Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 2
2
DV. MIÐVKUDAGUR 15.SEPTEMBER 1982.
Björg og Hreinn handlékn oliutunnumar, sem að likindum geyma rússneska olíu—allavega enn sem komið er.
Sesselja Jónsdóttir er ráðskona
hópsins og vildi hún ekld viðurkenna,
að bormenn væru matvandir. „Við
þorum ekki að kvarta, því að þá er
hún vis til að byrla okkur eitthvert
helvítis eitur,” sagði þá Hreinn og
glotti við, en hann og Sesselja era
hjón.
IOUULEITIFLATEY
— Skyldi finnast olía í setlögunum undir Flatey?
„Við kunnum Ijómandi vel við okk-
ur hér í Flatey, ekki síst vegna þess
hvað hér er friðsælt og stresslaust
umhverfi. Til að byrja með hoföum
við ekkert útvarp, sjónvarp sjáum
við ekki og engin dagblöð hafa borist
enn sem komið er. En aðbúnaðurinn
er góður og okkur líður vel,” sagði
Sigurgeir Ingimundarson, verkstjóri
hjá Jarðborunum rikisins, þegar við
ræddum saman yfir kaffibolla úti í
Flatey á Sk jálfanda á laugardaginn.
Sigurgeir hefur verið í Flatey
síðan á fimmtudaginn, ásamt Hreini
Sigurgeirssyni, Gunnari Hólm,
Björgu Pétursdóttur og Sesselju
Jónsdóttur. Aðrir íbúar eru ekki í
eynni, en byggð þar lagðist af 1967.
Nokkrum íbúðarhúsum er þó haldið
við og gamlir Flateyingar og afkom-
endur þeirra hafa sumardvöl i eynni.
Þá hefur verið stunduð útgerð frá
eynni vor og sumur.
Finnst olía í Flatey?
Verkefni Sigurgeirs og félaga í
Flatey er að bora 400—500 m djúpa
holu með jarðbomum ,JJrífanda”,
eins og það tæki er nefnt á „fínu
máli” hjá Jarðborunum ríkisins.
Meðal starfsmanna er hann þó oft
nefndur þvi óvirðulega nafni „Hroll-
ur”, sem er tilkomið vegna þess hve
hrollvekjandi tækið var þegar það
f^st kom til starfa hjá Jarðborun-
um. Tilgangurinn með boruninni er
að kanna setlög undir eynni, sem ef
til viil hafa að geyma gasefni eða
olíu. Kjaminn úr borholunni verður
rannsakaöur af sérfræðingum hér og
í NoregL
Sigurgeir og féiagar hans, ásamt
„Hrolli” og öðrum búnaði, komu til
Flateyjar með nýja Drang. Drangur
er búinn kröftugri bómu, sem fór létt
með að sveifla „Hrolli” langt upp á
bryggju, að sögn Sigurgeirs. — Ég
komst hins vegar út í eyju fyrir til-
stuðlan Siguröar Aöalsteinssonar hjá
Flugfélagi Norðurlands. Hann útveg-
aði mér „Super Cub” til fararinnar,
en það er einshreyfils flugvél, sem
Víðir Gislason hafði öruggt taum-
hald á í ferðinni. Hentar þessi vél
sérstaklega vel þar sem lendingar-
skilyrði eru slæm, eins og á við um
Flatey. Þar var raunar ágætur flug-
völlur, aö vísu grasvöllur, en hann
hefur nú verið eyðilagður. En það er
önnur saga, sem sögð verður í DV
næstu daga.
Myrkranna á mi/fí
Bormennimir í Flatey em að
myrkranna á milli 10 daga í senn. Þá
fá þeir fri í 4 daga og fara heim.
Sigurgeir sagðist aðeins verða
nokkra daga í eynni, á meðan borun-
in væri að komast í gang, en hann
sagði aö til stæði að bæta viö bor-
mönnum, þannig að hægt verði að
taka upp vaktir. En til aö úr því geti
orðið þarf að vera völ á vönum
mannskap. Þaö þarf nefnilega æfð
handtök við ,3roll” og að sögn
Sigurgeirs þarf mannskapurinn að
vera samhentur.
Borinn er austast á eynni, nokkra
metra frá vitanum og steinsnar frá
B jargi, þar sem bormennimir búa.
Finnst olía í Flatey?
— En hvers vegna er verið að leita
eftir olíu á Skjálf anda ?
„Olía er talin myndast úr leifum
lifvera, sem setjast fyrir í seti á
sjávarbotni eða í vötnum. Þær lifver-
ur, sem leggja mest af mörkurn, eru
plöntu- og dýrasvif, en sumsstaðar
er framburður plöntuleifa af landi
einnig mikilvægur”, sagði Karl
Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur
m.a. í yfirlitsskýrslu um hafsbotninn
umhverfis Island, þar sem hann
fjallar m.a. um myndun oliu.
Allmikil lægö er á hafsbotninum
frá mynni Skjálfanda út fyrir mynni
Eyjafjarðar, að þvi er fram kemur i
skýrslu Karls. Síðan segir í skýrsl-
unni:
„Þessi þyngdarlægð bendir til þess
að nokkuð þykkt set hafi safnast i
sigdæld, sem myndast hefur í mis-
genginu. Ein mælilina Westem
Geophysical Co. fer yfir setdældina
út af mynni Eyjafjarðar. Þær mæl-
ingar sýna lagskipan og endurkast-
fleti á miklu dýpi, og gefa ástæðu til
aö ætla að setiö sé allt að 4 km á
þykkt í dældinni. Flatey á Skjálfanda
situr ofan á setdældinnL Eyjan er
hlaðin upp af basalthraunum, og sýn-
ir að basaltmyndanir hylja nokkum
hluta setsins.”
Síðan leiðir Karl rök að þeirri
ályktun, aö setdældin hafi vart
byrjað að myndast fyrr en fyrir 6
milljónum ára. Um hugsanlega olíu-
myndun í setdældinni, sem Flatey
trónir á, segir Karl:
„Þótt engar upplýsingar liggi fýrir
um gerð þessara setlaga, má athuga