Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1982, Blaðsíða 28
Félag f luguntf erðarstjóra samþykkti að reka Ólaf Haraldsson úr félaginu: ÞESSIBROTTVÍSUN FÆR EKKISTAÐIZT — segir Helgi Ágústsson, deildarstjóri vamarmáladeildar Félagsmenn í Félagi flugum- feröarstjóra ráku Olaf Haraldsson úr félaginu í allsherjaratkvæða- greiðslu. 71 af 79 félagsmönnum tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. 59 voru fylgjandi brottrekstri en 7 voru á móti. Fimm seðlar voru auöir. Atkvæðagreiðslunni lauk í fyrradag. I 5. grein laga félagsins segir aö félagsmönnum sé óheimilt að vinna með þeim sem vikið hefur verið úr félaginu. Olafur Haraldsson sagði í samtali viö DV að úrslitin kæmu sér ekki á óvart enda hefði tilgangurinn með atkvæðagreiðslunni verið að reka sig. Að öðru leyti vildi Olafur ekki tjá sig um málið. „Þaö er búið aö vísa honum úr félaginu og við munum einungis framfylgja lögum félagsins. Fleira hef ég ekki um máliö aö segja,” sagði Hallgrímur Sigurðsson, vara- formaður félagsins, í samtali viö DV. Leifur Magnússon, formaður flug- ráös, sagði að Olafur væri rekinn úr félaginu fyrir skoðanir sínar sem hann setti fram í viðræðunefnd um mannaflaþörf á Keflavíkurflugvelli. Hann hafi verið að gegna skyldu- störfum, enda skipaður í viðræðurn- ar af sínum yfirmönnum. „Það er mjög alvarlegt ef félagslög koma þannig í veg fyrir að menn geti gegnt skyldustörfum sínum án þess að eiga á hættu að verða reknir,” sagði Leif- ur. Málefni Keflavíkurflugvallar heyra undir varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins. DV leitaði álits Helga Agústssonar deildarstjóra á atkvæðagreiðslunni. „Tilefni atkvæðagreiðslunnar er mér mikið undrunarefni og brottvísun Olafs úr FlF fær ekki staðizt að mínum dómi. Hann hefur sinnt störfum sínum vel og samvizkusamlega og mun áfram sinna ýmsum störfum hjá flugmála- stjórninni á Keflavíkurflugvelli.” -GSG Mikid skelfing er gaman í dag. Bœöi 17. júní og glampandi sólskin. Finnstþér ekkigamanpabbi? (DV-myndÞórir). Kjarasamningarnir: MEIRIVÍSITÖLUSKERÐING EN ÓLAFSLÖG ÁKVEÐA? Aöilar að kjarasamningum ræöa nú hvort semja megi um nánast sömu kauphækkanir til ASI-fólks og byggingarmenn fengu en meö meiri vísitöluskerðingu en felst í Olafslögum. Hugmyndir um hvemig sl£k vísitölu- Nær 200 kfló af marijúana gerð upptæk: VIÐTAKENDUR ENN ÓFUNDNIR Ekki hefur enn skýrzt hver eða hverjir viðtakendur kannabisefn- anna sem hingað komu til lands á dögunum áttu að vera. Hér er um aö ræða 189,4 kíló af marijúana sem er mesta magn fíkniefna er gert hefur verið upptækt á einu bretti hérlendis. Fíkniefnin komu hingað frá Jamaica með millilendingu i New York. Voru efnin í trékössum, fjórum talsins, merktum tilteknu fyrirtæki hér í borg. Var sendingunni lýst á farmskjali sem varahlutum í skip. Það var í apríllok sem efnin komu hingaö til lands flugleiðis. Síðan þá hefur verið unniö aö málinu. Fyrirtækið sem sendingin var stíluð á bar sig aldrei eftir að sækja send- inguna og að sögn lögreglunnar hefur ekkert komið fram er varpað gæti grun á fyrirtækið. Þá er og alls ósannað að fíkniefnin hafi átt að dreifast hér heldur er allt eins líklegt að þau hafi aðeins átt að millilenda hér á landi. Marijúana er algengasta fíkniefniö á markaðnum í Bandaríkjunum, en ekki eins algengt hér á landi. Verðmæti þessara tæpra 200 kílóa er talið nema rúmum 20 milljónum. -KÞ. skerðing yrði í framkvæmd eru ekki fullmótaöar. Ætlun þeirra sem að þessum hug- myndum standa mun vera að koma kjarabótum aftur sem næst í það far sem áætlanir voru um áður en byggingamenn „sprengdu rammann” og fengu meiri kauphækkanir en reikn- aö var með. Þetta gerðist með því aö auka skerðingu á vísitölunni. A þann hátt yrðu kjarabætur hugsanlega nokkuð í þeim dúr sem rætt var um fyrir samninga byggingamanna. Byggingamenn ákváðu í sínum samningum aö fara eftir þeirri vísitölu semASlsemdium. Traust milli aöila í samningunum hefur vaxið við f restun verkfalla og út- lit batnaö. Þó þorir enginnennað spá samningum á allranæstu dögum. Næsti samningafundur hefst klukkan f jögur í dag. -HH frfálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR18. JUNÍ1982. Boris Christoff mun syngja á einum tónleikum hórlendis. Þeir verða haldnir i Laugardalshöll á sunnu- dag. Boris Christoff: „Veit ekki hvort ég er stjarna” „Eg veit ekki hvort ég má kallast stjarna á söngsviðinu, það er annarra að dæma um það,” sagði Boris Christoff í samtali við DV. Christoff hefur notið heimsfrægðar og hylli tón- listarunnenda í nærri fjóra áratugi og er gjarnan kallaöur konungur bassa- söngvaranna. Viðtal við Maestro Christoff birtist í Helgarblaöi DV á morgun. -SKJ Með bil- aða vél við Eyjar Vélbáturinn Már KO 13 lenti í vand- ræðum við Vestmannaeyjar í gær vegna vélarbilunar. Skipverjar sendu út hjálparbeiðni og fann Sæbjörg SU bátinn eftir mikla leit og dró hann til Eyja. Már lagði af staö frá Sandgerði áleið- is til Eyja á miönætti i fyrrakvöld. Upp úr hádegi í gær bilaði vél bátsins þar sem hann var staddur norðvestur af Vestmannaeyjum. Veöur var frem- ur leiðinlegt og þegar ekki tókst að koma vélinni í gang var sent út neyðar- kall. Sæbjörg fór þá áleiðis til hjálpar en fann ekki Má fyrr en um klukkan 19. Skipverjar á Má höfðu þá skotið neyðarblysi á loft. Sæbjörg kom með bátinn til Eyja um klukkan 21.30 í gær- kvöldi. Þriggja manna áhöfn er á Má. Báturinn var nýlega keyptur til Eyja. -FóVm/SG LOKI Værí ekki rótt aö reka flugumferðarstjóra fyrír brottreksturínn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.