Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Side 13
DAGBLAÐIÐ& VtSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRlL 1982.
13
ræða það er nauðsynlegt að líta bæði
til borgarmála og landsmála. Reynsl-
an, sem draga má af tvennum undan-
förnum sveitarstjórnarkosningum,
bendir ótvírætt til þess að landsmál
hafi mjög mikil áhrif á úrslit borgar-
stjórnarkosninga í Reykjavík. Þau
virðast einnig hafa talsverð áhrif í
næstu byggðum við höfuðborgina,
sem eru á sameiginlegum vinnumark-
aði með henni, en þau áhrif virðast
heldur dvína eftir því sem fjær dregur
og þó aiveg sérstaklega þegar byggð-
irnar minnka og persónulegar vin-
sældir fara að vega þyngra. Verði því
veruleg sveifla til hægri á höfuðborg-
arsvæðinu hljóta menn að taka hana
sem nokkurn fyrirboða þess sem
koma skal að ári.
Auðvitað spila svo borgarmálefni
eitthvað þarna inn í. Satt best að
segja er ekki auðvelt að koma auga á
að borginni hafi verið neitt verr
stjórnað nú en undanfarið. Raunar
má segja að furðulega litlar breyting-
ar hafi orðið á stjórninni við meiri-
hlutaskipti og kann það út af fyrir sig
að hafa valdið einhverjum vonbrigð-
um. Varla hallast þeir þó til Sjálf-
stæðisflokksins, en þar kann að ein-
hverju leyti að vera að finna skýringu
á fylgi kvennaframboðsins. Að vísu
hafa núverandi borgaryfirvöld verið
býsna seig við að fá upp á móti sér
íbúa sumra borgarhverfa vegna
reglustikugleði og ungæðisháttar
sumra „fræðinga” meirihlutans, og
einnig kann Rauðavatnsævintýrið að
verða þeim býsna þungur myllusteinn
um háls í komandi kosningum. Á
móti kemur að ekki verður heldur
neinnar sérstakrar hrifningar vart yf-
ir lista sjálfstæðismanna, jafnvel
ekki meðal þeirra sem segjast þó gall-
harðir í að kjósa hann. Því held ég að
landsmálin muni hafa meiri áhrif en
borgarmálin, ef um hægri sveiflu
verður að ræða.
Leiðir á
„vinstri"-mennsku
Mér virðist talsverðrar og vaxandi
þreytu gæta meðal fólks á þeirri
gervi-vinstrimennsku, sem tröllríður
þessu þjóðfélagi. Hinn almenni skatt-
greiðandi er orðinn yfir sig þreyttur á
öllum þeim fræðingum og speking-
um, sem flæða yfir þjóðfélagið.
Hann er orðinn þreyttur á öllum af-
ætunum, sem hann hefur kostað til
náms í áratugi, en snúa aftur, komnir
út öllu sambandi við fólkið í landinu
og þykjast þess umkomnir að geta
með reglustikum og reglugerðum sagt
því fólki, sem kostaði menntun
þeirra, að éta það sem úti frýs vegna
þess að það hafi ekkert vit á málun-
um. Þeir sem druslast til að vinna og
borga skatta vilja sjá einhvern annan
árangur starfa sinna en uppskafn-
ingslýð sem ver mestum hluta tíma
síns í að snapa uppi styrki hins opin-
bera til þess að geta haldið áfram að
gera ekki neitt á fullorðinsárum. Þeg-
ar þjóðartekjur minnka og lífskjör
versna, eins og nú blasir við, er það
eðlileg krafa fólks að allir leggist á
eitt við að efla framleiðslu. Og fólk
hefur einfaldlega ekki trú á því að
vinstri flokkarnir muni þess um-
komnir að snúa þróuninni við. Til
þess eru þeir, að minnsta kosti
Alþýðubandalagið, orðnir of sam-
tengdir þessu fólki í augum mikils
hlutaalþýðufólks.
Mig grunar að þarna sé að leita
hluta þeirrar pólitísku þreytu, sem
kemur fram í hinum fjölmörgu
óákveðnu kjósendum, samkvæmt
niðurstöðum skoðanakönnunarinn-
ar. Þeir eiga erfitt með aö kyngja því
að snúa sér til Sjálfstæðisflokksins,
því að þeir aðhyllast ekki stefnu
hans, síst af öllu leiftursóknina marg-
umræddu. En þeir hafa heldur ekki
fundið neitt það í viðbrögðum hinna
svokölluðu vinstri flokka við því
ástandi sem öllum er að verða ljóst að
bíður okkar í efnahagsmálunum, er
þeir geta sætt sig við. Þar blasir fyrst
og fremst við alls kyns skæklatog,
sem kann að reynast þeim flokkum
giftudrjúgt í einhverjum smáplássum
úti á landi, en þar hefur engin sú
framtíðarstefna verið mörkuð í raun,
er fólk hefir trú á að skipti sköpum í
þeirri baráttu sem nú blasir við.
