Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNl 1982. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn GERIR FEITA GRAMA KIM GRÁSLEPPAA OG RALÐMAGIM Gráslappan ergóO tílátu. N ná sjá á gatnamótum borg- arinnar „grásleppukarlana” selja signa grásleppu og rauömaga. Eins og allir sælkerar vita eru fiskar þessir herramannsmatur. Flestir Islendingar boröa grásleppuna signa en rauðmagann nýjan með ediks- blöndu og kartöflum. En það má matreiða þennan fisk á ýmsa vegu, t.d. má grilla rauðmagann. Rauömaginn er þá skorinn í 3—4 cm þykkar sneiðar. Blandið svo saman 1 dl salatoliu og safa úr 1 sítrónu. Pressiö þá 1 hvítlauksrif út í löginn og hræriö. Leggið fiskbitana í skál eða á bakka og hellið leginum svo yfir þannig að fiskbitamir séu löðrandi af leginum. Látið fiskinn liggja í leginum í 2 klst. Snúið fisk- bitunum eftir nokkra klukkutíma. Hér er miðaö við 3 rauðmaga, það fer þó nokkuð eftir stærð. Þá eru rauðmagasneiðamar pakkaðar inn í álþynnu og glóðaöar við meðalhita í u.þ.b. 20 mínútur. Með þessum rétti má hafa sítrónusmjör en það er þannig gert: Hræriö saman 100 g smjör, 2 tsk, sítrónusafa, 1 msk. sax- aða steinselju og nokkur kom af nýmöluðum hvítum pipar og dálitið paprikuduft. Svo er um aö gera að hafa með þessu gott hrásalat og nóg af góðubrauði. Þá er þaö signa grásleppan sem er ekki hátt skrifuð af sumum. Hér kemur uppskrift af forrétti sem auövelt er að útbúa en er þó ljómandi góður. Þaö skal tekið fram að upp- skriftin er ekki nákvæm. Byrjið á því að sjóða grásleppuna. Takið hana upp úr pottinum og látiö hana kólna. Þá er hún hreinsuö og aðeins bezti fiskurinn notaður. Skelinni, sem myndast þegar grásleppan er búin að hanga, er hent. Rífið þá niður ferska agúrku og jafnið henni á diskana (skálarar), kreistiö nokkra sítrónudropa yfir gúrkuna. Þá er grásleppan sett í skálaraar og nokkmm kornum af hvitlaukssalti stráð yfir. Því næst er svo 3 msk. af kotasælu komið fyrir í hverri skál og stráð nokkrum kornum af cayennepiparyfir. Nú er allt og sumt. Nú í staðinn fyrir agúrku má 'nota vínber. Þau eru þá skorin í tvennt og steinarnir fjarlægðir. Með þessum forrétti verður að hafa gott brauð. Rauðmagi og grásleppa er ódýr matur. Sælkerar ættu því að vera óhræddir viö að gera tUraunir með hann. Ef þið dettið ofan á góða uppskrift af þessum fiski þá ættuð þið endilega að senda okkur hana. Sendisttil: Sælkerasíðan, DagblaðiðogVísir Siðumúla 14 105 Reykjavík. ■>0\SK. \»KSK OG S.TO'SK SÉLD Er það ekki furðulegt að í verzlun- um hérlendis em á boðstólum fleiri tegundir af síld frá nágrönnum okkar og frændum en okkur sjálfum? Kannski ekki en það er annað sem kannski er öllu merkilegra og það er að þessi útlenda síld er í mörgum tilvikum mun betri en hin íslenzka. Það er eins og þaö vanti herzlu- muninn varðandi íslenzku síldina, hvemig sem á því stendur. Segja má aö Danir, Svíar og Norðmenn séu meira fyrir síld en við Islendingar og því meiri reynsla í niðurlagningu á síld og auövitað stærri markaður. Sælkerasíðan trúir ekki ööm en að islenzk fyrirtæki geti þetta eins vel og frændur vorir. En það verður að segjast eins og er aö það verður aö gera átak í að bæta íslenzku síldina. Nú eru ýmsar þjóðir, sem hingað tU ekki hafa neytt sUdar, farnar að kaupa niðurlagða sUd. Það er því mikUvægt að okkur takist að fram- leiöa fyrsta flokks vöm úr síld. Nú eigum við Islendingar ágætlega menntaða