Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. hjúlst, áháð dagblað Útgáfufélag: Fijáh fjöhnlðlun hf. Stjófnarformoöur og útgáfustjóri: Svslnn R. EyJóHsson. Framkvœmdastjóri og útgáfuatjóH:Höröur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Elísrt B. Schram. Aöstoöarritstjóri: Hsukur Hsigsson. Fréttastjóri: Sœmundur Guövinsson. Augiýsingastjórar: Páil Stsfánsson og IngóHur P. Steinsson. ^ Ritstjóm: Siðumúia 12—14. Augtýsingan Stðumúia 8. Áfgrsiðsía, áskriftír, smáaugiýsingar, skrHstofa:' Þvorhoiti 11. Sfmi 27022. SimiHtstjómar 86611. Sstning, umbrot, mynda- og plötugsrð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prsntun: Arvakur hf., SksHunni 10. Áskriftarverð á mánuði 100 kr. Verð f lausasöiu 7 kr. Helgarhiað 10 kr. Leitað að kanínu í hatti Ríkisstjórnin hefur hartnær náð fullkomnun í árátt- unni að gera ekkert að varanlegu gagni, ef minnsti kostur er á tímabundnum sjónhverfingum. Þær hafa verið alfa og ómega efnahagsstefnu hennar frá upphafí til þessa dags. Ráðherrar eru farnir að draga úr hattinum hug- myndir um efni áramótaskaupsins eða svokallaðra ráðstafana um áramótin. Mest er þar um gamalkunnar kanínur misjafnlega meinlausar, en þó skín í nokkrar alvarlegri. Svavar Gestsson hefur lagt til, að olíugjald á fisk- verði falli niður til að greiða fyrir samningum við sjó- menn og sneiða hjá gengislækkun. Með þessu megi einnig komast hjá því að hrófla við forsendum nýgerðra kjarasamninga. Ráðherrann nefndi hins vegar ekki, að kanína hans felur í sér 65 milljón nýkróna árlegt tekjutap útgerðar, sem þegar er rekin með tapi. Hugmynd ráðherrans er að taka vandann af einum stað og færa yfir á annan. Tómas Árnason hefur hins vegar lagt til, að vextir verði lækkaðir til að létta greiðslubyrði fyrirtækja og einstaklinga og auðvelda þeim að bera aðrar byrðar í staðinn. Hann veit, að allir bölva vöxtunum. Ráðherrann nefndi hins vegar ekki, að kanína hans mun minnka framboð sparifjár og auka eftirspurn lánsfjár. Er slíks þó sízt þörf í fjármagnshungrinu og útlánahömlunum, sem einkennt hafa síðustu mánuði. Hugmynd Tómasaj er að því leyti verri en hugmynd Svavars, að hún ræðst að hinu eina, sem ríkisstjórnin hefur vel gert, verðtryggingunni á hluta sparifjár- markaðsins. Hún er ekki bara rugl, heldur hættulegt rugl. Þessir ráðherrar hafa gamnað sér við hugmyndir um að útvega sárlega eftirsótt fjármagn með því að auka svokallaða bindisskyldu banka og lífeyrissjóða í 45%. Þar feta þeir sömu braut og fyrirrennarar þeirra í átt til 100% bindisskyldu. Aldrei nefna þessir eða fyrri ráðherrar, að engir nýir peningar eru búnir til með sjónhverfingu af þessu tagi.. Þeir eru bara teknir frá aðilum, sem geta hugsanlega gert þá arðbæra, og færðir til örugglega óarðbærra nota. Þetta gera ráðherrar í skjóli hins virðulega Seðla- banka, sem um langan aldur hefur haft forgöngu í sjónhverfingum með því að annast hina svonefndu bindiskyldu, sem í raun réttri ætti að heita brennslu- skylda. Öll stjórnmál í landinu eru rekin undir merki sjón- hverfínga. Borgarstjórn Reykjavíkur þykist búa til húsnæði með því að kaupa það og leigja húsnæðis- lausum. Miklu fé er varið til að auka ekki húsnæði í borginni um einn einasta fermetra. Krukk borgarinnar á fasteignamarkaðinum leiddi hins vegar til hækkunar á verði fasteigna. Menn sáu sér leik á borði, þegar til sögunnar kom kaupandi með fullar hendur fjár. Þetta er skólabókardæmi um nei- kvæð