Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. 13 Neytendur Neytendur Töluverður verðmunur á leikf öngum: Fimmtungi dýrara að verzla þar sem dýrast er en þar sem er ódýrast Töluverður verðmunur virðist vera á leikföngum í Reykjavík. Það kom í ljós í könnun sem Verðlagsstofnun gerði núna í nóvember. Farið var í verzlanir og kannað verð á 124 hlutum. Mjög misjafnt var hvað til var af hverjum þessara hluta í hverri búð, þannig að í töflu sem stofnunin gerði um afrakst- urinn er aðeins getið 12 verzlana og 51 hlutar. Sú niðurstaða sem fyrst er tekið eftir er að hefðu vörurnar allstaðar verið keyptar þar sem þær voru ódýrastar, hefðu þær kostað 8.788,55. Ef þær hefðu verið keyptar þar sem þær voru dýrastar, hefðu þær hins vegar kostað 10.393 krónur. Þarna munar 18,2% eða tæpum fimmtungi. Þetta er að sönnu töluverður munur en athygli vekur að hann er minni en munur á verði matvöru, samkvæmt síðustu könnun Verðlagsstofnunar. Er þó álagningámatvöru föst, en frjáls á leik- föng. Ef borið er saman verðið í þeirri búð- inni, sem að jafnaði var með ódýrustu leikföngin, og þeirri sem var með þau dýrustu, kemur í ljós að munurinn er 8,2%. Verðlagsstofnun hafði reyndar ekki ætlað að láta hann uppi, því talið var að þetta væri einum of nákvæm- lega útreiknuð tala til þess að geta talist rétt. En kaupmennirnir óskuðu sjálflr eftir að þetta væri eigi að síður gert. Ýmsar skýringar eru gefnar á mis- munandi verði. Má nefna fyrst þá sem oftast er gefin, þegar yfirleitt er rætt um mismun á vöruverði, misgamlar birgðir. Leikfangasalar mega einnig velja sér álagningu á hverja vöru og hafa auðvitað ekki allir valið þá sömu þótt litlu virðist muna. Gæðamunur á vörunni er hins vegar enginn, því alls staðar var kannað nákvæmlega það sama. Menn ættu að kynna sér tðfluna sem hér birtist með, náið, áður en þeir fara og kaupa leikföng á þessum tíma þeirra fyrir jóiin. Til dæmis vek ég athygli á að á verði á Ficher-Price gjafapakka munar hvorki meira né minna en 83,7% á verði. Algengasti verðmunur- inn er hins vegar 10—30% og á verði annarrar Barbie dúkkunnar munar að- einskrónurúmri. DS Óeðlileg hækkun á eggjaverði FRJÁLSA SAM- KEPPNM í HÁMARKI Sigríður Óskarsdóttir hringdi: „Mig langar að vekja athygli á því hvað eggjasalar hafa notfært sér mik- ið að nú eru jól og aðal-bökunartími í nánd. Ég keypti fyrir viku egg á 42 krónur kilóið. í gær kostaði hins veg- ar eggjakílóið orðið 52 krónur. Ég hafði samband við Verðlagsstofnun og sagði frá þessu. Þar var mér sagt að því miður væri ekkert við þessu hægt að gera. Eggjasalar hefðu leyfi til að hækka verðið að eigin ósk. Að vísu ættu þeir að sækja um leyfi, sem þeir ekki gerðu núna síðast. Málið hefur verið kært til Rannsóknarlög- reglu ríkisins, en þar liggur það án þess að nokkuð sé í því gert. Maður- inn sem ég ræddi við á Verðlagsskrif- stofu sagði að ekki þýddi neitt að kæra aftur, þetta yrði að fá að hafa Raddir neytenda sinn gang. Ég hef lika heyrt að verð á eggjum sé mjög misjafnt í búðum. Virðast því eggjasalar ekki einu sinni hafa getað komið sér saman i eitthvert ákveðið verð. Svar: Hér mun vera í fullum blóma hin frjálsa samkeppni. Eitt af lögmálum hennar er, að þegar eftirspurnin eykst án þess að framboðið aukist jafn- framt, hækkar verðið. Egg er eitt af því fáa sem lögboðið verð er ekki á. Satt best að segja veit ég ekki hvort við eigum heldur að gleðjast eða hryggjast. Við hryggjumst vita- skuld, þegar verðið hækkar þetta mikið. En við getum glaðzt, þegar framboðið er allt í einu meira en eft irspurnin, því þá lækkar verðið aftur. Eitt ætti þó að vera víst. Egg verður ekki að selja eða gefa til útlanda til þess eins að halda uppi eggjabúskap í landinu. Frekar er þeim hreinlega hent, sem sjaldan eða aldrei gerist þó DS Þú veist að við erum komnir miðsvæðis r W L FLCITTCIM AÐ SKIPHOLTI7 og þar geturðu skoðað ITT litstjónvarpstæki gæðanna vegna LURt Skipholti 7 símar 20080—26800 GísliKristjánsson: SEXTÁN KONUR Hér er rakinn ferill og framtak sextán kvenna í nútímahlutverkum. Starfsvett- vangur kvenna er alltaf að stækka. Á æ fleiri sviðum, sem áður voru talin sér- svið karla, hafa konur haslað sér völl. Hér segja frá menntun sinni og störfum: Veðurfræðingur, rithöfundur, læknir, loftskeytamaður, deildarstjóri í ráðu- neyti, safnvörður, alþingismaður, fiski- fræðingur, Ijósmóðir, jarðfræðingur, íþróttakennari, oddviti, garðyrkjukandi- dat, félagsráðgjafi og arkitekt. Frásagn- ir þeirra geisla af starfsáhuga og lífs- gleði og fjölbreytni efnis er einstök. Benedikt Gröndal: RIT I ! Sígilt og skemmtilegt safnrit. Benedikt Gröndal er meðal afkasta- mestu rithöfunda íslenskra að fomu og nýju og einna fjölhæfastur og fyndnast- ur þeirra allra. Þetta fyrsta bindi rita hans hefur að geyma kvæði, leikrit og sögur, m.a. er hér „Sagan af Heljarslóð- arorrustu“ og .Þóröar saga Geirmunds- sonar“, báðar bráðfyndnar og stór- skemmtilegar. í síðari bindum þessa safns verða blaðagreinar hans og rit- geröirog sjálfsævisagan Dægradvöl. SKUGGSJA BÓKABÚO OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ BÚKABÚO OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.