Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNÍ1982. 13 j^ámsstefna félagsrá^jafadeildar Kleppsspftala um Qölskyldumunsiiir og §lfja§pdl: Eru sifjaspell algeng á Éslandi? Félagsráðgjafadeild Kleppsspítala gekkst fyrir námsstefnu um fjöl- skyldumynstur og sif jaspell sl. föstu- dag. Til námsstefnunnar var boðið fulltrúum frá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Utideild, Borgarspítala, Bamageðdeild v/Dalbraut, Kvennadeild Land- spítalans, Landspítalanum, Landa- kotsspítala, Unglingaráðgjöf, Sál- fræöideild skóla, Styrktarfélagi van- gefinna, Fræðsluskrifstofu Reykja- nesumdæmis, Geðdeild Land- spítalans, Félagsmálastofnun Kópa- vogs og Kleppsspítala. Námsstefnan var, mjög vel sótt og þátttakendur yfirðO. Sifjaspell — viðkvæmt og ógnvekjandi Sigrún Júlíusdóttir, yfirfélagsráð- gjafi Kleppsspítala, setti námsstefn- una. Kvað hún námsstefnu þessa svo som fyrri námsstefnur deildarinnar árangur af fræðslustarfi vetrarins. Tilganginn kvað hún tviþættan, þ.e. að vera aðhald og hvati fyrir féiags- ráögjafadeild Kleppsspítala í fræðslustarfinu og efla tengslin við aðra félagsráðgjafa og samstarfs- aðila sem nauðsyn væri á aö hafa sem bezt samstarf við. Sigrún gat þess einnig að í þetta skipti hefði ver- ið valið efni sem lítt hefur verið til umræðu á opinberum vettvangi, efni sem er vissulega umdeilt og jafnvel afneitað sökum þess hversu við- kvæmt og ógnvekjandi það er. Sagði Sigrún ennfremur að sifjaspell væri efni sem fjalla mætti um út frá ótal mörgum sjónarhólum, svo sem menningarlegum, lögfræöilegum, siðfræðilegum, geðfræðilegum og félagslegum. Stór hluti sifjaspellsmála kemur aldrei fram í dagsljósið Hrefna Olafsdóttir og Kristín Kristmundsdóttir, félagsráögjafar við Kleppsspítala, fluttu síðan fræðsluerindi um sifjaspell. Þær gátu þess m.a. að sif jaspell væri brot á lögum í flestum löndum í hinum vestræna heimi og er sá fullorðni, sem framkvæmir verknaðinn, alfarið talinn ábyrgur. Þessi stað- reynd, auk annarra, á sinn þátt í því að stór hluti sifjaspellamála kemur aldrei fram í dagsljósið. Þær sögöu ennfremur að því hefði löngum verið haldiö fram að sifjaspell ættu sér aðeins staö í lægri stéttum þjóð- félagsins, auk þess sem misnotkun vímugjafa spilaöi þar oftast inn í. Þessar fullyrðingar kváðu þær eng- an veginn einhiítar, alveg eins og með annars konar ofbeldi á heimil- um. Ennfremur sögðu þær Hrefna og Kristín að einn af erfiðustu þáttum í meðferð sifjaspellamála væri aö fá fjölskyldumeðlimi til að skilja aö sifjaspell væru einkenni á trufluðum samskiptum innan fjölskyldunnar og að hæpið væri að gera einhvern einn aösökudólgi. Að loknu erindi þeirra Kristínar og Hrefnu var sýnd klukkustundar löng kvikmynd um sifjaspell sem fengin var að láni frá sænska sjónvarpinu. Var þar rætt við böm og fullorðna sem hafa veriö á einn eða annan hátt dregin inn í sifjaspellamál. Var þetta mögnuö mynd sem vakti hjá flestum þátttakendum náms- stefnunnar áleitnar spurningar. Sifjaspell algengt f yrirbæri á íslandi Loks var svo hópvinna og hópum- ræður. Verkefni þau er tekin voru fyrirvoru: 1. Sifjaspell og réttarstaöa bama. 2. Sifjaspell og kvennakúgun. 3. Viðbrögð og viðhorf starfsfólks í sifjaspellamálum. 4. Viöhorf almennings og löggjöfin. 