Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 8
8 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNI1982. hjálst, áhái daghlað Útgáfufólag: Frjóls fjölmifllun hf. Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Eilert B. Schram. Aflstoflarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Síðumúla 12—14. Auglýsingar: Síðumúla 8. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Sími 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. . Áskriftarverfl á mánufli 120 kr. Verfl i lausasölu 9 kr. Helgarblafl 11 kr. Einn prentaður fjölmiðill Enginn f jölmiöill komst með tærnar, þar sem Dagblað- ið & Vísir hafði hælana í upplýsingaþjónustu fyrir byggðakosningarnar nýafstöðnu. Þetta blað eitt hafði blaðamenn á þönum um landið þvert og endilangt til að ná öllum sjónarmiðum. Árangurinn varð sá, að Daglaðið & Vísir gat birt viðtöl við fulltrúa allra flokka og lista í öllum þeim 53 kjördæm- um, þar sem framboð komu fram, og auk þess birt viðtöl við óbreytta kjósendur á öllum þessum stöðum. Auk þessa hlaut Reykjavík sérstaka umfjöllun í kjallaragreinum, sem frambjóðendur allra flokka höfðu jafnan aðgang að og notfærðu sér í ríkum mæli. Þannig komust á framfæri í Dagblaðinu & Vísi einum fjölmiðla öll sjónarmið um land allt. I þessum viötölum kom greinilega fram, að engar tvær byggöir eru eins. Hver byggð hafði sín sérstöku verkefni og vandamál og sínar sérstöku hugmyndir að lausnum af hálfu frambjóðenda. Allt þetta litróf birtist í Dagblaðinu &Vísi einu. Þetta varð að gerast, af því að Dagblaðið & Vísir tekur alvarlega hlutverk sitt sem fjölmiðils. Þáttur þess hlut- verks er að segja lesendum fréttir af sjónarmiðum í þjóð- lífinu, alveg eins og að segja fréttir af öörum þáttum þjóð- lífsins. Ríkisf jölmiðlamir, útvarp og sjónvarp, tóku ekki að sér svona víðtækt hlutverk í aðdraganda kosninganna. Þeir létu sér nægja eins og jafnan áður að reyna að gæta óhlut- drægni milli flokka. Þeir sinntu kosningunum raunar lít- ið. Morgunblaðið, Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið komu ekki fram sem fjölmiðlar síðustu vikumar fyrir kosningar, heldur sem einhliða baráttutæki einstakra framboðslista í Reykjavík, líkt og kosningablöðin úti á landi. Móðurinn var til dæmis svo mikill á Morgunblaðinu, að hann rann ekki af því eftir kosningar. Einstefnan var þá enn svo mögnuð, að blaðið lét fulltrúa síns flokks um land allt, en enga aðra, túlka kosningaúrslit hvers staðar. Hvergi þekkist í hinum vestræna heimi, að þau dag- blöð, sem eru í hópi hinna útbreiddustu í landinu, kasti fyrir borð fjölmiðlahlutverki sínu og gerist einhliða baráttutæki fyrir hinn stóra sannleik eins framboðslista. Öhugsandi væri, að hægri sinnuð stórblöð á borð við Berlingske Tidende í Danmörku og Aftenposten í Noregi gerðust baráttutæki á borð við Morgunblaðið. Hins vegar mundu þau telja sig sæmd af upplýsingaþjónustunni, sem Dagblaðið & Vísir veitti. Tíminn, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið em lítil blöð, sem henta sínum sértrúaflokkum. Fólk lítur ekki á þau sem upplýsingamiðla, eiginlega fjölmiðla, heldur sem áróðurstæki stjórnmálaflokka. Þar er hlutverkið ekki misskilið. Morgunblaðið er hins vegar stórt blað, sem reynir að vera fjölmiðill og áróðurstæki í senn. Stundum er f jölmið- illinn yfirsterkari og stundum áróðurstækið. Slíkur tví- skinnungur getur ekki gengið endalaust hér, frekar en annars staðar. Sú er líka skýringin á vexti og viðgangi Dagblaðsins & Vísis á hálfs árs sameinaðri ævi, að þjóðin hefur áttað sig á, að blaðið vill skilyrðislaust vera f jölmiðill, en ekki eitt- hvað annað og allra sízt áróðurstæki. Eðlilegt er, að hver flokkur vilji hafa sitt áróðurstæki, samtals fjögur smáblöð. Þar fyrir utan þarf