Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. Bíiasmiðja Sturlu Snorrasonar Dugguvogi 23 — Sími 86150 Byggjum yfir Toyota pick-up bita. Fallegar og vandaðar innréttingar. ATH. Getum einnig afgreitt húsin óásett. Gerum föst tilboð. Heildverzlun óskar eftir húsnæði, æskileg stærö 60— 150 ferm. Uppl. í síma 42873 eftir kl. 18 á kvöldin. TIL SÖLU er einbýlishús á Isafiröi, húsið er ca 230 ferm aö grunnfleti meö 2ja bíla bíla- geymslu, fæst í skiptum fyrir góöa jörö. Uppl. í síma 94-3762, Isafirði. Atvinnurekendur! Atvinnumiðlun námsmanna hefur fjölhæfa starfskrafta úr öllum framhaldsskólum lands- ins. Opið alla virka daga frá kl. 9—17. Atvinnumiðlun námsmanna — Sími 15959. Miðasala í Gimli v/Lækjargötu aiaT Sími: 29055 Listahátíð íReykjayík Gidon Kremer Og Oleg Maisenberg tveir sniUingar í HÁSKÓLABÍÓI, m»niidaginn7.iúní kl. 21 Efnisskrá- Schubert: Sónatina Nr. 3 íG moll, D 408 BRAHMS: Sónata Nr. 2 íA dúr, ópus 100 HLÉ Webern: 4 smáverk, ópus 7 Beethoven: Sðnata Nr. 5 ópus 24 í F dúr (Vorsónatan) NÝ TRAKTORSGRAFA til leigu. Sími 83704 Samtöh um hvennamthvurf stofnuð — á fjölmennum fundi á Hótel Esjju Það var troðfullur salurinn kvöldið uppi á Hótel Esju þegar samtökin um kvennaathvarf voru formlega stofnuð. Flestir fundarmanna voru kvenkyns en þó var einn og einn karlmaður á stangli. Markmiðið með kvennaathvarfi er að veita þeim konum vemd og húsa- skjól sem vegna ofbeldis þurfa að flýja heimili sín. Álfheiður Ingadótt- ir blaðamaöur rakti aðdragandann að stofnun þessara samtaka. Hún sagði aö konur sem fyrir ofbeldi veröa heima hjá sér væru ákaflega réttlausar, jafnvel lögreglan kippti sér ekki mikiö upp við slík tilfelli Ástin og innrætingin Konum væri innrætt frá barnsaldri aö það sem mestu máli skipti í lifinu væri ást og heimili, starf og útivinna skipti minna máli. Hvað gera svo þessar konur sem af ást deila tilver- unni með manni sem beitir þær and- legu sem og líkamlegu ofbeldi? Hræðslan er vafalaust það fyrsta sem heltekur konumar og þær fara að sætta sig við ástleysið. Einangra sig frá öðmm og brátt verður ofbeldið hluti af hversdagsleika þess- arra kvenna. En hvert geta konur leitaðíneyðsinni? Heimili í helvrti. Lögreglan og dómsvaldiö virðir „friöhelgi” einkalifsins og þá bein- linis vemda karlmanninn, þann sem fremur óhæfuverkið. Konan verður áfram að búa i sinu einkahelviti, viti sem hún hefur ekki skapaö sér sjálf víti sem í raun ekki er hennar einka- mál. Konur þora heldur ekki að kæra eiginmann eða sambýlismann, því að heima byðu þá vafalaust enn kraftmelri barsmíðar. Með þvi að koma kvennaathvarfi á laggimar er hægt að veita konum aðstoö, aðstoö til þess að komast burtu frá heimili sínu, veita þeim tækifæri til þess að átta sig því að enginn getur breytt lífi þessara kvenna nema þær sjálfar. Að lifa í ótta Meö því að koma upp kvenna- athvarfi er hafin barátta fyrir breyttum viðhorfum samfélagsins til ofbeldis karla gagnvart konum hvort sem það á sér stað heima eða á göt- um úti. Ofbeldi hlýtur að vera framið í neyð, sá sem á höndina sem lemur er í sálarkreppu, og sá sem fyrir höggunum verður, fer jafnvel enn verr út úr því. Því konan á í engin hús aö venda, hún er niðurlægð sem manneskja og býr við stöðugan ótta. Alfheiður sagði að reynslan erlendis frá í starfsemi kvennaat- hvarfs hefði sýnt aðþað værialgjört frumskiiyrði aö slík athvörf störfuöu óháð opinberum aðilum eöa félaga- samtökum. Hversu margar konur? Hildigunnur Olafsdóttir skýrði frá niðurstöðum könnunar sem hún ásamt Sigrúnu Júliusdóttur og Þorgerði Benediktsdóttur gerði. Náði þessi könnun yfir eitt almanaksár, árið 1979. Hjá henni kom fram að hvergi eru til opinber- ar skýrslur eða upplýsingar varðandi ofbeldi á heimilum. Þvi tóku þær þaö til bragðs að styðjast við sjúkraskýrslur þeirra kvenna sem komu á árinu 1979 á slysadeild Borgarspítalans meö áverka sökum ofbeldis. Það reyndust vera um 100—150 konur sem á læknisaöstoö þurftu aö halda. Könnunin var unnin til þess aö sýna fram á að ofbeldi tíökast hér sem annars staöar í heiminum. Þessar tölur eru því aðeins vísbend- ing um það ofbeldi sem á sér staö á íslenzkum heimilum. En segja í raun og veru ekkert um f jöldann, því ætla má að það séu enn fleiri konur sem sæta ofbeldi en fara ekki á slysavarð- stofuna. Grófar misþyrmingar Þeim konum sem könnirn þremenninganna náði til hafði verið misþyrmt annað hvort af maka eða sambýlismanni, föður eða syni. Þó voru 79 konur af þessum tvö hundruð sem ekki vildu láta uppi skátt hverjir það voru sem misþyrmdu þeim. En 62 konum hafði verið misþyrmt annaðhvort af maka eða sambýlis- manni. Þrjár konur voru með för á hálsin- um eftir kyrkmgartilraunir, átta kon- ur komu oftar en einu sinni á árinu 1979 sökum endurtekins ofbeldis. Hildigunnur sagöi að í fæstum tilvik- um hefðu árásarmennirnir notað ein- hver önnur vopn en sína eigin likam- legu krafta. Því væri athyglisvert hversu mikið meiddar konurnar reyndustvera. Fimm þeirra þurftu að leggjast á sjúkrahús vegna grófra mis- þyrminga. Þetta eru hroðalegar upp- lýsingar sem því miður eru teknar beint upp úr okkar raunveruleika. Þörfin er mikil Því er þaö augljóst að mikil þörf er á kvennaathvarfi, einhverju húsi þar sem konur geta farið og leitað aðstoðar. Það er einnig brýnt að samfélagið leggi sitt af mörkum með því að viöurkenna að þetta ofbeldi eigi sér stað og brjóta þannig niöur þann múr einangrunar og þagnar sem reistur hefur verið um ofbeldi á heimilum. Allir sem áhuga hafa geta gerzt stofnfélagar þessara samtaka, og fimmtudagskvöldiö 10. júní verður haldinn fyrsti fundur þessara ný- stofnuðu samtaka um kvenna- athvarf í Sóknarsalnum á Freyju- götunni. Þar er hægt að komast í samband við þá félaga sem fjrir eru í samtökunum. Þá er bara að vera samtaka um að láta drauminn um kvennaathvarf rætast fyrir næstu áramót. E.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.