Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1982, Side 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 15.SEPTEMBER 1980. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Frá heimsókn furstafjölskyldunnar í Mónakó til tslands sl. snmar. Taliö frá hægri: Vigdis Finnbogadóttir, forseti tslands, Grace furstafrú, Karólina prinsessa, Rainier fursti og Albert prins. Grace furstafrú fórst af Grace furstafrú af Mónakó, sem á sínum tíma sneri baki viö stjömu- himni Hollywood til þess aö giftast einum af furstum Evrópu, andaðist á sjúkrahúsi í gærkvöldi vegna meiösla sem hún hlaut í bílslysi á mánudaginn. Læknar höfðu þá í hálfan annan sólarhring barist fyrir lífi hennar, en fengu ekki við neitt ráöiö. Banameiniö er sagt vera heila- blæðing. Furstafrúin haföi mjaðmar- brotnaö, viöbeinsbrotnað og rif- brotnað þegar hún missti stjórn á bifreið sinni á krókóttum veginum í bröttum brekkunum á leið til Mónakó. — En hún hafði í fyrstu ekki verið talin í neinni lífshættu. Þjóðarsorg ríkir í furstadæminu. Spilavítunum var lokað í nótt vegna fréttarinnar. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað vegna hugsan- legrar umferðarteppu sem búast má við af samansöfnuöi syrg jenda. Furstafrúin var dóttir írsks inn- flytjenda í Fíladelfíu en varð heims- fræg kvikmyndastjama. Minnast menn enn Grace Kelly úr myndum eins og High Noon, Dial M For Murder, Rear Window og The Country Girl. Hún vann til æðstu verðlauna Hollywood og var meðal hæstlaunuðu leikkvenna. 26 ára gömul sneri hún baki við kvikmyndunum til þess að ganga að eiga Rainier fursta af Mónakó og helgaði sig þaðan í frá eiginmanni og fjölskyldu. — I blaðaskrifum 1956 var því spáð að hjónabandiö mundi aidrei endast og að leikkonan hefði einvörðungu gifst hinum 32 ára fursta titilsins vegna. Það átti eftir að afsannast rækilega. Saman stýrðu þau þessu smáríki, sem varð eitt af glæsilegustu afdrepum auðkýfinga og áhrifa- manna, auk glaumgosa og „þotulífs- fólks”. Fyrsta barn þeirra, Karólína prin- sessa, fæddist 1957, en ríkisarfinn Albert prins fæddist árið eftir. Yngsta barnið, Stefanía prinsessa, fæddist 1965. Stefania prinsessa var í bif reiðinni með móður sinni, þegar slysið varð á mánudaginn. Hún hlaut lítils háttar heilahristing en útskrifaöist sam- dægurs af sjúkrahúsinu. Það er talið, að hemlar bifreið- arinnar hafi bilað og að furstafrúin hafi reynt að stöðva bilinn með því aö aka honum utan í öryggisgrind- verk. Sjónarvottur, garðyrkjumaður einn, sagði að við áreksturinn hefði bíllinn (10 ára Rover) snúið alveg við á veginum og síðan oltíð nokkrar veltur uns hann stöðvaðist 40 metrum neðar á veginum. Eldur kom upp í vélarhúsi bifreiðarinnar en garðyrkjumaðurinn hafði slökkvi- tæki í sinum bíl og náði að slökkva eldinn nær samstundis. ' Guðmundur Pétursson Hann hjálpaði Stefaníu prinsessu út úr bifreiðinni, en furstafrúin haföi kastast aftur í aftursætið og urðu þau að bíða þar til sjúkraliðið var komið á vettvang en þaö náöi hinni slösuöu út um afturgluggann. Bandaríska kvikmyndastjarnan Grace Kelly stóð á hátindi frægðar slnnnr er hún giftist Rainier fursta. Hér sjáum við hana ásamt James Stewart í mynd- inni Glugginn á bakhliðinni. AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 33 Síminner 27022. Smáauglýsingar jÞverhoIti 11 Sími27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.