Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 2
DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
CIN 0MFCR9 ÞCKUR
önnur eykur endinguna.
um
Nýju litakortin okkar hitta alveg i mark.
Á þeim finnur þú þinn draumalit.
árcm
VITRETEX Sandmálning er hæfilega gróftil að
regn nái að þrífa vegginn og litirnir njóta sín í áraraðir,
, hreinir og skínandi.
mm
Góð ending VITRETEX Sandmálningar er viðurkend
staðreynd. Reynslan hefur þegar sannað hana,
sem og ítarlegar veðrunarþolstilraunir.
VCM
Hlutfall verðs og gæða VITRETEX Sandmálningar
teljum við vera hið hagstæðasta sem býðst á markaðnum
og er það líklegasta skýringin á sífeldri
aukningu sölunnar,-auk þess auðvitað hve litirnir eru fallegir.
Ný litakort á fimm sölustöðum í Reykjavík
og fjölda sölustaða út um land allt.
CNDINCIH VCX MCð V/TRCTCX
ISfíppfélagið ífteykjavík hf
MálningarverksmiÖian Dugguvogi
Símar 33433og33414
VITRETEX
MAíN/NG
Gagnrýni — fyrir hvern? Hvernig? Gestir á ráðstefnu sem samtök íslenskra
gagnrýnenda gengust fyrir um helgina.
„Ráðstefnan
var afar
gagnleg”
— Fyrir báða aðila, segir Jón Viðar Jónsson um
ráðstefnu samtaka íslenskra gagnrýnenda
sem haldin var um helgina
Ráðstefnuna sem samtök íslenskra
gagnrýnenda gengust fyrir um helgina
sóttu um 120 manns. Yfirskrift ráð-
stefnunar var Gagnrýni-fyrir hvern?
Hvernig? Að sögn Jóns Viðars Jóns-
sonar formanns samtaka íslenskra
gagnrýnenda voru umræður afar
gagnlegar. Hann sagðist ekki vera í
vaf a um að ráðstefna af þessu tagi yki
skilning á milli listamanna og gagn-
rýnenda. „Á ráðstefnu sem þessari
gefst listamönnum tækifæri til þess að
öölast betri innsýn inn í starf gagnrýn-
andans og öfugt. Hér á landi vinna
gagnrýnendur við afar erfið vinnuskil-
yrði. Þeir þurfa að vinna í mikilli tuna-
pressu og launagreiðslur oft á tíðum
ekki mjög háar. Kjör okkar mættu tví-
mælalaust vera betri,” sagði Jón
Viðar, er hann var inntur eftir því
hvaða gildi slíkar ráðstefnur m.a.
hefðu.
Á laugardeginum voru haldin níu
stutt framsöguerindi og í gær var ráð-
stefnugestum skipt niður í hópa þannig
að hver listgrein fundaði sérstaklega.
Að loknum hópumræöum var haldiö
sameiginlegt málþing þar sem hver
hópur lýsti og sagði frá megin niður-
stöðum hópumræðnanna. -EG
Ölafur Jónsson, bókmenntagagn-
rýnandi í ræðnstól.
DV-myndir Bjarnleifur.
Ölafía Bjarnleifsdóttir Rutti
framsöguerindi fyrir hönd listamanna.
Eskifjörður:
TOGARARNIR KOMUST Á
VEIÐAR FYRIR STÖDVUN
Áhrif ákvörðunar LlU um að stöðva
fiskveiðiflotann frá 10. þessa mánaðar
er þegar farið að gæta hér á Eskifirði.
Skuttogarinn Hólmatindur S.U. sem
var í slipp á Akureyri og átti að fara í
veiðar nú um helgina, komst ekki þar
sem fyrirsjáanlegt var að viðgerð á
togaranum lyki ekki fyrr en á laugar-
dag. Vegna þessa hefur undirmönnum
á togaranum verið sagt upp.
Hólmanes S.U. landaði hér 110 tonn-
um á fimmtudag og fór út daginn eftir
og einnig hélt Jón Kjartansson S.U. á
veiðar þann dag.
Að sögn Hauks Björnssonar, verk-
stjóra hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar,
þá klárast að vinna upp þann fisk sem
tekið hefur verið á móti, á miðviku-
dagskvöld. Að öðru leyti standa út-
gerðarmál á Eskifirði þannig að Sæ-
ljón S.U. sem verið hefur á togveiðum,
undanfariö, liggur nú við bryggju.
Unnar Björgúlfsson útgerðarmaður
sagði að vegna lítils afla að undan-
förnu þá hefðu þeir tekið ákvörðun um
að hætta þeim veiðum, þar sem síld-
veiðar nálgast, og undirbúa þeir skipið
fyrir þær veiðar.
Vöttur S.U. selur í dag í Grimsby 50
tonn af bolfiski. Stöðvun fiskveiðiflot-
ans mun hafa geysilega mikil áhrif á
útgeröarstaö eins og Eskifjörð.
ÁS/Emii Eskifirði