Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR 5. JUNÍ1982. Lítil stúlka veifaði til mín þegar ég gekk eftir gangstígnum að Hjarðar- haga 26 í Reykjavík. Hún var að moka i sandkassa úti á lóðinni og hef- ur eflaust ekki hugmjmd um að í hús- inu hennar er að finna stórmerkilegt safn, Kvennasögusafn Islands. Reyndar var ég sjálf fáfróð um hversu miklar heimildir geymast á þessu safni og nokkrar klukkustund- ir meö önnu Sigurðardóttur nægðu ekki til að skoða niður í kjölinn allt sem er hægt að s já á safninu. í leikfimi með strákunum „Eg hef aldrei safnað beinlinis, það kemur einhvern veginn til mín,” segir Anna, þegar við göngum inn í herbergi sem er fullt af bókahillum meö möppum og skjalaskáp þar sem hægt er að finna ótrúlega margar heimildir. Á boröi stendur ritvél og greinilegt er aö húsráðandi hefur nóg að gera. Anna leggur mikla áherzlu á að undirbúningsnefnd fyrir kvenna- frídaginn hafi gefið safninu miklar gjafir, t.d. tvær stórar úrklippubæk- ur ogféaöauki sem keypt var fyrir ritvél, spjaldskrárskápur og sitthvað fleira. Fyrir þá sem ekki þegar þekkja önnu Sigurðardótturskalnú sagt örlítiö f rá henni: „Eg er fædd á Hvítárbakka í Borgarfirði árið 1908,” segir Anna. „Foreldrar mínir voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri lýðháskólans þar, og Ásdís Margrét Þorgrímsdótt- ir. Eg ólst upp í stórum systkinahópi og heimilið var ekki eins og venjuleg heimili þar sem þetta var skóla- heimili. Mér fannst alltaf ósköp leiöinlegt á vorin þegar skólafólkið var farið. Þá var allt svo autt og tómt, kannski ekki nema 15 manns eftiráheimilinu.” Anna var alin upp við að konur væru ekkert síðri körlum og sjálf segir hún að það fyrsta sem hún hafi gert í jafnréttismálum hafi verið þegar hún var í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnamesi, 12 ára gömuL Þá fengu stúlkumar handavinnutíma en piltamir leikfimitíma. „Þessu vild- um við ekki una og fórum fram á að fá leikfimitíma líka. Eg fékk aö vera í leikfimi meö skólastúlkum á Hvítárbakka. Það varð úr að við fengum að vera í leikfimi með strákunum einn tíma í viku þegar við vomm ekki í handavinnunni,” segir Anna, — „en þeir fóm ekki firam á að lærahandavinnu.” — Varstu metnaðargjörn sem bam eða unglingur? ,,Já, sennilega hefi ég verið það. Tfl dæmis ætlaöi ég mér í Mennta- skólann en ég komst að því að vin- kona mín, sem fór í Kvennaskólann, varð fyrir neöan miöjan bekk þar. Við vomm taldar álíka greindar og- ekki vildi ég fara aö verða fyrir neöan miöjan bekk í Menntaskólan- um svo ég fór bara í Kvennaskól- ann.” — Hvers vegna fórstu að hafia áhuga á jafnréttismálum? „Það var eiginlega tímaritið Melkorka, sem kom fyrst út í maí 1944, sem ýtti duglega við mér; annars hafði ég einum 10 árum áður keypt mér bók sem að nokkm leyti fjallaöi um kvenréttindamál en þó sennflega frekar um sálarfræði. Bókina á ég að sjálfsögðu enn og getur þú hér litiðáhana” Ekkiiéieg eftiriíking afkarimanni Og Anna heldur áfram: „Bókin er á sænsku og heitir, JConsten att vara kvinna”. Hún endar á því að segja að listin að vera kona geti aldrei verið fólgin í því að vera léleg eftirlíking af karlmanni. Heldur í jafnstöðu, sjálf- stæði og samvinnu og með því að skilja mannlega náttúm og mögu- leika og fyrst og f remst í því að skilja sjálfasig.” — Nú hefur verið haft eftir þér að Skúli Þorsteinsson, eiginmaður þinn, hafi borið betra skyn á kvenréttinda- mál en þú þegar þið giftust 1938? „ Já, og síðar, eftir að ég var farin að skipta mér af þessum málum, sagði hann einu sinni aö við konur væmm öfundsverðar af því að eiga hugsjónir til að berjast fyrir. Mér fannst við ekkert öfundsverðar, ég vildi heldur að konur ættu þess kost að nota hæfileika sina og orku til annars en að berjast