Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Page 16
Fólk Fólk Fólk Fólk Gömlu jaxlamir — teknirtalií Vesturbæjar- sundlauginni í siðustu viku átti Sundlaug vestur- bæjar tuttugu ára afmæli. Af því til- efni brugðu DV-menn sér einn morg- uninn á staðinn og spjölluðu við gömlu jaxlana sem mætt hafa í laug- ina alla morgna síðan hún hóf starf- semi sfna. „Við erum svona um tíu talsins, sem mætt höfum á hverjum morgni jiessi tuttugu ár, en við erum allir búnir að stunda þetta í yfir fjörtíu ár, til að byrja með í Sundhöllinni og Laugardalnum,” sögðu kapparnir kampakátir. „Síðan lá leið okkar saman hérna í Vesturbæjarlaugina þegar hún var opnuð og við höfum verið óaðskilj- anlegir alla morgna siðan. Að sjálfsögðu höldum við þessu áfram, svo lengi sem okkur endist kraftur til að líta hingað inn, en því er ekki að leyna að við erum náttúru- lega allir orðnir fjörgamlir. En aldur- inn skiptir að sjálfsögðu engu máli, hvað sundið snertir. Það er svo gam- an að svamla í þessu og svo hefur mað- ur bara gott af þessu,” sögðu þeir um leið og þeir skutluðu sér út í kalda laugina. -SER. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. heilbrigö sál I hraustum llkama. Fyrsti áfangi hins nýja og veglega Sjálfsbjargarhúss á Akureyri er nú kominn upp og hefur þegar verið tek- inn í notkun. Um er að ræða 1800 fermeúa gólfflöt. Alls verður húsið um 2700 fermetrar að stærð. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið á næstu mánuðum. í viðtali við Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfa á Akureyri, sem vinnur á vegum Sjálfsbjargar, kom fram að bygging hússins hefði gengið með ólíkindum vel, framar björtustu von- um manna. Þar kæmi að sjálfsögðu inn i dæmið ár fatlaðra og áhrif þess á skilning almennings og aðstöðu fatlaðra i landinu. Magnús sagði að í þeim 900 fer- metrum sem eftir væri að reisa yrði m.a. innisundlaug, böð og gufubaðs- aðstaða. í seinni áfanganum væri fyrirhugað að yrði aðstaða fyrir fyrir- byggjandi starfsemi, en vegna þess hversu brýnn sá þáttur sjúkraþjálfun- arinnar væri um þessar mundir, væri afráðið að koma þeirri starfsemi fyrir til bráðabirgða i því húsnæði sem fyr- ir lægi. Magnús tjáði blaðinu að fyrir- byggjandi aðgerðir væru stór þáttur í starfsemi Sjálfsbjargar á Akureyri. Væri áætlað að þessi starfsemi færi að miklum hluta fram á kvöldin. Yrði hún þrennskonar. í fyrsta lagi yrði um slökun að ræða. í öðru lagi baknámskeið, eða eins og þeir nefndu það, bakskóla. Og í þriðja lagi yrði um alhliða líkamsrækt að ræða. Þessi starfsemi yrði opin öllum al- menningi og jafnvel fyrirhugað að fá starfsmenn stórra fyrirtækja til að sækja hana og koma þannig í veg fyrir hina miklu vinnusjúkdóma sem hrjá landsmenn. Magnús vildi undirstrika það, að hvað þessa fyrirbyggjandi starfsemi snerti, þá yrði einungis um sérfróða menn að ræða i sjúkraþjálfun og þeim fræðum semsnertulikamsrækt, sem myndu leiðbeina fólki á þessum námskeiðum. -SER. Magnús Ólafsson, sjúkraþjálfi á Akureyri. Á myndinni sýnir hann hvernig rétt átak erframkvœmt. En eins og kunnugt er, er röng beiting baks við vinnu ein af ástœðum þess hve bakveiki er tíð meðal landsmanna. D V-mynd A RH. A þessari klippimynd hljómsveitarinnar Bruna BB getur að líta nokkra liðsmenn grúppunnar. Þeir tjáðu blaðamanni að þeim vœri illa við Ijósmyndir af sér vegna þess illa orðs sem þeir fengu á sig eftir hænudrápið margum ædda. Bakskóli á Akureyrí „Sjálfsagt að lista- menn drepi hænur” —segja liðsmenn Bruna BB Hljómsveitin Bruni BB er ein af þessum nýju umdeildu hljómsveitum sem lilið hafa dagsins Ijós á síðustu mánuðum. Hún vakti töluverða at- hygli og umtal á dögunum þegar liðs- menn hennar fórnuðu nokkrum hæn- um á ei.ium tónleikum sínum og fyrir Ogsvo... ... er það vlsa dagsins. Þessa sendi - okkur muöur sem neftiir sig Þröst. Eins og kemur fram I visukorninu er ' hunn ekki ánœgður með afgreiðslu íí vídeómálsins I borgarsjórn. Glapti augu galdra rún gyllingarnar fínar, yfír lögbrot lagði hún liknarh endur sinar. I 'Á vikið var nokkrum þeirra vikið úr Myndlista- og handíðaskóla íslands, þar sem um helmingur hljómsveitar- innar stundaði nám í nýlistadeild. Fólksíðan hitti nokkra liðsmenn grúppunnar að máli fyrir nokkru síð- an að Bala í Mosfellssveit, þar sem þeir eru að taka upp tónlist sína á snældu. Og fyrsta spurningin var, hverskonar tónlist þeirspiluðu? „Ja, ætli hún sé ekki nokkuð eðli- leg. Hún verður til fyrir tilstilli at- hafna sem við iðkum samfara henni og því má með réttu kalla hana t.d. athafnatónlist.” Eru þetta þá nokkurs konar gerningar? „Það má segja að þetta sé saman- safn af athöfnum sem við fram- kvæmum hverju sinni, þá er við höld- um tónleika. Það sem við erum að framkvæma er að vissu leyti samruni leiklistar, tónlistar og sjónlistar. Við getum kallað þetta „total art.” Og hvað með umtalið eftir hænu- drápið? „Eftir því að dæma, þá mætti halda að það eina sem við höfum gert á þessum tónleikum hafi verið að lim- lesta og pynta hænur. En það var aðeins hluli og raunar smáatriði tón- leikanna sem heildar. Hér var aðeins um að ræða snyrtilega aftöku. Öítkur finnst ekkert sjálfsagðara en að listamenn fái að drepa dýr, rétt eins og sportidjótar eða sláturhús. Aðferðir hinna síðarnefndu eru í rauninni mun ískyggilegri en þær að- ferðir sem við notuðum.” Og hvað á nafngift grúppunnar að segja fólki? „Tjá, BB hljómar miklu betur en t.d. GH. En þetta vekur að sjálf- sögðu forvitni hjá almenningi. Og svo gefur þetta fólki líka kost á því að hugsa hryllilega. En fólki er náttúr- lega í sjálfsvald sett hvað það ímyndar sér út frá þessu nafni. ”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.