Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. r W LJÓÐHÚS n i;i f Bókaútgáfa Málfríöur Einarsdóttir o BRÉFTIL STEINUNNAR AUÐNULEYSINGI OG TÖTRUGHYPJA ÚR SÁLARKÍRNUNNI SAMASTAÐUR í TILVERUNNI BOKAUTGAFAN Laufásvegi 4, Reykjavík Sími17095. LJÓÐHÚS Kynnmg á Morley Pedals í verzluninni fram til jóla á hverjum degi, frábœrt „sound” Gitarinn hljomar eins og strokhljóðfœri (selló og fióla) með E. Bow. VAH/Volume(Wvo) Pro Phaser (PFA) Tónkvid LAUFASVEG117 • REYKJAVIK Útlönd Útlönd Útlönd Efnahagsstefna Thafcher, „peningahyggjan”: Feoumir af- neita afkvæminu Hagfræðingarnir að baki „Járnfrúnni” viðurkenna mistök Gárungarnir segja gjarnan um hag- fræðina sem vísindagrein, að hún sé ámóta nákvæm og veðurspár og jafn oft vitlaus. Þetta hefur fengið byr undir báða vængi í Bretlandi eftir síðasta áfall, sem peningahyggjan, efnahagsstefna Margrétar Thatcher, hefur hlotið. — Sjálfir höfundar stefnunnar eru farnirað efahana. Höfundarnir Alan Budd prófessor sem mótaði hugmyndirnar um peningahyggjuna ásamt Terry Burns prófessor, núver- andi efnahagsaráðgjafa fjármála- ráðuneytisins, hefur viðurkennt, að honum hafi orðið á í messunni. Og það voru ekki mistök í neinum smá- munum, heldur einu grundvallar- atriði peningahyggjunnar. Budd prófessor viðurkenndi þetta á ráðstefnu hagfræðinga, sem haldin var í London á dögunum. Hann og Terry Burns stjórnuðu ,,Efnahagsspá”stöðinni við London Business School, þegar Margrét Thatcher kom til valda. Skömmu síðar réðist Burns prófessor til fjár- málaráðuneytisins. Hugmyndir þeirra tvímenninga um leiðir til þess að ná niður verðbólgunni urðu horn- steinninn í efnahagsstefnu Thatcher- stjórnarinnar. Hornsteinninn í peningahyggjunni Þessi hugmynd byggðist í stuttu máli sagt á stjórnun peningavelt- unnar, kölluð ,,m3”, og aukningu hennar. ,,m3” er peningaveltan skýrgreind á breiðum grundvelli og þar með talin bankalán og peninga- magnið í umferð í seðlum og sleginni mynt. Kenningin fól í sér, að traust tök á peningaveltunni mundi draga úr verðbólgunni, þegar frammí sækti. í upphafi taldi ríkisstjórnin þetta eitt mundu nægja. Vaxiaþakið í ,,m3” var meginforsenda ákvarðana um önnur inngrip í efnahagslífið. Ef það leiddi til hærri lánsvaxta og styrkingar sterlingspundsins, þá gott og vel. Ln það ei þessi kjarni í peninga- hyggjunni, sem Budd prófessor viðurkennir í dag, að hafi verið alvar- leg skekkja. Átti eht að duga til Rexndin varð sú, eftir að Thatcher- stjórnin hafði setið um hríð við völd, að lánavextir, sterlingspundið og ekki sist verðbólgan tók mikinn kipp uppávið. Breski iðnaðurinn mátti ekki við hvorutveggju. Hækkun lánavaxta og hækkun pundsins (vegna samkeppn- innar á útflutningsmörkuðunum). Upp úr því jókst atvinnuleysið og framleiðslan dróst saman. Ríkisstjórnin var staðföst í sinni ,,m3”-stýringarstefnu og aftók að grípa með öðrum hætti inn i efna- hagslífið eins og að veita iðnaðinum einhver bjargráð. ,,m3” eða pieninga- veltan hélt áfram að aukast hratt og hraðara en þau 7—ll%, er stjórnin hafði sett sem mörk. Há vaxtastefnan í þessum eftirþönkum er Ijóst orðið, að hærri lánavextir framköll- uðu aukningu peningaveltunnar í stað- inn fyrir að draga úr henni, viður- kennir Budd prófessor nú. Fólk dró peninga sína út úr umferð og festi inni á hávaxtabankareikningum, en um leið þurfti atvinnulífið fleiri bankalán til þess að mæta