svo þjóðin einn prentaðan fjölmiðil að'minnsta kosti, fjölmiðil, sem segir ekki pass í kosningum eins og ríkisfjölmiðlarnir, heldur veitir alhliða upplýsingar. Jónas Kristjánsson „Mér er alveg sama, ég fer ekkert á leikinn. Ég er oröinn hundleiður á aö horfa á Islendinga tapa lands- leikjum!” Þaö var sonur minn átta ára, sem sagöi þetta viö mig á miðvikudaginn, þegar ég bauð honum með mér á völlinn aö horfa á blóma íslenzkrar æskuleggjatil atlögu viö afkomendur landhelgisbrjótanna. Þaö kom óneitanlega dálítið á mig, þegar ég heyröi drenginn segja þetta, og les- endur munu eflaust skilja þaö vel aö andartak velti ég því fyrir mér hvaö muni veröa um heiminn þegar unga kynslóðin er hætt aö trúa á krafta- verk. Eg eyddi hinsvegar ekki miklum tíma í svo fánýtar hugleiðingar, en flýtti mér á völlinn. Og við vitum öll hvernig fór, jafntefli, sem auðvitaö er stórsigur. Á leiðinni heim komst ég aö þeirri niöurstöðu, að vandlega athuguðu máli, aö hefðum viö spilaö Mð hefdum immdþáá Wembley! Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason skrifar staöreyndahjal ekki á sig fá. Einn ættjaröarvinurinn, sannur af- komandi bændahöföingja, svaraöi hinum danósa Islendingi þannig: ,jEg borgaöi mig hér inn og ætla aö leyfa mér aö hafa mínar skoðanir á þessu og láta þær í ljós þegar mér þóknast!” Sem ég horföi á þessa heimilisvini okkar úr sjónvarpinu, reyna árangurslaust aö brjótast í gegnum íslenzku vömina, fylltist ég gleöi. Og þegar Regis var búinn aö klúðra þriðja færinu sínu rifjaöist upp fyrir mér upphaflega útgáfan á Jóa úther ja: Nice oneCyril Nice oneson NiceoneCyril, Let’s ’ave another one! Og þaö var eins og enski liðsstjór- viö þá á Wembley hefðum viö átt sigurinn vísan! Islenzka landsliöiö stendur sig alltaf betur á útivelli. Við, þessi fámenni en harðgerði hópur Islendinga, sem mætum á alla landsleiki og emm ætíð fullir sigur- vissu og bjartsýni, erum hinir sönnu afkomendur víkinga og sækónga. Blautir upp fyrir haus, í slagveörinu, bláir af kulda með sultardroppa í nefinu, hvetjum viö „drengina” ótrauðir og okkur bregöur ekki hiö minnsta þó öðm hvoru tapist leikur. Á leiðinni heim íhugum við leikinn, finnum þessar örfáu og lítilvægu veilur sem var að finna í vörninni, á miðjunni og í sókninni, og sannfæmmst þegar um það að þegar búið er aö leiörétta skipulagið blasir heimsmeistaratitillinn við okkur. Okkar menn geta ekkert gert sem rangt er. Tökum dæmi: Kalli Þórðar sólaði Glenn Hoddle upp úr skónum á miöjunni, í seinni hálfleik. Þessi af- komandi landhelgisbrjóta féll viö (greinilega með einhverjar bólgur í innra eyra og jafnvægisskyniðskert) en dómarafílfið (danskt, auðvitað) blés í flautuna og dæmdi á Kalla! Auðvitað létum við í ljós vanþóknun okkar á þessum fáránlega dómi en Islendingur sem stóð nærri okkur (ef hægt er að kalla slíka menn Islendinga, engin tryggð eða trúfesta, enginn eldmóður fyrir hönd vorrar ástkæru ættjarðar) lýsti því yfir að dómurinn væri réttur! Hann beinlinis hélt því fram að Kalli Þórðar hefðihrint tjallanum? Sannir Islendingar láta slíkt inn hefði heyrt til mín, því hann skipaöi manninum þegar í stað út af. Það er gaman þegar svona leikjum lýkur og maöur heldur heim á leið sáttur við guð og menn. Staðreyndin er sú að tími krafta- verkanna er ekki liöinn. Morguninn eftir fletti ég dag- blööunum, og vildi lesa um leikinn. Eg tók þá eftir því að íþróttafrétta- ritari Alþýðublaðsins hafði ekki komist á leikinn. En þrátt fyrir það var þar að finna frétt sem staðfesti að tími kraftaverkanna er ekki liðinn. Þar var grein á forsíðu, undir fýrirsögninni: „Líf hjá ungkrötum.” Þarf frekar vitnanna við? -ÖBG. Fimmw ,aani S rílagif ,Aur U&'^íiVÍ' . Reí'ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.