Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Upprisa og endurreisn í krafti skáldskapar Guflmundur Danfelsson: BÓKIN UM DANfEL Setberg 1981 Guðmundur Danielsson hefur ritað bækur í nálega hálfa öld — ljóð, barnasögur, smásögur, skáld- sögur, leikrit, viðtöl, ritgerðir, frá- sögur og margt fleira sem ómögulegt er að skilgreina. Auk þess hefur hann verið ritstjóri þrasblaða og gripið í þýðingar þess á milli — liklega sér til dægrastyttingar, því að svona menn eru ætíð í vandræðum með að finna sé eitthvað til dundurs. Hann er ham- hleypa á ritvelli og einhver fjöllynd- asti stórhöfundur íslenskur á þessari öld. Hér á árunum var byrjað að prenta heildarútgáfu verka hans og komu út nokkur bindi. Menn héldu að þetta boðaði að nú ætlaði gæðingur að fara að stilla sig, draga saman nótina og lenda. En það var nú eitthvað annað. Guðmundur virtist beinlínis færast í aukana þegar kom á sjöunda áratug ævinnar — og heldur þeim spretti enn yfir á áttunda tuginn. Það var vonlaust að halda heildarútgáfunni áfram að sinni, og það var ekki fyrr en nú er Sverrir Kristinsson kom til sögu að þetta var gert með stóráhlaupi. Og nú er galdarmaðurinn Guð- mundur Danielsson farinn að vekja þá afa sína og áa upp og gerir þá um leið að nýjum og betri mönnum — og fer létt með það. Honum virðist Bókmenntir Andrés Kristjánsson: samtími þeirra hafa verið nokkuð óbilgjarn við þá svo að þeir urðu heldur illa úti, rétt sé að leiða þá fyrir dóm nýrrar aldar sem á víst að heita betri og vita hvort nokkurrar upp- reisnar sé ekki von. Ég held að óhætt sé að fullyrða að þetta hafi tekist. Gömlu mennirnir á bak við Guð- mund hafa hlotið nýja samúð og jafnvel skilning síðari kynslóðar við uppvakninguna, þótt þeim verði það nú líklega að litlu gagni, og Guðmundur hefur bætt ofurlitlu við sjálfan sig um leið. Svo er nú komið, að góðir rit- höfundar eru einir nógu miklir kunn- áttumenn dl þess að vekja upp dauða, þótt áður fyrr væri þetta sér- grein manna af annarri stétt. Aðferð- in til þess er svonefnd heimildaskáld- saga. Hún er særingaþula nútímans i þessari galdralist. Þar reynir höfundur að birta lifandi lesendum gengna tíð og menn í því ljósi sem skriflegar og munnlegar heimildir hrökkva til en lýsa síðan sjálfir þá mynd til muna með eigin hugarflugi, sem þó má ekki fara út fyrir flug- stjórnarsvæði heimildanna og hvergi hagga staðreyndum þeirra né rögmáli orsaka og afleiðinga. Heimildaskáld- sagan er því vegur á milli harðtrúrrar frásögu af því sem gerðist eða var í lífi og raun, og skáldsögu sem er óbundin af áður dreginni lífsforskrift Hljómtækin sem bera af / eriendum könnunum A-/U90. Magnari sem er 230 RMS vött. I þýska tímaritinu Audio var þessi magnari nr. I af fjölda þekktra tækja. CP-1130. Plötuspilari, beindrifinn og sjálfvirkur með öllu. TX-3000. Útvarpsmagnari sem er 100 RMS vött og er talinn bestu kaupin í Ameríku í dag. CP-1015. Plötuspilari, hálfsjálfvirkur og beindrif- inn. TA-W80. Þetta eru tvö segulbönd í einu tæki og hægt er að taka upp á milli þeirra á tvöföldum hraða. SC-400. Þessir hátalarar komu best út í könnun á 9 gerðum þekktra hátalara í nóvemberhefti danska tímaritsins HI-FI og ELEKTRONIC. TA-2050. Stereo segulband, beindrifið og kom sér- lega vel út í könnun sem sænska tímaritið HI-Fl og MUSIK gerði og kom betur út á metal-stillingu en þrisvar sinnum dýrara tæki. Týsgötu 1, Reykjavík — Sími 10450. þótt hún hljóti að nýta slíkar heimild- ir að einhverju leyti. Formið