Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981. í hvernig veðri kanntu bezt við þig? Alma Andrésdóttir: Að vetri til kann ég bezt við mig í raka. Það er gott fyrir húðina. Spurningin Sigurflur Grétarsson: Að sjálfsögöu kann ég bezt við mig í sól og miklum hita. Guðmundur Grétarsson: Ég kann lang- bezt við mig í sól og hita. Það er nú eitt- hvað skárra veður en þessi eilífi næð- ingur á veturna. Páll Jónsson: Ég kann auðvitað bezt við mig i sólskini og þá gildir einu hvort um er að ræða vetur eða sumar. Alla- vega leiðist mér þetta vetrarveður eins og það hefur verið til þessa. Hrafnhildur Sigurjónsdóttir: Eg kann bezt við mig i sól og svoleiðis. Elsa Tómasdóttir: Sól og blíöu náttúr- lega. Lesendur Lesendur Lesendur Vegna ástandsins í El Salvador: „Eru réttlæti og ranglætí landfræðileg hugtök" —spyrlesandi „1 E1 Salvador er fólk ekki aðeins drepið, heldur pyntað til dauða með viður- styggilegum hætti,” skrifar George Drake. Hljómsveitin Friðryk til fyrirmyndar — framkoma og tónlist með ágætum Frá stjórn Nemendafélags mennta- skólans á Egilsstöðum: Helgna 31. okt.-2. nóv. kom hljómsveitin Friðryk ásamt hinum landskunna gítarleikara Björgvin Gíslasyni hingað i Menntakólann á Egilsstöðum. Spiluðu þeir á dansleik sem haldinn var i skólanum og á almennum dansleik á ReyðarFirði. Einnig héldu þeir hljómleika í M.E. á sunnudagskvöld. Allt tókst þetta vel, en þó var sorglega dræm aðsókn á hljómleikana, sem voru mjög góðir. Þessa daga hafði hljómsveitin aðsetur hér í skólanum. Vorum við í fyrtu hálf smeyk við að lofa þeim að vera vegna slæmrar reynslu af hljóm- sveitinni „Þey” sem spilaði hjá okkur í fyrravetur, og var vægast sagt mjög slæm í umgengni. Félag- arnir i Þey voru tillitslausir gagn- vart okkur og gengu um húsnæðið eins og það væri þeirra heimili en ekki okkar. Friðryk sýndi hins vegar skilning á þeim reglum sem gilda innan skólans og misnotuðu ekki þá aðstöðu sem þeir fengu. Voru því samskiptin við þá i alla staði góð, og eru flestir hér sammáia um ágæti Friðryks bæði hvað tónlist og framkomu snertir. Sendum við þeim hér með beztu kveðjur og þakkir fyrir komuna hing- að austur. George Drake, 2566—4264, skrifar: Nú berast váleg tíðindi frá Póllandi. Fólk sem leitar mannréttinda er barið á bak aftur með hervaldi. Þessu er kröftuglega mótmælt og tek ég heilshugar undir þau mótmæli. Hins vegar finnst mér vakna sú spurning, hvort okkar siðgæði sé- ekki tvöfalt. Okkur hafa borizt fréttir af sannkölluðu þjóðarmorði i E1 Salvador, þar sem fólk er ekki aðeins drepið heldur pyntað til dauða með viðurstyggilegum hætti. Þetta fátæka fólk, sem er að leita eftir frumstæðustu mannréttindum, er brotið niður með svo hroðalegum hætti, að engu tali tekur, og virðist helzt minna á aðfarir nazista. Þegar Helförin var sýnd á sínum tíma voru flestir slegnir óhug og spurðu hvernig þetta hefði getað viðgengizt. En nú eru atburðir af þessu tagi að eiga sér stað, meðal annars í E1 Salvador. Hvernig stendur á því að þetta fólk á sér ekki málsvara hér? Hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkar og verkalýðs- félög rísa ekki upp og mótmæla? Hvernig stendur á því að ráðherrar og Alþingi gefa sér ekki