Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Blaðsíða 18
18
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
gæzluleysið — 1.500.000.000 (eina og
hálfa billjón) marka! ”
Myntbreyting varð óumflýjanleg.
„En i staðinn fyrir að strika út tvö núll
eins og við gerðum þá voru strikuð út
tólf!”
Weimarlýðveldið var að hrynja.
Spennan í stjórnmálum var mikil.
Átökin stóðu milli vinstri manna, Rot-
front, oghægri manna. Hitler vann á,
„Þúmrt nógu ha/vfti Mmntknntal tt mö hafa gaman afþesau," sagöi Brynjó/f-
ur Bjammson, þmgmr hann gaf mir „Buch dor Umdmr" mftfr Hmina og kanndi
mór önnur undurfögur tjóö á knæpum.
í Berlín varstiginn villtur hrunadans.
Skemmtanalífið blómstraði. Max Rein-
hardt og Piscator lyftu þýzku leikhúsi
yfir allt, sem áður hafði þekkzt. í tón-
leikahöllunum voru frumflutt verk eftir
Hindemith, von Webern, Lehar og
Strawinsky. Isadora Duncan og Nisi-
insky dönsuðu, einnig Argentina, sem
nasistar drápu síðar.
Og nýjar greinar uxu á meiði
skemmtanaiðnaðarins. Kabarettinn
varð til, oft háðskur og pólitískur. Kurt
Weill var upp á sitt bezta og Marlene
Dietrich.
„Hún hlýtur að vera áttræð orðin,
hvað sem hún segir,” hrekkur upp úr
Árna. „Svo þroskuð var hún orðin sem
listakona þegar ég kom til Berlínar.”
Til þessarar borgar komu allir fræg-
ustu listamennirnir — og lika þeir sem
vildu verða það. Á veitingahúsinu
„Svarta villigeltinum” höfðu þeir setið
nokkrum árum áður, Edvard Munch,
Strindberg og Vigeland. íslendingarnir
stunduðu varla þann stað, en aðrar
ámóta villtar bjórkrár. Reyndar ekki sá
sem um þær mundir gerði mesta Iukku
þar í landi, Pétur Á. Jónsson söngvari.
En þeir, sem nú voru við nám í borg-
inni. „Ég var dreginn með á allar
knæpur, þótt ungur væri,” segir Árni.
Og það var ekki allt jafn fallegt sem
hann sá.
,,Á einum matstað var grindhoraður
maður látinn sitja á palli með stórt
spjald um hálsinn, sem á var letrað:
„lch bin Hungerkúnstler (þ.e. snilling-
ur í listinni að svelta).” Fyrir framan
hann sat feitur karl og tróð í sig krás-
um. Með fjórar undirhökur og servíettui
um háls. Höfuðið nauðrakað nema.
smáklessa fremst, skipt í miðju og
greidd eins og kambar í báðar áttir að
prússneskum sið. Furðulegt! Minnti á
hund sem ekki hefur gaman af að naga
beinið sitt, fyrr en annar soltinn rakki
er kominn að horfa á hann öfundar-
augum. . .”
JöríUn blómgast
ánýírústum
miðborgarinnar
Sú Berlín sem Árni Kristjánsson og
aðrir sem henni kynntust geyma með
sér.eins og veizlu í farangrinum er nú
horfinn.
„Múrinn skiptir nú borginni
Berlín,” segir Árni. „Annar helming-
urinn átti upphaflega að vera sýningar-
gluggi vesturs, fyrir munað og velmeg-
un. 1 eystri helmingnum átti siðavendni
og strangleiki byltingarinnar að ráða
ríkjum. Og þetta skapaði stöðuga
spennu.
Miðborgin gamla er enn ekki nema
auðn og rústir, og verður ekki endur-
reist fyrr en Berlin verður sameinuð á
ný.
Þar voru járnbrautarstöðvarnar
tvær, Anhalter og Potzdamer, þaðan
sem lestir brunuðu til allra landa álf-
unnar, og hjá þeim hótelið Excelsior.
Skáldkonan Vicki Baum fékk sér vinnu
við símaborðið á þeim glæsistað og
notaði sér aðstöðuna til að njósna um
gestina.”
En efni í sögur um vafasöm viðskipti
í ástum eða fjármálum finnast þar eng-
in lengur. Helzt væri að grasafræðing-
ar gætu leitað fanga á þessum slóðum.
Ótal tegundir af villigróðri brjótast alls
staðar fram milli ryðgaðra teinanna.
Hann er hið nýja líf.”
