Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Demantssfld frá Reyðarfirði: Feit og falleg sild á iólaboröiö Demantssíld er nú til sölu á nokkr- um stöðum í Reykjavík. Er þetta síld austan af Reyðarfirði sem hefur verið grófsöltuð, slógdregin og hausuð en er heil að öðru íeyti. Hana er gott að flaka og marinera. Sildin er einstak- lega stór og falleg ogvelfeit. Friðjón Vigfússon á Reyðarfirði sagði að þessi síld hefði verið sett á markað í tilraunaskyni. Ekki væri til neitt óskaplegt magn af henni en verið væri að kanna hvernig fólk tæki þessari nýjung. Síldinni er pakkað í lofttæmdar umbúðir og er það kjötiðnaðarstöðin á Reyðarfirði sem sér um pökkunina. Á pökkunum er alveg einstaklega skemmtileg áletrun. Mættu fleiri framleiðendur taka hana sér til fyrir- myndar. Hún hljóðar svo: „Demantssíld er valin úrvalssíld af vertíðinni nú í haust. Síldina veiddi Skúmur GK 22 en skipstjórinn var aflaklóin Ómar Einarsson. Síldin veiddist á Reyðarfirði aðfaranótt 26. október 1981 og var samdægurs „cutsöltuð” af síldarsöltunarstúlk- um á Reyðarfirði. Síldin hefur verk- azt vel við rétt hitastig iog er nú til- búin til marineringarískammdeginu. ” Á umbúðunum eru einnig leið- beiningar um marineríngu og hvernig: matreiða má síldina á ýmsa vegu. Kílóverð á síldinni út úr búð er 37 krónur og 50 aurar. Hún fæst meðal annars i S.S. i Glæsibæ, Straumnesi og víðar. Verktakar hf. á Reyðarfirði standa fyrir þessari skemmtilegu nýjung. -DS. Eins og sjú mú er síldin að austan bæðifeit ogfalleg. Sannkölluð jólasíld. / DV-mynd Einar Ólason. Efþað vefst fyrir einhverjum hvernig skuli koma skreytingu á piparkökurnar er hér ein tillaga. Þið búið til kramarhús úr smjörpappír, setjið glassúr í og lokið kramarhúsinu með límbandi. Sjö og hálff aldur verðmunur á kolum í rafal: Ástæður kunna að vera margar sádýrarí FÖSTUDAGSKVÖLD IJIiHUSINUl IJI!HUSINU OPK) DEILDUM TIL KL10 I KVÖLD NÝJAR VÖRUR IÖLLUM DEILDUM MATVÖRUR FATNAÐUR HÚSGÖGN BYGGINGAVÖRUR TEPPI RAFTÆKI RAFLJÓS REIÐHJÓL Ótrúlaga hagstæflir greíðsluskilmálar 6 flestum vöruflokkum. Allt niflur 1 20% út- bórgun og lánstími ailt afl 9 mánuðum. JB iSBÍSil issai Jfln Loftsson hf. __________ Hringbraút 121 ,SMH MUNIÐ! OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD 0G ANNAÐ KVÖLD Haraldur Steingrimsson hringdi til að vekja athygli á furðulega miklum verðmun milli tveggja verzlana á litl- um hlut. Hluturinn var kol í rafal í Volvo Amason frá árinu 1966 og munaði að sögn Haralds rúmum hundrað krónum á vérðinu, annars vegar í Velti og hins vegar i Bílanausti Við könnuðum málið og sáum að reyndar munar ekki alveg svo miklu en munurinn er mikill eigi að síður. 1 Bílanausti kosta kolin 13 kr. en 97,90 i Velti. Er verðið í Velti því sjö og hálffalt það sem það er i Bíla- nausti.Fannst okkur munurinn mikill og spurðum þá sem fyrir svörum urðu á báðum stöðum um ástæðuna. Afgreiðslumaðurinn í Bílanausti sagðist enga skýringu kunna á þessu ákveðna dæmi. Hins vegar hefði Bílanaust oft getað boðið lægra verð en aðrir á hvers kyns rafmagns- vörum. í þessu dæmi væri ekki um að ræða gamlar birgðir því líklega væru kolin um mánaðar gömul. Afgreiðslumaður í Velti sagði að skýringarnar kynnu að veta margar. í fyrsta lagi gæti það komið til að Volvo-verksmiðjurnar framleiddu þennan hlut ekki sjálfar og þyrfti að fá hann frá annarri verksmiðju, jafnvel í öðru landi. Slíkt hækkaði auðvitað verðið. Önnur hugsanleg skýring taldi hann að gæti verið gæðamunur. Volvo byði aðeins fyrsta flokks vara- hluti og gilti það jafnt um kol og annað. Þar sem hann hafði ekki séð kolin frá Bílanausti vildi hann hins vegar ekki fullyrða um hvort sú væri skýringin. Hann sagði að síðustu að Veltir hefði oft getað boðið lægra verð en aðrir á ýmsum vörum sem ört seldust og því væri unnt að gera hagstæð innkaup. En þegar um svona hlut væri sem hreyfðist lítið væri það ekki unnt. DS. Fimmfall verð á Sunday Times: Verzlunin græðir minna en ekki neitt — aðeins þjónusta Áhugasamur blaðalesandi hringdi: Mig langar til að segja frá háu verði á erlenda blaðinu Sunday Times. Ég hef keypt það nokkrum sinnum í Bókaverzlun Sigfúsar Eytnundssonar á 30 krónur. Þetta þykir mér fáheyrt verð. í Englandi kostar blaðið 35 pens (5,35 kr.) og 15 krónur í Danmörku. Hér er það sem sagt meira en helmingi dýrara en í Danmörku og fimm sinnurn dýrara en í Englandi. Mér þætti i lagi að borga þetta 18—20 krónur en 30 er of mikið. Raddir neytenda Svar: Ég hafði samband við Einar Óskarsson í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sagði að þarna væri um rétt verð að ræða og væri manninum velkomið að koma og sjá verðútreikninga sem of langt mál væri að skýra frá í blaðinu. En hluti af skýringunni væri að oft kæmi blaðið það seint til landsins að aðeins örfáir keyptu það. Því yrðu mikil af- föll af því. Verzlunin hefði ekki neitt og jafnvel minna en það fyrir að selja þessi erlendu dagblöð, en þetta væri þjónusta við fólk sem ákveðið hefði verið að veita samt. Einar sagði að aðeins ein önnur verzlun í bænum seldi nú þessi blöð. Aðrar hefðu hreinlega gefizt upp á því að fá ekkert fyrir snúð sinn. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.