Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 16
Töfflumar eru léttar og laga sig eftir fætinum, örva blóö- rásina og auka velKðan, þola olíur og fitu, auövelt að þrff a þær. Fáanlegar i 3 litum: Gult, rautt, blátt Stæröirnr.’ 33—44 Verð kr. 79,70 PÓSTSENDUM HTl 11 TTTTTTr r rtmrr Skóverzl. Þóröar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.. Laugavegi 95. sími 13570 SÉRSTÆÐ ÁSTAMAL: MARILYN M0NR0E Hvað gerir a a a Vigdís a jolunum? Bókakynnmgm: Dýragarðs- börnin „Guðfræðingurinn á að vera vel heima í hinni þjóöfélagslegu umræðu Sr. Gunnar Kristjánsson íHelgarviðtalinu Föndur verö- launa gatur Tilvalin jólagjöf BADMIIMTON-, BORÐTENNIS- OG TENNISSPAÐAR FRÁ □ONNAY Badminton- spaðar frá kr. 110,- Borðtennisspaðar frá kr. 45,00 Tennisspaðar frá kr. 197,00 PÓSTSENDUM BIKARIIMN SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 - SÍMI 24520 gefur yður ótal möguleika til notkunar, eru góðar fyrir heilsu yðar, þær má nota heima, í sundlaugunum, í gufubaði, í garðinum, á ströndinni o.s.frv. — þegar meisfarar Víkings lögðu KA 27-19 Frá Guðmundi Svanssyni, Akureyri. Islandsmeistarar Vikings i handknatt- leiknum voru heldur lengi að ná sér á strik gegn KA í íþróttaskemmunni á Akureyri í 1. deildinni i gærkvöld. Aðeins eins marks munur i hálfieik, 11—10, fyrir Viking. í siðari hálfleiknum fór hins vegar allt að ganga upp hjá meisturunum. Vörnin leikin Bann á áhang- endur Chelsea Enska knattspyrnusambandið hefur sett bann á áhangendur Chelsea — þeir mega ekki fylgja liðinu á útileiki liðsíns. Þetta var ákveðið, eftir að áhangendur Chelsea höfðu verið með skrílslæti í Derby fyrir stuttu. Þá þarf Chelsea að greiða þeim félögum sem liðið leikur gegn á útivöllum 1.000 pund í skaðabætur. Chelsea á eftir að leika 11 leiki á útivöllum, þannig að félagið þarf alis að greiða 11 þús. pund. -SOS. framar og í sókninni var landsliðskappinn Þorbergur Aðalsteinsson illstöðvandi. Hann skoraði 13 mörk í leiknum og meistararnir unnu stórsigur, 27—19. Skoruðu 16 mörk gegn 9 í síðari hálfleiknum. Eftir þessi úrslit eru Víkingar í efsta sæti á mótinu ásamt FH með 10 stig eftir sex umferðir. Jafnræði var með liðunum framan af. KA hafði meira að segja yfir um tima, 5—4, en Víkingar sneru fljótt dæminu við. Skoruðu þrjú mörk í röð, 7—5 fyrir Víking. KA tókst að jafna í 8—8 eftir 23 mín. og síðan var jafnt 9—9 og 10—10. Víkingar skoruðu síðasta markið í hálfleiknum. í síðari hálfleiknum tóku Víkingar Friðjón Jónsson úr umferð. Við það riðlaðist mjög leikur KA.Þá lékuVíkingar vörnina framan en áður, komu vel á móti leikmönnum KA. Eftir að KA hafði jafnað í 12—12 fór að draga í sundur. Vikingar komust þremur mörkum yfir en KA minnkaði aðeins muninn. Um miðjan hálfleikinn gerðu Víkingar hins vegar út um leikinn. Breyttu stöðunni úr 18—16 í 21—16. Eftir það var Johnson réð ekki einn við Valsmenn — sem lögðu KR-inga að velli 81-74 í gærkvöldi Valsmenn lögðu KR-inga, eða réttara sagt Stu Johnson, að velli 81—74 í „úrvals- deildinni i körfuknattleik i gærkvöldi. KR- ingar voru mjög daprir í ieiknum — það var aðeins Stu Johnson sem veitti Valsmönnum keppni, en hann skoraði 45 siig í leiknum. Valsmenn höfðu yfirhöndina allan leikinn — höfðu yfir 39—33 í leikhléi og síðan var munurinn mest 14 stig (69—55) í seinni hálf- leik. Leikurinn var frekar slakur — og lítt spennandi. Johnston var bezti leikmaður KR. Jón Sigurðsson er nú í mikilli lægð — leikur langt frá fyrri getu um þessar mundir. Hann skoraði aðeins 10 stig. John Ramsey var bezti leikmaður Vals — með 29 stig. Torfi Magnússon var með 13 stig og Kristján Ágústsson 12. Ríkharður Hrafnkelsson var ekki í essinu sínu — skoraði aðeins 9 stig. -SOS. aðeins spurning hve Víkingssigurinn yrði stór. Lokatölur 27—19. Þorbergu bar af á vellinum. Var í miklu stuði og Ólafur Jónsson, landsliðsfyrirliði, lék mjög vel í síðari hálfleiknum. í