Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
29
Ráðgjafinn í Útvegsbankanum
Sýningin „lcelandic
Fashions”
— Opnuð um helgina í Dayton’s
vöruhúsinu í Minneapolis
Við opnun menningarkynningarinn- Vigdís Finnbogadóttir flytja aðalræö-
ar, Scandinavia Today, var flutt tón-
list frá Norðurlöndunum. Þar var
frumflutt tónverk Karólinu Eiriksdótt-
ur, Sonans. Tónlistargagnrýnendur
þar vestra létu vel af íslensku verkun-
um.
Á laugardag hófst dagskráin með
hátíðarsamkomu á Metrodome-
leikvanginum. Þar fluttu fulltrúar
allra Norðurlandanna stutt ávörp.
Forseti Islands, Vigdis Finnbogadótt-
ir, snæddi hádegisverð i boði kvenna-
samtakanna „Junior League of
Minneapoiis. Síðdegis var forseti
fslands við opnun sýningarinnar
Icelandic fashions í einu stærsta vöru-
húsi borgarinnar Dayton’s.
Þetta sama kvöld voru svo hátíðar-
tónleikar Tonight Scandinavia í
Orchestra Hall og var þeim sjónvarp-
aö um öll Bandaríkin.
I gær sat forseti Islands hádegis-
verðarboð ríkisstjórans í Minnesota,
en síödegis héldu samtök Islendinga í
Minnesota forseta Islands boð.
Opnunarathöfn Scandinavia Today í
New York verður síðan í dag. Þarmun
una í Lincoln Center.
-EG
Vigdis Finnbogadóttir og aðrir
gestir á fyrstu tónleikum norrænu
menningarkynningarinnar Scandi-
navia Today.
DV-simamynd GTK.
MARGT
GÓDRA
GESTA
— á tónlistarhátíðinni
Ung Kordisk Musikfestival
Gestir tónlistarhátiöarínnar Ung
Nordisk Musikfest sem haldin verður í
Reykjavík dagana 19.—25. september
veröa aö þessu sinni hollenska tón-
skáldið Ton de Leeuw, breska söngkon-
an Jane Manning, hljómsveitarstjór-
inn Arthur Weisberg, Diana Kainedy
víóluleikari og Roger Carlsson slag-
verksleikari.
Ton de Leeuw mun halda fyrirlestra,
standa fyrir námskeiöi um nútima
tónsmiðatækni, auk þess sem verk
hans verða leikin á tónleikum.
Jane Manning, er einkum kunn fyrir
túlkun sína á nútímatónlist og mun hún
halda söngnámskeið á hverjum degi
hátíðarinnar. Hún mun einnig halda
tónleika þar sem m.a. veröa flutt ný
verk, sérstaklega samin fyrir hana af
íslenskum tónskáldum.
Sett verður á sto&i 85 manna
samnorræn sinfóníuhljómsveit og mun
hinn þekkti bandaríski hljómsveitar-
stjóri Arthur Weisberg stjórna
hennL
Einleikari verður Diana Kennedy,
vióluleikari frá Bandarík junum.
Arthur Weisberg hóf feril sinn sem
fagottleikari við góðan orstír.
Hljómsveitarstjóm nam hann hjá Jean
Morel við Juliard skólann. Árið 1960
stofnaöi hann 12 manna kammersveit:
The Contemporary Chamber
Ensamble. Kammersveitin hefur getið
sér gott orð víða um heim. Húnhefur
leikiö inn á hljómplötur mörg helstu
meistaraverk 20. aldarinnar og þar að
auki hefurWeisberg unnið ötullega að
þyj . að kynna ný verk áður
óþekktra tónskálda. Fyrir nokkrum
árum færöi hann út kvíamar og
stofnaði hljómsveit til að annast flutn-
ing nýrra sinfónískra verka: The
Orchestra of the 20th Century.
Diana Frances Kennedy er fædd áriö
1952. Hún stundaöi nám við
Kaliforníuháskólann og síðar við Yale
háskólann og lauk meistaraprófi
þaðan áriö 1979. Meðalkennara hennar
hafa verið Sol Greitzer og Raphael
Hillyer. Frá árinu 1976 hefur hún leikiö
með sinfóníuhljómsveitinni í New
Haven og The Orchestra of the 20th
Century.
Tónleikar á Ung Nordisk Musikfesti-
val verða af ýmsu tagi, kammertón-
leikar, tónleikar með elektrónískri
músík og Sinfóníuhljómsveit Islands
verður með tónleika undir stjóra
Guðmundar Emilssonar. Einleikari á
þeim tónleikum verður Roger Carls-
son, slagverksleikari, frá Svíþjóð.
-EG
Nánari upplýsingar á öllum afgreiðslustöðum bankans.
ÚTVEGSBANKINN
Rinmitt hankinn fvrir biö.
öll ráð á hendí?
Eða gætu nokkur holl ráð á fjárhagssviðinu
bætt um betur?
Þjónusta ráðgjafans í Útvegsbankanum stendur öllum
viðskiptamönnum hans til boða, og hún veitist þeim