Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Síða 13
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
13
Mústkannáíí *81
Vart verður annað sagt en að árið
1981 hafi.verið viðburðaríkt ár i tón-
listarmálum. Músikin var ekki aðeins
mikil að fyrirferð, heldur það sem öllu
máli skiptir, mikil að gæðum.
Ustaskáldin ungu
Sá hópur músikmanna sem hvað
sterkast kemur út eru tónskáldin. Þau
voru iðin og skiluðu góðum afurðum
þegar á heildina er litið. En fyrst og
fremst voru það ungu skáldin sem hvað
skærast blómstruðu. Af þeim má nefna
Áskel Másson sem kom fram með
klarínettukonsert sinn, verk sem teljast
verður stórmerkt framlag til klarínettu-
bókmenntanna auk annarra verka.
Hjálmar H. Ragnarsson lagði til nokk-
ur frábær verk. Til dæmis,
„Rómönsuna” fyrir píanó, klarínettu
og flautu og kórverkið A Mahla
Muhru, scm væntanlega er upphafið að
heilum sveig söngverka við texta
Dunganons hertoga af Sankti Kildu.
Jónas Tómasson viðist geta kompóner-
að til jafns við aðra, þótt hann starfi
norður við Dumbshaf. Af verkum hans
má nefna, Fimm Mansöngva, fyrir kór
og kvartett; Ballett 11 fyrir gitar og
sembal og hljómsveitarverkið Orgíu.—
Karólínu Eiríksdóttur mætti setja ofar-
lega á afrekaskrá, þótt hún hefði ekki
gert annað en að senda frá sér einleiks-
fiðluverkið In vultu Solis. En hún gaf
sér líka tíma til að sinna hljómsveitar-
tónsmíðum .Ungskáldatalningunni má
ljúka með því að geta Þorsteins Hauks-
sonar. Hann er hálfgerður huldumaður
Tónlist
Eyjólfur Melsted
í íslenzkri músík, sem vart getur þó
staðið lengi úr þessu. Hann er maður
hins nýja miðils, tónlistarlnnar. Ég
hygg að fá tónskáld hafi haft jafn
merkilegt að segja á þessum vettvangi á
alþjóðavettvangi í seinni tíð.
Og sumir eiga „Come back"
En það eru fleiri en ungskáldin sem
risla við nótur. Víst á tal um kynslóða-
skiptingu tæpast rétt á sér, en mið—
kynslóðin, sem gjarnan er kölluð, átti
tvo fulltrúa sem vert er að minnast. —
Magnús Blöndal Jóhannsson átti sitt
„come back”. Hljóðgervill mun það
heita, nýja leikfangið hans, og Magnús
kom manni rækilega á óvart með
rómantískum stykkjum sömdum á slík-
an grip. Og Atli Heimir Sveinsson var
iðinn við kolann. Þetta var mikið söng-
lagaár hjá Atla Heimi. Ljóðakorn,
Pólsku ljóðin, The Sick Rose (í minn-
ingu Brittens) og svo Músíkminúturnar
handa Manuelu. Þorkell Sigurbjörns-
son sendi frá sér nokkur skemmtileg
verk, eins og Tema senza variationi,
Mistur, og Fjólur; Og Páll Pampichler
Pálsson til dæmis kammerstykkið
Morgen.
Og svo eru þeir sem standa ofan við
miðkynslóðina í aldursröð, en ómögu-
lega er hægt að kalla gamla. Jón
Þórarinsson sendi frá sér Brek fyr-
ir flautu og sembal. En eitt slíkt verk
getur verið margra sinfónía virði, þótt
margfalt lengri og fræðilegri séu.
Jón Nordal gaukaði að músikheim-
inum lítilræði handa Hamrahlíðar-
kórnum og svo hinni fögru Tileinkun
til íslensku óperunnar, þótt ekki yrði
hún atvikanna vegna, frumfiutt fyrr en
á þessu ári.
Fæöing og endurreisn
Því hefur mér dvalizt við tónskáldin
okkar að þau áttu svo mikinn hlut á
síðastliðnu ári. En litlu koma tónskáld
á framfæri án flytjenda. Og iðnastir
voru að venju músikhópar eins og
Kammersveit Reykjavíkur, aðstand-
endur Skálholtstónleika - og hin
nýendurreista Muxica Nova. Nokkrir
fleiri músikhópar lögðu mikiðafmörk
um, þótt ekki legðu þeir sig eftir
nýrri íslenzkri músik, sérstaklega. Má
þar nefna íslensku kammersveitina,
sem stofnuð var með glæsibrag á árinu,
og annan nýjan félagsskap, Musica
Antiqua, sem leggur sig eftir flutningi
gamallar tónlistar með upprunalegum
hljóðfærum. Aðeins einn strengja-
kvartett starfaði fast á árinu. Að sjálf-
sögðu skipaður konum eingöngu undir
forystu Laufeyjar Sigurðardóttur.