Og síst af öllu hefir það trú á því að
þeir fræðingar og spekingar sem virð-
ast nú ráða þróun mála í æ rikari
mæli í skjóli værukærra stjómmála-
manna, stígi á næstunni niður til
dauðlegra skattgreiðenda, svo lengi
sem núverandi gervivinstrimennska
ræður ríkjum í landinu.
Magnús Bjarnfreðsson
^koðanakönnunDVumbor^arsnónlarCosmngan^
D-listinn með meiríhluta
þeirra sem taka afstöðu
Sjálfstæöisflokkurinn fckh stuöning
mikils meirihluu þeirra kjósenda í
Reykjavik, sem höf*!u tekiö afstööu til
borgarstjómarkosnirganna, í skoöana-
kön.iun sem DV gerÖi um siðustu hclgi.
En hclmingur kjóscnda i borgtnm er
enn óráöinn.
Tekiö var 600 manna úrtak kjósenda
Helmingur kjósenda óráðinn
cnn óákvcönir og 16* svöruöu ekki
spurningunni. 31,5* af heildinni
kváöust styöja SjálísUeöisflokkinn,
4,8* Alþýðubandalagið, 4,6*
listann, 9* Alþýöuflokkinn og 4,9*
Framsók nar flok ki nn.
SjálfsUcðisflokkurinn fékk 47,4*
allar spár vafasamar.S mkvæmt skipt-
ingu þeirra sem hafa tckiö afstööu gæti
Sjálfstæöisflokkurínn fengiö 14
borgarfulltrúa af 21 h6ldi hann slíku
hlutfalli. Alþýðubandalagiö fcngi 2,
kvennalistinn 2, Alþýöuflokkur 2 og
Framsókn 1.
-HH.
sé verkalýðsflokkur sem standi vörð
um hagsmuni verkalýðsstéttarinnar.
Maóistarnir gáfu upp á bátinn allar
grundvallarreglur sinar og gengust
inn á kjörorð Fylkingarinnar og hafa
þá yfirgefið síðasta vígi sitt, sem var
algjör andstaða gegn Sovétríkjunum.
Baráttusamtökin fyrir stofnun
kommúnistafiokks versla ekki með
grundvallaratriði og fyrir okkur er
baráttan gegn heimsvaldastefnunni
og endurskoðunarstefnunni grund-
vallaratriði. Þetta þýðir að BSK
álítur bæði Sovétríkin og Bandaríkin
árásargjörn heimsvaldaríki, sem nú
undirbúa glæpsamlega styrjöld gegn
mannkyninu með hernaðarbandalög-
um sínum, Varsjárbandalaginu og
Nató. Þetta þýðir einnig að BSK
styður aldrei Alþýðubandalagið,
hvorki beint né óbeint, heldur þvert á
móti tekur upp baráttu gegn þvi og
öllum tálsýnum um hlutverk þess. Al-
þýðubandalagið er höfuðpaurinn í
aðförinni að verkalýðsstéttinni, sem
einna ljósast hefur komið fram nú er
það situr í ríkisstjórn. Þetta eru
ástæðurnar fyrir því að BSK tekur
ekki þátt í skipulagningu Rauðrar
verkalýðseiningar í ár. Við hörmum
það að sjónarmið Fylkingarinnar,
sem lýsir stuðningi við heimsvalda-
stefnuna og endurskoðunarstefnuna
skuli hafa sigrað í baráttunni um
pólitískan grundvöll Rauðrar verka-
lýðseiningar.
Gegnkreppu,
efturhakff og stríði
1. maí 1982 gengur verkalýður
heimsins gegn kreppu, afturhaldi og
stríði.
KREPPA auðvaldsins, offram-
leiðsla, lokun verksmiðja og
milljónaatvinnuleysi eru afleiðingar
þarfa auðvaldsins á hámarksgróða,
sem standa í algjörri andstöðu við
þarfir samfélagsins. Verkalýðsstéttin
ber enga ábyrgð á kreppu auðvalds-
ins og svarið við tilraununum til að
velta byrðum kreppunnar yfir á herð-
ar verkalýðsins er vígorðið. sem
hljómar heimshornanna á milli:
„LÁTUM AUÐVALDIÐ BORGA!”
