Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1982, Blaðsíða 13
DV. MÁNUDAGUR13. SEPTEMBER1982.
13
stendur svart á hvítu hvað má, og hvaö
máekki.
Því má bæta við að um skeið
stjómaði Palme Svíþjóð með þingtöl-
unuml75:175. Þaögekk.
Hvaðarbrýn
nauðsyn?
Okkar ónýta lögfræði- og dómstóla-
kerfi hefur auðvitaö skilið eftir sig
sviðna jörö. I okkar eldgömlu stjómar-
skrá er heimilað að gefa út bráða-
birgðalög „þegar brýna nauðsyn ber
til”. Hvað er svo „brýn nauðsyn”?
Menn hafa túlkað það eftir hentug-
leikum, og við það hefur aldrei verið
gerð athugasemd. Viðreisnarstjómin
var sennilega allra stjórna verst í
þessum efnum. Ég held að Ingólfur á
Hellu hafi einhvern tímann gefið út
bráöabirgöalög um graskögglaverk-
smiðju í túninu heima hjá sér — og sáu
menn nú ekki, hvaða brýna nauösyn
bar þar til. En dómstólamir hafa verið
sljóir og frumkvæðislausir í þessum
e&ium sem öðmm — þess vegna er
kerfið eins og það er, og þess vegna
getur dr. Gunnar hagað sér eins og
hann gerir.
Tveir menn
I dr. Gunnari Thoroddsen búa tveir
menn, eins og kannski í okkur flestum.
Annar er sjarmörinn sem myndaði
stjórnina. Sá var nokkuð góður, gerði
súrrandi grín að kerfinu, og einkum og
sér í lagi að sitjandi fomstu Sjálf-
stæðisflokksins. Þá tókst honum
nokkuö vel upp. Við höfum engar
sterkar lýðræðishefðir eins og til
dæmis eru til staðar í Bandaríkjunum.
Fólki, og það á ekki síst við um fjöl-
marga fylgismenn Sjálfstæðis-
flokksins, virðist vel líka, þegar
Alþingi er gert svoh'tið hlægilegt,
þegar ráðin eru tekin af því með einum
eða öðmm hætti. Það geröi dr. Gunnar.
Geir og Olafur Einarsson tuðuðu um
virðingu Alþingis, stjórnarskrána og
þingræðið, eins og þeir eru vanir. Dr.
Gunnar myndaði hins vegar stjórn.
Eitt var stórmerkilegt viö skoðana-
kannanir sem birtar vora skömmu
seinna. Það var það fylgi sem þær
sýndu að dr. Gunnar hafði meðal
fylgismanna Sjálfstæöisflokksins. En
þetta á sér einfalda skýringu. Sjálf-
stæðisflokkurinn er í eðh sinu alls ekki
.Jíberal” flokkur. Hann er þvert á móti
valdbeitingarflokkur. I flokknum er
rík hneigö hjá afar mörgum að dást að
valdi og beitingu, jafnvel misbeitingu,
valds. Aðdáun afar margra á dr.
Bjarna Benediktssyni var einmitt af
þessum skóla. Þennan leik lék dr.
Gunnar vel, og þess vegna verkuðu
Geir og Olafur Einarsson svo fíflalega
á fólk, sem raun ber vitni. Dr. Gunnar
var ekkert að velta fyrir sér
einhverjum fræöikenningum um
lýðræðið, þingræðið, stjórnarskrána og
viröingu Alþingis. Hann einfaldlega
beitti valdi. Það dugði honum.
En i dr. Gunnari býr annar maður.
Það er Kröflu-Gunnar. Það er
maðurinn sem á árum áður rústaði
fjárhag Reykjavíkurborgar, skildi við
fjárhag ríkissins í molum á miðju
viðreisnartímabilinu og bar enn síðar
ábyrgð á virkjun Kröflu. Menn em
fljótir að gleyma. En ef menn hugsa
sig aðeins um, þá muna menn að þaö
var sko enginn sjarmör sem varði
VilmundurGytfason
Kröfluvirkjun í sjónvarpi. Þar fór
hrokafullur kerfiskall, sem bar ábyrgð
á einhverjum skelfilegustu mistökum
íslenskrar atvinnusögu, göslaðist samt
áfram og leit ekki til hægri eða vinstri.