Einleikaratal
Einleikarar voru margir og góðir á ár-
inu. Nefni ég þar Einar Jóhannesson
klarínettuleikara fyrstan, fyrir frábært
einleiksframlag á árinu, en vitanlega
komu fleiri við sögu, til dæmis: Edda
Erlendsdóttir, Anna Áslaug Ragnars-
dóttir, Guðrún Sigríður Birgisdóttir,
Þórhallur Birgisson, Laufey Sigurðar-
dóttir, Helga Þórarinsdóttir, Helga
Ingólfsdóttir, Manuela Wiesler, Óskar
Ingólfsson, Gunnar Kvaran, Gísli
Magnússon, Halldór Haraldsson,
Guðný Guðmundsdóttir, Jónas lngi-
mundarson og síðast taldur en ekki
síztur, öðlingur samleiksins, Árni
Kristjánsson. Eru þá margir góðir
flytjendur ótaldir þótt listinn sé orðinn
nokkuð langur.
Ogmenn sungulíka
Söngmennt stóð með blóma, ekki síð-
ur en hljóðfærasláttur. Á síðari hluta
ársins var samt því líkast að kraftar
söngvara beindust allir að væntanlegri
óperu og bar minna á þeim en ella. Er
kannski ekki að undra, því að töluvert
þarf til að koma upp óperu með jafn
miklum myndarbrag og gert var.
Ljóðasöngur blómstraði þó dável og er
þar helzt að nefna söngkonurnar Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur, Sigríði EUu
Magnúsdóttur, önnu Júlíönu Sveins-
dóttur og Rut L. Magnusson.
En kórsöngur stóð í blóma sem
endranær. Tvo ber þar hæst vegna
öflugrar starfsemi. Kór Langholts-
kirkju, sem lék það afrek að flytja
bæði Messías og Jólaóratoríuna á sama
ári og demba sér í söngför auk þess að
syngja inn á hljómplötu. Og Háskóla-
kórinn, skipaður önnum köfnum
stúdentum, lét sig ekki muna um að
frumflytja fimm íslenzk verk með glæsi-
brag á einum og sömu tónleikum.
Guðmundur Emilsson hóf feril sinr
sem stjórnandi með íslensku kammer-
sveitinni og verður ekki annað séð er
að mikils sé af honum að vænta.
Fjórar sem slœgur var í
Hljómplötuútgáfa stóð kannski ekki
eins vel fyrir sínu og mátt hefði vænta.
En þó komu að minnsta kosti fjórar
plötur, sem slægur var í á árinu.
Bach í Skálholti, með Helgu og
Manuelu. Tvímælalaust hljómplata
ársins. Steinhljóð kom óvænt með
plötu með verkum Áskels Mássonar.
Sigríður Ella söng inn á fallega ljóða-
plötu með frábærum píanista og rúsín-
an 1 pylsuendanum var plata Þuríðar og
Guðrúnar, Minningar úr óperum.
Karófína.
Af veitendum ogþfggjendum
Hér hefur fyrst og fremst verrið getið
músikatburða af höfuðborgarsvæði.
Leiðir það af sjálfu sér, því miður
vegna þess að þar er mest um að vera
og auk þess á músíkskribent óhægt um
vik að elta uppi tónlistarviðburði fjarri
höfuðborginni. Það leiðir aftur hugann
að því að alltof lítið er um það að
músik landsbyggðarinnar sé komið á
framfæri í höfuðborginni. Mér koma i
hug kórar eins eins og Passiukórinn á
Akureyri, Sunnukórinn á ísafirði, og
Árneskórinn, svo að einhverjir séu
nefndir sem ættu fullt erindi með tón-
leika sína til höfuðborgarinnar og víðar
um land. Veldur þar brotalöm í skipu-
lagiTnúsikmála okkar. List um landið
er nafnið á fjársveltum lið mennta-
mála. Þörfin fyrir öflugt starf á þeim
vettvangi verður æ meiri. Yrði slikt
meðal annars beint til að jafna að-
stöðumun þéttbýlis og dreifbýlisbúa,
og ber að hafa 1 huga að dreifbýlið ætti
sfðqr en svo að vera eingöngu þiggjandi
1 þeim efnum.
Úr því að minnzt er á þiggjendur er
ekki úr vegi að ljúka pistlinum með
þökkum til þiggjendanna sem eru
undirstaða þess að músiklíf megi
dafna. Án hins stóra , dygga
áheyrendahóps væri músiklíf okkar
fjarri því að vera eins blómlegt og raun
ber vitni.
EM