Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 15.SEPTEMBER 1982. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur LÁN FRÁ LÍFEYRISSJÓÐUM — Hvað veistu um verðtryggð lán? Spumingar og svör í bæklingi LL og SAL Landssamband lífeyrissjóöa og Samband almennra lífeyrissjóöa hafa nýlega gefiö út bækling til þess aö upplýsa lántakendur um þær breytingar, sem orðið hafa á láns- kjörum hér á landi á undanfömum árum, og er þá átt við verðtryggingu lána. Bæklingur þessi liggur frammi í lánastofnunum og víðar, ókeypis fyrir neytendur. I þessum greinar- góða bæklingi eru tólf spurningar og svör við þeim. Að undanfömu hafa birst auglýsingar í blööum frá h'feyrissjóðunum og þar komið fram spurningar og svör úr bæklingnum. Þaðerástæða tilaðhvetjafólktilað kynna sér inntak bæklingsins því aö eins og segir þar: Það er álit þessara aðila aö nokkurrar vanþekkingar og jafnvel misskilnings gæti á eðli þeirra lána, sem lifeyrissjóðirnir veita sjóðfélögum sínum. Sé það að hluta skýring á þeirri miklu eftir- spum eftir lífeyrissjóðslánum, sem kemur í veg fyrir aö sjóðimir geti veitt eins há lán og vera þyrfti til þeirra, sem eru að koma yfir sig þaki í fyrsta sinn. Spurningar sem veitt eru svör við Hver er helsta breytingin frá eldri óverðtryggðum lánum? — Hvað þýðir „verötryggt” lán? — Hvernig hækka lánin miðaö við fjárfestingar einstaklinga? — Hvað kostar húsnæði miðað viö núgildandi vaxta- kjör? Hver er skattaleg meðferð vaxta og verðbóta? — Borgar sig að spara? Þetta em sex spumingar af tólf, sem svarað er í bæklingi líf- eyrissjóðanna. Einnig em sýnd dæmi um greiðslu- byrði af tveimur verðtryggðum lánurn að upphæð kr. 100.000.-, öðm til 10 ára en hinu til 20 ára. Gert er ráð fyrir að vextir séu 3% eins og algengast er núna. Ennfremur er gert ráð fyrir aö vísitalan hækki um 45% á ári. Til hliðsjónar er sýnd þróun 10.000,- kr. mánaðariauna, sem gert er ráð fyrir að hækki einnig um 45% á ári. Á eftir ársgreiðslunum er sýnd hve stórt hlutfall þær eru af mánaðar- launum. Tafla með þessum út- reikningum um greiðslubyrði af þessum tveimur verötryggðu lánum birtist hér meöá síðunni. Breytt viðhorf til sparnaðar Það hefur komið fram að breytt viðhorf em í fjárfestingarmálum þjóðarinnar. Nú em ýmsir ávöxtunarmöguleikar fyrir hendi, sem ekki vom áður. Lánskjaravísi- talan og fasteignaverð hafa hækkað svipað og því ættu menn að gefa öðmm fjárfestingarmöguleikum en íbúöarkaupum gaum. Viðhorf til spamaðar hafa breyst, nú er tryggt aö sparif járeigendur fá verðgildi aura sinna til baka og reyndar örlitla vexti að auki. Nú er ekki lengur hagkvæmt að taka mjög dýr lán til kaupa á vídeótækjum og skiðaútbúnaöi eða öðmm hlutum, sem nútímamaðurinn telur til nauðsynjavarnings. Nú ættu allir að hugleiða, hvort þeir geti ekki frestað einhverjum þörfum sínum um smá- tíma og keypt sér hlutina síðar og þá fyrir eigiö sparifé í stað þess aö taka dýrlántilkaupanna. -ÞG. Eftir greiósla ár á ári greiðsla áári mánaðar- laun 1 18.850 130.0% 11.600 80.0% 14.500 2 26.702 127.0% 16.505 78.5% 21.025 3 37.803 124.0% 23.474 77.0% 30.486 4 53.488 121.0% 33.375 75.5% 44.205 5 75.635 118.0% 47.432 74.0% 64.097 6 106.882 115.0% 67.382 72.5% 92.941 7 150.936 112.0% 95.683 71.0% 134.765 8 212.996 109.0% 135.809 69.5% 195.409 9 300.343 106.0% 192.673 68.0% 283.343 10 423.172 103.0% 273.213 66.5% 410.847 11 387.223 65.0% 595.728 12 548.517 63.5% 863.806 13 776.562 62.0% 1.252.519 14 1.098.772 60.5% 1.816.152 15 1.553.718 59.0% 2.633.421 16 2.195.615 57.5% 3.818.461 17 3.100.590 56.0% 5.536.768 18 4.375.431 54.5% 8.028.314 19 6.169.760 53.0% 11.641.056 20 8.692.959 51.5% 16.879.532 Greiðslur alls: 1165.0% 1315.0% Ágúst 1982. Hór eru sýnd dsemi um greiðslubyrði af tveimur verðtryggðum lánum að upphæð kr. 100.000,-, öðru