Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Síða 32
32 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. Bach f Skálhoiti. Hljómplata mefl leik Helgu IngóHedóttur og Manuelu Wiesler f útgófu Sumartónieika f Skáiholti. STSK 002 Upptaka: RBtisútvarpifl. Piötugerfl: Polygram, Vfn. Hönnun umslags: Sigurjón Jóhannesson. Drerfing: Fálkinn hf. Fyrir tveimur mánuðum kom út hljómplatan, Sumartónleikar í Skál- holti, lítill dýrgripur, sem lýsti upp skammdegið. Nú ráðast aðstandend- ur Sumartónleikanna aftur i útgáfu á hljómplötu. Að þessu sinni er það ein af efnisskrám liðins sumars, dagskrá verslunarmannahelgarinnar, en hún var helguð Bach. Nánar tiltekið: Són- ata í E-dúr BWV 1035; Partíta í a- moll BWV 1013, fyrir einleiksflautu; Tokkata í e-moll BWV 914, fyrir sembal; Sónata í h-moll BWV 1030. í átt til uprunans Um hljóðfæraleikinn á plötunni þarf ekki að fjölyrða. Hann er, eins og flestir munu hafa vitað fyrir, af hæsta gæðaflokki. Helga og Manu- ela eru einstakir Bach-túlkendur. Þær sjá endalaust nýja fleti í músík meistarans mikla. Þánnig er leikur þeirra ætíð ferskur og spennandi og laus við að festast í skorðum. Hjá þeim er ekki spurningin um að koma tónefninu nokkurn veginn til skila heidur djúp köfun í leit að innri kjarna verksins, og þær feta æ lengra í átt til upprunans. Nú verður það ekki svo skilið að nokkur núlifandi maður sé þess umkominn að segja BACH í SKÁLHOLTI nákvæmlega til um hvernig músík Bachs var leikin á sinni tíð, en mér finnst þær Helga og Manuela leika Bach á þann máta, sem leiðandi menn í Bachfræðum ætla, að nærri fari upprunanum. Þannig beitir Helga þeirri stillingu sembalsins, sem kunn er sem Werkmeister III og kennd við John Barnes. Þessi gamla stilling gefur músíkinni sérstæðan blæ. Tónbil verka töluvert öðru vísi en við eigum að venjast eftir að Wohltemperierung varð allsráðandi. Þannig skynja menn enn betur við að kynnast hinum gömlu stillingum hvers vegna tónlistarmenn fyrri aldra forðuðust vanheilög tónbil eins og þann djöfullega trítónus sem lifði blómaskeið síns djöfulskapar meðan fornar dyggðir voru í heiðri hafðar, en átti svo eftir að breytast í mein- lausan drýsildjöful í músík sumra tuttugustualdartónsmiða. í stórum dráttum gófl vinnsla En hvernig tekst að koma snilldar- leik þessara afburða listamanna til skila i vinnslu plötunnar? Það tekst í stórum dráttum vel. Upptökumönn- um fatast að vísu gagnvart hæstu tónum flautunnar, svo að til lýta verður, en í mörgu tekst þeim vel upp. Sembalupptakan kemur betur út, en líkast til er það hinn vandmeð- farni, stórkostlegi hljómburður Skál- holtskirkju sem veldur tækniliði höf- uðverk. En einmitt þessi ágæti eigin- leiki hússins ætti að vera upptöku- mönnum hvatning til að komast sem næst hinu fullkomna í verki sínu. Annað eiga svo góðir tónlistarmenn og kirkjan ekki skilið. Vinnsla plötunnar í höndum Poly- gram er til sóma eins og yfirleitt er hjá því mæta fyrirtæki. Um verkin.Skálholt, Sumartón- leika i Skálholti og Bach í Skálholti ritar Jón Þórarinsson, tónskáld. í stuttu máli dregur Jón saman mikinn fróðleik og rekur listilega samtíð Bachs og biskupa á Skálholtsstóli. Aðeins eins af vinnsluaðilum plöt- unnar er hvergi getið á umslagi, sjálfrar prentsmiðjunnar. Hygg ég að það kunni að vera viljandi gert, því að prentunin á vatnslitamynd Ed- wards Dayes frá 1789, af Skálholts- stað er hreint ekki til sóma. Hún hef- ur satt að segja sést mun betri framan á konfektkassa. Það er hart að ís- lenskt prentverk skuli bregðast ein- mitt á þessari hljómplötu, sem ég