Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. •7 rm — Út um hvippinn og hvappinn Meðherílandi? Glöggur maður datt ofan á þessar gullvægu upplýsingar í bók Þorsteins Jósepssonar, Landið þitt: „Þeir feðgar Vigfús Þórarinsson sýslumaður og Bjami Thorarensen skáld og amtmaður bjuggu báðir í Gufunesi, þó skamma hríð hvor. Á meðan Vigfús var sýslumaður í Gufu- nesi lagði hann það til á Alþingi 1785, ásamt fleiri fyrirmönnum, að stofnað- ur yrði her á Islandi. Vigfús vildi að í hemum væri 1 þúsund manns, sem æfðir væru við kirkjur á sunnudögum, enda yrðu vopnin geymd í kirkjunum, því um aðrar nothæfar geymslur var ekki að ræða. Rætt var um að her- kostnaður yrði fenginn með tollum á brennivini og tóbaki og enn fremur kom til umræðu að hermennimir yrðu leystir frá störfum eftir.6 ára þjónustu í hemum — og þá gerðir áð hreppstjór- um.” (Bls. 116, Landið þitt, útg. Öm og örlygur). (Kannski var hvítasunnulokun Ríkisins liður í baráttunni gegn her í landinu?) Vasaritvélin er létt í meðföram og hefur innbyggt „minni. ” Hrímsins mimista ritvcl Nú eru þeir farnir að framleiða vasaritvélar. Er það brezkt tölvufyrir- tæki sem hafið hefur framleiðsluna. Ritvélin hefur aðeins sex lykla sem á að þrýsta á í ákveðinni röð til að mynda ákveðin orð. Efst á vélinni er ljósaborð, svipað og á vasatölvum, og þar getur viðkomandi fylgzt með því sem skrifaö er. I vélinni er innbyggt „minni”, það er að segja, hægt er að geyma ýmsar upplýsingar í vélinni sem svo er hægt að fá fram með því að ýta á einn lykihnn. Þótt ritvélin sé ný af nálinni hefur hún þegar hlotiö miklar vinsældir, enda létt í meðförum. Maí var kaldur, hlýindi í jiilí og svo votvidra- samt til hansts — vedrid á Sudurlandi fyrir hundrad árum Árbækur Reykjavíkur heitir bók eöa öllu heldur yfirlit yfir þróunarsögu Reykjavíkur árin 1786 til 1936 eftir dr. Jón Helgason og kom út 1941. Þetta er býsna skemmtileg og fróðleg lesning. Við grípum niður þar sem sagt er frá árinul882: „Framan af árinu var mjög svo skakviðrasamt um allt Suðurland, en frostalítiö (nema helst framan af janúar) og snjólétt. Allan þorrann var leiðindaveður. Frost þó aldrei yfir -10° (á hádegi). Alla góuna var mjög óstöð- ug veðrátta, hörku frost og blindbyljir á víxl. Einmánuöur var bærilegur til sumarmála. En eftir sumardaginn fyrsta fór aftur að kólna í veðri og dagana 26. til 30. apríl, var hér norðan stormur með öskubyl suma dagana. Maí var kaldur, sífelldir næöingar og þurrviöri.” Er þetta ekki anzi líkt veöurfar og nú? En lesum áfram, við skulum þó ekki vera of svartsýn: „Seinast í júní batnaði tíðarfarið nokkuö og héldust hlýindi lengst af júlí- mánaðar. En um miðja hundadaga brá til votviðra, sem héldust allt til rétta.” Það er nú svo, en ekki er öll nótt úti enn: „Haustið var bærilegt og frá miðjum nóvember til árslcka mátti heita önd- vegistíð hér syðra.” Svo mörg voru þau orð, en látum ekki hugfallast. Við eigum hlýjan skjólfatnað og í haust getum við kannskinotiösólar. -KÞ Síðswi íírvimnii um frjáls- og friagdiyggjufrestaðiiiirikn Vegna mikilla þrengsla í Helgar- blaöinu að þessu sinni var ákveðiö að fresta birtingu á síðari greinum þeirra Hjalta Kristgeirssonar og Geirs H. Haarde hagfræðinga um félagshyggju og frjálshyggju um eina viku. Eru hlutaðeigandi lesend- ur beðnir velvirðingar á þessu, en greinamar birtast sem sagt um næstu helgi. Eins og kunnugt er hafa þeir félagar þá verkaskipti í skrifum sínum frá síðasta Helgarblaði. Hjalti mun skrifa um frjálshyggjuna og Geir um félagshyggjima. Og þá er bara að bíða eftir áliti þeirra. carmen blómakassar úr massífri furu og með plastbotni. Blómakassarnir henta jafnt úti sem inni. Stærðir: 43x43 cm, hæð 40 cm 70x28cm, hæð37cm Verð kr. 339,00 Opið laugardag kl. 10—12. Háteigsvegi 20. — Simi 12811. Aldrei höfum viö boöiö eins glæsilegt úrval og núna af notuðum Mazda bílum í 1. flokks ástandi og með 6 mánaöa ábyrgö. Nú þurfið þid ekki lengur aö vera sérfræðingar i þvi aö velja og kaupa notaðan bíl, því að þið athugið útlit bilsins, ástand hjólbarða og annars sem sést og við ábyrgjumst það sem ekki sést. Athugið sérstaklega að verð notaðra bíla hefur lækkaö eins og nýrra. Komið því á sýninguna í dag og tryggið ykkur úrvals Mazda bíl fyrir sumariö, meðan lága veröiö helst. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. sími 812 99. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraul 16 Sími 9135200 GERÐU GARÐNN FR€GAN! MEÐ CÖÐRI UMÖNNUN OC RÉTTUM VERKFÆRUM FRÁ CARDENA I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.