fyrir réttindum sem voru í raun og vem sjálfsagðir hlutir. Skúli var fyrsti karlmaðurinn sem gekk í Kvenréttindafélag Islands eftir að samþykkt var að karlmenn fengju inngöngu í félagið 1972.” I viðtali við önnu, sem birtist í Vik- unni árið 1965, eða fjrir rúmum 17 árum, ræðir Anna um fæðingarorlof fyrir karlmenn og ber það glöggt vitni um framsýni hennar. „Það var kunningi minn, opinber starfsmað- ur, sem vakti athygli mína á þessu,” segir Anna. „Hann sagðist gjarnan vilja fá að vera heima og sinna börn- unum sínum, a.mJk. á meðan konan hans var á f æðingardeildinni. ’ ’ — En hvenær víu- fárið að gera kröfur um fæðingarorlof ? „Opinberar kröfur frá konum um fæðingarorlof komu ekki fram fyrr en á landsfundi Kvenréttindafélags Islands árið 1944. Þá var bara talað um fæðingarorlof fyrir konur sem unnu úti en ekki mæður sem áttu mörg böm og voru heima. Landsim- inn var þá farinn að gefa konum nokkurt fæðingarorlof og sjálfsagt eitt og eitt einkafyrirtæki, en um það var víst ekki haft hátt. Mitt fyrsta barn átti ég árið 1940 og þá fékk ég tveggja mánaöa fæðingarorlof. Yfir- maður minn var Sveinn Guðmunds- son, oddviti á Eskifirði, mjög fram- sýnn maður og áhugasamur um allar félagslegar framfarir.” ■ . Anna moO gestabók Kvennasögusafnslns sam innihaldur mörg hundruö nöfn. Anna hefur fengizt við eitt og ann- aö og sem dæmi má nefna aö i nýút- kominni bók, Æviskrár samtíöar- manna, spanna verk önnu yfir rúma blaðsiðu. Ætla ég að leyfa mér að taka nokkur atriði, lesendum til glöggvunar: Símavarzla við mið- stöð bæjarsímans í Reykjavik 1927— 31, aö undanteknu árinu 1929—30, þá sem Haustochter við störf og nám í Berlin. Verzlunar- og skrifstofustörf í Rvík 1931—’39. Skrifstofustörf á Eskifirði 1939—’42. Stundakennari við Námsflokka Eskifjarðar og síðar við unglingaskóla Eskif jarðar. Skrif- stofustörf hjá KRFI (hlutastarf) 1958— ’64. Heimilis- og uppeldisstörf á Eskifirði 1939—’57 og síðar í Rvík. Fréttaritari Islands til IAW (Intemational Alliance of Women) eða IW News 1968—78.1 orlofsnefnd húsmæðra i Reykjavík og í launa- nefnd orlofs húsmæðra frá 1973. Stofnaði Kvennasögusafn Islands ásamt Else Miu Einarsdóttur og Svanlaugu Baldursdóttur 1. janúar 1975 á heimili sínu að Hjarðarhaga 26. Anna hefir talsvert fengizt við rit- störf. Hún vinnur um þessar mundir að riti sem ber heitið Vinna kvenna á Islandi í 1100 ár og vonast hún til að það komi út á næsta ári. I bók, sem á að heita Ljósmæður á Islandi og koma átti út á 50 ára afmæli Ljós- mæðrafélags Islands 1979, skrifar Anna ritgerð sem heitir tJr veröld kvenna með undirtitlinum Bams- burður. Ritgerðin er u.þ.b. 150 blað- siður. Anna hefur leitaö sér heimilda víða og fer jafnvel aftur í goðafræð- ina til þess. Eg spyr hana hvort hún hafi haft dálæti á íslenzku fomsögun- um eða hvort hún sé eingöngu aö leita að heimildum ? ,Jíg renni bara augunum yfir síðurnar, les aöeins þegar ég rek augun í eitthvað sérstakt. Þá strika ég undir og set miða til minnis og skrái siðan á annan miða þaö sem þar stendur.” Fölsuð saga „Saga kvenna hefur orðið útundan svo við þurfum að safna henni saman svo hægt sé aö fella hana inn í mann- kynssöguna. Mannkynssagan er að- eins karlasaga og það er venjulega settur punktur í sögunni þar sem framhaldið ætti að vera um konur, eins og Helga Stene í Noregi segir. Hennar starf er að athuga kennslu- bækur frá þessum sjónarhóli. Mark- miö Kvennasögusafnsins er meðal annars að safna og varðveita hvers konar prentað mál um íslenzkar konur að fomu og nýju og um þau málefni sem konur varðar sér- staklega, svo sem lög og fram- kvæmd þeirra og siðvenjur ýmiss konar. Við gleymum alls ekki þeim Texti: Anne Krí§tíne MagiHHdéttlr ■r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.