Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 15
DV. MANUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
15
x *
Ætla mætti að verulega brenglað fólk
hefði hér um vé'.að.
Sé ákveðinnar framkvæmdar þörf
vegna almenningsheilla, hafi lög-
gjafinn eða framkvæmdavaldið gert
um það samþykkt, liggi hin pólitíska
ókvörðun fyrir (og greinargerð þar um
lögð fyrir dómstólinn), sé um
hagkvæmustu og ódýrustu lausnina að
ræða samkvæmt útreikningi til þess
bærra sérfræðinga — ef öllum þessum
skilyrðum er fullnægt, er þá ekki
einmitt dómstóll rétti aöilinn til að
skera úr um eignarnám? Að mínu áliti
tvimælalaust. Dómstóll sem fær er um
að meta bætur fyrir fjámámiö, er
auövitað ekki síður fær um að meta
hvort þess er þörf eða ekki. Fullyrðing
G.G. Sch. stangast einnig á við þá
almennu reglu að löggjafinn gefi hina
almennu reglu, en dómsvaldið skeri úr
umhið einstaka.
Réttindi og skyldur
Samfélagið getur engin réttindi
tryggt borgurunum nema borgaramir
í heild standi aö baki sem endurtryggj-
andi. Því meiri réttindi sem sam-
félagið tryggir borgurunum, því meira
verður það að heimta af borgumnum í
staðinn. Velferöarríkið hlýtur því aö
enda sem kjúklingabú. Þess vegna ber
að byggja Mannréttindaskrána þannig
upp að jafnan haldist í hendur réttindi
og skyldur. Samkvæmt stjómar-
skránni mætti ætla aö borgaramir
heföu engarskyldur nema landvamar-
skylduna. Skattyfirvöld sem með-
höndla gjaldendur sem sláturpening
eru samt ekki á sama máli.
Skúli Magnússon.
Ríkisborgararéttur
Næsta grein (sú 68unda) kveður á
um að enginn útlendingur geti fengið
ríkisborgararéttindi nema með lögum.
Þetta ákvæði er fráleitt. Stjórnarskrá
og lög eiga aöeins að kveða á um þau
skilyrði sem útlendingur verði að
uppfylla til aðgetagerstríkisborgari .
Það ákvæði í lögum að skylda útlend-
inga til að breyta um nafii hlýtur að
vera brot á allri meignhugsun um
persónurétt.
Rétturínn til
lífsins
Frumréttur einstaklingsins hlýtur
aö vera réttur hans til lífsins. Hann er
grundvöllur undir öllum ööram rétti.
Lík t.a.m. getur ekki notfært sér rétt til
málfrelsis. Samt sér stjórnarskráin
ekki ástæðu til að skilgreina þennan
frumrétt.
Samkvæmt t.a.m. almannatrygg-
ingalögum er fóstur eða ófætt barn
persóna að lögum (barnið getur öðlast
réttindi áður en það fæðist) Þar af
leiðir að af hreinum „júrískum”
ástæöum hlýtur barnið að hafa
lagalegan rétt til verndunar gegn
„fóstureyðingum”. „Fóstureyðingar”
geta því ekki veriö einkamál móður.
Er furöulegt að enginn skuli hafa
komið auga á þetta atriöi. Þarf aö
útskrifa fleiri lögfræðinga?
Lög (barnalög) munu nú hafa bætt
veraleg úr. En það breytir því ekki aö
skilgreina þarf rétt barna, einnig
gagnvart foreldrum sínum. Hvers rétt
þarf að skilgreina og vernda ef ekki
lítilmagnans?
Eignaupptaka
Enn um eignarrétt. Samkvæmt 67u
grein má ekki taka eign af manni
(land) nema almenningsheill krefjist
eöa lagafyrirmæli bjóði. Það flokkast
undir almenningsheill að leggja verður
vegi um landið. Þess vegna getur
enginn hindrað vegagerð í skjóli
eignarréttar. Þetta er sjálfsagt. Þurfi
hins vegar að taka land eignamámi
eða þess sé talin þörf, t.d. vegna virkj-
unar, verður að semja lög þar um.
Gunnar G. Schram ritar (á bls. 83 í
„Stjórnarskrá Islands”): „Dómstólar
eru hins vegar ekki bærir að dæma um
það atriði (hvort þörf sé fyrir hendi aö
taka land eöa aðra eign eignamámi).
Verður eignarnámsþolinn að una mati
löggjafans í þessu efni.” Ekki fylgir
rökstuðningur, enda um alþýölega
handbók aö ræða, en ekki fræðilega
greinargerð.
VeRZLUNRRBRNKINN