Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Side 2
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. FÖSTUDAGUR18. JUNl 1982.
FÖSTUDAGSMYNDIN
Kolbrún Anna Jónsdóttir heitir stúlkan á föstudagsmyndinni okkar í dag. Hún hefur meðal annars unnið sér til frægðar að vera nýlega valin
„fulltrúi ungu kynslóðarinnar" og fersemslík tilkeppni ti/Mani/lai haust. Fyrst ætlar hún samt að taka út ferðavinning til Ibiza úr ungfrú Hol/y-
woodkeppninni. Á milli þess sem hún ferðast í sumar vinnur hún i Bon Bon. Næsta vor ætlar hún að Ijúka stúdentsprófi úr Verzló og síðan að
verða blaðamaður. Ekki amaleg skrautfjöður fyrir stéttina, eðahvað? DV-mynd Friðþjófur
LNINGAR
TILBOÐ
NÚ geta allir farið að mála
ér kemur tilboð sem erfitt er að hafna.
‘J Ef þú kaupir málningu fyrir 800 J Ef þú kaupir málningu í heilum
kr. eða meir færðu 5% afslátt. tunnum, þ.e. 100 lítra, færðu
20% afslátt og í kaupbæti frían
2 Ef þú kaupir málningu fyrir 1200 heimakstur hvar sem er á Stór-
kr. eða meir færðu 10% afslátt. Reykjavíkursvæðinu.
HVER BÝÐUR BETUR!
Auk þess ótrú/ega hagstæðir greiðsluskilmálar.
OPIÐ: mánud.-fimmtud. kl. 8—18 föstud. kl. 8—22 laugad. kl. 9—12
IBYGGINGAVORUR
HRSIMGBRAUT 120. S. 28605. |
Muniö
aðkeyrsluna
fré Sólvallagötu.
Vinstri meirihlutinn tekinn við á Siglufirði:
Óttarr Proppé var
ráðinn bæjarstjóri
„Þaö er mikill vilji meðal bæjarfull-
trúa þeirra flokka sem meirihlutann
mynda að þetta samstarf geti gengið
vel. Þess vegna tel ég að þessi meiri-
hluti sá sterkur,” sagði Bogi Sigur-
bjömsson, bæjarfulltrúi Framsóknar-
flokksins á Siglufirði, í samtali viö DV í
gærkvöldi, aö afloknum fyrsta fundi
bæjarstjómar Siglufjaröar á nýbyrj-
uðukjörtímabili.
A f undinum var lagt fram samkomu-
lag sem Framsókn, Alþýöuflokkur og
Alþýðubandalag hafa gert um meiri-
hlutamyndun í bæjarstjórn Siglufjarð-
ar. Samkvæmt því var Bogi kosinn for-
seti bæjarstjómar en Kolbeinn Frið-
bjamarson, Alþýöubandalagi, varkos-
inn fyrsti varaforseti. Annar varafor-
seti var kjörinn Bjöm Jónasson úr röð-
um sjálfstæðismanna. Bæjarstjóri var
kjörinn Ottarr Proppé, samkvæmt
kröfu Alþýðubandalagsins við meiri-
hlutamyndunina.
„Ég tel að þetta verði ákaflega veik-
ur meirihluti þar sem hann er myndað-
ur af þremur flokkum sem hafa aöeins
eínn bæjarfulltrúa umfram minnihluta
sjálfstæðismanna,” sagði Bjöm Jónas-
son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
í samtali við DV eftir bæjarstjórnar-
fundinn í gær. „Það hefur verið stefna
vinstri flokkanna eftir kosningasigur
Sjálfstæðisflokksins aö mynda vinstri-
meirihluta í sveitarstjómum sem
víðast um land til aö draga úr áhrifum
sjálfstæðismanna. Ljósi punkturinn
við þetta er sá að loksins virðast vera
að markast skarpari skil í pólitíkinni.
Þannig verður kosið á milli vinstri
flokkanna og Sjálfstæðisflokksins í
næstu bæjarstjórnarkosningum á
Siglufirði. Ég hef ekki trú á öðru en
Sjálfstæðisflokkurinn nái þá hreinum
meirihluta,” sagðiBjöm Jónasson.
Bogi sagði að sjálfstæöismenn hefðu
reynt meirihlutamyndun í hálfan mán-
uö eftir kosningar, án árangurs. Þeir
hefðu því fengið tækifæri. Hann taldi
hins vegar ekki ólíklegt að myndun
vinstri meirihlutans markaði skarpari
skU í bæjarpólitíkinni á Siglufirði.
-GS/Akureyri
Framkvæmdastjórastaða
Jafnréttisráðs:
Óráðið
í stöðuna
Enn hefur ekki verið tekin ákvörðun
um það hver hlýtur stöðu fram-
kvæmdastjóra Jafnréttisráðs. Að sögn
Guðríðar Þorsteinsdóttur er ákvörðun-
ar um stöðuveitinguna að vænta í
næstu viku, en máUö hefur dregizt tals-
vert. Níu umsóknir bámst um starfið
og mun Bergþóra Sigmundsdóttir, nú-
verandi framkvæmdastjóri, láta af
störfum fljótlega eftir næstu mánaða-
mót. -SKJ