Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JtJNl 1982. 15 iing Menning Menning Menning Menning Flugmenn- irnirí Gamla bíói Iflití á mtllt lát- bragðs og dans Fyrsta sýning frönsku leikaranna Farid Chopel og Ged Marion á Flug- mönnunum veröur í Gamla bíói á sunnudagskvöld klukkan 20. Chopel og Marion höfðu báðir starfað lengi að látbragðsleik og leik- list, áöur en leiðir þeirra lágu saman á Listahátíð í Aix-en-Provence. Eftir að hafa slegið í gegn á Listahátíö í Nancy 1979, ákváðu þeir að semja og flytja saman eigið efni. Þar með fæddist sýningin Flugmennimir, „... sýning sem erfitt er að skilgreina. Einhvers staðar mitt á milli látbragðslistar og dans, á milli Marx bræöranna og Buster Keaton,” sagði einn gagnrýnandi um þá sýningu. Um leikinn segir annars þetta: Af mikilli snilld tekst þeim að svipta dýrðarljómanum af hinni amerísku stríðshetju. Með ýktri karlrembu sýna þeir hvemig venjulegt fóik leit- ast við að dylja óöryggi sitt. Þetta verður eina sýning Chopel og Marion hér í Reykjavík. Þeir munu einnig koma fram á Vorvöku Akureyringa á mánudagskvöld í Samkomuhúsinu klukkan 20.30. -JB. LISTAHÁTÍÐ í REYKJAVÍK THE REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL_______ Skipulag skodaðí Breið* holti III Það er fleira sem býðst á Lista- hátíð en að sitja inni í stómm sölum og hlýða á fræga listamenn. Á morgun, sunnudag, er efnt til gönguferðar um Breiðholt III í fylgd höfunda þess skipulags sem hverfið er byggt eftir. Gefst þar kostur á að ræða við þá um forsendur þess og hvemig til hefur tekizt að vinna úr hugmyndum þeirra. I Breiðholti III má sjá nánast allar gerðir íbúðar- húsa, en byggðin er mjög þétt. Reynt verður að haga göngunni þannig að sem heillegust mynd fáist af hverfinu. Svo hafir þú áhuga á skipulags- málum í Breiðholti in þá er bara aö mæta á Shellbensínstöðina við Norðurfell. Þaðan verður lagt upp í fýrramálið kl. 10. -JB. Tónleikar á KjarvalS' • tdagkl. 17. Snorri Sigfús Birgisson: Eigin frum- samdar æfingar fyrir píanó. Ámorgun kl. 17. Páll P. Pálsson: 1) Morgen (Kammersveit Reykja-. víkur) 2) Lantao (Kristján Þ. Stephensen, óbó, Monika Abendroth, harpa, Reynir Sigurðsson, slagverk). Norræna leiklistarþlngid í Heykjavík: „Fíflið og fjcír- haldsmaðurinnt’ Hveru mikið á hið opinbera aö skipta sér af leikiistarstarfsemi? Hvar eiga ríki og sveitarfélög að draga mörkin i afskiptum sinum og áhrifum? Hvemig verður samvinna „fíflsins” og „fjár- haldsmanns” þess, það er leikhússins og styrkveitenda, árekstralaus? Þetta em áleitnar spumingar, sem erfitt er að finna einhlít svör við, enda skírskota þær að nokkru marki til höfuðviðfangsefna stjórnmálanna. Þær hafa verið mönnum hugleiknar jafn lengi og lýðræðisþjóðfélög hafa þrif izt og raunar lengur — og sem fyrr, sýnist sitt hverjum í þeim efnum sem öðmm. Leiklist ráðamanna Sextánda norræna leiklistarþingið, var sett að Hótel Loftleiðum síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar verða spurningarnar sem hér fóru á undan í hávegum hafðar. Þar mun leiklistar- fólk frá öllum