Kröflu-Gunnar
Og hætta dr. Gunnars felst í því, að
þegar hann á að fara aö verja bráða-
birgðalögin, þá komi upp í honum
Kröflu-Gunnar. Lagahefðimar em
auðvitað veikar, Geir og Olafur eins og
þeir era. Á þetta verður spilað. Sjálf-
stæðisflokkurinn verður settur upp við
vegg. I bráðabirgöalögunum felst ein-
faldlega að hátt í tveir milljarðar
króna eru fluttir frá launafólki til
fyrirtækja. Ætla fyrirtækjamennirnir í
þingflokki Sjálfstæðisflokksins að
igreiða atkvæði gegn því? Og hvemig
ætla þeir að verja þaö fyrir sinum
samherjum? Það á líka eftir að koma í
ljós.
Og annað gæti dr. Gunnar gert — og
er vís til þess að gera. Hann gæti látið
fyrsta desember líða hjá, án þess
bráðabirgðalögin hafi verið samþykkt.
Þá bíður hann eftir jólaleyfi — og gefur
út ný bráðabirgðalög. Þá mun einhver
bombuspyrilhnn á fréttastofu útvarps-
ins spyrja hvort þetta sé nú ekki
elginlega stjórnarskrárbrot. Og dr.
Gunnar mun svara og segja: Ja,
stjómarskrárbrot og stjómarskrár-
brot ekki. Einhver veröur að stjóma
landinu! Geir og Ölafur G. munu halda
ræðumar sínar um virðingu Alþingis.
Þetta hefur margoft gerst áður ein-
hvem veginn s vona.
Ættiað vera
Áhyggjuefnið ætti að vera, að þaö
eru ótrúlega margir sem dást að
þessum vinnubrögöum, ekki sístmeðal
fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Þaö
er þessi kennd: Aödáun á vald-
beitingu , aðdáun á þeim, sem leikur á
hiðkjörna vald.
Ég þykist viss um aö dr. Gunnar
ætlar sér að leika leikinn einhvem
veginn svona. Hann spilar á þá
staðreynd, hvað lagaheföirnar em
veikar, og að fólkið í landinu ber htla
virðingu fyrir lögunum, af ofureðli-
legriástæðu.Dæmiumtrikkin ,rughö,
er útvarpsviðtal í fyrri viku. Dr.
Gunnar sagöist ekkert mundu kalla
þingiö saman th þess að fjaha um
bráöabirgðalögin, því fylgdi bara
aukakostnaður. Menn skyldu hugleiöa
hvað mörgum er driUað, þegar for-
sætisráöherrann talar af þessari lítils-
virðingu um hið þjóðkjörna þing. Fyrir
utan nú það, að þetta er rangt af þeirri
einföldu ástæöu, að þingmenn em
launaðir allt árið og stöðugt á ferðinni,
svo þetta heföi ekki kostaö eina krónu
aukalega!
Dr. Gunnar sagði einnig að það væri
meirihluti í stjórnarskrámefnd (1)
fyrir afnámi deUdarskiptingar! So
what? Þetta er auðvitaö tómt rugl,
slíkar breytingar, ef hiö þjóökjörna
þing (og ekki vinnuhópur dr. Gunnars)
samþykkir þær, koma til framkvæmda
eftir kosningar, og koma stöðu núver-
andi rUcisstjómar ekkert við. En vald-
beitingarmönnum, sem líkar þegar
leikið er á lýðræðiö (sbr. grein Sig-
jurðar A. Magnússonar í næstsíðasta
[Helgarpósti) feUur vel ósvífni dr.
Gunnars. Og því stjórnlausara sem
jástandið verður, þeim mun meiri þörf
iverður fyrir sterka manninn, þeim
'mun stjórnlausara sem þingiö virkar,
jþeim mun betur hður dr. Gunnari í
stöðunni. Og öUu valdbeitingar-
fólkinu, HeimdeUingunum, Sigurði A.
Magnússyni, er drUlað. Þetta er fólkið
sem hefur þörfina fyrir sterka
manninn, vUl hafa eitthvað til þess að
dást að og trúa á.
