Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JUNl 1982. 11 KONUR YERÐ A MENN HJÁ BREZKUM Ekki eru allar þjóðir jafnlánsamar og Islendingar að eiga eitt orð um kon- ur, annað um karl og hið þriðja um hvort tveggja. Þ.e.a.s. maður. Enska til aö mynda þróaðist fyrir löngu í þá átt að orðið „maður” (Man) þýðir í rauninni karlmaöur og ekkert annaö. Kvenfrelsiskonum þykir þetta að von- um súrt í broti því þar með eru konur höndum um hvert það orð sem lykta þótti af karlrembusvínshætti. „Man- kind” hefur verið breytt í „human kind”, „countryman” í „country dweller”, rich man er orðinn rich person. Ritstjóri bókarinnar að þessu sinni, Susan nokkur Lloyd, sat i þr jú ár við lesturinn og breytingarnar, í þaö heila tekið hefur 20.000 orðum veriö breytteða bætt viö. Susan Lloyd kveðst hafa þurrkað burt öll „sexisk orð til að gera tunguna hreinni og skilmerkilegri. „T.d.” segir Susan, „þegar Roget var að semja samheitaorðabókina sína fyrir meira en einni öld þýddi orðið „caveman” (hellisbúi) karl, konu og böm, sem búa í helli. En kannanir nú sýna að svo er ekki lengur. „Caveman” þýðir einfaldlega karl- maður sem býr í helli. — Þess vegna verður að breyta orðinu svo upphafleg merking þess haldist.” Ýmsar fleiri breytingar hafa verið gerðar á nýrri útgáfu bókarinnar en þær vekja minni athygli og virðast koma síður við taugarnar í fólki. Á meðal þeirra má nefna mikinn fjölda orða um það að vera undir áhrifum vímuefna en einmitt á því sviði viröist orðaforði enskrar tungu aukast einna mest þessi árin. Fyrir þá sem kunna fyrir sér í ensku er hér listi yfir ný- orðin: drugged =doped, high, zonked, stoned, well-oiled, pickled, sozzled, fried. . .svonokkurséunefnd. Og fyrir þá sem hafa áhuga é að eignast þessa ensku samheitaorða- bók upplýsist hér með að hún er gefin út af Longman útgáfufyrirtækinu. Spumingin er bara hvort Longman ætti í rauninni að vera Longperson! útilokaðar frá samsettum orðum á borð við mannkyn (mankind) og öðrum hugtökum sem þó eiga að vera opin báðum kynjum, ekki satt? (Raunar hefur ekki ósvipuð barátta kvenfrelsiskvenna og karla átt sér stað hérlendis, sbr. orðið „konur eru líkamenn”). En bíöum við — hver veit nema Eyjólfur hressist hjá brezkum. Roget’s Theasausrus, samheitaorðabókin góða, sem á sér um 130 ára sögu að baki og hefur verið endurútgefin ótal sinnum og verið hverjum skrifandi manni ómetanlegur haukur í homi allt frá upphafi, er nú komin út í enn einni skoöaöri útgáfu. Og viti menn, kven- réttindakonur hafa farið ómjúkum Rekinnúr flokknum fyrirad selja dáttur sfina Cheng Zhanbiao, flokksritari frá Yunnan í Kína, hefur nú verið rekinn úr kínverska kommúnistaflokknum fyrir að selja kaupsýslumanni í Hong Kong dóttur sína semhjákonu. Cheng hefur verið félagi í flokknum siðan 1933 en kinversk blöð segja að hann hafi fyllzt ómettanlegri græðgi og lifað borgaralegu, siðspilltu lifi. Dóttir hans, sem er 27 ára, var félagi í ung- mennahreyfingu flokksins en faðir hennar reri öllum ámm að því að fá hana til Hong Kong. Kaupsýslu- maðurinn, sem beið hennar þar, var kvæntur og átti uppkomin böm, en vantaði tilfinnanlega hjákonu. Cheng misnotaði aðstöðu sína til að útvega dótturinni skilnað frá þá- verandi manni hennar og brottfarar- leyfi til Hong Kong. Það tókst en skömmu seinna skrapp kaupsýslu- maðurinn með nýju hjákonuna í smáfrí til Kína. Þar gáfu hjúin sig út fyrir að vera hjón og ollu hneyksli á fleiri en einu hóteli í föðurlandi hjákon- unnar. Sögunni fylgir að Cheng hafi fengið gott verð fyrir dótturina, bæði í vörum eins og litasjónvarpi og stereogræjum, auk slatta af Hong Kong dollurum. feti framar CITROÉN* GSA Pallas Það er staöreynd að frönsku Citroen-verksmiðjurnar hafa rutt brautina með tækninýjungar í bílaiðnaðinum. Allt frá árinu 1934 hafa allir Citroen-bílar verið með fram- hjóladrifi sem aðrir bílaframleiðendur eru nú fyrst að koma með. Árið 1955 kom Citroen fyrst með hina óviðjafnanlegu vökvafjöðrun sem leysti af hólmi fjaðrir og dempara. Citroen er eini bíllinn sem býður uppá þessa stórkostlegu fullkomnun í fjöðrunarútbúnaði. Við vitum líka að þetta er traust og stendur fyrir sínu og þess vegna bjóðum við á vökvaf jöðruninni 2ja ára ábyrgð Auk þess sem vökvakerfið býður upp á dúnmjúka fjöðrun má velja um 3 hæðastillingar sem er óborganlegt í snjó CITROÉN* GSA Pallas á 3 hjólum. og annarri ófærð. Þá er öryggi í akstri slíkt að þó að hvell- springi á miklum hraða er það hættulaust, enda má keyra CITROENA GSA Pallas fæst nú aftur í öllum litum til afgreiðslu strax. Verðið er ótrúlega hagstætt, \M y ^\ og þar að auki hagkvæmir eðaaðeins B greiðsluskilmálar. (gengi 29/5) Globusn Komið — Reynsluakið — Sannfærist CITROÉNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.