afleiðing- um kreppunnar. Svo að peningarnir flutu aftur út í veltuna og þá alltaf með síhækkandi vöxtum. Peningaeftirspurnin jókst hratt og við það styrktist sterlingspundið, sem aftur ýtti atvinnulífinu enn neðar í fenið. Samtímis stefndi ríkisstjórnin beinlinis að því að halda vöxtunum háum í þeirri trú, að lækkun þeirra mundi hafa öfug áhrif á ,,m3”. „Kaldhæðnin er sú, að hefðu lána- vextirnir ekki hækkað svona mikið, hefði peningaveltan heldur ekki aukist svona hratt,” hefur Geoffrey Dodd, fréttaritari „Börsens” í London, eftir Alan Budd prófessor. — Samtímis hafði orðið önnur skekkja í efnahagslífinu: Menn höfðu ekki gert sér fulla grein fyrir því, hvað orsakaði hækkun sterlings- pundsins. Ekki fyrr en það hafði fall- ið aftur. Þá þótti koma í Ijós, að hækkun þess hafði leitt beinlínis af hinni ströngu efnahagsstefnu stjórnarinnar. afneitar.... ... ogþó! „Á þeirri stundu var samt ómögu- legt að trúa því, að ástæðan væri peningahyggjan sjálf. Einmitt vegna þess, að þvert á móti sýndist mönn- um hún slælega rekin í upphafi og seint ætla að virka. Við gátum ekki séð neitt orsakasamband við aukn- ingu peningaveltunnar og hækkun pundsins árið 1980,” segir Budd. Hann telur nú, að skýringin liggi í hávöxtunum. í ljós sé komið, að stjórnin hafi í reyndinni gert sér sjálf lífið erfiðara með því að róa öllum árum að ,,m3”, sem hafi verið skakkt mark. Með því að afneita þannig eigin af- kvæmi hefur Budd prófessor svipt menn allri tiltrú til ,,m3”-kenningar- innar. Lengra vill hann þó ekki ganga. Hann er enn þeirrar skoð- unar, að í meginlínum sé efnahags- stefna stjórnarinnar rétt. Stefhubreyting í ioftinu? Sömu skoðunar er ríkisstjórnin auðsýnilega sjálf. Þó hækka þær raddir innan bæði íhaldsflokksins og ríkisstjórnarinnar, sem krefjast sltefnubreytingar. Það vill forsætis- ráðherrann, Margret Thatcher, ekki. Þó þykir hún í dag mildari i máli, þegar hún vísar á bug tillögum um hækkanir opinberra útgjalda. „Járnfrúin”, Margrét Thatchcr for- sætisráðherra, hefur hingað til hummað fram af sér kröfur flokks- bræðra um stefnubreytingu, en er að koma hik á hana? Líkurnar benda til þess, að kosn- ingar verði næst í Bretlandi haustið 1983. í síðasta lagi í maí 1984. Það hefur lengi fylgt breskum ríkisstjórn- um að reyna að hygla einhverju að kjósendum, þegar líður framundir kosningar. Eins og ástandið er orðið í dag í Bretlandi, þykir ýmsum að bráðliggi á því, að efnahagsbatinn komi af sjálfum sér eða að minnsta kosti hilli undir hann. Annars verði of seint að gera nokkrar ráðstafanir til að reyna að snúa áliti kjósenda. Skoðanakannanir sýna, að það álit er íhaldsfiokknum óhagstætt til kosninga. Menn segja, að málmþreyta sé komin í stjórn járnfrúarinnar. Horn- steinninn í efnahagsstefnu hennar vekur ekki tiltrú. — Fáum kæmi það því á óvart, ef gerðar yrðu með hægðinni einhverjar breytingar á stjórnarstefnunni á næstu mánuðum, áður en fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í vor. Jafnvel þótt það kostaði, að járnfrúin yrði að fórna fjármálaráðherra sínum, sir Geoffrey Howe. ueonrey Howe, fjármálaráðherra Thatcherstjórnarinnar, heldur hér „rikiskassanum” á lofti. Hann tók sér annan höfund „peningahyggjunnar” til ráðgjafar. — Mistök höfundanna kunna að leiða til þess að senn verði brátt um sir Georffrey í emb ætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.