utan. Fyrir- tækið telur eðlilegt, að nokkur önnur flugfélög fái líka að keppa á þessum flugleiðum, hugsanlega á öðrum tímum dagsins.” Flugfélög annars vegar og dagblöð hins vegar geta sameinazt til að bæta stöðu sína. Samanburðurinn nær þó skammt, ef flugfélagið heimtar bæði einkarétt og ríkisstyrk, en dagblaðið hafnar hvoru tveggja. Þá verður gamansemin að alvöru. -J.Kr. „Við mót- mælum allir” Framkvæði íslendinga að afvopnun á Norður-Atlantshafi Framsóknarmenn hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um aiþjóðlega ráðstefnu um afvopnun á Norður-Atlantshafi. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir því, að haldin verði alþjóðleg ráðstefna hér á landi um afvopnun á Norður-At- lantshafi. Tilgangur ráðstefnunnar verði að kynna viðhorf íslendinga til hins geigvænlega kjarnorkuvígbúnaðar, sem nú fer fram í hafinu í kringum ís- land, og þá afstöðu íslendinga að þeir telji tilveru þjóðarinnar ógnað með þeirri stefnu sem þessi mál hafa verið og eru að taka. Á ráðstefnunni verði itarlega kynnt þau sjónarmið íslendinga, að þeir geti með engu móti unað þeirri þróun mála, að kjarnorkuveldin freisti þess að tryggja eigin hag með því að fjölga kafbátum, búnum kjarnorku- vopnum, í hafinu við ísland. Til ráðstefnunnar verði boðaðir fulltrúar þeirra þjóða, sem ráða yfir kjarnorkuvopnum og þeirra ríkja, sem liggja að Norður-Atlantshafi, auk fulltrúa evrópsku friðarhreyfing- anna.” Tillaga þessi hefur að vonum vakið mikla athygli og umtal. Að undanförnu hefur farið fram mikil umræða um takmörkun kjarn- orkuvopna í Evrópu. Stofnuð hafa verið friðarsmtök og haldnir fundir mörg hundruð þúsund manna um þessi mál. I Evrópu virðast menn hafa mestan áhuga á að losa lönd sin við þessi vopn, en margir verða til þess að benda á, að varnir megi i staðinn tryggja með vígbúnaði í haf- inu. Með kjarnorkuvopnuðum kaf- bátum í hafinu við ísland. Þróunin nú Kosningaloforð Reagans var að loka þeim „glugga” (The Window of vulnerability) sem opinn væri yfir Bandarikjunum fyrir eldflaugaárás frá Sovétríkjunum. Upphaflega planið var smiði 200 MX eldflauga sem síðan væru í stöðugum flutning- um milli 4600 skýla til þess að Sovét- menn gætu ekki vitað hvar þær væru, auk fleiri atriða. Nú hefur í grundvallaratriðum verið horfið frá þessum áætlunum vegna mótmæla frá ríkjum sem hýsa áttu eldflaugarn- ar og æ fleiri ráðgjafar Reagans benda á að eina raunhæfa leiðin til þess að loka „glugganum” sé að færa kjarnorkuvopnin í auknum mæli í kafbáta úti á hafinu. Hafinu við Island. Sovétmenn hafa mikinn vígbúnað í hafinu við ísland. Hér er frá þeim mikill fjöldi kjarnorkuvopnaðra kaf- báta og strand sovéska kafbátsins við Svíþjóð, þar sem kjarnorkuvopn voru um borð í 30 ára gömlum kaf- báti, færir okkur heim sanninn um að við erum umkringd kjarnorku- vopnum í miklu ríkari mæli en menn óraði fyrir. Á Norðurlöndum ræða menn um kjarnorkuvopnalaust svæði. Sumir talsmenn slíks svæðis benda á að byggja megi upp nægilega traustar varnir með því að auka fjölda kjarn- orkuvopnaðra kafbáta í hafinu. Hafinu við ísland. í umræðunum um að hverfa frá kerfi eldflauga með kjarnaoddum báðum megin járntjalds í Evrópu hafa ýmsir framámenn, þar ámeðal kanslari Vestur-Þýskalands, bent á, að í stað eldflaugakerfisins í Evrópu megi treysta varnirnar með kjarn- orkuvopnuðum kafbátum i hafinu. Hafinu við fsland. Óþægileg margt bendir því til að kjarnorkuvígbúnaðurinn muni í auknum mæli færast á næstu árum út á hafið. Hafiðvið fsland. Þessari þróun mála verða tslend- ingar að mótmæla. Þeir verða að gera það kröftuglega á vettvangi þjóðanna. Stefnubreyting — Straumhvörf Með tillögu framsóknarmanna um afvopnun á Norður-Atlantshafi og síðar friðlýsingu þess, verður gífurleg áherslubreydng í öryggismálum fs- lendinga. Á undanförnum árum og ára- tugum hafa umræður um öryggismál á íslandi snúist um varnarstöðina á Miðnesheiði, dvöl varnarliðsins þar og þátttöku íslendinga í NATO. Vera eða brottför varnarliðsins, þátttaka eða úrsögn úr NATO hafa í sjálfu sér ekki áhrif á gífurlegan víg- búnað kjarnorkuveldanna í hafinu umhverfis fsland. Menn verða að líta á málið i stærra samhengi. Tilveru íslensku þjóðarinnar er ógnað með þessum vígbúnaði í haf- inu umhverfis okkur.