AFTURHALDIÐ, skeröing lýð-
réttinda, kynþáttahatur og fasismi er
sú ógn, sem verkalýðsstéttin og vinn-
andi alþýða heimsins á við að búa í
dag. Afhjúpun kapítalismans i
kreppunni neyðir borgarastéttina í æ
ríkari mæli að kasta af sér lýðræðis-
hulunni. Auðherrarnir neyta og
munu neyta ailra bragða tii að við-
halda alræði sinu, þar á meðal að
byggja upp og styrkja fasíska ógnar-
hópa, sem er beitt gegn lituðu fólki
og kommúnistum. Þess vegna ber
vígorðið „GEGN KYNÞÁTTA-
HATRI OG FASISMA” hátt i
kröfugöngu á 1. maí í ár.
STRÍÐ, uppskipting markaðanna,
hráefnalindanna með vopnavaldi og
eyðing vinnuafls og framleiðslutækja
er eina leiðin, sem auðvaldið sér út úr
kreppunni. Risaveidin, forystuðfl
heimsvaldablokkanna tveggja
standa grá fyrir járnum og bíða hent-
ugs tækifæris til að veita óvininum
fyrsta höggið. Mótmæli milljóna
manna hafa sett skrekk i herbúðir
heimsvaldasinnanna og þeir neyta
allra bragða til að afvegaleiða friðar-
hreyfinguna. Aðeins herská barátta
gegn þeim, sem undirbúa stríðið, að-
eins barátta, sem stefnir að því að
kollvarpa heimsvaldastefnunni getur
komið í veg fyrir Þriðju heimsstyrj-
öldina. Þess vegna er vígorðið
„STRÍÐ GEGN STRÍÐINU” og
„GEGN NATO OG VARSJÁR-
BANDALAGINU” áberandi á 1.
maííár.
Þorleif ur Gunnlaugsson
BYLTINGIN, valdataka verka-
lýðsins og stofnun sósíaiskra alþýðu-
lýðvelda, er í dag verkefni tekið til
lausnar. Efnahagsleg og pólitísk
kreppa auðvaldsins hefur náð því
stigi að hlutlæg skilyrði fyrir bylting-
unni eru nú fyrir hendi í flestum kapí-
talískum löndum og eru að skapast í
öðrum. Þess vegnaer rauði þráðurinn
í aðgerðum byltingaisinna í öllum
iöndum á 1. maí herópið: „NiÐUR
MEÐ KAPÍTALISMANN — LIFI
SÓSÍALISMINN”.
KOMMÚNISTAFLOKKUR ÍS-
LANDS, eini flokkurinn, sem túlkað
hefur raunverulegar þarfir og hags-
muni íslensks verkalýðs og vinnandi
alþýðu var lagður niður af stéttsvik-
urunum 1938. Það er dagskipun ís-
lenskra byltingarsinna að endurreisa
kommúnistaflokkinn. Þetta verkefni
hafa Baráttusamtökin fyrir stofnun
kommúnistafiokks tekið að sér og
iagt ótrauð á þá braut að safna sam-
an íslenskum marx-lenínistum til
stofnunar fiokksins jafnframt því,
sem þau hafa rækt verkefni hans eftir
mætti. Kommúnistaflokkur íslands
verður endurreistur í lok desember
1982.
Rauður 1. maí verður að þessu
sinni innifundur á Hótel Heklu kl.
4.00. Þar verða viðhorf og markmið
BSK rakin. Menningardagskrá verð-
ur fléttað inn í á baráttudegi verka-
lýðsins. Baráttusinnar og marx-lenín-
istar komið á fundinn. öreigar í öll-
um löndum sameinist! Niður með
kapítalismann — lifi sósíalisminn.
Þorleifur Gunnlaugsson.
benti á að tvöfalda mætti Fríkirkju-
veg og Sóleyjargötu og sagði um það:
. . . „en varla eru það margir sem
myndu mæla með þeirri lausn.” Mér
hreinlega blöskraði sú vanþekking
sem kom fram í þessari einu setningu.
Staðreyndin er nefnilega sú að þeir
eru margir sem sjá ekkert annað en
einmitt þessa lausn og hún liggur á
borðinu ef bílageymsluhúsið verður
reistað óbreyttu.