matvælafræðinga, sömu- leiðis hafa íslenzkir matreiöslumenn starfaö á Norðurlöndum og öðlazt reynslu og kunna því með síld að fara. Er ekki tími til kominn að taka þessi mál föstum tökum og fela hæfu fólki það verkefni að leysa þennan vanda? Því betri vara, því meiri neyzla hér innanlands og þar af leiöir að möguleikar á útflutningi á niður- lagðri síld ættu að stórbatna. Portúgallr framlelða mörg frábær vín — enda miklir lóttvinsneytendur. LÉITVÍNFRÁ PORTÚGAL 10. maí 1980 var f jaUað hér á Sæl- kerasíðunni um portúgölsku vinin sem hér fást. Kom meöal annars fram aö sum portúgölsku vínanna væru vart drekkandi. Þessi skoðun Sælkerasíðunnar hefur Utið breytzt enda hafa portúgölsku vínin ekki náð almennum vinsældum hér á landi nema þá hið þekkta vín „Mateus Rose”. Því má þó ekki gleyma að hér em tU ágæt portúgölsk vín, mætti þar nefna hið ágæta rauðvín „Periquita” og portúgölsku rósa- vínin. Það er staðreynd aö Slld ersælgætí en Islonzka síldin gætí verið betri. GHÁOAOSTAPIWAU SæUcerasíðan þreytist aldrei á að skora á lesendur sína að borða meiri ost, aida var fjallað um osta og osta- rétti hér á síöustu SæUcerasíðu. Hér kemur hugmynd að frönskum rétti sem er upplagður eftirréttur, góður með síðustu víndropunum. Réttur þessi kaUast á frönsku „FeuiUetés”. Byrjið á því að kaupa gráðaost og ögn af smjördeigi hjá bakaranum. (Munið að panta það deginum áður). Nú, þegar heim er komiö er deigið flatt út. Osturinn skorinn í litlar stengur. Skerið smjördeigið í hæfUegar plötur um 5X10 cm. Setjið svo gráöaostastöng í hverja plötu og vefjið eða brjótiö smjördeigiö utan um ostinn. Penslið ostbögglana með þeyttu eggi. Bakið svo í 15—20 mínútur í 200 gráða heitum ofni. Berið pinnana fram heita. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. PortúgaUr framleiða mörg ljómandi vín. Eins og öUum Islendingum er kunnugt kaupa PortúgaUr einhver ósköp af saltfiski af okkur — það mætti því segja að okkur beri skylda tU að kaupa meira af þeim og hvers vegna þá ekki vín — góö vín. Beztu vínin frá Portúgal era portvínin og eins og áður hefur komiö fram þá em portúgölsku rósavínin víðfræg, En Portúgalir framleiða auðvitað einnig rauð- og hvítvín — enda eru Portúgalir miklir léttvínsneytendur. Þau vín sem merkt em ,,Solo de Origem” eru yfirleitt í háum verðflokki. Þau eru átöppuð á flöskur undir eftirliti yfirvalda — þetta eru sem sagt góð meðalvín. Meöal stórra vínfyrirtækja í Portúgal má nefna „José Mari da Fonseca”. Frá því fyrirtæki kemur t.d. hið ágæta vín „Periquita” sem hér fæst. Sem sagt í Portúgal er hægt að fá ljómandi vín — það væri því þjóðþrifaráð að endurskoða vín- innkaup okkar frá Portúgal, fá nokkur betri vín, vin í hærri gæða- flokki t.d. hin svoköUuðu „Reserva Garrafeir”. Þessi merking þýðir að vínin séu úrvals góð. Einnig væri upplagt aö flytja inn hin svokölluðu „grænu vín” eða „vinho verde” sem em ung vín og oft býsna ljúffeng. Sælkerasíöan gæti nefnt nokkur portúgölsk vín sem sjálfsagt væri að flytja hingað tU lands, t.d. „Casal Garcia” „Quinta Do Tamariz” og fl. Ef þessi mál væm athuguð þá væri rétt fyrir þá sem um þessi mál fjalla aö fá góð ráð hjá Portúgölum sjálfum, t.d. portúgalska vínráðinu. Ef Islendingar eiga að auka neyzlu sína á portúgölskum vínum þá verður að fá hingað nokkur betri vín, vín sem hæfa betur hinum íslenzka markaöi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.