Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útiönd Útlönd Útlönd Rauðu herdeildimar ræna bandarískum hershöfðingja Rauðu herdeildirnar ítölsku rændu í gærkvöldi æðsta herforingja Banda- ríkjahers í Suður-Evrópu af heimili hans í Veróna. Fjórir vopnaðir menn, grímubúnir, villtu á sér heimildir og þóttust vera pípulagningarmenn. Tróðu þeir James L. Dozier, brigadier-hershöfðingja, ofan í kistu og höfðu með sér á brott. Kona hans, Judith (47 ára), var skilin eftir kefluð og bundin. Henni tókst að vekja athygli nágrannanna nokkrum stundum siðar með því að berja höfðinu í vegg íbúðarinnar. Nafnlaus maður lýsti þessu verki á hendur Rauðu herdeildunum i síma og sagði að skrifleg yfirlýsing mundi birtast síðar. — Er þetta fyrsta meiri- háttar mannrán Rauðu herdeildanna síðan þeir rændu og myrtu Aldo Moro árið 1978. Dozier hershöfðingi er yfirmaður reiknings- og stjórnunardeildar NATO í Veróna. Hann er fyrsti útlendingurinn sem menn Rauðu herdeildanna ræna. Um leið er hann fyrsti bandaríski her- höfðinginn sem lendir í klóm mannræningja í V-Evrópu. Hryðjuverkamenn í V-Þýzkalandi sýndu Frederick Krösen, yfirmanni bandariska herliðsins í Evrópu, hins vegar banatilræði fyrir þrem mánuðum. Giovanni Spadolini forsætisráðherra kvaddi þegar á sinn fund í nótt þegar hann fékk fréttirnar; innanríkis- ráðherrann, varnarmálaráðherrann og yfirmenn leyniþjónustunnar. . Lögreglan setti upp götutálmanir í miðborg Veróna og jók mjög vörzlu á vegum á stóru svæði Norður-Ítalíu. En þá voru þrjár kiukkustundir frá því að rænrngjarnir óku brott frá íbúð hers- höfðingjans. Síðustu sex mánuði hefur verið SKRIÐUR Á BENSÍN- HNEYKSLISMÁLIÐ Á ÍTALÍU Fyrrum yfirmaður tollgæzludeildar fjármálaráðuneytis Ítalíu var hand- tekinn í gær. Hann er sakaður um spill- ingu í tengslum við bensínsvikahneyksl- ið. Erneste del Gizzo (50 ára) var látinn víkja úr embætti í janúar síðasta þegar rannsóknir voru hafnar á svikum og skatti af olíuframleiðslu. — Yfir 100 manns, þar á meðal yfirmaður toll- gæzlunnar á Ítaliu, hafa verið í haldi lengri eða skemmri tíma vegna þessa hneykslismáls. Talið er að ríkissjóður hafi verið 'syikinn um tvo milljarða dollara yfir tíu ára bil í þessum skattsvikum. hljótt um Rauðu herdeildirnar.Fyrr á þessu ári tóku þær sex ítalska gísla og drápu tvo þeirra. Margir meintir Rauðu herdeildarmenn hafa verið handsamaðir á síðustu mánuðum og yfir standa nokkur réttarhöld í málum margra þeirra. Barðist íVíetnam James Dozier, brigadier-hers- höfðingi, er háttsettasti foringi bandariska herliðsins i Suður- Evrópu. Hann er fimmtugur að •aldri, yfirmaður „logistick and administration”, hins sameinaða herafla NATO í Veróna. Hann hefur þjónað í 25 ár í Bandaríkjaher og barðist í Víet- nam 1968 og 1969. Síðan var hann með skriðdrekadeildum í V- Þýzkalandi. Hann tók við störfum í Veróna í fyrra. Dozier er frá Arcadia í Flórída og hefur verið sæmdur fjölda heiðursmerkja í her- þjónustu sinni. Þar á meðal silf- urstjörnunni fyrir hreystilega framgöngu. Hann útskrifaðist frá West Point, lauk einnig verkfræðiprófi í háskóla Arisona og nam við háskóla hersins. Skófavörðustíg ÚTSÖLUSTAÐIR: VÉLSM. STÁL, Seyðisfirði VERSL. ÖGN, Siglufirði VERSL. SKÓGAR, Egilsstöðum SPORTBORG, Kópavogi BÓKAV. ÞÓRARINS STEFÁNSS., EINAR GUÐFINNSS., Bolungarvik HAGKAUP, Reykjavík SPORTHLAÐAN, ísafirði FALKINN VERSL. BJARG, Akranesi VÉLSM. SINDRI, Ólafsvík KAUPFÉLAG SKAGF., Sauðárkróki K.E.A. Akureyri VIÐAR GARÐARSSON, Akureyri Húsavík SKÍÐAVÖRUDE/LD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.