liði KA var hinn hávaxni Erlingur Kristjánsson beztur. Talsverð harka var í leiknum og dómararnir Árni Tómasson og Rögnvald Erlings notuðu mikið gulu spjöldin. Mörk KA skoruðu Erlingur 5, Magnús Birgisson 4, Sigurður Sigurðsson 4, Friðjón Jónsson 4/2 og Þorleifur Annaníasson 2. Mörk Víkings skoruðu Þorbergur 13/3, Mike England. Ólafur 4, Hilmar Sigurgíslason 3, Páll Björg- vinsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Árni Indriðason 1 og Steinar Birgisson 1. -G.Sv. -mgar lögðu Hauka ÍR-ingar unnu góðan sigur (20—16) yfir Haukum í 2. deildarkeppninni í handknatt- leik.þegar þeir áttust við.í Hutnarfiröi í gær- kvöidi. ÍR-ingar höfðu yfirtökin allan leik- inn — voru yfir 9—6 í leikhléi. Ársæll Haf- steinsson skoraði flest mörk IR, 6, Sigurður Svavarsson 4 og Einar Björnsson 4. Sigurgeir Marteinsson skoraði flest mörk Hauka eða 8. -SOS. Fimm Gerplu- stúlkur keppa íLuxemborg Fimm stúlkur úr Gerplu héldu í morgun til Luxemborg, þar sem þær munu taka þátt i alþjóölegu fimleikamóti um helgina. Keppendur verða frá átta þjóðum. Stúlkurnar eru Aslaug Oskarsdóttir, sem keppir i 16—18 ára flokki, Katrín Guðmundsdóttir og Kristín Gísladóttir í 13— 14 ára flokki og Bryndís Ólafsdóttir og Hlín Bjarnadóttir, sem keppa i 12 ára flokki og yngri. Hlín er aðeins 10 ára. Fararstjóri er Þórunn ísfeld, formaður Gerplu, og þjálf arinn Þórður Magnússon er einnig með í förinni. -hsím. Mistök að velja alla þessa sóknarleikmeim gegn íslandi — segir f ramkvæmdastjóri knattspymusambands Wales — Kennir Mike England um að Wales komst ekki á HM á Spáni „Þegar ég sá liðið sem Mike England hafði valið gegn íslandi brá mér og sagði— ó, guð nei. Ég er sannfærður um að ef við hefðum verið með venjuleg liðsskipan hefðum við sigrað. Það voru mistök að velja alla þessa sóknarmenn,” segir framkvæmda- stjóri knattspyrnusambands Wales, Trevor Morris, nýlega i brezka blaðinu Sun. Morris, fyrrum stjóri Cardiff og Swansea, er harðorður i garð Mike England, landsliðs- einvalds Wales, og kennir honum um að Wales komst ekki i lokakeppni HM á Spáni næsta sumar. Einnig réðst hann i blaðinu á leikmenn Wales fyrir kaupkröfur, sem þeir gerðu i sambandi við HM-leikina. „Við hefðum fyrst átt að reyna að sigra Ísland áður en við fórum að hafa áhyggjur af markatölu okkar,”segir Morris. Eins og úr- slit í leikjunum í riðlinum urðu eftir jafntefli íslands og Wales 2—2 hefði það nægt Wales að sigra ísland í Swansea. Lið Wales hefði þá komizt í lokakeppnina. Hins vegar hafa margir brezkir blaðamenn skrifað um, að sigur gegn íslandi hefði ekki nægt. Tékkar hefðu þá einfaldlega sigrað Sovétríkin í síðasta leiknum í riðlinum. Ekki var leikið upp á jafnteflið eins og þeir gerðu stíft gegn Sovétmönnum I Prag. Það eru þessi ef alls staðar. Eftir leikina í 3. riðli voru Tékkóslóvakía og Wales með 10 stig. Marka- munur Tékka mun betri. En í Sun-greininni heldur Morris áfram. „Það er sorglegt, j>egar það þarf að bjóða landsliðsmönnum meiri peninga fyrir að koma landi sínu í úrslit heimsmeistara- keppninnar” og síðan fá þeir Mike England og Brian Flynn, fyrirliði Wales, tækifæri til að svara Morris í blaðinu. England sagði aðeins. „Það er einfalt að vera vitur eftir á”. „Við hefðum leikið án nokkurra greiðslna. Það hefðum við gert. Við vorum eina liðið á Bretlandseyjum sem komst í átta-liða úrslit Evrópukeppninnar 1976. Fengum ekki auka- penny fyrir það. Ég skil vel vonbrigði Morris og HM-keppnin er nú súr fyrir okkur alla,” sagði Brian Flynn. -hsím. mm íó nniv«H rf iWW Þið fáið jólagjöf veiði mannsins hjá okkur Daiwa MITCHELL Verzlið hjá fagmanni m i Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290 Miðvangi 41 — Hafnarfirði — Sími 52004 NY SENDING Þorbergur með 13 mörk DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. íþróttir íþróttir íþrótt íþrótt íþrótt íþrótt Guðni ekki áfram með