óháð veru varn- arliðsins eða þátttöku í NATO. I kjarnorkustríði eru vopnin sjálf, aðalskotmarkið. Kafbátarnir við ís- land eru skotmörk. E.t.v. gæti að- vörunarárás einmitt verið gerð á kjarnorkuvopnaðan kafbát. Geislavirkni í hafinu við landið teflir allri afkomu og tilveru þjóðar- innar i voða. Þessi mikli fjöldi kjarn- orkuvopnaðra kafbáta eykur líkurn- ar á slysi, sem aftur ylli geislavirkni. íslendingar fá 70—80% gjaldeyris- tekna sinna af fiskafurðum úr haf- inu. Þorir nokkur að hugsa þá hugs- un til enda, ef geislavirkni ylli því, að enginn vildi kaupa fiskinn okkar? Þróun mála stefnir allri tilveru ís- lenska lýðveldisins í hættu. Islendingar verða því að beina öryggismálaumræðum sínum að haf- inu umhverfis landið. Umræðan um varnarliðið og NATO verður að gjalti samanborið við gifurlegan vígbúnað kjarnorku- veldanna í hafinu við landið. Frumkvæði íslands Það mun vekja heimsathygli þegar fslendingar krefjast afvopnunar á Norður-Atlantshafl. Við þurfum að fá alþjóða ráð- stefnu um þetta mál og leita í þvi efni samvinnu við lönd sem liggja að þessu hafi. Fulltrúar okkar þurfa að mæla fyrir þessari kröfu á vettvangi þjóð- anna hvenær sem færi gefst. Það mun vekja athygli á málinu. Sjálfsagt munu margir segja: „Hvað vilja þessir fuglar upp á dekk?” • Smáþjóð með 230 þúsund íbúa eins og úthverfi einnar borgar í Evrópu ætlar að fara að segja risarveldunum fyrir verkum. Og síðan, jafnvel þó hafið væri friðað, væri engin leið til að full- nægja nauðsynlegu eftirliti. Fyrra atriðinu er sjálfsvarað. Við gerum ekki ráð fyrir neinum skjót- fengnum árangri áf viðræðum um af- vopnun á N-Atlantshafi. Jafnvel er hugsanlegt, að enginn vilji ræða málið við okkur fyrst í stað. En þessi vígbúnaður er ekkert einkamál risaveldanna. Hann er mál alls mannkyns. Líf íslendinga er ekki minna virði en íbúa risaveldanna og við getum ekki unað því, að þau treysti öryggi sitt með þvi að auka hættuna í kringum okkur. Það mun enginn mótmæla kjarnorkuvigbúnaðinum í hafinu við ísland, ef íslendingar gera það ekki sjálfir. Okkur ber skylda til að gera það, skylda vegna framtíðar þjóðarinnar þess merkilega fyrir- brigðis sem islenska þjóðveldið er. Islendingar geta engum ógnað. En þeir hafa unnið fjölmarga sigra gegn fjölmennari þjóðum með rökum, ræðum, fundum og samningum. í því sambandi nægir að benda á sjálf- stæðisbaráttunaog landhelgisstríðin. Sporin þurfa því ekki að hræða. Framundan er ný sjálfstæðisbarátta. Baráttan fyrir því, að kjarnorkuveld- in tefli ekki framtíð þessarar þjóðar með gáleysislegri vígbúnaðarstefnu. Framtíð íslensku þjóðarinnar má ekki verða leiksoppur í vígbúnaðar- taflinu. íslendingar verða sjálfir að beita öllum brögðum til þess að hér verði ekki næsta „ísosima” eða „ísasaki”. Eftirlitið verður auðveldara með hverju ári. Margt bendir til að með ferðum geimferja verði komið á gervihnattakerfi yfir jörðinni. Þessir gervihnettir munu með innrauðri myndun kortleggja auðlindir jarðar. Talið er að gervihnettirnir muni geta fundið kjarnavopn næstum hvar sem er á hnettinum og alla kafbáta í haf- inu. í lok greinargerðar sinnar með til- lögu sinni segja framsóknarmenn: Full ástæða er til að vara sig á kafbátunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.