Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1981, Blaðsíða 33
33 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning „Sýn” ’81. „formið er tengt grunninum og umhverfinu með sjilfri pensiiskrift- inni.” munstur, heldur aðeins einfalda myndsýn sem áhorfandinn upplifir. Þannig eru myndverkin ákaflega „opin kerfi” (bæði inntakslega og formrænt) þ.e. myndefnið getur ver- ið tekið i mjög víðum skilningi. Þetta getum við séð í myndum líkt og „Sýn” (nr. 19), „Hafið” (nr. 21) — þar sem haf, land og dularfullar ver- ur virka fyrst og fremst sem hvati á ímyndunarafl áhorfandans. Og mynd eins og „Myndir” (nr.10) getur stað- ið sem minningarsamnefnari fyrir margahérálandi. Draumur — veruleiki í raun liggja myndverk Margrétar nálægt þeim svipmyndum sem við þekkjum úr íslenskri þjóðtrú, sem oft á tíðum fjallar um stefnumót draums og veruleika, — en spurningin virðist þó um fram allt vera hvernig ákveð- inni „upplifun” geti best verið miðl- að. Víst er að áðurnefndar formrann- sóknir eiga eftir að ala af sér ákveðið myndmál þar sem form og inntak hafa sameiginlega sögn. Möguleikar Það er greinilegt að listakonan stendur frammi fyrir mörgum form- rænum möguleikum, til að tjá sinar draumsýnir handan hins venju- bundna landslagsmálverks. Ekki getum víð talað um neinn sér- stakan heildarsvip á sýningunni, heldur fremur um ólík stílbrot, sem em hlutar af formrænni gerjun, sem á sér stað hjá listakonunni. Hér vakna margar spurningar, sem listakonan þarf að taka afstöðu til í næstu myndverkum sínum. -GBK. er örlaga saga tveggja einstaklinga, en hún er ekki síður þjóðlífssaga, skrifuð til að sýna, hversu ríkur þáttur ástin var í lífi þjóðarinn- ar í fábreytni og fásinni fyrri tíma eða eins og segir á einum stað í bókinni: Hvert gat fólkið flúið í þennan tíma undan ástinni? Ekki í ferðalög, skemmtanir, aðra atvinnu né hugsjónir. Það bjó með ástinni og hafði engin ráð til að sár, stundum vildi það ekki eyða henni, hún væri sár, hún var það eina sem það átti. Ef hún á hinn bóginn var lukkuð, þá varð hún lífsfylling í baslinu og fyllti kotið unaði. Hinn sæli morgun, er ekki hefðbundin ástar- saga, hún er annað og meira. Verð kr. 197,60 ÞJOÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 1 3510 Hanzkar í gjafaumbúaum Skólavörðustig 7 — Slmi 15814 TÖSKU-OG HANZKABOÐiN SS8Í18Í18SKI Fýlupokarnir aftir Valdlsi Óskarsdóttur Mál og menning hefur gefið út barnabókina Fýlupokarnir eftir Val- disi Óskarsdóttur, og er þetta önnur út- gáfa bókarinnar sem höfundur hefur breytt lítillega frá fyrri gerð og teiknar jafnframt myndirnar i bókinni sem eru litprentaðar 1 þessari útgáfu. Á bókar- kápu stendur: „Hefur þú nokkuð komið í Sést- vallagötu? Ekki það nei. Eiginlega bjóst ég ekki við að þú hefðir komið þangað, þvi eins og nafnið gefur til kynna, þá er þetta með eindæmum fyr- irferðarlítil gata. — Svo lítil að hún sésl varla. Aftur á móti eiga fýlupokarnir sem búa við Séstvallagötu afskaplega auð- velt með að koma sér fyrir hjá þér og mér og okkur öilum. Ertu ekki viss um það? Horfðu bara á fólkið í kringum þig...” Fýlupokarnir komu fyrst út 1976 og hefur bókin lengi verið uppseld. Þessi nýja útgáfa er sett í Leturvali sf, Repró annaðist umbrot og filmuvinnu, prent- un var unnin í Formprent og Bókfell hf. batt bókina inn. Textinn er á stóru læsilegu letri og er bókin 79 bls. að stærð. Eins og áður segir gerir höfund- ur teikningarnar í bókinni og á kápu. 220 gómsætir sjávarréttir — Ný matreiðskibók komin út Bókaútgáfan örn og örlygur lif. hefur geltð út bókina: 220 Gómsætir sjávarréttir eftir Knstinu Gestsdóttur og hefur Sigurður Þorkelsson mynd- skreytt bókina. Eins og nafn bókarinn- ar ber með sér er hér um að ræða upp- skriftir af sjávarréttum, en höfundur- inn hefur á undanförnum árum prófað sig áfram í eigin eldhúsi og segir hún i formálsorðum bókarinnar að það hefði án efa þótt fremur skrýtið uppátæki fyrir nokkrum árum að gefa út sérstaka bók um íslenska fiskrétti. „Allir vissu hvernig átti að sjóða og steikja fisk, eða var það ekki? Fólk leitaði litið eftir tilbreytingu við matreiðslu úr fiski, því fiskur var „bara fiskur”. ,,Á síðustu árum hefur viðhorf fólks breyst hvað þetta snertir og því var orðin þörf fyrir bók um islenska fiskrétti, enda er fiskur herramannsmatur, sé hann rétt meðhöndlaður og matreiddur. Þess utan er fiskur mjög næringarríkur og ekki fitandi, jafnvel feitasti fiskur.” Höfundur segir einnig i formála sinum að bókinni að ekki sé mikið um dýra og vandasama rétti í þessari bók. Markmiðið hafi verið að hvetja fólk til að borða fleirir tegundir af fiski og matreiða hann á fjölbreyttari hátt. 220 Gómsætir sjávarréttir er sett, umbrotin, filmuunnin, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Kápu hannaði Sigurþór Jakobsson, en ijósmyndir á kápuna tók Gunnar V. Andrésson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.