Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Qupperneq 7
DV. MIÐVKUDAGUR15. SEPTEMBER1982. Neytendur Neytendur Neytendur Þingað var i Þingholti um notkun flúors til varnar gegn tannskemmdum. Nokkir þátttakenda é þinginu eru hér á myndinni. DV-mynd: GVA. Vísindamenn þinga um flúor — lítið dregið úr tannskemmdum hérlendis þrátt fyrir fyrirbyggjandi starf í skólum 1 síðustu viku — eða dagana 8.-9. sept. — var haldið flúorþing í Reykjavík. Markmið þingsins var aö kynna nýjustu rannsóknir á hvernig flúor verði notaður á öruggastan og hagkvæmastan hátt gegn tannsjúk- dómum. Til þessa þings var boðað af Tryggingastofnun ríkisins, Sam- bandi ísl. sveitarfélaga, Reykja- víkurborg og Landlæknisembættinu. Þátttakendur á þinginu voru ís- lenskir vísindamenn og stjórnendur heilbrigöismála, svo og vísindamenn frá Norðurlöndum.trlandi og Banda- ríkjunum. Til umræðu var notkun efnisins flú- or á tvennskonar hátt, inntaka eða útvortis meðferð. Inntaka flúors fer fram með blöndun efnisins í neyslu- vatn, fæðu eða meö töflugjöf. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins er var- lega áætlaöur kostnaður hins opin- bera viö tannviðgerðir árið 1982 tal- inn veröa um 120 milljónir króna. Fyrir þessa upphæð mætti byggja 20 þriggja deilda barnaheimili, eöa 4 grunnskóla fyrir 500 nemendur, hvort tveggja með öllum búnaði. Eöa þá 4 stór keppnisíþróttahús. Hér er ekki talinn með kostnaður borgar- anna og öll þau óþægindi sem af tannskemmdum stafa. WHO mælir með flúorbætingu neysluvatns Tugir milljóna manna um víða veröld neyta nú vatns í fæöu með auknu flúorinnihaldi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með flúorbætingu neysluvatns. Bandaríkjamenn hafa um 50 ára reynslu af flúorblöndun. A Irlandi var flúorbæting neysluvatns lögboöin fyrir um tuttugu árum. Útvortis flúormeðferð fer fram með flúorburstun, skolun eöa pensl- un. Hafa Danir til að mynda lagt mikla áherslu á slíka flúormeðferð og nær tekist aö útrýma tannskemmdum í skólabörnum á þann hátt. Þrátt fyrir mikið fyrir- byggjandi starf tannlækna í gcunn- skólum hér á landi og aukna al- yienna fræðslustarfsemi virðist lítið draga úrtannskemmdumhérlendis. Drykkjarvatn er hér mjög flúor- snautt og hefur getum verið aö því leitt að samband kunni að vera á milli þess og hinna miklu tann- skemmda. Á flúorráðstefnunni skiptust' menn á gagnlegum upplýsingum og þekkingar, var aflaö um gildi flúors fyrir heilbrigöi tanna. Á grundvelli þeirrar þekkingar verða væntanlega teknar ákvarðanir um framtíðar- stefnu Islendinga í tannvemdar- málum. -ÞG. Smáhlutir í skápum allir á snúningsdisk — þá eruílátin auðfundin ,,Hvar er sósuliturinn, ég hélt að hann væri hér einhvers staðar.” Þetta verður mörgum að orði er þeir líta í eldhússkápinn og færa til krukkur, flöskur og glös, til að sjá þau ílát, sem em innarlega í skápnum. Þetta vanda- mál er úr sögunni ef hafður er „snúningsdiskur” inni í skápnum. A þá er ýmist raðað kryddi, í mat- vöruskápum eða þvottaefnum þar sem þau em geymd, eða hverju sem geymt er í eldhússkápum. Þá þarf ekki lengur að færa hlutina til, disknum er snúið og úrvalið í skápnum kemur í ljós. Þessir snúningsdiskar em úr plasti og eru þeir framleiddir í Þýskalandi. Einn diskur kostar 55 krónur en tveir saman með súlum á miili kosta 85 krónur. Diskarnir em fáanlegir I allavega litum og fást í flestum búsáhaldaverslunum. -RR. Tveir snúningsdiskar kosta 85 krónur. Hlutimir aru mun aflgengílegri á plötu sem snýst, en á stórri hillu, þar sem aðeins sást i fremstu glösin. 7 CITRC VARAHI Frambretti — grill — svuntur — stuðarar — húdd — framhurðir — afturhurðir — afturbretti — skuthurðir — hemladiskar — hemlaklossar — kúplingsdiskar — kúp- lingspressur í GS, GSA, CX. 5ÉRA LUTIR , Driföxlar (hjöruliðir) — hjólalegur — stýrislegur — spindilkúlur — klafa- fóðringar — ballansstanga- fóðringar. Allt í pústkerfið í GS og GSA og margt fleira. E.ÓSKARSSOn. ^ SKEIFUNNI5 SÍIVII 33510 OG 34 504 REYKJflVÍK j ÞESSI JEPPABIFREIÐ ER TIL SÖLU Tegund: Willys Ren&gade árg. 1978 C. J. 7 Vél 6 cyl., 258 cub., Uppl. í sima 91-34203 miðvikudag, fimmtudag og föstudag milli kl. 17 og 21. ^ 1 Breidd 120 cm Verð frá 2500 fA A A A A A ÍU. Húsgagnadeild _ J|i| _____________________ Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 -j'jum.rn unnuuuuuuiiHh ÓDÝRAR BÓKAHILLUR fáanlegar úr eik og teak ogfuru Stærð: Hæð 190 cm Dýpt 26 cm Breidd 60 cm Verðfrá 1460 Breidd 90 cm Verð frá 1680

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.