Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 1981.
31
Smáauglýsingar
Sími 27022 Þverholti 11
Svefnbekkir og svefnsófar
til sölu, hagkvæmt verð. Sendum út um
land ef óskað er. Uppl. að Öldugötu 33,
sími 19407.
Foreldrar: Gleðjið
börnin um jólin með húsgögnum frá
okkur. Eigum til stóla og borð í mörgum
stærðum, Teiknitrönur, íþróttagrindur
fyrir alla fjölskylduna. Allt selt á fram-
leiðsluverði. Sendum i póstkröfu. Hús-
gagnavinnustofu Guðm. Ó. Eggerts-
sonar, Heiðargerði 76 Rvík. Sími 35653.
Havana auglýsir:
Blómasúlur, margar gerðir, fatahengi,
kristalskápar, hornskápar, sófasett og
stakir stólar, innskotsborð, smáborð,
bókastoðir, sófaborð með innlagðri
spónaplötu, lampar og lampafætur,
kertastjakar og margar aðrar tækifæris-
gjafir. Það er ódýrt að verzla í Breiðholt-
inu. Havana-kjallarinn, Torfufelli 24,
sími 77223.
Nú cr tækifærið
til að skipta um sófasett fyrir jólin: Get-
um enn tekið eldri sett, sem greiðslu upp
í nýtt. Tilboð þetta stendur til 19. des.
Sedrus, Súðarvogi 32, sími 30585 og
84047.
Svefnbekkir úr furu
Nokkur stykki af þessum sígildu svefn-
bekkjum til sölu, verðfrá kr. 1800. Aðr-
ar uppl. ísíma 35614.
Furuhúsgögn
Smiðshöfða 13, auglýsa. Hjónarúm,
einsmannsrúm, náttborð, stórar
kommóður, kistlar, skápar fyrir video
spólur og tæki, sófasett, sófaborð,
eldhúsborð og stólar. Opið frá kl. 8—18
og næstu helgar. Bragi Eggertsson, sími
85180.
Húsgagnaverzlun Þorsteins Sigurðs-
sonar. Grettisgötu 13, sími 14099.
Fallegt sófasett, 2ja manna svefnsófar, 3
gerðir, svefnstólar, stækkanlegir svefn-
bekkir, svefnbekkir með göflum úr furu,
svefnbekkir með skúffum og 3 púðum,
hvíldarstólar, klæddir með leðri
kommóða, skrifborð, 3 gerðir, bóka
hillur og alklæddar rennibrautir,
alklæddir ódýrir rókókóstólar, hljóm-
skápar, sófaborð og margt fleira. Hag-
stæðir greiðsluskilmálar. Sendum í póst-
kröfu um allt land.öpiðá laugardögum
Til sölu mjög vel með farinn
svefnsófi. Verð kr. 300.- Uppl. í síma
29641 eftirkl. 18.30.
Dönsk svefnherbergishúsgögn
til sölu, einnig hægindastóll með
skammeli. Uppl. í síma 45740.
Furuhúsgögn
Smiðshöfða 13, auglýsa. Hjónarúm,
einsmannsrúm, náttborð, stórar
kommóður, kistlar, skápar fyrir
videospólur og tæki, sófasett, sófaborð,
eldhúsborð og stólar. Opið frá kl. 8—18
og næstu helgar. Bragi Eggertsson, sími
85180.
Til sölu vel með farið
borðstofuborð og sex stólar. Tveir
bólstraðir stólar og tekkhjónarúm. Uppl.
í sima 53363 eftir kl. 5 á daginn.
Við bjóðum 10 gerðir
af gullfallegum skápum í stíl Loðvíks
fjórtánda á mjög hagstæðu verði. Gerðu
þér ferð til að líta á þá, þú munt njóta
þess því þeir eru fullkomlega þess virði.
Jólamarkaðurinn, Kjörgarði (kjallara).
Antik
Antik.
Útskorin borðstofuhúsgögn, sófasett,
Roccoco og klunku. Skápar, borð, stólar,
skrifborð, rúm, sessalong, málverk,
klukkur og gjafavörur. Antikmunir,
Laufásvegi 6, sími 20290.
Heimilistæki
Til sölu stór
frystiskápur, selst ódýrt. Uppl. í síma
84886 í kvöld og næstu kvöld.
Stór amerfskur fsskápur
(Philco) til sölu. Straumbreytir fylgir
verð 1000— 1500 kr. Uppl. í síma 53314.
Til sölu ísskápur.
Verð 1500 kr. Uppl. í síma 42898 eftir
kl. 19.
