Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 18
18 Fólk Fólk Fólk DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. Fólk Það er ekki á hverju kvökfí *em fófít dansar i skikkjum að hættí Sesars gamia. KLÆÐNAÐUR AÐ HÆJTl SESARS GAMLA —í Sjallanum á Akureyri Á dögunum var haldið svonefnt grískt-rómverkst sk kkjukvöld í Sjallanum á Akureyri, þar sem sam- an voru komnir nokkrir tugir manna, sem áttu það eitt sameiginlegt að vera klæddir þeim fötum sem tíðkuðust á tímum Kládiusar og Sesars gamla. Eins og eðlilegt má teljast ríkti mikill fornkappablær yfir Sjallanum þetta kvöld og var greinilegt að fólki líkaði vel þessi afturför til gamalla tíma. Á borðum voru vínber, epli og bananar, sem að sjálfsögðu var rennt niður með tilþrifum og góðri lyst. Meðal skemmtiatriða þetta kvöld var kappát, þar sem fjórir svangir strákar voru fengnir til að gleypa eins mikið af ávöxtum og þeir gátu í sig látið. Og svo var auðvitað dansað það sem eftir var kvöldsins með þeim hætti, sem fornköppum var einum lagið. Ljósmyndari DV, Guðmundur Svansson, var að sjálfsögðu mættur á staðinn og smellti hann nokkrum myndum af liðinu í þessum fádæma klæðnaði. -SER Snótín sú ama nautsín greiniiega vei við vinberja- átíð. TÓK UPP PLÖTUNA í SÓF- ANUM HEIMA HJÁ SÉR — rætt við bóndann Garöar Olgeirsson, harmónikuleikara Út er komin nokkuð sérstök harmónikuplata með Garðari Ol- geirssyni, bónda í Hellisholtum, Hrunamannahreppi í Árnessýslu, sem hann tók upp einn og óstuddur áð heimili sínu fyrir austan fjall. Ogsvo... ... er það vísa dagsins. Þessi ku hafa komið af vörum einhvers verka- mannsins þegar honum varð litið upp undir Laugarásinn. Forríkur er sagt aö só sá, er byggir þarna. Honum verður flestað fá fjandanum þeim arna. En ekki meira um það. Af þessu tilefni var slegið á þráð- inn til Garðars og hann spurður hvað það væri sem fengi bónda til að skella sér í poppbransann. „Þetta er fyrst og fremst gert af áhuga fyrir harmónikuleik, sem ég hef gengið með frá unga aldri. í bernsku nam ég klarínettuleik hérna heima í héraðinu, en skellti mér síðan til Reykjavíkur þar sem ég nam harmónikuleik hjá Karli Jónatans- syni í 5 ár. Siðan spilaði ég gömlu dansana í Reykjavík í nokkur ár með félögum mínum og var um tíma með eigin hljómsveit sem sérhæfði sig í gömlu dönsunum.” En hversvegna tókstu plötuna upp einn og óstuddur heima í stofu, i stað þess að fara í stúdíó eins og tíðkast jafnan nú hin síðari ár? „Ég hafði bara einfaldlega ekki efni á því. Það fylgir þvi svo ofboðs- legur kostnaður að taka plötu upp í stúdíói, auk þess sem ferðakostnaður hefði orðið mikill, ef ég hefði ráðist í það. Svo er það ekki auðvelt fyrir okkur bændurna að hlaupast að heiman vegna peninganna óg þess vegna varð það að ráði að platan var tekin upp heima í stofö,. Ég notaðist einungis við lítið segulb'andstæki og sat í'sóf- anum heima méð harmónikuna og spilaði lögin síðan hvert af öðru. Það var nú allur galdurinn.” — Hvað viltu segja um stöðu harmónikuleiks í landinu á þessum síðustu og verstu tímum? ,,Ég get ekki sagt annað en að áhuginn fyrir þessu hljóðfæri fari vaxandi, sem rekja má beint til upp- gangs hinna fjölmörgu harmóniku- félaga hin slðari ár. En því er ekki að leyna, að það eru margir gamlir og góðir spilarar hættir að spila og fáir hafa leyst þá af hólmi. En það er von- andi að úr því rætist bráðlega”, sagði Garðar. -SER „Ég skal máia allan heiminn eisku mamma," segir í einhverju kvæðinu, en hvort litia stúlkan á myndinni ætíar aó ráðast i svo mikið stórvirki er ekki vitað. DV-mynd. Friðþjófur. Ustamenn, þóungirséu Börn eru líka fólk, staðreynd sem hinir eldri og reyndari vilja oft gleyma í amstri dagsins. Og oft er það að þarfir smáfólksins eru mis- skildar og þeim lítt sinnt í heimi nú- tímans, þar sem menn hafa vart tíma fyrir sjálfan sig, hvað þá aðra. En slíku var ekki fyrir að fara á menningarvöku þeirri sem ALFA- nefndin hélt í fyrri viku þar sem kynnt er líf og list fatlaðra, því þar fengu börnin sinn bás til að hafaofan af fyrir sér á meðan fullorðna fólkið fylgdist með dagskrá vökunnar. Aðstöðu hafði verið komið upp fyrir krakkana í einu horni félags- heimilis Seltjarnarness, en þangað flutti vakan frá Hótel Borg fyrr í vik- unni, þar sem þeir gátu föndrað og málað sín listaverk undir leiðsögn Sigrúnar Björnsdóttur, listmálara. En það er óþarfi að orðlengja það. Myndirnar tala sínu máli. -SER. Ekki ber á öðru en að hár sáu fag- menn á ferðinni. DV-mynd Friðþjófur. Og svo voru iistaverkin að sjáff- sögðu hengd upp jafnnóðum og þau vorubúin. D V-mynd Friðþjófur. Garðar Olgeirsson harmónikuleikari — og að sjátfsögðu með nfítkuna tfí taks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.