„Að kvöldi þess 30. janúar vorum
við á tónleikum í sal, þar sem nú er
Gorki-teater í Austur-Berlín. Vilhelm
Kepmpff, píanóleikarinn frábæri, lék
Bach (Goldberg-tilbrigðin) af snilld.
En þegar á leið fór að heyrast undar-
legt hark að utan og ljóst að ekki var
allt með felldu. Að tónleikunum lokn-
um, þegar við komum út, var mikill
mannfjöldi á strætunum. Þvagan af
fólkinu byltist eftir götunni eins og
stórfljót. Kyndlar slógu annarlegri
birtu á þessa sýn. Lúðrasveitir léku her-
göngulög og óp og öskur glumdu við.
Þessi lifandi elfur barst í átt að
kanslarahöllinni. Á uppljómuðum
svölum stóð Hindenberg og Hitler við
hlið hans. Hindenberg var fjörgamall
orðinn og veitti nú Hitler kanslaraemb-
ættið.
Daginn eftir voru allir i húsinu
komnir með hakakrossinn og SS-menn
gengu alls staðar með götulögreglunni.
Óp og vein, handtökur og morð urðu
daglegt brauð. Eftirleikinn þarf ekki að
rekja.
Sumarið eftir voru Árni og Anna á
Akureyri. „17. júní var úfinn og yggld-
ur því norðanhregg var og hríð. En
maður sem kom til bæjarins þann dag
með skipi bar boð frá Ragnari í Smára
og Páli ísólfssyni hvort ég vildi koma
suður næsta haust og verða kennari við
nýstofnaðan tónlistarskóla, þar sem
Páll ísólfsson var skólastjóri.”
Þar með var hans Iifsbraut ráðin.
Ásamt kennslunni bar honum skylda
til að halda einleikstónleika á vetri
hverjum og auk þess að spila ásamt
öðrum kennurum í útvarpið tuttugu
sinnum á vetri. Bein útsendin, því að
tæknin leyfði ekki annað.
Þetta gekk í mörg ár, framyfir seinna
stríð. Mest spilaði hann með Birni
Ólafssyni fiðluleikara og Edelstein
cellóleikara.
Farandsnillingar
ofurseldir agentum
„Þið hefur aldrei Iangað til að leita
frægðar með erlendum þjóðum?”
„Það hefur ekki þýðingu með viður-
kenningu, hvort hún fæst eða ekki, ef
maður er sjálfum sér trúr,” svarar
Árni. „Ég hef setið hér heima og reynt
að gera til gagns það sem ég gat.
Það er ekki heldur víst að ég hafi
misst af neinu. Þessi útlendu stórnöfn
þurfa sífellt að ferðast milli borga og
spila fyrir nýja og nýja áhorfendur. Þeir
verða eins konar farandsnillingar. Oft
ofurseldir agentum sem nota þá, græða
á þeim og senda þá hvert sem þeim sýn-
ist. Sjálfir fá þeir litlu að ráða.
Einu sinni ætlaði Gieseking að koma
hingað en varð þá að fara til A'nkara,
því að agentinn hans heimtaði það.
Hann var leiður yfir því.”
Rétt er að skjóta því inn hér, að ófáir
eru þeir orðnir, farandsnillingarnir,
sem til íslands hafa komið, og Árni
verið fenginn til að leika undir hjá
þeim, stundum með næsta litlum fyrir-
vara.
„Hræðilegasta reynsla mín af því
tagi var þegar Adolf Busch kom hingað
í fyrsta sinn I striðslok. Hann kom með
skipi á hádegi á sunnudegi, lét mig fá
þrjú prógröm til að spila á einni viku og
það fyrsta átti að vera tilbúið á þriðju-
dag. Ég kannaðist við eitt lag af þessu,
enda gekk það bezt. Hreint botna ég
ekkert I hvernig þetta tókst, mér fannst
segir Árni, þegar heimsfrægðin berst
aftur í tal. „Nei, það er betra að spila
þegar maður hefur löngun til þess. '
Hugsaðu þér prest, sem ferðaðist
milli kirkna og flytti alltaf sömu
ræðuna. Verkin geta orðið steingerv-
ingar og sumir tónlistarmennirnir finna
upp á nýjum og nýjum tæknibrögðum
sér til afþreyingar.”
Ogaf því talið hefur borizt að prest-
um man hann eftir Kaj Munk, sem
þjónað söfnuði í smábænum Vedersö
á Jótlandi og vildi ekki þaðan hverfa.
„Hér hefur Guð sett mig og hér vil ég
vera,” sagði hann.
Nasistar drápu hann, en ekki fyrr
en rödd hans hafði borizt um öll
Norðurlönd.