landsliðið? — „Reikna með að taka mér hvfld,” segir Guðni Kjartansson Guðni Kjartansson. — Ég er ekki búinn að gera upp hug minn — en reikna þó frekar með þvi að taka mér hvíld frá allri knattspyrnu- þjálfun, sagði Guðni Kjartans- son, knattspyrnuþjálfarinn kunni, sem náði frábærum árangri með fslenzka landsliðið i HM-keppninni og Keflvíkinga í 2. deildarkeppninni sl. keppnistfmabil, i viðtali við DV í gærkvöldi. Ef Guðni tekur sér hvíld frá knattspyrnuþjálfun, þá verður KSÍ að fara að Ieita sér að nýj- um landsliðsþjálfara og einnig verða Keflvíkingar að fara að leitaað þjálfara. — Það var mikið álag á mér sl. keppnistímabil og maður varð hreinlega þreyttur á knatt- spyrnunni, sagði Guðni. Guðni sagðist frekar vilja halda vinnu sinni sem íþrótta- kennari í Keflavík en missa hana vegna ferða erlendis með landsliðinu, en það vildi svo einkennilega til, eftir að Guðni kom heim úr hinni frækilegu keppnisferð til Wales í sumar, að skólastjórinn við Fjölbrauta- skólann í Keflavík, fékk skammir frá menntamála- óg fjármálaráðuneytinu, fyrir að hafa gefið Guðna frí frá kennslu — til að fara með landsliðinu til Wales. -sos. NU GEFST TÆKIFÆRI TIL AÐ MALA DANI! Þorbergur Aðalsteinsson stöðvandi. var ó- „Við munum leika þrjá landsleiki við Dani i handknattleiknum milli jóla og nýárs. Hinn fyrsti verður sunnudaginn 27. des. kl. 21 um kvöldið og leikurinn hefst þetta seint vegna þess að danska liðið kemur hingað til lands þann dag. Leikið verður i Laugardals- höll og einnig kvöldið eftir kl. 20. Þriðji landsleikur þjóðanna verður 29. des. á Akranesi og hefst Id. 19,” sagði Júllus Hafstein, formaður HSÍ, á blaðamannafundi i gær. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshópinn fyrir leikina. Hefur valið 18 leikmenn en þó með þeim fyrirvara, að standi einhverjir aðrir sig vel í umferðinni um helgina koma þeir til greina i liðið. Sex leik- menn sem léku í HM pilta i Portúgal eru í landsliðshópnum. Markverðir Kristján Sigmundsson, Víking, Einar Þorvarðarson, HK og Sigmar Þröstur Óskarsson frá Vestmannaeyjum. Aðrir leikmenn Ólafur Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Sigurður Gunnarsson, Þorbergur Aðalsteinsson, allir Víking, Alfreð Gíslason og Gunnar Gislason, akureyrsku bræðurnir og Haukur Geir- mundsson, allir KR, Steindór Gunnars- son og Þorbjörn Jensson, Val, Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason, FH, Páll Ólafsson og Sigurður Sveinsson, Þrótti, Bjarni Guðmunds- son, Nettelsted, og Andrés Kristjáns- son, sem leikur í Svíþjóð. ! gær hafði þó ekki verið haft samband við Andrés en hann er væntanlegur heim í jólafrí. Þeir Viggó Sigurðsson og Axel Axelsson, sem leika í V-Þýzkalandi og koma einnig heim í jólafrí komu ekki til greina í landsliðið að sögn Hilmars. ísland og Danmörk hafa leikið 31 landsleik. Danir unnið 24, ísland 5 en tvisvar orðið jafntefii. Markatalan 601—506 Dönum í vil. Nú gefst hins vegar tækifæri til að jafna aðeins þá reikninga. Þó Danir séu að undirbúa sig á fullu fyrir heimsmeistarakeppnna í V-Þýzkalandi í febrúar nk. virkar landslið þeirra ekki sterkt — að minnsta kosti ekki á pappírnum. Danir hafa valið liðið í íslandsförina. f því eru 4 nýliðar, sem koma til með að leika sína fyrstu landsleiki hér. Stjörnur danska landsliðsins undan- farin ár leika hér ekki nema Bjarne Jeppesen, sem leikið hefur 72 lands- leiki, og Morten Kristensen, sem leikið hefur 76 landsleiki. Ole Nörskov Sörens verður aðalmarkvörður Dana. Hefur leikið 63 landsleiki, þá má nefna Carsten Havrum með 72 landsleiki og Hans Hattesen, sem leikið hefur 40 landsleiki. Nettelstedt-leikmaðurinn Erik Rasmundsen leikur hér. Marka- skorarar eru ekki miklir, Bjarne Jeppe- sen markhæstur Dana með 243 mörk i hinum 72 landsleikjum sínum.l .i.ids- liðsþjálfari Dana, Lei Mikkelsen, er með í förinni. -hsím.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.