trúi að sé albesta hljómplata útgefin á þessu ári hér á landi. EM FRIÐRYK—Friðryk Fjölbreytileiki og pottþétt- ur hljóðfæraleikur i öndvegi ÓMD: Architecture & Morality Nýrómantík fytir vandláta Fyrsta plata Friðryks hefur til þessa ekki farið hátt og hvergi verið getið á einn eða annan hátt, utan smáklausu í Dagblaðinu sáluga. Skýringin liggur vafalitið í klaufa- legri dreifingu. í það minnsta barst eintak af plötunni ekki inn á ritstjórn DV fyrr en á þriðjudag i þessari viku. Undirritaður hafði þá nælt sér í ein- tak með öðrum hætti. Það skal sagt strax, að plata Friðryks er betri grip- ur en svo að hún eigi skilið að ryk- falla í hillunum. Sannast sagna kom afkvæmið hraustlega á óvart. Maður hafði eig- inlega hálft í hvoru búizt við bastarði skallapoppara og rokkara, en skalla- poppið verður sem betur fer illilega undir í baráttunni um völdin og rokk- ið er miklu meira áberandi. Lögin eru dreifð á marga höfunda og gefur það plötunni óneitanlega sterkari blæ en ella og hún verður fjölbreyttari. Það vekur ekki hvað sízt athygli að heyra lipur lög trymblanna Sigurðar Karls- sonar og Ásgeirs Óskarssonar á þess- ari plötu. Til þessa hafa lagasmíðar þeirra ekki farið ýkja hátt, en mættu vor eyru meira heyra úr þeirri átt? Lögin bera þess greinilega merki að þau eru ekki öll runnin undan sömu rifjunum. Eðlilega eru þau misjöfn að gæðum, en tæpast verða nema tvö þeirra að teljast slök. Bræðralag er væmið lag þrátt yfir prýðilegan söng og Póker Jóhanns Helgasonar er í máttlitilli útsetningu. Beztu lögin eru hins vegar í kirkju eftir Pálma Gunnarsson og er ekki beint neinn skallapopparablæ á þvi að finna, Há- degisbardagar Tryggva Hilbner, Myrkur Ásgeirs Óskarssonar og Fyrir og eftir vopnahlé Péturs Hjaltested. Þá er ekki hægt að komast hjá þvi að minnast á Lónadrangadjammið og Trommuskiptajöfnuðinn, sem bæði voru tekin upp að Búðum í sumar við frumstæðar aðstæður. Stemmingin í lögunum leynir sér ekki og synd er og skömm að skera þau niður. Sérstak- lega er djammið snubbótt eftir byrj- un, sem lofaði góðu. Frammistaða Sigurðar Karlssonar á plötunni er kapítuli út af fyrir sig. Varl verður því neitað að Karlsson á sér fáa líka hérlendis. Pálmi komst hnökralaust frá sfnu, öruggur en lát- laus bassaleikur. Það eru hins vegar yngri mennirnir, Tryggvi og Pétur, sem að mínu mati koma mest á óvart. Sannast sagna var ég tilbúinn að afskrifa Tryggva í frumskógi poppsins eftir afar efnileg bernsku- brek. Hann sýnir hins vegar á þessari plötu, að hann er síður en svo allur Fyrirliðar OMD, Paul Humphrey og Andy McCluskey. mini-popparar —poppplata yngstu hlustendanna Það er alkunn staðreynd að börn eru ákaflega fljól að 'gnpa vinsæl dægurlög á lol'ti og syngja þau há- stöfum þó svo að þau skilji textana engan veginn. Á ferðamannastöðum suðlægari landa s.s. á italíu og á Spáni haf'a verið starfrækt einskonar barnadiskótek eða jafnvel diskótek opin öllunt aldurshópum, um langt skeið. Börnin kunna því nefnilega bezt að dansa og skemmta sér við sömu tónlist og fullorðna fólkið ger- ir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að í suðrænum löndum liafa barnaplötur verið gefnar út í stórum stíl og notið mikilla vinsælda. í flest- um tilfellum sér þó fullorðna fólkið um hljóðfæraleikinn á þessum plöt- um. Nú hefur K-tel fyrirtækið gefið út barnaplötu með vinsælum dægurlög- um í flutningi barnasönghóps sem nefnist Mini-Pops. Krakkarnir syngja lög sem orðið hafa vinsæl í flutningi Abba, Sheenu Easton, Shakin’ Stevens, Blondie, Village People, Boney M, Madness og Bugg- les