Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1982, Side 18
18 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. LAUGARDAGUR 5. JONI1982. Tónlistarkennara vantar við Tónlistarskólann á Hallormsstað. Umsóknir sendist til Jónínu Guðmundsdóttur, Lynghóli, Skriðdal, 701 Egilsstaðir. SAMVIIXIN UTRYGGINGAR Ármúla 3 - Reykjavik - Simi 38500 Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t., Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafélags Samvinnutrygginga hf., verða haldnir í fundarsal Samvinnutrygginga, Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 2. júlí 1982 og hef jast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félaganna. Stjórnir félaganna. Trjáplöntur og sumarblóm GRÓÐRARSTÖÐIN LUNDUR V/VESTURLANDSVEG sími 86825 LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og sam- kvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 2.þ.m. verða lögtök látin fara fram fyrir vangoldnum opinberum gjöldum sem féllu í gjalddaga 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní 1982. Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostn- aði, verða hafin að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði til- skyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavik, 2. júní 1982. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. $ Listahátíö íReykjavík Frönsk leiksýning med dansi, söngv- um og látbragdsleik þar sem skopazt er að stríðshetjum amerísku kvikmynd- anna. __ ^ GAMLABIO Sunnudaginn 6. júní kl. 20.30 Aðgöngumiðasala í Gimli kl. 14—19.30 daglega. XISVÆttA- MfrilIV NÁLGAST Aöildarlöndum aö Alþjóðaskák- sambandinu er skipt niður í 12 svæði og tefla sterkustu skákmenn hvers svæðis á svokölluöum svæðismótum. Þeir sem best standa sig fá þátttöku- rétt á millisvæðamótum, sem eru þrjú að tölu, en tveir efstu úr hverju þeirra þreyta síðan einvígi innbyrðis um réttinn til þess að skora á Karpov heimsmeistara. Við þeirra hóp bæt- ast tveir efstu menn úr síðustu keppni, í ár þeirKortsnoj og Hiibner. Þannig er uppbygging heimsmeist- arakeppninnar í skák og hefur verið lengi. Síðasti þátturinn, þ.e. áskor- endaeinvígin, hefur reyndar vakið nokkra umræöu. Margir vilja endur- vekja .áskorendamótin í staö hinna hvimleiðu einvíga og er það mál nú í athugun hjá FIDE. Nú er svæöismótunum lokið en timi millisvæðamótanna kominn. Fyrsta millisvæðamótið fer fram í næsta mánuöi í Las Palmas á Kanaríeyjum, en hin verða seinna á ferðinni. Teflt verður í Moskvu í september og í Mexíco um svipað leyti. Eins og kunnugt er stóð til að síðastnefnda mótið færi fram hér á landi og þá jafnvel á Húsavík, því að Mexíco-borg treysti sér ekki til þess að halda mótiö. Aðrir aöilar í Mexíco hlupu hins vegar undir bagga og „stálu” mótinu af Islendingum. 1 ljós kom að betur hentar skákmeisturun- um að tefla í Mexico, vegna annarra móta sem þeir hyggjast taka þátt í En óneitanlega heföi veriö mikil bú- bót að millisvæöamóti í skák á Is- landi. Það er enginn hægðarleikur að raða mönnum niður á millisvæða- mótin svo að öll verði jafnsterk. Skákmenn láta venjulegast í sér heyra ef þeim mislikar eitthvaö. Þannig telur Bent Larsen mótið í Las Palmas bera af hvað styrkleika keppenda varðar, hvort sem það er vegna snilli annarra keppenda eða þátttöku hans sjálfs. FIDE hefur Eló-stigalistann til hliösjónar við niöurröðunina, þannig að öll mótin lenda í styrkleikaflokki 12, og meðaltal skákstiga er á bilinu 2530— 2550. Með skákstigum er náttúrlega aöeins hálf sagan sögð, en önnur viðmiðun er ekki til. Þátttakendur í Las Palmas eru þessir: Timman (Hollandi, 2665), Larsen (Danmörk, 2605), Petrosjan (Sovét., 2605), Ribli (Ungvland, 2590), Browne (Bandar., 2585), Smyslov (Sovét., 2565), Psahis (Sovét., 2545), Pinter (Ungvland, 2515), Karlsson (Sviþjóð, 2500), Tukmakov (Sovét., 2500), Shuba (Rúmenía, 2500), Sunye (Brasilia, 2475), Stean eöa Mestel (Englandi), Buazis (Túnis, 2350). Þátttakendur í Moskvu: Kasparov (Sovét., 2640), Beij- avsky (Sovét., 2615), Tal (Sovét., 2605), Andersson (Svíþjóð, 2605), Cbristiansen (Bandar., 2585), Sax (Ungvlandi, 2550), Geller (Sovét., 2545), Gheorghiu (Rúmenía, 2535), Quinteros (Argentína, 2505), Veli- mirovic (Júgóslavía, 2500), G. Garcia (Kúba, 2485), Murei (Israel, 2475), Rodrigues (Filippseyjar, 2405), Mestel eða Van der Wiel (Hol- landi). Millisvæðamótið í Mexíco: Portisch (Ungvland, 2630), Spassky (Sovét., 2625), Poluga- jevsky (Sovét., 2605), Balashov (Sovét., 2595), Nunn eða Stean (Eng- landi), Seirawan (Bandar., 2575), Jusupov (Sovét., 2555), Torre (Filippseyjar, 2535), Adorjan (Ungvland, 2515), Hulak (Júgó- slavía, 2490), Rodrigues (Kúba, 2485), Kuatly (Líbanon, 2435), Rubinetti (Argentína, 2495). Hér verður enginn dómur á það lagður hvert þessara móta er sterk- ast, lesendur geta sjálfir gengiö úr skugga um þaö. Aðeins tvö efstu sæt- in skipta máli, svo aö baráttan verð- ur án efa mjög hörð. Mér sýnast öll mótin eiga það sammerkt aö eiga á aö skipa a.m.k. fjórum skákmeistur- um, sem myndu sóma sér vel í áskor- endaeinvígunum. En hver er líkleg- asti áskorandi Karpovs heimsmeist- ara? Tvö nöfn heyrast oft nefnd: Timman og Kasparov. Jan Timman hefur átt einstaklega auðvelt með að klekkja á Karpov upp á síökastið, en hann er mistækur og gæti því misst af lestinni. Árangur Kasparov á stórmeistaramótinu í Bogojnó í Júgóslavíu treystir stöðu hans mjög gagnvart veðmálabönk- um. Slíkum árangri nær enginn nema skákmaöur í allra fremstu röö. I síðasta skákþætti voru birtar þrjár vinningsskákir Kasparovs frá Bugojno. Auðveldir sigrar gegn Petrosjan, Gligoric og Najdorf. Hér kemur enn eitt sýnishomið fyrir þá sem enn hafa ekki sannfærst um snilld Kasparovs. Nú er Kavalek tek- inn illilega í karphúsið. Hvitt: Kavalek Svart: Kasparov Kóngsindversk vöm. 1. c4 g6 2. Rc3 Bg7 3. d4 Rf6 4. e4 d6 5. Rf3 0-0 6. h3 e5 7. d5 Ra6 8. Be3 Rh5 9. Rh2 Ovenjulegur leikur og undarlegur. Algengara er 9. Rd2 ásamt Rb3 o.s.frv. 9. - De8 10. Be2 Rf4 11. Bf3 15 12. h4 De713. g3 13. -Rb4! 14. Db3 Kavalek afræður aö þiggja ekki mannsfórnina, með 14.gxf4 exf4 því linur opnast gegn hvíta kónginum og svarta sóknin verður mjög sterk. T.d. 15. Bd2 (ef 15. Bcl, þá 15. - fxe4 16. Rxe4 Bf5 og síðan 17. -Hae8) fxe4 16. Rxe4 Rd3+ 17. Ke2 Rxb2 og síðan 18. - Bf5 og 19. - Hae8 — allir svörtu mennimir taka þátt i sókninni. 14. - Rfd3+15. Ke2 f416. Bd2 fxg317. fxg3 abcdefgh 17. - Hxf3! 18. Rxf3 Bg419. Hafl Hf8 Hótunin er 20.-Hxf3! 21. Hxf3 Bxf3+22. Kxf3 Df7+ 23.Ke2 Df2+ 24.Kdl Df3 mát. Kavalek valdar f2- reitinn og setur um leið á riddarann áb4. 20. Rdl Df7! Því ef 21. Bxb4 þá 21. - Rcl+ og vinnur drottninguna. 21. Be3 Bxf3+ 22. Kd2 Dd7 23. Hhgl Dh3 24. a3 Bxe4 25. Hxf8+ Bxf8 26. axb4 Dh2+ 27. Kc3Rcl! Lokahnykkurinn. Ef 28. Bxcl þá 28. - Dxgl og vinnur létt og ef drottn- ingin víkur sér undan kemur 28. - Re2+ og hrókurinn fellur. Hvítur gafst upp. Belladonna og Gar- ozzo í sigursveitinni Eitt af síðustu verkum hins látna bridgemeistara og bridgeblaðamanns, Herman Filarski, var skipulagning alþjóöabridgemóts í samvinnu við stórfyrirtækið Hoechst International. Fy rsta mótið var haldið í Schevingen í Hollandi, en gert er ráð fyrirárlegum mótum í framtíðinni. Fimmtíu og sex sveitir tóku þátt í mótinu, enda margt við aö vera auk spilamennskunnar. Hápunktur mótsins var einvígi milli ítalskrar sveitar með hina frægu stór- meistara, Belladonna og Garozzo í far- V, iTUIi ♦ KG10932 V 1082 Ó A93 + 7 Norhur * AD865 V KDG75 0 D + A5 Au-tur Á 74 u? A96 O 107652 + 1098 SuillJH Á - V 43 O KG84 * KDG6432 XQ Bridge arbroddi, ásamt Lauria og Denna, og hins vegar sveit Hollands, sem náði þriðja sæti á Olympíumótinu í Valken- burg 1980, Maas, Zwaan, Mulder, van Oppen, Kreijns og Vergoed. ítalimir gáfu litið út i þeim 24 spilum, sem spiluö voru, en nokkrar stórar villur Hollendinganna leiddu til 36—67 ósigurs. Þetta var táknrænt dæmi um vonda frammistööu gestgjafanna. Vestur gefur/allir utan hættu. Hollendingamir van Oppen og Muld- er höfnuðu i fimm laufum, sem unnust slétt eftir trompútspil. I hinum salnum lentu stórstjömurn- ar í erfiðleikum í sögnunum, en spiia- guðinn kom til h jálpar: Vestur 2T pass pass Norður dobl 4 G pass Austur 2H pass pass Suður 4L 6L Viðfangsefni vesturs var útspilið, sem hann leysti á vafasaman ef ekki hættulegan máta — hann spilaði út spaðatíu. Garozzo var fljótur að svína drottn- ingunni og stuttu síðar voru tólf slagir í höfn. Það kemur því engum á óvart, þótt Italirnir hafi einnig unnið sveitakeppn- ina, enda ekki auövelt aö eiga við þessa stórmeistara, þótt þeir hafi ekki meðbyr sem þennan. Belladonna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.