Ég spái því einfaldlega að þetta sé
leikurinn sem dr. Gunnar ætlar að
leika. Sjálfum finnst mér þessi leikur
andstyggilegur, mér finnst að spilað sé
á lægstu hvatir þjóðarinnar. En ég veit
að það eru margir sem verða til þess
að dást! Ég veit líka að Geir og Olafur
koma til með að verða heldur haUæris-
legir, og ég veit ennfremur að
aðdáunin á valdinu, þörfin fyrir hin
póUtísku trúarbrögð, er ekki sist tU
staöar meöal fylgismanna Sjálfstæöis-
flokksins.
Því er það svo að ef þetta kerfi dr.
Gunnars bUar, þá verður það vegna
þess að fólk eins og Guðrún Helga-
dóttir og Guðmundur J. Guðmundsson
fá nóg, og neita að láta nota sig.
Sannið tU.
Yílmundur Gylfason.
„Og hætta dr. Gunnars felst í því, að þeg-
ar hann á að fara að verja bráða-
birgðalögin, þá komi upp í honum Kröflu-
Gunnar. Lagahefðimar eru auðvitað veikar,
Geir og Ólafur eins og þeir eru. Á þetta verður
spilað. Sjálfstæðisflokkurinn verður settur upp
við vegg.”
Svarviöathugasemd forstöðu-
manns Póstgíróstofunnar
hér á Vestf jöröum, þá hefði mismunur-
inn verið 24 miUjónir, sem leunafólk,
hefði hagnast á ávöxtuninni sam-
kvæmt Vestfjarðasamkomulagi miðað
við Póstgíró.
Vísvrtandi ósannindi
hjá Gunnari .
Það em því vísvitandi ósannindi hjá
Gunnari, þegar hann reynir að telja al-
menningi trú um að farið hafi verið
frjálslega með tölur í þessum útreikn-
ingum. Staðreyndirnar tala sínu máli
og þeim verður ekki breytt þó undan
þeim svíði sums staöar.
Hitt vitum við báðir, og líklega for-
stöðumaðurinn betur en ég eða ætti
a.m.k. að vita betur, að af ótrúlega
stórum hópi launafólks hefur orlofsfé
ekki verið greitt inn til Póstgíró. Og af
hverju skyldi það vera?
Það ætti forstöðumaðurinn að ihuga.
Þaö skyldi ekki vera að höfuöástæðan
væri óánægja launafólks með lélega
ávöxtun orlofsfjárins hjá Póstgíró.
Kátbrosiegt
yfirkiór
Hún er kátbrosleg sú tilraun, sem
forstöðumaðurinn gerir til þess aö
reyna aö breiða yfir hversu gífurlegar
fjárhæðir það em sem Póstgírókerfið
hefur í raun og veru haft af launafólki
með lélegum vaxtakjörum. I því sam-
bandi nefnir Gunnar tvær tölur um út-
borgað orlofsfé hjá Póstgíró sl.
orlofsár og vexti af því, sem segja í
raun ekki neitt um hinn raunvemlega
mismun á ávöxtuninni milli hinna
margnefndu tveggja kerfa. Varðandi
þetta yfirklór forstöðumannsins á lik-
lega við hið foma spakmæli, að allt sé
hey í harðindum og sumir leyfa sér
einum um of i trausti þess aö almenn-
ingur átti sig ekki á staðreyndum.
Þriðja leið-
rótting Gunnars?
I lok athugasemda forstöðumanns-
ins, kveinkar hann sér undan því, að
undirritaöur skyldi í spumingarformi
beina þvi til félagsmálaráðherra
Svavars Gestssonar, eins hinna sjálf-
skipuðu í brjóstvöm launafólks, hvort
ekki væri rétt að leggja niöur orlofs-
deild Póstgíró og færa þá starfsemi til
banka og sparisjóða, eins og nú er gert
hérvestra.
Gunnar segir orðrétt um þetta:
„Og telur Karvel að spara megi með
því tugi milljóna.”