tíma til þess að ræða þessi mál? Sagt var í fréttum að Bandarikja- menn hefðu ákveðið að hætta mat- vælasendingum til Póllands vegna þess að mannréttindi hefðu verið skert þar en á sama tíma senda þeir ofbeldismönnunum í E1 Salvador vopn sem notuð eru til þess að drepa saklaust fólk. Hvernig stendur á því að fjölmiðlar ræða varla atburðina í E1 Salvador en verja ótakmörkuðu rými til þess að fjalla um atburðarásina í Póllandi? Nú eit ég að það er auðvelt til þess að fjalla um atburðarásina í Póllandi? Nú veit ég að það er auðvelt að snúa út úr því sem hér er, sagt og leggja þetta þannig upp að ég vilji ekki láta mótmæla þvi sem er að gerast í Póllandi. Þetta væri ósanngjarnt, því þessi hugsun er mér fjarri. En yfirgang og ofbeldisverk á ekki að dæma eftir böðulshendinni. Verk hennar á að fordæma, hvort sem henni er stjórnað að austan eða vest- an.'Látum ekki komandi kynslóðir horfa á heimildarmynd um helförina í E1 Salvador og spyrja: hvernig mátti þetta eiga sér stað, hví var ekki mót- mælt? Eru réttlæti og ranglæti land- fræðileg hugtök? i' I bréfi frá stjórn Nemendaféiags menntaskólans á Egilsstöðum stendur, að hljóm sveitin Friðryk hafi virt reglur skólans og yfirleitt veríð aufúsugestir. Sjónvarpsglap skemm- — sitthvað um „hjátrú sem illa ir ekki sjónina gengurað uppræta" Gamli Dagur skrifar: „Gáðu að sjóninni, þinni, drengur minn. Horfðu ekki svona inn í lampaljósið — þú mátt ekki ofbjóða augunum þínum, þau eru það dýr- mætasta sem þú átt. ” Eitthvað á þessa leið voru aðvörunarorð til barna í gamla daga um að misbjóða ekki sjóninni. En hvað nú? Hvað segja læknar og aðrir sér- fræðingar um sjónvarpsgláp barna og fullorðinna? Hvað segja þeir um hin óskýru og smáu meginmálsletur, sem „tölvusetningin” hefur rutt til rúms meðal blaða og annarra prentgripa á kostnað sjónarinnar? Hefur notkun gleraugna aukizt? Er hættan liðin hjá, sem spillt getur sjóninni? Gömul hjátrú Blaðamaður DV bar þetta bréf undir Guðmund Björnsson, prófessor í augnlækningum. Guðmundur sagði að hér væri á ferðinni gömul hjátrú sem illa gengi að uppræta. ,,Þú skemmir ekkert sjónina með því að glápa á sjónvarp, lesa við daufa birtu, eða horfa í sterkt ljós. Þú bara þreytist. Þetta á ekkert skylt við hávaðamengun, sem getur skert heyrn,” sagði Guðmundur. ,,Ef þú horfir i sólina, hins vegar, geturðu skemmt augun, vegna þess að sú geislun er svo sterk og auga- steinarnir verka eins og stækkunar- gler, sbr. fólk, er verður blint af að horfa i sólmyrkva, sem þó er mjög sjaldgæft. { því sambandi getur það hent fólk, sem er undir áhrifum eitur- lyfja, eins og LSD, að stara í sólina og verða blint af þvi. Sjónin er að breytast alla ævi og flestir þurfa að nota gleraugu við nærvinnu og lestur um 45 ára aldur. Notkun gleraugna hefur aukizt í réttu hlutfalli við aukna skólagöngu og breytta atvinnuhætti, þvi fólk þurfti síður á gleraugum að halda við þá starfshætti sem áður tíðkuðust. Letur i dagblöðum, sumum bók- um og tímaritum er allt of smátt fyrir roskið fólk. Ég varð t.d. fyrir miklum vonbrigðum með letrið í nýju Biblíunni. Það er allt of smátt, að mínum dómi,” lauk augnlæknirinn máli sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.