Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 32
 Piltamir sem skrif uðu gúmmíf ékka fyrir 60 þúsund krónur: UFÐU í ALLSHERJ- ARSUKKI í TÍU DAGA „Þeir voru í allsherjarsukki og margir með þeim. Þeir lifðu hátl þessa daga, ég held að það sé óhætt að segja það. Þetta byrjaði fyrstu dagana i desember, 3. eða 4. desember, og lauk um síðustu helgi er þeir voru teknir,” sagði Arnar Guðmundsson, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, um mennina tvo sem nú hafa játað að hafa gefið út innstæðulausar á- vísanir fyrir 60 þúsund krónur, eins og DV skýrði frá i gær. Peningarnir fóru aðallega í áfengi en einnig voru þeir með tvo bíla- leigubíla til umráða á fyrrgreindu tímabili. Buðu þeir mörgum félögum að taka þátt í gleðskapnum. Mennirnir, sem eru um tvítugt, sendu m.a. hvor öðrum þrjár innstæðulausar, símaávísanir og höfðu lítið fyrir því. Tvær þeirra fóru á milli pósthúsa í Reykjavík, en ein var send í pósthús á Suðurnesjum. Frá Pósti og síma náðu þeir þannig 20þúsund krónum. Gæzluvarðhalds var ekki krafizt yfir mönnunum, þar sem ekki var talið að þeir gætu spillt fyrir rann- sókn málsins. -KMU. Það var þröngt á þingi þegar kröfugerðarhópur lögreglunnar haföi stormað inn í fundaherbergi ráðuneytanna l Arnarhvoli í gœr. Þeir Hjalti Zóphóníasson ogÞorsteinn Geirsson tóku þar á móti hópnum og gáfu sjálfum sér frest til dagsins í dag til að svara endanlega beiðni lögreglumanna um enn lengrifrest áframkvœmd nýju vaktalaganna. D V-mynd Friðþjófur. Ávísana- falsað aukasf „Það er ástæða til að mínna þá sem í viðskiptum standa, sérstak- lega nú í jólaösinni, á að gæta sín í meðferð og móttöku ávísana. Það er alveg sjálfsagt að krefja fólk um persónuskilríki, ég tala nú ekki um þegar um börn eða unglinga er að ræða,” sagði Arnar Guðmundsson, deíldarstjóri hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins I samtali við DV. „Svona mál virðast alltaf vera að aukast. Hjá okkur er iöluvert af óupplýstum málum, bæði fals- málum og svo yfirdráttum á reikn- ingum. Við erum t.d. með sýnis- horn úr nokkrum ávisanaheftum, sem okkur hefur ekkl tekizt að upp- lýsa, sem er greinilega fals í gangi en við höfum ekki komizt áleiðis með. Ég held að það megi alveg segja það að það sé dálítið vont atriði í svona málum almennt að bankarnir eru ekki ábyrgir. Bankarnir verða 1 raun aldrei fyrir tjóni heldur aðrir aðilar, þeir sem leysa út ávísanirn- ar. Mér finnst það alveg sjálfsagt að gera þær kröfur til banka að þeir gangi úr skugga um næga inni- stæðu á tékkareikningum þegar þeir selja ávísanahefti,” sagði Arnar Guðmundsson hjá rann- sóknarlögreglunni. -KMU. Lögreglumenn munu grípa til aðgeröa —efvöktum verður breytt einhliða umáramót Stór hópur kraftalegra lögreglu- þjóna mætti í Arnarhvoli í gær til að ræða þar við fulltrúa frá dómsmála- og fjármálaráðuneytinu. Var umræðuefnið tillaga að nýju vaktkerfi lögreglumanna sem valdið hefur miklu fjaðrafoki í nðum þeirra að undan- förnu. Hópinn skipuðu 20 menn og var þetta hinn svokallaði kröfugerðahópur lögreglumanna sem kosinn var á félags- fundi fyrir nokkrum dögum. Fer þessi stóri hópur með öll umboð í samninga- málum félagsins. Á fundinum í gær var lögð fram beiðni lögreglumanna um frest á gildis- töku nýja vaktafyrirkomulagsins. Það átti fyrst að koma til framkvæmda 1. desember sl., en var frestað til 1. janúar. Vilja lögreglumenn heldur ekki byrja á nýja vaktafyrirkomulaginu þá. Segja þeir að eftir eigi að semja við þá um ýmsar sérkröfur og margt annað og vilja fáþetta allt í einum pakka. Fundinn sátu, fyrir hönd dóms- málaráðuneytisins Hjalti Zóphónías- son og fyrir fjármálaráðuneytið Þor- steinn Geirsson. Þrátt fyrir að kröfugerðarhópurinn á móti þeim væri stór og skipaður mörgum þekktustu lagavörðum borgarinnar, samþykktu þeir félagar ekki að gefa Iögreglunni hinn umbeðna frest. Þeir sögðust vilja ræða málið aðeins