Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Side 3
DAGBLAÐIÐ& VlSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. Skáli Ferdafélags islands I Langadal. fcr náttúruvernd iatin sitja á hakanum íyrir ágóðavon? Náttúruvemd í voða: „Ferðafélögin valda ekki verkefni sínu” —segir Tryggvi Jakobsson í Landvemd „Ferðafélag íslands er góð og þjóð- leg stofnun í huga altnennings, ekki ósvipað ungmennafélögunum áður fyrr. En eflaust á FÍ þessa einkunn ekki skiiið því það er eins og hvert annað fyrirtæki rekið með gróðasjónarmiði og fjárfestingar í fullum gangi,” sagði Tryggvi Jakobsson, stjórnarmaður i Landvernd, í tilefni af erindi um ferða- mál og náttúruvernd sem hann flutti á ráðstefnu Landverndar fyrir nokkru. f því sagðist hann telja það í hæsta máta óeðlilegt að ferðafélögin hefðu bæði framkvæmda- og hús- bóndavald á hinum friðlýstu svæðum og hafi það í raun staðið framgangi nauðsynlegs uppbyggingarstarfs á sumum fjölsóttum ferðamannastöðum fyrir þrifum. í samtali við blm. DV skýrði Tryggvi þessi sjónarmið sin: „Það var á síðasta áratug að sú stefna var tekin að afhenda ferða- félögunum, einna helzt Ferðafélagi íslands og Ferðafélagj Akureyrar, hús- bóndavald á friðlýstum svæðum utan byggðar. Þetta var að mörgu leyti skiljanleg ráðstöfun því Náttúru- verndarráð var ófært um að sinna verndunarverkefni sínu vegna fjár- skorts. Ferðafélögin björguðu því miklu á sinum tíma. En nú hefur orðið mikil eðiisbreyting á ferðamáium á íslandi. ísland er orðið alþjóðlegt ferðamannaland og koma hingað tug- þúsundir ferðamanna á ári hverju frá öllum löndum. Árið 1977 kom út skýrsla á vegum umhverfisnefndar Ferðamálaráðs eftir Árna Reynisson, þáverandi fram- kvæmdastjóra Náttúruvemdarráðs, og Jón E. ísdal frá Ferðafélagi íslands. Þar kemur fram að alvarlegt hættu- ástand riki á vinsælum viðkomu- stöðum ferðamanna vegna átroðnings og eigi þetta sérstaklega við svæði umhverfts nokkra skála ferðafélag- anna. Þessi skýrsla styður það álit mitt að eftirlits- og gæzlumál á þessum svæðum verði að taka fastari tökum og það sé óeðlilegt að ferðafélögin hafi þau í hendi sér. Ríkisvaldið verður að einhverju leyti að taka þetta í sínar hendur. Ég er hræddur um að landvernd hafi lent utangarðs í starfsemi ferðafélag- anna á þessum svæðum og spyrja mætti hvað FÍ hafi lagt af mörkum til landverndar. Það vekur t.d. athygli mina að tekjur af tjaldstæðum í Langa- dal hafa runnið til FÍ en ekki skóg- ræktar. Forsvarsmenn FÍ, sem hefur marga menn í fullum stöðum, hafa lýst því yfir að féiagið sé ekki atvinnurekandi og vilja því ekki hlíta kjarasamningum ASÍ sem kveða m.a. á að landverðir eigi rétt á tveggja daga greiðslu fyrir setu á undirbúningsnámskeiði. Þessu ákvæði hefur FÍ ekki viljað hlíta og því í raun lagzt gegn því að þessi námskeið verði cfld og haldin. Meira að segja gengu ákveðnir aðilar innan Ferða- félagsins svo langt síðastliðið sumar að banna þeim starfsmönnum sem ekki störfuðu á friðlýstum svæðum og einnig í Landmannalaugum að nota starfsheitið landvörður. Húsverðir skulu þeir heita. Að mínu áliti væri það eðlilegast að framkvæmda- og húsbóndavald yrði í höndum Skógræktar rikisins og Náttúruverndarráðs. Náttúruverndar- og ferðamál eru ekki einkamál eins eða neins heldur málefni sem alla varðar. Annað er hættulegur hugsunarháttur.” -Rb. SNYRTIVOR ÁRSDMSj82 MEÐ HÆKKANDISÓL OG VORBOÐANN í LOFTI VILJUM VŒ) MDSINA Á STENDHAL VIKUNA SEM NÚ FER í HÖND. Fersk litalína sumarsins, beint frá París.verður kynnt undir handleiðslu sérfróðra snyrtifræðinga á öllum útsölustöðum STENDHAL, og síðast en ekki síst í húsakynnum Modelsamtakanna. Þar verður hreinlega dekrað við gesti kynningarvikunar. Og til að bæta gráu ofan á svart verða Modelsamtökin með sýningar á sumartísku MONDÍ tvisvar á dag út vikuna. Allan fatnað muntískuverslunin Urður leggja til. Kynningin stendur frá 30. april til 7. maí. í húsakynnum Modelsamtakanna Skólavörðustig 14 2. hæð. Alla virka daga verður opið frá kl. 2 til 7. Laugardaga frá kl. 11 til 3. Tískusýning kl. 3 og 5. EFNAVERKSMIÐJAN cillo/ hf S.31733 & 31717 EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI. FYRIR Steudhal PARIS ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVÍK: STELLA, snyrtivöruverslun, Bankastræti 3, S: 13635 Salon RITZ, snyrtistofa Laugaveg 66, S: 22460 TOPPTÍSKAN, snyrtivöruverslun Miðbæjarmarkaðinum, S: 13760 NANA SF, snyrtivöruverslun Vörðufelli 19, S: 71644 TÍZKUVERZLUNIN Skólavörðustig 14 2. hæd. MODELSAMTOKIN Skólavörðustig 14 2. hasð. urður 2. hæd. mJt KÓPAVOGI: HRUND, snyrtistofa Hjallabrekku 2, S: 44088 HAFNARFIRÐI: Hárgr. Guðrún Linnetstig 6, S: 51434 KEFLAVÍK: Þel-hárhúsið, Tjamargötu 7, S: 92-3990 SELFOSS: Selfoss apótek Austurvegi 44, S: 99-1177 AKUREYRI: AMARO, Hafnarstræti 99-101, S: 96-22832 ÍSAFIRÐI: TANIA, snyrtistofa, Hrannargötu 2 , S: 94-4029 Póstsmdum Póstscndum r I ;r> 'SS&gff VERÐLÆKKUN ULLAfiP* 0p\Ð. fimmtudaga kl. 9—18 Vinnuf atabúdin ,östuda9a kl 919 Laugavegi76-Sími 15425 — Hverfisgötu 26 - Sími 28550 OP'Ð- fimmtudaga kl. 9—18 föstudaga kl. 9—19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.