svo einhverjir séu nefndir. Það er í rauninni alveg sjálfsagt að gera börnum jafnhátt undir höfði og fullorðna fólkinu á sviði tónlistar. Börn hafa alveg jafn gantan af góðri popptónlist eins og að góðum kvik- myndum sem framleiddar eru með áhugamál og þarfir barna í huga. Íslenzk börn eiga örugglega eftir að njóta þess að hlusta á brezka jafn- aldra sína syngja nokkur af vinsæl- ustu lögum þess árs á einni plötu. HK Ekki skal fjöður yfir það dregin að hcldur þólti manni það djarfmann- lega tefll hjá Steinum hf. að þrykkja nýjuslu plötu Orcheslral Manoeuvres In Ihe Dark í plast hjá hafnfirzku Alfa-pressunni. Þó er þvi ekki að neila að þessir liverpúlsku svuntu- þeysarokkarar hafa selt bærilega al plölum sínum heima í Brellandi, einkanlega ,,Enola Gay” lagið, setn raunar fór sérstaka sigurför um heiminn um og eftir síðustu ára- tnól. En breiðskífurnar þrjár, sent OMD hefur látið frá sér ganga, eru talsvert miklu alvörugefnari og lor- mellari en lögin á smáskífunum gefa til kynna. Og þær útlendu plötur sent til þessa liafa verið framleiddar í Alfa hal'a nú ekki beinlinis verið al' þeirri sortinni, frómt l'rá sagt, heldur poll- þéttar söluplötur. En ntín og annarra OMD-aðdá- cnda er ánægjan, l'yrir vikið er plalan ódýrari og gæðin sízt minni. Og væntanlega verður þetta l'ramtak til þess að auka veg og virðingu OMD á íslandi svo talað sé í landföðurlegunt tón. Ég fer ekkert dult nteð það; 'OMD er einhver langbezta nýróman- tiska hljómsveilin í Bretlandi þessa stundina. Þessi þriðja plata hennar er býsna fjölbreytt og kappnóg af metn- aðarfullri tónlist. „Auðvilað gælum við gefið út heila breiðskífu með litl- um snolrum melódíum og allir þeir sem hrifust af „Enola Gray” væru þá glaðir í bfagði, en okkur er slíkt þverl um geð,” sagði Andy Mc- Cluskey nýverið. Hann er annar helzti leiðtogi OMD. Hinn er Paul Humphrey. Af þessari plötu eru þegar nokkuð kunn lögin „Souvenir” og „Joan Of Arc” en bæði lögin hafa komið út á smáskífum. Fyrrnefnda lagið er al'- bragð, perla i dægurtónlist, og bæði lögin á breiðskífunni um Jó- hönnu frá Örk, eru ósvikin. Þá er söngurinn melódíski, „She’s Leav- ing” eftirminnilegur að ógleymdum upphafssöngnum, „New Stone Age” sem er kraflmeiri og ólíkur öllu því sem OMD hefur gert til þessa. Hér eru ótalin tormeltari lög plötunnar en „Sealand” virðist mér vera einhvers- konar framhald af laginu „Stanlow” á siðustu breiðskífu OMD. Og hreint ekki slæmt franthald. OMD er metnaðargjörn hljómsveit sem heimtar að hún sé tekin alvar- lega. „Architecture & Morality” er því fyrir vandláta, —■ og þeirri spurn- ingu verður vænlanlega svarað fljót- lega hvort það hafi í raun borgað sig að láta pressa plötuna hér heíma. -Gsal og tekur „riff”, sem sómdu sér vel á plötum þekktari bárujárnshöfðingja vesturheims. Sérstaklega eru tilþrif hans í eigin tónsmíð, Hádegisbardög- um.skemmtileg. Pétur gefur plötunni síðan það heildaryfirbragð, sem skil- ur gott frá sæmilegu. Hljómborðs- leikur hans er í senn fjölbreytilegur og hugmyndaríkur. Söngurinn er í öruggum höndum Pálma og Péturs og vafalítið eru margir sem ekki slægju hendinni á móti samstarfi við þá félaga. Niðurstaða þessa spjalls er því sú, að hér er á ferðinni gripur, sem kem- ur rækilega á óvart. Hljóðfæraleikur mjög góður, lagasmíðar eðlilega mis- sterkar, söngur hnökralaus að mestu og heildarsvipurinn þannig að flokk- urinn má vel við una. Það eina, sem er að er miður gott „sánd”. -SSv. Hér eru Mini-poppararnir i ýmsum auðþekkjanlegum gervum. PLÖTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.