5. Urræði og meðferðarleiöir. I umræðunum í lok náms- stefnunnar, þar sem ræddar voru niðurstöður hópvinnunnar, komu fram mörg og ólík sjónarmið og skoðanir. Flestir virtust sammála um að sifjaspell væru ekkert óalgengari á Islandi en í nágranna- löndum okkar og að trúlega væm þau aö koma meira fram í dagsljósiö hér á landi sem og á Norðurlöndun- um og N-Ameríku. Vmsar tilgátur vom ræddar sem varpa mættu ljósi á vandamáliö. Síðast en ekki sízt voru ræddar leiðir til úrræða eða mögu- leikar til úrbóta. IIjjónalMNid á framabrmit /1 " 1" HAKI. íram) tilsölu og leigu Einfaldir — traustir —- hagkvæmir. BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJAHF Leitió nénarí upp/ýsinga aðSfgtúni7 Simii2B022 Ahætt UKTA? Þú þarft þess ekki lengur þvi nu getur þú fengió eldtraust• an og þjófheldan peninga- og skjalaskáp á ótrúlega hagstæðu verði. '&IK/NGCRinVN Hjónaband hjálpar körlum á frama- brautinni en heldur aftur af konum, segir franski félagsfræöingurinn Francois de Singly í niðurstöðum- nýlegrar könnunar. Singly lét sér dettai í hug aö kanna máliö eftir að hafa tekiði eftir því, þegar hann sótti konuna síná á hennar skrifstofu, að það voru giftu karlarnir og ógiftu konumar sem tóku að sér eftirvinnuna þar. Ogiftir karlar og giftar koniu- fór heim á slaginu 5. Félagsfræðingurinn safnaöi upplýsingum allt frá árinu 1970 og náðu þær yfir 37.843 Frakka í alls konar atvinnu í öllum þrepum launa- stigans. Af konum og körlum, sem höfðu minnst tveggja ára starfsmenntun að baki, komust 43% giftra karla í yfir- mannastööur en aðeins 29% þeirra ógiftu. Af konum: 21% ógiftra en 6% giftra. Niðurstaða félagsfræöingsins var þessi: giftum körlum gengur bezt, ógiftum konum verst, vegna þess að í venjulegum hjónaböndum styður kon- an karlinn sinn í hans starfi en lítur sitt eigið starf ekki eins alvarlegum aug- um. „Fjölskyldan verður karlinum stoð og stytta og ýtir honum lengra og lengra upp metorðastigann. Þetta ger- ist ekki hjá ógiftum og heldur ekki hjá konum sem eru giftar. Hennar starf er innan veggja heimilisins líka, jafn- framthinu.” En hvað um ógifta karlinn — hvers vegna gengur honum illa? Vinnuveit- endur kjósa frekar karla, samt stend- ur hann sjaldnast framar ógiftum kon- um í starfinu. De Singly stingur upp á einni skýringu: Piparsveinninn er þrátt fyrir allt dálitiö utanveltu, hann hefur lægri laun en giftur karl og ógift kona. I Bandaríkjunum er sjálfs- morðstíðni, glæpatíðni og sjúkdóms- tíðni hærri hjá ógiftum körlum en gift- um. „Tölfræðin sýnir að það er „normalt” fyrir hámenntaöa konu að vera ógift en „abnormalt” fyrir hámenntaðan karl. Sú staðreynd ein, að karlinn hefur ekki gifzt, sýnir e.t.v. strax að eitthvað er bogið við hann.” Það sem De Singly segir að hafi komiö sér mest á óvart í könnuninni, er að meðal menntafólksins eigi ógiftar kon- ur meiri möguleika á stööu- og launa- hækkunum en ógiftir karlar. Hann skýrir þetta með því að benda á að franskar konur, sem á annaö borð hafi komizt yfir karlrembuhindranir franskra háskóla, séu orðnar harðari afsérenkarlamir. En sem sagt, hjónabandið er konum fjötur um fót á vinnumarkaðnum, körl- unum haukur í horni. Könnun De Singl- ys athugaöi hins vegar ekki hvort framakapp karlmanna væri þeim fjöt- ur um fót á heimavígstöövunum, þ.e. í fjölskyldulífinu. En það er auðvitað allt annar handleggur! Ms Lykill og talnalás= tvöfalt öryggi. Innbyggt þjófavióvörunarkerfi. 10 stæróir, einstaklings og fyrirtækjastæróir. Japönsk gæóavara (JIS Standard). Viöraóanlegt veró. Eldtraustir og þjófheldir. Japönsk vandvirkni i frágangi og stil. C2M3>- Hallarmúla 2. — Sími 83211.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.