Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 1
DAGBLAÐIЗ VÍSIR 209. TBL. — 72. og 8. ARG. — MIÐVIKUPAGUR 15. SEPTEMBER 1982. DR. KRISTJAN ELDJARN LATINN: Dr. Kristján Eldjárn, fyrrum for- seti íslands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Cleveland í Ohio í Bandaríkjunum um klukkan átján í gær að islenskum tíma. Hann var 65 ára. Dr. Kristján hafði haldið utan fyrir um hálfum mánuði til lækninga. Gekkst hann undir níu stunda hjarta- aðgerð í fyrradag. Hann gegndi æðsta embætti þjóð- arinnar um tólf ára skeið, á árunum 1968tU1980. Hér fer á eftir ávarp frá forseta íslands, Vigdisi Finnbogadóttur, vegna fráfalls dr. Kristjáns Eld- járns: „Hryggð mín við fráfall dr. Kristjáns Eldjárns, fyrrverandi for- seta íslands, er dýpri en ég fæ tjáð i orðum. Vér íslendingar, hver og einn, höfum misst mikinn og mætan vin. tslensk þjóð sameinast i söknuði og horfist í augu við örlög, sem kallað hafa „svo vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag.” Dr. Kristján Eldjárn fæddist að Tjörn í Svarfaðardal 6. desember árið 1916. Foreldrar hans voru Þór- arinn Eldjárn, bóndi og kennari, og kona hans, Sigrún Sigurhjartar- dóttir. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1936. Var hann þvi næst við nám í Kaupmannahafn- arháskóla til ársins 1939. Mag. art. próf tók hann við Háskóla íslands árið 1944. Dr. Kristján Eldjám (1916-1982). Hann var skipaður þjóðmin javörð- ur árið 1947. Því starfi gegndi hann til ársins 1968 er hann var kjörinn þriðji forseti íslenska lýðveldisins. Doktorsritgerð varði hann árið 1957. Eftirlifandi kona hans er frú Hall- dóra Ingólfsdóttir Eldjárn. Þau eign- uðust f jögur böm. -KMU. - sjá svipmyndir af og leiðara á bls. 12 „VÉR ÍSLENDINGAR, HVER OG EINN, HÖFUM MISST MIK- INN OG MÆTAN VIN” —segir forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, í ávarpi vegna fráfalls fyrrum forseta íslands Grace furstafrú og fjölskylda hennar dvaldi nýlega á íslandi eins og fram kom i fréttum. Myndin var tekin er furstahjónin komu til Bessastaða. Grace furstafrú lést af völdum bílslyss — sjáerl.fréttirbls.9 Gemayel, nýkjörinn Líbanonfor- seti myrtur —sjá erl.fréttirbls.8 lolíuleitíFlatey —sjá bls. 2-3 Sáralítið fannstaf þorsk- ogýsuseiðum — Ijóst að árgangur 1982 verðurafarlélegur — sjábls.4 Hvað erJC? — sjá Dægradvöl bls. 36-37 Hvað verðurum áfengisútsölu Skagamanna — sjá lesendabréf bls. 16-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.