Frystikista, 560 lítra,
fjögurra ára; til sölu. Uppl. í síma 38915
Sjónvörp
Til sölu eru tvö svarthvft
sjónvarpstæki, annað er Philips 18
tommu hitt er Ferguson 24 tommu.
bæði tækin eru í góðu lagi. Uppl. í sima
76137 eftir kl. 18.
Til sölu 26 tommu svarthvítt
Imperial sjónvarp, verð 2000. Uppl.
sima 73963.
Hljómplötur
Viltu verzla ódýrt?
Seljum ódýrar hljómplötur, kassettur.
bækur og blöð. Yfir 2000 hljómplötutitl
ar fyrirliggjandi. Einnig mikið af íslenzk
um bókum á gömlu verði. Það borgar sig
alltaf að líta inn. Safnarabúðin Frakka
stíg 7.
Stevie Wonder
Looking Back, 3 plötur með lögum frá
’62 til ’71, tilvalin safnplata fyrir Stevie
Wonder aðdáendur.Tökum á móti pönt-
unum allan sólahringinn. Elle, Skóla-
vörðustíg 42, sími 11506.
Hljómplata með öllum
beztu lögum Silver. Convention, svo
sem, Fly Robin Fly, Get op end Boogie,
ásamt mörgum öðrum beztu lögum Silv-
er Convention. Tökum á móti pöntun-
um allan sólahringinn. Ella, Skólvörðu-
stíg 42, sími 92-11506.
Hljóðfæri
Harmónikur.
Hef fyrirliggjandi nokkrar kennslu-
hamóníkur, unglingastærð. Sendi gegn
póstkröfu um allt land. Guðni S. Guðna-
son, Langholtsvegi 75, simi 39332,
heimasími 39337. Geymið auglýsing-
Heimilisorgel — skemmtitæki —
— píanó í úrvali. Verðið ótrúlega hag-
stætt. Umboðssala á notuðum orgelum.
Fullkomið orgelverkstæði á staðnum.
Hljóðvirkinn sf. Höfðatúni 2 — Sími
13003.
Hljómtæki
Fjölbylgjuútvarp til sölu
Panasonic RF-2900, FM. LW. MW.
SW, CB, SSB. Sími 76750.
Tökum í umboðssölu,
hljóðfæri, hljómtæki, videotæki
videospólur, sjónvörp óg kvikmynda-
vélar. Opið frá kl. 10—18, alla virka
daga og á laugardögum frá kl. 13—16.
Tónheimar, Höfðatúni 10.
Til sölu ársgömul hljómtæki.
Akai magnari AM-U04, plötuspilari
AP-Q50 með ADC pickup, tuner AT
K02L, 3 way hátalarar SR-1300,
Pioneer kassettutæki CT-F 750. Uppl. í
síma 32700 milli kl. 18,30 og 20,30.
Af mjög svo scrstökum
ástæðum þá hef ég til sölu hágæða kass-
ettutæki af gerðinni Nakamichi 581 ,
tilboð óskast. Uppl. i síma 33721 milli kl.
17 og 22.
Sportmarkaðurinn
Grensásvegi 50, auglýsir: Hjá okkur er
endalaus hljómtækjasala, seljum
hljómtækin strax séu þau á staðnum.
Ath. Okkur vantar 14”—20” sjónvarps
tæki á sölu strax. Verið velkomin. Opið
frá kl. 10—12 og 1—6, laugardaga kl.
10—12. Sportmarkaðurinn, Grensás
vegi 50, sími 31290.
Hjól
Jólagjafir fyrir hjólreiðamanninn
Brúsar og statif, hanskar, skór, buxur,
Ijós, lugtir, kílómetra-teljarar, hraða-
mælar, teinaglit, táklemmur, bílafælur,
og margt fl. Litið inn. Mílan hf„ sér-
verzlun hjólreiðamannsins. Laugavegi
168, (Brautarholtsmegin) sími 13830.
, iithi comphte :
‘ ’home gymnasittm ——
ú\
Hjólasport auglýsir:
Jólagjöf fjölskyldunnar: Heimaþjálf-
unartækin heimsfrægu frá Carnielli. Eitt
mesta úrval landsins af heimaþjálfunar-
tækjum, m.a. margar gerðir af þrek-
hjólum, róðrartækjum, leikfimisgrindur,
bæði einfaldar og tvöfaldar, æfinga-
bekkir, vibro nuddtæki o.fl. Barnatvíhjól
með hjálparhjólum í úrvali. Greiðslu-
kjör. Leigjum út myndbönd með leikjum
Lokeren, liðs Arnórs Guðjohnsen, bæði
fyrir VHS og Betamax kerfi. Hjóla-
sport, Gnoðavogi 44, sími 34580.