nánar og að endanlegt svar yrði gefið í dag. „Verði svarið neikvætt erumviðtil- búnir að mæta því með réttum aðgerðum,” sagði Björn Sigurðsson formaður Lögreglufélagsins í viðtali við DV. Hann vildi ekki segja hvaða aðgerðir þetta væru — þær kæmu í Ijós ef á þeim þyrfti að halda. Lögreglu- menn myndu að sjálfsögðu fara að lögum og lögin hefðu þeir með sér í þessu máli. -klp- Frekarí samningar vió Blöndumenn líklegir Nú er ljóst að einungis ein hrepps- nefnd af sex, sem gæta hagsmuna land- eigenda að virkjunarsvæði Blöndu, hefur lýst sig mótfallna virkjunarleið 1, Blöndu-Fljótsdal-Sultartanga. Tvær eru samþykkar og tilbúnar til að skrifa undir fyrirliggjandi samningdrög en þrjár viljá frekari samningaviðræður. Sú eina sem ályktað hefur gegn leið 1 hefur þó lýst sig fúsa til viðræðna um aðra tilhögun Blönduvirkjunar. Meirihluti hreppsnefndar í Svína- vatnshreppi, þrír af fimm, samþykkti í gærkvöld að hreppsnefndin væri enn til viðræðna um samningsdrögin með tilliti til þess að sumar hinna hrepps- nefndanna hefðu lýst sig samþykkar þeim en aðrar óskað frekari viðræðna. Fyrr I þessari viku varð ljóst að ekki gæfist tími á Alþingi fyrir jólaleyfi til þess að afgreiða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um virkjunarmál. Eftir að afstaða heimamanna liggur nú fyrir og helmingur hreppsnefndanna eða jafnvel meirihluti óskar frekari viðræðna um Blöndu sem næstu stór- virkjun er talið afar líklegt að slíkar viðræður fari fram. I samþykkt ríkisstjórnarinnar um virkjunarmálin er Fljótsdalsvirkjun næsti kostur að Blöndu frágenginni. Á Alþingi hefur komið fram breytingar- tillaga við þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar, sem gerir ráð fyrir að Sultartangavirkjun færist fram fyrir Fljótsdalsvirkjun. í viðræðum DV við alþingismenn hefur komið fram að allt eins geti svo farið, ef ekki næst sam- komulag um Blönduvirkjun, að Sultar- tangi verði fyrir valinu en almennur vilji virðist vera fyrir frekari Blöndu- viðræðum eins og dæmið stendur. hjálsl, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 18. DES. 1981. íslendingamir í Póllandi: Komast til Londonídag? „Ég hef ekkert frétt af þeim ennþá. Það eru tvær fiugvélar væntanlegar frá Varsjá til London síðdegis í dag. Ég vona bara að þeir komist með þeim,” sagði Þórhallur Helgason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar hf. í Reykjavík, við DV í rrorgun. Eins og lesendum DV er kunnugt eru þrír menn á vegum fyrirtækisins stadd- ir í Póllandi þessa dagana vegna breyt- inga á tveimur skipum fyrirtækisins, Viðey og Engey. Hefur ekkert til þeirra spurzt frá því hennn tók völdin í Pól- íandi. Mennirnir sem staddir eru í Póllandi þessa dagana eru Már Gunnarsson I. vélstjóri á Engey, Einar Jóhannsson 1. vélstjóri á Viðey og Björn Jónsson 2. vélstjóri á Viðey. Þeim síðastnefnda var ætlað að dvelja í Póllandi yfir há- tíði rnar. -SER. Plöfusalan: Himinn og jörð söluhæst Óvenju góð sala hefur verið á hljóm plötum síðustu vikurnar, og þá sér- staklega á íslenzkum hljómplötum. Þessi góða sala stafar að miklu leyti af hagstæðu verði en hljómplötur hafa lítið hækkað i verði á þessu ári. Söluhæsta íslenzka platan þessa vikuna var Himinn og jörð, plata Gunnars Þórðarsonar. í öðru sæti er Skallapopp með ýmsum flytjendum, innlendum og erlendum. í þriðja sæti er svo Katla María með Litla Mexíkanann. Við jólatréð, með ýmsum flytjendum, er í fjórða sæti, Bessi Bjarnason með Bessi segir sögur í fimmta sæti og Ómar „Gáttaþefur” Ragnarsson er í sjötta sæti. Af tíu söluhæstu plötunum á íslandi ídag eru sjö íslenzkar. Af öðrum söluháum íslenzkum hljómplötum má nefna plötu Grahams Smith, Grýlurnar, Eins og þú ert, Jólaboð Hauks Morthens og Mezzoforte. Sjá bls. 26. -ATA LOkl Grípi lögreglumenn ti! að- gerða gegn ríkinu, verða það þá lögregluaðgerðir?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.