Þá er bezt að spyrja næst hvað sé
galdurinn við að vera góður kennari.
„Hvaða ráð viltu gefa ungum
hljóðfæraleikurum?”
Árni brosir. „Það er erfitt, þótt sagt
sé auðveldara að kenna öðrum en sjálf-
um sér.
Og það er ekki hægt að gefa allsherj-
arformúlu. Væri mögulegt að kenna
eftir kerfi þyrfti nemandinn að breytast
í tölvu, vél, sem mötuð væri. . .
Nei, kennarinn verður í hverju tilviki
að finna hvað nemandinn þarf, setja
sig i hans spor, þá verður það lifandi
orðsem milli fer.”
Svo segist hann halda að hann eigi
nemendum sínum meira að þakka en
þeir sér.
„Ég lærði af að þurfa að útskýra fyr-
ir þeim.Tónskáldið ArnoldSchönberg,
frumkvöðull nútímatónlistar, skrifaði
framan á kennslubók sína í hljómlistar-
fræði: „Dieses Buch habe ich von
meinen Schíllern gelernt (Þessa bók hef
ég lært af nemendum mínum).”
— Það er alveg satt, ímynda ég mér.
— Það sem svaf í Schönberg vaknaði
þegar hann þurfti að upplýsa nemendur
sína.
— Stundum koma nemendur til mín
og segja: Einu sinni skrifaðirðu í nót-
urnar mínar setningu sem ég hef sett á
mig.
— Hvað var það? spyr ég.
Festina lente. Það er latína,
kannski er það áhrifaríkt að skrifa eitt-
hvað dularfullt. Þetta þýðir: Flýttu
þér hægt. Ég fer eftir því sjálfur. Það
er nefnilega alveg rétt sem Sören
Kierkagárd sagði: Maðurinn lifir lífinu
áfram, enskilurþaðafturá bak.
Og með aldrinum verður maður
bæði vitlausari og vísari. Maður þarf
ekki eins mikið að sýnast og sér þá
hvers konar blekking þetta hefur verið
sem maður hefur verið að keppa að.
En tónlistin hefur ævinlega verið mér
allt og eitt. Hún er lífið í æðra veldi. Ég
leitaði hennar eins og blómið snýr sér
að ljósinu.”
Svo segir Árni, næstum afsakandi:
„Ég er sjálfsagt fjarska rómantískur í
mér. Eins og Brynjólfur Bjarnason
sagði eftir að hafa kennt mér undurfag-
urt kvæði Nietzsches á knæpu í Berlín
(„O, Mensch, gib acht”) og gaf mér
„Buch der Lieder” eftir Heine. „Þú
ert nógu helviti sentimental til að hafa
gaman af þessu.”
,,Attu þér nokkur einkunnarorð?”
„Já, segir Árni. „Logaðu! Lýstu!”
ihh
^Nmi^jukaltí
VIDEORESTAURANT
Smiðjuvegi 14D — Kópavogi — Sími 72177
t *ö
^ Opið frá kl. 23.00 til kl. 04.00
y sunnudaga—fimmtudaga
ogfrákl. 23.00 tilkl. 05.00
föstudaga og laugardaga.
Sendum cinnig heim mat cf óskað cr.
smi^jukalll
VIDEORESTAURANT
Smiðjuvegi 14D — Kópavogi — Sími 72177.
&e<fi
SUÐURNESJ AKON UR
ATHUGIÐ
LÍKAMSÞJÁLFUN - LEIKFIMI
Nýtt 5 vikna leikfiminámskeið hefst annan marz í
íþróttahúsi Njarðvíkur. Dag-og kvöldtímar tvisvar í
viku.
Styrkjandi og liðkandi œfingar fyrir konur á öllum
aldri.
Upplýsingar og innritun í síma 6062
BIRNA MAGNÚSDÓTTIR
HÚSAVlK
Garðyrkjumaður
Húsavíkurkaupstaður óskar eftir að ráða garðyrkjumann
sem fyrst. Um er að ræða starf allt árið þ.e.,fullt ársstarf.
Umsóknir er tilgreini m.a. aldur, menntun og fyrri störf,
skulu hafa borizt undirrituðum eigi síðar en 15. marz nk.
Nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bæjarstjórinn Húsavík.
Tilkynning til
tungumálakennara
Námskeið og fyrirlestur Henrik Jul-Hansens um notkun
kvikmynda í kennslu, sem verða átti í Norræna húsinu nú
um helgina, flyzt til 20. og 21. marz nk.
Félag dönskukennara
Norræna húsið.