Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNl 1982. 9 DV-mynd GVA. Hvarásíóri bróðir að hafaputtana? Stóri bróöir, hiö opinbera, lokaöi vínbúöum daginn fyrir hvítasunnu- helgina. Hann er vís til aö setja viðurlög á borgarana, ef þeir veröa ekki spenntir í bílbelti næsta vetur. Hann bannar landsmönnum aö drekka bjór, nema lítilræöi ef þeir eru í förum ianda á milli. Hér hefur minnst verið nefnt, boðin og bönnin eru alls staöar — og þau keyra úr hófi fram. Fulltíða fólk á aö ráöa sjálfu sér eins og framast er kostur. Boöum og bönnum á aö halda í algeru lág- marki. Einstaklingurinn veröur að fá uppreisn æru. Sú uppreisn ætti einnig aö þýða, að dregið yröi úr hinni yfirgengilegu skattheimtu. Meðan stóri bróöir er með puttana í þessum og hinum tiltölulega smáum málum, hvernig gengur honum aö ráöa fram úr því, sem menn ætlast til, að hann sinni? Hvemig hefur hinu opinbera gengiö í atvinnumálum síðustu áratugi? Er þar ekki allt í sóma? Því miöur fá landsmenn æ betur aö finna fyrir því, hve stóra bróöur eru mislagöar hendur. Kollsigfíng Nú er tími fiskverðsákvöröunar og meö sömu aöferö og venjulega, gengislækkun. Ekki er sérstaklega viö þá ríkisstjóm, sem situr, að sak- ast, þótt menn kunni lítið nema gömlu „íhaldsúrræöin”, sem eitt sinn voru kölluö. Þau úrræöi em sannarlega sameign allra flokkanna. Hinir og þessir tala um, aö stöðva þurfi lönguvitleysuna: Veröhækkun-kauphækkun-búvöru- hækkun-fisk veröshækkun-gengis- lækkun-veröhækkun og svo framveg- is endalaust. En enginn hefur gert neitt öll þessi ár. Og annað er verra í athæfi stóra bróöur. Landsfeðumir hafa um árabil fariö þannig aö ráði sínu, að fiski- skipum hefur fjölgaö langtum of, meðan halda þarf afla niöri til að vemda stofnana. Hvað gerist svo annó 1982? Sjómenn kvarta um, aö tekjur þeirra minnki vegna afla- minnkunar. Skipin era of mörg, sem um aflann berjast. Utgeröarmenn kvarta um met-tap af sömu ástæðum. Lengi hefur verið varaö við þeirri stefnu hvers konar pólitík- usa að úthluta nýjum skipum til kjós- enda sinna án tillits til þjóöarhags. En þaö er eins og mig minni, aö fyrir fáum áram hafi þaö verið fámennur hópur, sem tók undir slík varnaðar- orð, þótt nú sé hópurinn allt í einu býsna stór. Stóri bróöir hefur ekki sinnt því forsjárhlutverki í þessum efnum, sem landsmenn munu hafa ætlazt til af honum. Þaö eru önnur og smærri mál, sem honum veitist auöveldara aðsinna. Gjaldfyrir samtryggingu Nú ganga menn fram og benda á, aö framleiösla þjóöarinnar sé aö minnka, kannski um tvö prósent í ár. Loönan sé horfin að sinni. Þorskur minni en fyrr. Vafalaust mætti kalia þaö almennan „kverúlans”, þegar bent er á, aö í mannsaldur hafa landsfeöur talaö um of mikla „ein- hæfni atvinnuveganna”. Þeir hafa sagt, að byggja þyrfti upp iðnað og nýta orkulindir. Nú sést, hve seinir við erum. Samtrygging hefur ríkt milli flokkanna um aö halda iönaöin- um í öskustó og þess gjöldum við, þegar á bjátar eins og nú. Hins vegar hafa á þessu ári komiö fram ótal hugmyndir um stórar verksmiöjur hér og hvar um landiö. Þær nýtast ekki í ár eöa hið næsta, ef þær nýtast þá nokkum tíma. Margir óttast, að framgangurinn í þessum verksmiöjumálum veröi svipaöur og var í skuttogaramálunum. Þar var gott mál í raun en svo ofspilaö, aö af varöfarsi. Draumsýn Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagsmenn eru súrir eftir kosningamar og ekki nema von. I hverri greininni af annarri ræöa þeir nú að koma þurfi þeim flokki aftur í „óskastöðuna” þannig að hann vinni fylgi aö nýju. Hver var þessi óskastaða? Aö þeirra áUti kom hún upp árin 1974— 78, þegar Alþýðubandalag og Alþýöuflokkur voru saman í stjórn- arandstöðu en Sjálfstæöisflokkur og„ Framsókn