Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Page 36
44
DV. MANUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Stallone: það má segja að hann sé orðinn boxari enda þótt hann hafi aldreibaristíalvöru.
STALLONE VILL BERJAST
m A TVINNUMENN í BOXI
Sylvester Stallone hefur æft box svo
lengi, án þess nokkru sinni að berjast í
alvöru, að hann er hreinlega orðinn
óður í almennilegan slag.
Hann hefur nú lokið þriðju Rocky
myndinni. Fyrri myndimar tvær
höluðu inn fjármuni og engin ástæða
er til að ætla annað en að sú þriðja geri
það líka.
Sylvester „Rocky” sagði í viötali á
dögunum að hann vildi berjast einn
boxleik. „Mér er sama þó það væri
hérna heima hjá mér. Þess vegna í
svefnherberginu. Ég er búinn að æfa
svo lengi aö ég vil gjaman sjá hvort
ég geti eitthvað.” Kvikmyndafyrir-
tækin eru ekkert hrifin af hugmyndum
Stallones um að berjast einn leik við
atvinnumann.
„Það er verið að berja nýbyrjaða
boxara daginn út og daginn inn,”
sagði fulltrúi fyrirtækis Rockys, en þaö
er bara einn sem getur leikið Rocky. ”
Stallone reyndi eins og hann gat að
fá atvinnuboxara til að leika á móti sér
í Rocky 3. Hann reyndi bæði Joe
Frazier og Ernie Shavers. „Ég var
með fjögurra spora skurð eftir
Frazier,” segir Stallone” og ég lærði
sitthvað af honum.” Um Shavers segir
hann: „Það er Emie Shavers sem
kenndi mér þaö í eitt skipti fyrir öll að
ég get ekki lifaö án lungnanna. Hann
baröi lungun næstum úr mér.” Þessir
atvinnumenn eru svo vanir því að
berja menn í klessu að þaö þýðir ekki
aö biöja þá um aö halda aftur af sér.”
Aö lokum fann hann náunga sem
kallaöur er Herra T. Sá var lífvörður
boxaranna Muhammed Ali og Leon
Spinks.
Stallone á vart orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni á Herra T. Hann hefur eina
góða sögu af samskiptum þeirra er
þeir voru að leika boxsenu í Rocky 3. „1
lokalotunum bað ég hann um að berja
svolítið fast, til að þetta yrði raun-
verulegt. Herra T. æstist allur upp,
enda 6 þúsund manns i salnum, og ég
hélt hreinlega að hann ætlaði að ganga
frá mér. Eg var með verki í 2 vikur
eftir senuna.” Ekki furða því að
Stallone mátti þola nefbrot, rifbeins-
brot og meiðsli á hnakka eftir upptök-
urnar!
Gledjistallirgumar:
Grístvöer
á leiðinni
Jaja, þá er búið að gera annan hluta
Grease. Auðvitað, framleiðendur
Grease græddu 181 milljón dala þannig
að vitaskuld varð aö gera aðra mynd.
Að sögn þeirra sem hafa séð seinni
myndina er hún enn verri en hin fyrri.
En þaö þýðir víst ekki að segja
Travolta aödáendum að myndin sé
léleg.
1 stað Travolta er kominn maöur
nokkur, ákaflega likur Nonna Trafala.
Sá heitir Maxwell Caulfield og er
tuttugu og tveggja ára gamall. 1 stað
Olafíu er komið sápuauglýsingamódel
Morgunblaðsins sjálf Michelle Pfeiffer
en hún er ægifögur eins og þeir sem séð
hafa sápuauglýsinguna á baksíðu
sunnudagsblaös allra landsmanna
getavitnaöum.
Söguþráöurinn í Grease 2 er eitthvað
á þessa leið: Enskur strákur kemur í
Rydel skólann. Hann er náttúrlega
ekki í T-Bird genginu og því verður
hann aö grípa til annarra ráða.
Tjallinn atarna er auðvitað Caulfield
sjálfur. Til að ota sínum tota slær hann
um sig með tilvitnunum í Sjeikspír og
aukinheldur lætur hann líta svo út að
hann sé breska útgáfan af mótorhjóla-
gæjanum E vel Knievel.
Að sögn kunnugra stendur tónlistin
töluvert að baki tónlistinni í Grease en
dansatriðin munu vera nokkuð vel úr
garði gerð enda leikstjórinn Patricia
Birch, sjálf dansmeistari. Eins setja
aukaleikarar eins og Loma Luft, Sid
Ceasar, Connier Stevens og Tab
Hunter skemmtilegan svip á myndina.
í stað Travolta og Newton-John eru
komin Maxwell Caulfield og Michelle
Pfeiffer í Grís.
V M&m****•-
Halga Jónsdóttír i hlutverki þingkonunnar.
Seltjamarnes, miðvikudagur 8.
september, Taka myndarinnar, Á
hjara veraldar, er í f ullum gangi.
Leikstjórinn Kristin Jóhannes-
dóttir leggur leikaranum Amari
Jónssyni linurnar. Sigurður Pálsson,
aðstoðarleikstjóri grípur gjallar-
hornið: „Tilbúin í töku? Hljóð?”
„Gengur er svarað — ,Jdynd?” —
„Gengur, merkja! ”
Sigurður gengur fram fyrir
myndavélina með klapptré á lofti:
,3cene seven, slate one-forty, take
one”. Klapp! „Action”. Taka er
hafin.
Amar Jónsson liggur á grúfu.
Háriö litað rautt, frakkaklæddur.
Hann rís hægt upp . Eldri maður er
skammt frá og slær með orfi og ljá.
Arnar dregur byssu upp úr vasa
sinum, miðar rólega og skýtur .. .
„Kött” kallar leikstjórinn., Jlvemig
varhúnhjá þér?”
Blaðamaður DV heimsótti
kvikmyndatökuf ólkið á dögunum þar
sem það var að störfum á Selt jamar-
nesi rétt við golfskálann.
Kristín Jóhannesdóttir, leikstjóri
myndarinnar og aðstoðarmaður
hennar, Sigurður Pálsson, voru innt
eftir því þvernig tökur heföu gengið.
Þau voru mjög ánægð. Sögðu að
hópurinn væri prófessíonal og mjög
samstilltur. Eins hefðu þau verið
með ólíkindum heppin með veður.
Raunar svo heppin að er þau vom við
kvikmyndatöku við Skaftárósa kom
besta veður í 34 ár. Og staðurinn
skartaði sinu fegursta, eða eins og
Sigurðurlýstiþví: „Panórama.tveir
jöklar, hafið, ströndin og sunnan-
vindamir.”
Kvikmyndin hefur verið tekin í
Reykjavík á Seltjarnamesi, við
Skaftárósa eins og áöur segir, auk
þess sem kvikmyndafólkið drap
niður fæti á bernskuslóðum föður
Kristínar i öxnadalnum og víðar.
Taka myndarinnar er vel rúmlega
hálfnuö. Hlé verður gert á tökum 15.
september en þráðurinn tekinn upp
að nýju er vetur konungur hefur
■■