Ekki hefur forstöðumaöurinn nú
alveg rétt eftir mér þama, því inn í
tilvitnunina vantar orðið liklega og
breytir það nokkra, og sýnir einmitt
mína varfærni og hógværð, að vera
ekki meö fullyrðingar, sem ekki fá
staðist. En einhverra hluta vegna,
ekki veit ég hverra, hefur forstöðu-
maöurinn kosið að sleppa þessu orði
úr, og er þaö hans mál, en gefur vís-
bendingu um hugarfarið.
En áfram heldur Gunnar og segir að
kostnaður við orlofskerfið hafi veriö sl.
ár kr. 5.120.000.- og ekki skal það
vefengt. Síöan heldur Gunnar áfram
og segir ekkert liggja fyrir um það
hver mundi vera kostnaður banka og
sparisjóöa ef þeir sæju um þessa starf-
semi en áreiðanlega hlyti hann að
verðaeinhver.
Og svo í lokin segir forstöðumaður-
inn, eins og alltaf heyrist hjá smá-
kóngaveldinu í kerfinu, sé talað um að
draga úr rekstri hins opinbera, að það
sé hæpiö að tala um sparnað ef einung-
is eigi aö flyt ja kostnað á milli staöa.
Það má spara
minnst þessar
5 miiijónir
Varðandi þessar hugleiðingar for-
stöðumannsins, skal tekiö fram aö þaö
er augljós sparnaður í því fólginn að
þurfa ekki að reka sérstaka stofnun
með öllu sem þvi fylgir til að annast
þetta verkefni en fela það þess í stað
stofnunum, sem starfandi em fyrir og
annast aðra álika þjónustu, þó svo eitt-
hvað þyrfti fyrir hana að greiða, sem
ekki er a.m.k. enn sem komið er. En
fimm milljónir era líka peningar og sé
hægt að spara þær, eins og undirrit-
aður er sannfærður um, þá á að gera
þaö. Og vissulega mætti spara margar
fimm milljónir og ríflega það víða í
ríkiskerfinu og þannig létta skatt-
greiðslur almennings.
Því það er nú einu sinni svo, að alltaf
er það almenningur sem borgar
reikninginn.
Kerfið segir
aHtaftiisin
En alltaf kemur þaö sama upp eins
og nú með forstöðumann Póstgíró, að
þó flestir séu sammála um að spara
megiíríkiskerfinuánþessaðþaðkomi j
niður á þjónustu við almenning nema
síöur sé, þá rísa alltaf upp forsvars-
menn smákóngaveldisins og telja af og
frá að unnt sé að spara nokkuð með
breytingu á umsvifum þess lénsveldis,
sem þeir telja sig eiga yfir að ráöa.
Tala nú ekki um gerist nokkur svo
djarfur eins og í þessu tilfelli, að vilja
sparnað með því að leggja niður stofn-
un, sem þó viröist orðin óþörf. Á slikt
má aösjálfsögöu ekki minnast.
Að síðustu þetta
Það er ekki af vonsku við forstöðu-
mann Póstgíróstofu eða hans starfs-
fólks sem undirritaður telur að leggja
megi niöur starfsemi þeirrar stofnun-
ar. Það er einungis um aö ræða að sú
þróun er orðið hefur gerir það kleift
að spara þann kostnaö sem þarna er
um að ræða, og auðvitaö er það krafa
skattborgara þessa lands, að ekki sé
verið að eyða fjármununum í rekstur
stofnunar, sem í raun og veru er orðin
óþörf.
En vel á minnst, meðan stofnunin er
ofar moldu eru það vinsamleg tilmæli
til forstöðumannsins að hann beiti á-
[ hrifum sínum í þá átt aö stofnunin
j gegni þeim skyldum sem á hana hafa
j verið lagðar og sinni þeim innheimtum
j við vangreitt orlofsfé síðasta orlofsárs
• semhenniber.
Á það virðist því miður skorta aö því
er Vestfirði varðar.
Bolungarvik, 30. ágúst 1982
Karvel Pálmason.
Jfc „Hún er kátbrosleg sú tilraun, sem for-
^ stöðumaðurinn gerir til þess að reyna að
breiða yfir hversu gífurlegar fjárhæðir það
eru, sem Póstgírókerfið hefur í raun og veru
haft af launafólki með lélegum vaxtakjörum.”