voru í stjórn. A-flokkamir unnu eindæma mikla sigra í kosningunum 1978 eftir þetta timabil sameiginlegrar stjórnarand- stööu. Þeim reyndist verr að efna stóru loforðin, eftir aö þeir settust saman í stjóm ásamt Framsókn. Alþýðubandalagsmenn fara ekki dult meö þær hugmyndir aö fá þessa Laugardags- « pistill Haukur Helgason stöðu upp aftur. Til þess þarf umbreytingar á hinu pólitíska sviði eins og augljóst er. Alþýðubandalag- iö þarf aö koma sér í stjórnarand- stöðu og koma Framsókn í sængina með Sjálfstæðisflokknum. Yfirlýs- ingar ýmissa leiötoga Alþýöubanda- lagsins um þetta eru óvenju skýrar af stjórnmálamönnum aö vera. Nú bíöa menn þess næstu mánuöi hvernig Olafur Ragnar og félagar ætla aö fara aö þessu. Aörir segja, aö sagan endurtaki sig ekki. Þaö, sem árið 1978, hafi verið óskastaöa A-flokkanna, komi aldrei upp aftur. Ekki nægi til þess, að þeir komi sér báðir í stjórnarandstöðu. Of margt hafi breytzt. Eitt af mörgu, sem nú er öðruvísi, er, aö almenningur er sennilega mun reiðubúnari nú en þá til aö taka á sig byrðar vegna efnahagsaögeröa. Annað er, aö ástandiö er nú sýnu svartara. Flokkakerfíð ekki óbifanlegt Islenzka fiokkakerfiö þarf ekki að vera óhagganlegt fremur en gerist í öðram löndum. Menn heföu að óreyndu taliö, aö lítið gæti breytzt í brezka flokkakerfinu. Þar yrðu stór- ir Verkamanna- og Ihaldsflokkar og minni Frjálslyndir. flokkar — og síðan nánast búiö, Áöur en Magga Thatcher fór í stríö, haföi samt skotiö þar rótum splúnkunýr flokkur, sósíal-demókratar, sem virtist í samvinnu við frjálslynda geta orðiö jafnstór hinum stóru eða jafnvel stærri. Magga hefur nú grætt á hern- aði, en enginn veit nema staöan breytist aftur, þegar nokkuð líöur frá herförinni í Suöur-Atiantshaf. Allir kannast við uppgang Glistrup- flokksins í Danmörku, sem hefur nú haldið sinni stööu um árabil. Nýjar fregnir frá Svíþjóö herma, að nýr flokkur, umhverfisverndarmenn, eigi nú sjö prósent af kjósendaliðinu. Þaö þýöir, aö þeir gætu sem hægast fengið oddaaöstööu í kosningum. Gæti eitthvaö slíkt gerzt hér? Viö þekkjum dæmi um smáflokka, sem hafa fengið fylgi hér skamma hríö en skipt miklu í stjórnmálunum, meðan þeir voru og hétu. Síðan hafa þeir liðið undir lok. Nú síöast hafa kvennaframboðin unnið sigra í Reykjavík og á Akureyri. Enginn getur meö vissu sagt, hvert fram- hald kvennaframboðanna verður. Þau gætu allt eins komiö fram í þing- kosningum. En spyrja má, hvernig getur slik uppákoma fengiö meira fylgi en gamalgrónir flokkar? Svarið felst í hinni miklu óánægju, sem er með gömlu flokkana. Þaö sést meðal annars í öllum skoðanakönn- unum, hversu mikill sá f jöldi er, sem Jýsir frati” á alla flokka og hótar aö sitja heima á kjördag, þótt fáir geri það í reynd. Oánægjan meö landsfeð- uma hefur vafalaust farið vaxandi síðustu árin. Nýir flokkar af ýmsu tagi geta skírskotað til þessa stóra hóps óánægöra og óákveðinna. Því er nú miklu greiöari leiö fyrir slíka flokka en var fyrir fáum árum. Jafn- framt getur sumum hinum gömlu hrakað og þeir nánast dáiö út. Þetta sést á, afli kvennaframboösins nú miöaö viö Framsókn og Alþýðuflokk í Reykjavík og Alþýðubandalag og Alþýöuflokk á Akureyri. Kvennaframboðin kunna aö fara svipaða leiö og smáflokkar síöustu ára. En forystumenn stjómmála- flokkanna þurfa aö hugsa sinn gang í náinni framtíð, eigi þeir aö verja flokka sína gegn slíkum uppákomum, sem vafalaust verða ýmist góðar eöa vondar. Eitt af því, sem stjórnmálaforingjar þurfa hvaö fyrst aö gera er aö falla frá kórvillu sinni í meðferð atvinnumála og raunar að láta stóra bróður sinna því sem til er ætiazt en láta einstakling- ana í friði meö annaö. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.