til 10 ára en hinu til 20 ðra. ■ y v * Úr þessum fræjum vex smávaxið grænmeti, sem má líkja við ferska kryddjurt og baunir. Þetta er ræktað á fá- einum dögum og kostar fræpokinn rúmar 10 krónur. RÆKTUM GRÆNMETI Á FÁEINUM DÖGUM Grænmeti er holl fæða, sem væri efla ust neytt í mun meira mæli ef það væri ódýrara. Best er að neyta græn- metis þegar það er alveg nýtt og eru hrásalöt oftast útbúin skömmu áður en þeirra á að neyta. I Náttúru- lækningabúðinni við Laugaveg eru seldir fræpokar á kr. 10.50. Ur þessum fræjum er hægt að rækta ferskt grænmeti á 3—6 dögum. Segir á meðfylgjandi leiðarvísi að við ræktun margfaldist næringargildi og þyngd þeirra. Þar segir að vítamín - innihaldið geti aukist um 600—800% á fáum dögum, en að grænmetisins beri að neyta innan viku, því að annars fari það að tapa bragði. „Sprouting Seeds” nefnast þessi fræ og eru fáanlegar þrjár bragðteg- undir. I þeim eru öli helstu vítamín, steinefni og um 35% eggjahvítuefni. Eins og annaö grænmeti er þetta kol- vetnasnauö fæða og er því mælt með sliku, þurfi menn að halda sig við kaloríusnauða fæðu. Fræin eru auðveld i ræktun og síðan er græn- metið notað í hrásalat, út á brauö, sem matarskraut, eða til að borða eintómt. Einnig má baka það, sjóða, gufusjóða eða steikja. I Náttúru- lækningabúðinni fæst einnig matreiðslubók, sem hefur að geyma ótal rétti úr þessu grænmetí. Bókin kostar tæplega 100 krónur en hún er á ensku. Grænmetið er auðvelt að rækta í eldhúsinu Fræin eru látin í vel þvegna gler- krukku og þá aðeins sléttfull mat- skeið, því að fræii. eiga eftir að tífaldast aö rúmmáli og þyngd áður en þau eru tilbúin til neyslu. Ekki er notað lok á krukkuna, heldur grisja, sem er fest yfir með teygju. Ylvolgu vatni er hellt í og krukkan er hrist svo að öll fræin blotni. Vatninu er síðan hellt af. Þetta þarf að endur- taka t.d. tvisvar á dag eða kvölds og morgna. Best er að geyma krukkuna á hlið i eldhúsinu og von bráöar fara fræin að spíra. Ekki má láta krukkuna standa í sól eða á ofni. Þeim fræjum, sem ekki hafa spírað eftir sex daga, er hent. / Það er ágæt tilbreytni aö neyta nýrrar tegundar grænmetis, einnig er ánægjulegt að fylgjast með því vaxa. Leiðavísir sá, sem fylgir þessum fræpokum, er á ísiensku og stendur m.a. að þetta sé fullkomin heilsufæöa, sem inniheldur náttúru- legar trefjar, en þær eru mikilvægur hluti fæðunnar. -RR. AUGNHLÍFAR VIÐ ÞREYTU OG HÖFUÐKVÖLUM - MÍGREN Við höfuöverkjum, bólgum og ýms- um kvillum grípum við oft til kaldra bakstra, stundum líka í fegrunarskyni. I lyfjaverslunum og snyrtivöruverslunum fást plast- augnhlífar, sem fylltar eru með kremi (gel) eða hlaupi. Þessar augnhlífar kosta um kr. 160,- og eru bæði notaðar heitar og kaldar. Á umbúöum augnhlífanna er fólki ráðlagt að nota þær kaldar m.a. við höfuðverkjum, bólgum, þreytu, ofnæmi á mar og skrámur. Geyma á augnhlífarnar í kæli (ekki frysti) og taka bær út úr ísskápnum fimm mínútum fyrir notkun. Klútur eða grisja er lögð á húðina ogaugnhlífin á klútinn. Á augnhlífunum er góð festing, svokallaður „franskur renni- lás”. Sérstaklega eru þessar augn- hlífar góðar fyrir mígrensjúklinga og aðra, sem þjást af höfuökvölum. Köld áhrifin endast í u.þ.b. hálfa klukku- stund og er t.d. mígrensjúklingum ráölagt aö hafa tvær hlífar viö hendina, í þeim tilfellum aö mígren- köstin vara lengur en hálftíma. Þá er önnurhlífin ínotkunenhin íkæli. Þegar um heitan bakstur er að ræöa eru augnhlífarnar hitaöar í sjóðandi vatni í fimm mínútur og sami háttur viðhafður og með kaldan bakstur aö beöiö er í fimm mínútur þar til notað er, og grisja sett undir augnhlífina á húðina. Þó að þessi hlíf sé sérstaklega hönnuö fyrir augun má að sjálfsögðu nota hana á fleiri líkamshluta. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.