Dýrahald
jGlcymið okkur ekki um jólin
1 kjötbúð Suðurvers fæst úrvals hunda
matur úr I. flokks íslenzkum slátur
afurðum og Ijómandi góður innfluttur
hundamatur. Gleðileg jól. Kjötbúð
Suðurvers, Stigahlíð 45—47
Hestamenn.
Tek að mér hey- og hestaflutninga
Uppl. ísíma 44130.
Hesthús.
Til sölu hálf hesthúseining í Víðidal, 4
básar í nýju húsi. Kaffistofa. Uppl. hjá
auglþj. DV ísíma 27022 e. kl. 12.
H— 320
Kettlingar fást og kettlingar óskast
Við útvegum kettlingum góð heimili
Komið og skoðið kettlingabúrið. Gull
fiskabúðin, Aðalstræti 4 (Fischersundi).
talsími 11757.
Hestur hefur tapazt.
úr girðingu frá Vatnsholti í Villinga-
holtshr. Hesturinn er dökkjarpur
(nánast brúnn) en ljós á granir og
bóginn). Mark fjöður aftan hægra og
stig framan vinstra. Aldur 12 vetra.
Uppl. í Vatnsholti í sima 99-6316 og 91-
51868.
Tek hesta I vetrarfóðrun.
Uppl. i sima 66097 eftir kl. 20 næstu
kvöld.
Hestamenn.
Tek að mér hey og hestaflutninga. Uppl.
í sima 44030.
Verðbréf
Athugið!
Innheimtuþjónusta-fyrirgreiðsla.
Tökum til innheimtu eftirfarandi fallna
víxla (til dæmis bílavíxla). Launakröfur
fyrir sjómenn og ýmislegt fleira. Rubin,
Klapparstíg 26, sími 23733. Opið milli
kl. 14 og 18.
Safnarinn
Jólamerki 1981:
Frá Akureyri, Kópavogi, Oddfellow,
skátum, Tjaldanesi, Hafnarf., Hvamms-
langa, Dalvik, Grænlandi, Færeyjum
og norræn. Kaupum frímerki, umslög,
kort og gullpeninga 1974. Frímerkja
húsið, Lækjargötu 6a, sími 11814.
Kaupum póstkort,
frímerkt og ófrímerkt, frímerki og frí-
merkjasöfn, umslög, íslenzka og erlenda
mynt og seðla, prjónmerki (barmmerki)
og margs konar söfnunarmuni aðra.
Frímerkjamiðstöðin, Skólavörðustíg 21
a, sími21170.
Bátar
Bátar til sölu.
2 tn. bygg. Mótun 1980.
3 tn. bygg. Norðf. 1960,
4 tn. bygg. Borgv. 1971;
4 tn. bygg. Hafnf. 1976,
5 tn. bygg. Mótun 1980,
6 tn. bygg. Stykkish. 1971,
7 tn. bygg. Neskaupst. 1975,
9 tn. bygg. Akranesi 1980,
10 tn. bygg. Sigluf. 1970,
11 tn. bygg. Bátalóni 1974,
11 tn. bygg. Bátalóni 1971,
13 tn.endurbyggður 1975,
15 tn. bygg. Skagastr. 1978;
17 tn. byggStál 1973,
22 tn. bygg. Hafnarf. 1975;
29 tn. bygg. Akureyri 1974.
Höfum kaupendur að 40—150 tn.
bátum.
Skip & fasteignir, Skúlagötu 63. simar
21735 og 21955, eftir lokun 36361.
SSB Gufunes-talstöð.
Einstakt tækifæri. Af sérstökum
ástæðum er til sölu alveg ný og ónotuð
SSB Gufunes-talstöð. Góður afsláttur.
Uppl. í síma 24465.
Bílar til sölu
Þetta er Merccdes Benz Unimog.
Sams konar bílar hafa verið notaðir af
herjum NATO í fjölda ára, það segir
sína sögu. Kramið i þessum bil er mjög
gott. Og það er hægðarleikur að fá vara-
hluti. Með litlum tilkostnaði getur þú
hæglega breytt honum i fullkomna
ferðabílinn, dráttarbílinn, vinnubílinn,
sjúkrabílinn, kaggann eða sveitabílinn
o.s.frv. Verðið er hreinasti brandari,
aðeins um kr. 40.000,- Þetta gæti þess
vegna verið jólagjöfin í ár. Hvers annars
gæti svo sem bóndinn, skíðagarpurinn,
björgunarsveitirnar, þú eða aðrir óskað
sér? Ath. Við veitum alla þjónustu í
sambandi við varahluti og vélakaup.
Pálmason & Valsson hf., Klapparstig
16, R.,s. 27745.