Norðurlöndunum ræða þessi mál við menntamálaráðherra, ráðuneytisstjóra og aðra fulltrúa þess- ara þjóöa. Mun þingið standa fram til þriöjudagsins áttunda júní og sitja það auk áðurgreindra embættis- og ráða- manna, rétt um hundrað og fjömtiu leiklistarmenn úr ýmsum starfsgrein- um leiklistarinnar. Má þar til að mynda nefna leikstjóra, leikara, leik- hússtjóra og leikmyndateiknara. Norræna leiklistarþingið er haldiö annað hvert ár til skiptis í hverju þátt- tökulandanna. Em því tíu ár liðin frá því samskonar ráðstefna var haldin hér á landi. Áö þessu sinni hefur þingið yfirfyrirsögnina: „Samskipti leiklist- arinnar og þjóðfélagsins” og undir- fyrir’sögnina: ,,Fíflið og fjárhalds- maðurinn”. Hér er því um yfirgrips- mikið málefni að ræða, sem snertir í raun ekki bara þátt leiklistar í mann- lífi þessara þjóða heldur beinlinis alla menningu þeirra. Það er því erfitt að ímynda sér að sex daga ráðstefna geti f engið einhver ju áorkað um þessi mál. Stórumáfín innan leikhússins „Það er orðið brýnt að ræða þessi atriði. Þetta em og hafa verið stóm málin innan leikhússins um áratuga- skeið, og það er því tími til kominn að varpa ljósi á stöðu þeirra innan stjórn- kerfisins á Norðurlöndunum”, sagði Þórunn Sigurðardóttir leikari, sem þátt á í undirbúningsnefnd þingsins í samtali við blaðamenn, aðspurð um hlutverk þess og hugsanlegar niður- stöður. Sá kostur hefur jafnan verið valinn á þessum þingum að einblína fremur á eitt stórt hagsmunamál í stað margra smárra og reyna að ræða það til hlítar. Til liðs við leikhúsfólkið em nú fengnir margir af helztu ráðamönnum Norðiu-- landa í menningarmálum og ættu þeir vonandi að geta gefið til kynna þær hugmyndir sem uppi eru innan stjórn- kerfisins um samskipti leikhúsanna og styrkveitendaþess. Því má svo bæta við að hér er um mikinn fjölda fólks frá öllum löndun- um að ræða sem þátt tekur í umræðun- um og ef að likum lætur ætti hann að geta gefið góða heildarmynd af hug- myndum alls leikhússfólks á Norður- löndunum um þessi mál”, sagði Þómnn aö lokum. Dýrfístgrein og vinsæl Leiklist er dýr listgrein. Um það ber öllum saman er til þekkja. En leiklist er einnig með vinsælli listgreinum sem bjóðast almenningi. Og vinsældir hennar hafa vaxið ört á síðustu árum. Það er því að vonum að ríki og sveitar- félög hafi á síöasta áratug aukið mjög styrkveitingar sínar til þessarar starf- semi. Jafnframt því hafa kröfur sömu aðila um áhrif og afskipti af beinum rekstri leikhúsanna aukizt verulega. Og kemur þar að spurningunum: Eiga yfirvöld að taka þátt í ákvörðunum og stjórn þessarar starfsemi? Eiga full- trúar hins opinbera að taka beinan þátt í leikritavali, eða eiga leikhúsin að starfa eftir settum reglum þar að lút- andi. Er leikhúsið þjónustustofnun eða tæki til nýsköpunar? Og eflaust eru þeir nokkrir sem velta þeirri spurn- ingu alvarlega fyrir sér hvort leikhúsin eigi að vera rekin sem gróðastofnun þar sem hin frjálsa samkeppni ráði því, hvað er tekið til sýninga, hvemig oghvað ekki. Spurningarí brennidepfí Allar þessar spumingar em