áhrif sjónhverfinga. Stjórnmálamenn okkar virðast aldrei sjá nema mjög afmarkaðan hluta dæmisins hverju sinni. Þeir taka þann vanda, sem mest sker í augu hverju sinni, og leysa hann með því að búa til vanda, sem í bili er utan sjón- deildarhrings þeirra. Núverandi ríkisstjórn hefur markvissar en flestar aðrar notað bráðabirgðalausnir og sjónhverfingar til að forðast sársauka varanlegra lækninga. Þess vegna er ekki ástæða til að hlakka til áramótaaðgerða hennar. Jónas Kristjánsson Baráttan gegn skrefa- talningunni Hver er reynslan? —Hvað hef ur áunnisf? Eðlileg viðbrögð sím- notenda Nú er liðinn einn og hálfur mán- uður siðan skrefatalning innanbæjar- símtala hófst og er því tímabært að hugleiða hvaða áhrif hún hefur haft á símanotkun á höfuðborgarsvæð- inu, þaðan sem meginhluti þeirra aukatekna á að koma, sem nota á til lækkunar langlínutaxta. Áhrifin eru að mati undirritaðs í stórum dráttum eftirfarandi: 1. Heimilissímar hafa svo til þagnað að degi til. 2. Álag hefur aukist verulega eftir kl. 7 á kvöldin og þar til sjón- varpsfréttir byrja kl. 8. 3. Gamla fólkið, sjúklingar og aðrir, sem eiga ekki heimangengt, hafa orðið fyrir verulega skertum möguleikum á notkun síma að degi til, þegar þörf þeirra er mest á tengslum við umhverfið. Af eðlilegum ástæðum hafa margir rætt um skrefatalninguna við undir- ritaðann og hefur komið fram hjá megin þorranum, að síminn sé ekki notaður, þegar skrefatalningin er á, nema af ýtrustu nauðsyn. Ennfremur virðast flestir vera sammála um, að varla heyrist í símanum á daginn. Síminn virðist vera orðinn munaður, sem fólk telur of dýran til þess að það vilji láta peningana sína í að njóta. Þessi þróun er mjög óæskileg. Af þeim fréttum, sem fólk fær um öll umferðarslysin og allt tjónið, sem verður í umferðinni, á að stuðla að aukinni notkun símakerfisins, sem búið er að koma upp með ærnum til- kostnaði, en ekki minnkandi, og með því móti stuðla að minnkandi um- ferð. Þau viðbrögð hins almenna sím- notanda, að nota ekki simann, þegar skrefatalningin er i, nema af ýtrustu nauðsyn, eru afar eðlileg og sýna, að svo langt má ganga á vilja símnot- enda, að þeim ofbjóði. Vonandi verða þessi eðlilegu viðbrögð varan- leg. Bent hefur verið á, að simanotkun minnki ekkert hjá fyrirtækjum og opinberum stofnunum með tilkomu skrefatalningarinnar og mun það vera von Pósts og síma, að þau haldi uppi óbreyttum fjölda heildarskrefa þrátt fyrir minnkandi notkun heimilissíma og fækkun langlinu- skrefa. Sú von virðist þó ekki ætla að alveg að rætast, því heildarskrefa- notkun mun hafa lækkað um tæp 4% frá því skrefatalningin hófst þann 1. nóvémber s.l. Það skyldi ekki vera að Póstur og sími hafi skotið yfir markið og fari með tapi út úr breytingunni til viðbótar þeim ærnum tilkostnaði, sem hefur verið skrefatalningunni samfara. Sú leið, sem andstæðingar skrefa- íalningarinnar hafa lagt til að farin yrði til að greiða niður langlínusím- töl, er hækkun skrefgjalds samfara lengingu langlínuskrefa. Sú leið mundi koma mun réttlátar niður á notendum og gefa Pósti og síma mun öruggari tekjur. Verður nánar fjallað um mismuninn á þessum tveimur Ieiðum síðar í greininni. Raunverulegur mismunur símakostnaðar í dreifbýli og á höfuðborgarsvæðinu Símakostnaður hefur nú verið jafnaður, þ.e. flest langlinugjöld lækkuð og innanbæjarsímakostn- aður hækkaður. Um þetta virðast flestir vera orðnir sammála og þá einkum eftir að bent hafði