Og þó ég, Kjartan Stefánsson,
Þórarinn Hjaltason og fleiri afneiti
þessari lausn, þá er svo langt í frá að
Sjálfstæðisflokkurinn geri það. Og
það er ekki lengra síðan en í morgun
(mánudaginn 26. apríl) að Davíð
Oddsson, borgarstjóraefni Sjálf-
stæðisflokksins, lýsti því yfir í út-
varpi að eitt fjögurra meginstefnu-
mála íhaldsins í þessum kosningum
væri bygging þessa umrædda bíla-
geymsluhúss! Og því vildi ég í grein
minni 6. apríl vekja athygli á að þess-
ar hugmyndir eru langt frá því að
vera svo dauðar sem Þórarinn
Hjaltason hélt. Kosningarnar 22. maí
snúast nefnilega um það hversu
margir Reykvíkingar mæla með
lausnum íhaldsins í málefnum gamla
bæjarins.
Afglöpin í
skipuiagsmáium
En nóg um það. Af hverju hefur
þá ekki vinstri meirihlutinn breytt
ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins
um hraðbraut gegnum miðbæinn.um
Öskjuhlíð og Fossvogsdal? Svarið er
einfalt. 4ra ára kjörtímabil vinstri
manna hefur ekki dugað til að vinna
nýtt skipulag umferðarkerfis og
samþykkja það, þótt vinna við
endurskoðunina hafi verið alllengi í
gangi. Það var nefnilega ekki aðeins
umferðarskipulag Sjálfstæðis-
flokksins sem taka þurfti upp frá
grunni, heldur bókstaflega allt sem
viðkemur skipulagsmálum og til þess
eru 4 ár stuttur tími. Nægir þar að
nefna aðalskipulag nýrra bygginga-
svæða, skipulag nýja miðbæjarins í
Kringlumýri, skipulag Eiðsgranda-
svæðisins, skipulag Grjótaþorpsins
og svo mætti lengi telja upp verk sem
þegar er lokið endmskoðun á síðan
1978. En önnur verk eru í miðjum
klíðum; skipulag Kvosarinnar, sem
haldin verður samkeppni um í sumar,
skipulag gamla bæjarins innan
Hringbrautar og Nóatúns, umferðar-
skipulag miðbæjarins og tengingar
við austurborgina, endurskoðun á
leiðakerfi SVR og fleira og fleira.
4 ár hafa reynst of stuttur timi til
að leiðrétta öll afglöp Sjálfstæðis-
fiokksins í skipulagsmálum. Til þess
voru þau of mörg og of mikil. Og
því er það að við leitum eftir umboði
Reykvíkinga til að halda þessu verki
áfram. Við viljum áfram standa vörð
um svipmót gamla bæjarins og lífga
hann, við viljum forðast stórfelldar
skemmdir á náttúru og útivistar-
aðstöðu við Tjörnina, í öskjuhlíð og
i Fossvogi, við viljum tryggja öryggi
hins óvarða vegfaranda og bæta al-
menningssamgöngur í borginni.
Laugavegur að göngugötu
Tillögur að nýju umferðar-
skipulagi í miðbænum, sem kynntar
voru fyrir tveimur vikum, bera vott
um þá vinnu sem nú er í gangi á veg-
um borgarstjórnar og stefnu hennar.
Þar er bent á aðra valkosti en þá sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið
uppá, en tillögugerðinni er langt frá
því að vera lokið. Framundan er
mikil vinna. Það þarf að efna til
víðtækrar umræðu um þessar tillögur
og útfæra þær í samráði við þá sem
hagsmuna eiga að gæta, íbúa,
kaupmenn og farþega SVR. Á
Laugavegurinn aðeins að vera fyrir
gangandi vegfarendur? Á hann að
vera fyrir gangandi fólk og strætis-
vagna? Á hann aðeins að vera fyrir
gegnumakstur einkabíla? Við vitum
að gangandi fólk, SVR ogbílstjórar
eiga oft í miklum erfiðleikum við að
komast ieiðar sinnar þennan stutta
spotta. En Reykvíkingar þurfa að
taka afstöðu til þess hvernig á að
leysa úr þeim erfiðleikum og hver eigi
að víkja fyrir hverjum, SVR, einka-
bíllinn eða gangandi fólk. Og meta
hvaða afleiðingar ákvarðanir í
þessum efnum hafa fyrir miðbæinn.
Þessum tillögum hefur hins vegar
verið tekið með þögninni einni í her-
búðum Sjálfstæðisflokksins, því
einnig í þessum efnum hyggjast þeir
hverfa aftur til gamla íhaldstímans,
endurheimti þeir meirihluta sinn i
borgarstjórn Reykjavíkur. Það
þekkjum við af fyrri verkum þess
flokks, andstöðu hans við skipulags-
breytingar á kjörtímabilinu og yfir-
lýsingum borgarstjóraefnisins.
26. april, 1982.
Álfheiður Ingadóttir.