ofarlega á baugi á öllum Norðurlöndunum. Þessar spurningar eru sem fyrr segir í brennidepli um þessar mundir á Is- landi — og það mun koma í ljós á Hótel Loftleiðum hvort umræðan verður frjó eða lífvana — og ekki sízt hvort ein- hver árangur næst og eða niðurstöður fást. Norræna leiklistamefndin, sem skip- Samvlnnu leihhúss og styrhveitenda þessí brennidepli uð er af norrænu ráðherranefndinni sér um undirbúning og skipulag shkra þinga og hér um ræðir. Hún hefur fengið æðstu embættis- og áhrifamenn á þessu sviði til þingsins. Meðal þeirra má nefna Ingvar Gíslason, mennta- málaráðherra, Riitta Seppála, aðstoðarráðherra frá Finnlandi, Lars Roar Langslet, menntamálaráðherra frá Noregi, Inge-Fiseher-Möller, yfir- mann menningarmálanefndar danska þingsins, Jan-Mats Lindahl, deildar- stjóra í menntamálaráðuneyti Svía og Anders Clason, formann menningar- málaráðs Svíþjóðar. Þá er boðið til þingsins Norðmanninum Johan Galtung, félagsfræðingi, sem þekktur er fyrir friðar- og framtíðarrannsóknir sínar. Mun hann meðal annars fjalla um stöðu leiklistarinnar eins og hún mun koma til með að verða á næstu árum. Hlutverk áhorfenda skýrist.. Norræna leiklistarnefndin vonar að fundur fulltrúa yfirvalda og leiklistar skýri leikreglur beggja aðila. Þá er þess einnig vænzt að hlutverk áhorf- enda skýrist: Eru fulltrúar hins opin- bera fulltrúar áhorfenda, eða eiga áhorfendur einnig rétt á að koma fram með sín s jónarmið? Þessar spumingar eru meðal þeirra sem aöstandendur þingsins vonast til aðfásvarvið. — Nánar verður fjallaö um þingið í næsta Helgarbiaði og þá um helztu niöurstöður þess. -SER. Síðustu forvöð að sjá sýningu Alþýðuleikhússins á leikritinu „Don Kikóti eða sitthvað má Sanki þola” sem er á mánudaginn. „Þetta er í stystu máll einhver ánægjulegasta sýning, sem ég hef séð í Alþýðuleikhúsinu...” (OJ. DV) „Sýningin er svo skemmtileg að ætti að vera tryggt kassastykki...” (T.V.Þjóðv.) Dómar gagnrýnenda um Don Kíkota em öll á einn veg: Hér er á ferðinni ein sú skemmtilegasta sýning, sem um getur — „perla” skýrði Thor Vilhjálmsson sýninguna. Ahorfendur hafa tekið undir hrósyrðin. Sviðs- setning Þórhildar Þorleifsdóttur, snjall leikur þeirra Amars Jónssonar og Borgars Garðarssonar í aðalhlut- verkunum, hlátur og grátur verksins. Allt hefur lagzt á eitt meö að hrífa leik- húsgesti. Aðsóknin hefur enda verið góð og nú verða þeir sem enn eiga eftir að sjá Don Kíkóta að spjara sig, því síðasta tækifæriö verður á mánudaginn. Þá verður aukasýning vegna mikillar eftirspurnar og í tilefni leiklistarþings, sem stendur yfir í Reykjavík þessa dagana. Aukasýningin er á mánudaginn kl. 20.30, auðvitað i Hafnarbíói. Síminn þár er 16444 og ekki seinna að vænna að tryggja sér miða. • ídagkl. 17. Snorri Sigfús Birgisson: Eigin frumsamdar æfingar fyrir pianó. • Á morgun kl. 17. PállP.Pálsson: 1) Morgen (Kammersveit Reykja- víkur) 2) Lantao (Kristján Þ. Stephensen, óbó, Monika Abendroth, harpa, Reynir Sigurðsson, slagverk). Don Kíhóti cí förum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.