verið á það með rökum, að langlínugjöld hafi verið óeðlilega há, miðað við til- kostnað, í hlutfalli við bæjarsíma- gjöld. Að vísu hafa talsmenn skrefa- talningar ýkt muninn á símakostnaði í dreifbýli og þéttbýli stórlega. Iðulega hefur verið talað um, að hann væri margfaldur. GísliJönsson í greinargerð, sem undirrituðum hefur nýlega borist frá Þorvarði Jónssyni, yfirverkfræðingi hjá Pósti og síma, er að finna eftirfarandi upp- lýsingar um heildarsímakostnað meðal símnotenda fyrir skrefataln- inguna: kr/ársfjórðung Dreifbýlið 1243 Höfuðborgarsvæðið 930 kr./ársfjórðung Mismunur: 313- Kostnaður meðalsímnotanda í dreifbýlinu hefur þannig verið um 33,6% hærri en á höfuðborgarsvæð- inu. Af þessum tölum er ljóst, hve fjarri lagi það hefur verið, að telja umræddan mismun margfaldan, sem iðulega hefur verið gert. Hjá yfirverkfræðingnum hefur undirritaður fengið þær upplýsingar, að 22% símnotenda i dreifbýli hafí engin umframsímtöl og 25% á höfuðborgarsvæðinu. Þessar upplýs- ingar vekja upp þá spurningu, hvort þeir, sem kvarta undan margföldum símakostnaði miðað við Reykvík- inga, misnoti ekki símann sinn úr því röskum fimmta hluta símnotenda dugar 600 skref á ársfjórðungi. Það hefur heyrst af vörum þingmanna að Reykvíkingar tali of mikið í sima. Það skyldi ekki vera, að þeirra eigin umbjóðendur tali of mikið i síma. Tvær leiðir til jöfnunar símkostnaðar Bent hefur verið á af andstæðing- um skrefatalningar, að ná megi sömu tekjum til lækkunar langlínugjalda með hækkun skrefgjalds og sam- tímis lengingu langlínuskrefa. Svo hatrammur hefur málflutningur Pósts og síma og samgönguráðherra verið fyrir skrefatalningunni, að þeir þrættu fyrir, alveg þar til síðla sum- ars, að hægt væri að fara þessa leið. er þar skemmst að minnast svara samgönguráðherra við fyrirspurnum Jóns Ögmundar Þormóðssonar í Morgunblaðinu þann 21. júní s.l. Með skrifum sinum í Dagblaðinu þann 28. ágúst sl. viðurkenndu póst- og símamálastjóri og yfirverkfræö- ingurinn loksins, að hægt væri að ná sama jöfnuði með hækkun skref- gjalds og með skrefatalningu bæjar- simtala. Nú liggur fyrir á Alþingi tillaga til þingsályktunar um, að kannaður verði vilji simnotenda um það, hvora leiðina þeir kjósi heldur að fara í niðurgreiðslu langlínutaxta. Tals- menn skrefatalningarinnar hafa brugðist furðulega við þessari tillögu. í fyrsta lagi hefur tillagan verið talin allt of seint fram komin m.a. af þeim, sem þrættu fram í rauðan dauöann fyrir það, að hægt væri að ná sama jöfnuði með hækkun skref- gjalds og komu á þann hátt í veg fyrir, að tillagan gæti komið fram. í öðru lagi hafa flutningsmenn til- lögunnar og þá einkum fyrsti fiutn- ignsmaður hennar, Jóhanna Sigurð- ardóttir, alþingismaður, verið ásak- aðir fyrir að vera á móti jöfnun sím- gjalda. Slikur málfiutningur er með öllu óskiljanlegur. Maður verðu að ætla, að þingmenn séu læsir og lesi þau gögn, sem þeir ræða um. Tillag- an hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á sam- gönguráðherra að láta fara fram nú þegar könnun á afstöðu símnotenda til þess, hvor leiðin verði farin til að jafna símkostnað landsmanna: 1) skrefatalning innanbæjarsímtala eða 2) hækkun á gjaldskrártaxta um- ^ „Meö góðum stuðningi þeirra sím- notenda, sem andvígir eru skrefatalning- unni, aukast líkurnar á lokasigri,” segir Gísli Jónsson í grein sinni og rekur reynsluna af skrefatalningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.