heimild- arskáldsaga er því brúargerð milli hugar og heims, meira að segja mjög mikilvægur gagnvegur milli skáld- skapar og mannlífs, gerir þjónustu hans við jákvæð lífsviðhorf áhrifa- ríkari í þessari samfylgd en eins á báti. Guðmundi Daníelssyni er svo haganlega í ætt skotið að honum verða hæg heimatökin um efni í til- þrifamiklar heimildaskáldsögur um áa sína en jafnframt verður honum meiri höfundarvandi á höndum. Sig- urður Guðbrandsson langafi hans var dæmdur til dauða fyrir frávik í ásta- málum fyrir liðugri öld, en af því nú er öldin önnur og ástin á meiri samúð sá hann sér leik á borði að áfrýja dómnum fyrir langafa sinn með myndarlegri heimildarskáldsögu, sem hann kallaði Dómsdag og út kom fyrir tveim árum. Guðmundi fórst sá málflutningur með ágætum og góðum árangri. En ekki voru öll efni þrotin í ætt hans með þeim málalokum. Daníel afi hans hafði hlotið harða útreið og dóm að ósekju, að mestu vegna þess um Daníel”. Þetta er sveitarsaga þar sem fólkið birtist okkur ljóslif- andi í önn sinni og erli, flest mikillar gerðar og ljóslifandi. Þar er mörg hetjan á ferli, jafnt í tötrum sem til- höfn. Sviðið er stórt og mannmargt og ýmislegt drífur á daga sem ekki er dráttur í lifssögu Daníels í Kaldár- holti nema þá óbeint. En þetta lýtir engan veginn söguna, gefur henni þvert á móti áhrifamátt og skýrir örlög Daniels. Höfundur gerir meira en láta heimildirnar vera sér bak- styrk. Hann er umfram allt að skýra mál Daníels og birtir því mörg „réttarskjöl” orðrétt að því er best verður séð, aðallega dóma, bréf og bókanir. Þetta víkur sögunni til hliðar við og við, hnökrar þráðinn, en gefur henni í raun nýjan styrk þegar hún streymir fram aftur í eðli- legum farvegi samræðna, lýsinga og atburða. Guðmundi bregðast ekki mannlýs- ingar i þessari sögu og fer þar á þeim kostum sem löngum hafa verið ein- hver mesta lyftistöng í skáldsögum hans. Hann hefur gaman en lítið gagn af því að hafa munnbragð sveit- unga sinna austan Þjórsár á nöfnum Guðmundur Danielsson að hann ,,hundsaði og fyrirleit sér- hverja valdstjórn” og var „upp- reisnarmaður i eðli sínu, stoltur og gáfaður en átti við að etja ógnarlegar andstæður innra með sér”, eins og segir í bókarkynningu. Guðmundur hefur nú skrifað magnað áfrýjunarskjal fyrir afa sinn og kallar Bókina um Daníel — „heimildarsögu um Daníel afa minn”. Þetta er i senn stórvel skrifuð saga og áhrifaríkur lestur. Það mætti helst að henni finna, að höfundi er nokkuð heitt i hamsi við málflutninginn og dregur ekki af sér við að reisa Daníel, tekst það lika með glæsibrag. En þetta er raunar miklu meira en „bók og ýmsum algengum orðum. Slíkt latmæli er heldur þunnur þrettándi í sögu og dregur fremur en hitt úr því að hún skírskoti til hvers sem er eins og vera ber. En hér hefur farið eins og um Dómsdag áður, að Guðmundur Daníelsson reisir ekki aðeins Daníel afa sinn hressilega við með þessari Ihjálparhönd, heldur færir lesendum isínum mikilúðlega mannlífssögu stórskemmtilega og áhrifamikla bók til lestrar og umhugsunar, ekki til áfellisdóms um liðna tíð heldur miklu fremur til aðdáunar og skilnings á fólkinu I þessu landi — fólkinu sem lifði og lifir enn í afkomendum sínum og var og er Daníel að einhverju leyti. Andrés Kristjánsson. Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur 1981 verður haldinn að Grensás- vegi 46 miðvikudaginn 9. desember 20.00. Dagskrá: 1. Venjulegleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.