Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1982, Blaðsíða 19
19 DV. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER1982. LandsráO gegn krabbameini efnir i iok október til landssöfnunar. Pótur Sigurgeirsson biskup, Vigdis Finn- bogadóttir forseti og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra skipa sórstakt heiðursráð. Með þeim á mynd- inni er Eggert Ásgeirsson, formaður Landsráðsins. q v-mynd Bjarnleifur. Þjóðarátak til eflingar Krabba- meinsfélaginu Landsráö gegn krabbameini efnir til landssöfnunar laugardaginn 30. októ- ber. Féö sem safnast rennur til Krabbameinsfélags Islands og ný- byggingarinnar sem félagiö hyggst reisa yfir starfsemi sína viö Hvassa- leiti í Reykjavík. Vonast er til aö tak- ast muni aö safna 15 milljónum króna, en þaö er áætlaöur kostnaður viö fyrsta áfanga nýbyggingarinnar. Nýja húsnæöiö verður þrisvar sinnum stærra en núverandi hús Krabba- meinsfélagsins. I því veröur unnt aö efla starfsemi félagsins til muna, en þaö gengst meöal annars fyrir um- fangsmikilli krabbameinsleit. I fram- kvæmdanefnd Landsráösins gegn krabbameini sitja Eggert Ásgeirsson, Bryndís Schram, dr. Snorri Ingimars- son, Jóhannes Pálmason og Þorsteinn Pálsson. -SKJ. Verður kosin nef nd til þess að spyrja einnar spurningar? — þingsályktunartillaga Vilmundar Gylfasonar um kosningu tveggja manna nef ndar í málið „Þetta er tæknileg tillaga,” sagöi Vilmundur Gylfason, þegar hann kvaddi sér hljóös á fundi sameinaös þings í gær. Hann skýröi þar tildrög þess að hann flytur tillögu um hlut- fallskosningu tveggja manna nefndar til þess að spyrja dómsmálaráðherra tiltekinnar spumingar. Sem ráöherra getur raunar svaraö meö jái eöa neii, ef verkast vill. Spurningin er samhljóöa þeirri sem Vilmundur vildi koma á framfæri í fyrirspumartíma en Jón Helgason, forseti sameinaðs Alþingis, hafnaöi og þingheimur sömuleiðis í síðustu viku. Flutningsmaður tillögunnar kvaöst fara þannig aö eftir ráðum færustu lög- fræöinga þótt hann vissi aö hann væri aö fara í kringum þingkspalögin. Rökstuddi hann mikilvægi þess að þingmenn fengju óheftir að spyrja ráð- herra á grundvelli þingskapa og kvaö þess aðeins tvö önnur dæmi aö þing- manni hefði verið neitað um aö spyrja ráðherra formlega á Alþingi á öllum lýöveldistímanum. En þá hafi veriö spurt um persónulegarskoðanir. Jafnframt deildi Vilmundur hart á stjórn forseta viö meðferð fyrir- spumarinnar í síðustu viku og aövar- aöi hann um aö skýra rétt frá mála- vöxtum. Eftir nokkrar umræður um þingsköp var samþykkt mótatkvæðalaust aö ein umræða færi fram um tillöguna. Svo sem DV hefur greint frá áöur er spurning sú sem Vilmundur Gylfason vill fá svaraö þannig: „Hefur dóms- málaráöherra talið ástæöu til þess aö gera athugasemdir viö embættisfærslu sýslumannsins á Höfn í Homafirði hinnl8. ágústsl?” HERB. lil&i FORSTÖÐUMANN VANTAR frá og meö 1.12. ’82 á leikskólann viö Bakkaveg, Hnífsdal, Isafiröi. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 9.11. ’82. Umsóknum skal skilaö félagsmálafulltrúa Isafiröi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálafulltrúi Isafirði, Austurvegi 2, 400 Isafiröi, sími 94-3722. Hvað er Helly Hansen fatnaður? Undirhlífðarfatnaður sem hrindir allri bleytu út úr efninu þannig að notandinn er alltaf þurr innst við líkamann. Kjörorð okkar er: aldrei kalt, aldrei heitt. Mikið úrval af heilsamfestingum, stökkum jökkum, stökum buxum, luffum, sokkum, hettum. Notendur eru: allir útivinnandi, jöklafarar, snjósleðamenn skíðamenn, sjómenn, þeir sem vinna í rystihúsum í kulda og allir þeir sem er annt um heilsuna. örugg efnisatriði. Heildsölubrigðir O.H. Jónsson hf, Sundaborg 31, 82518-83144 Útsölustaðir eru: K.A.S.K. Hornafirði, K.H.B. Seyðisfirði, Versl. Brynjólfs Sveinssonar, Akureyri, Versl. Sig. Pálmasonar, Hvammstanga, Sporthlaðan, ísafirði, Hummel Sportbúðin, Ármúla 38, Hummel Sportbúðin Laugavegi 97, Vesturröst hf, Laugavegi 178. Þingho/tsstræ ti 6, sími29488. BLÁBER HF. HEL GA RFERÐIR VERÐ FRÁ 5.918,- pr. mann í tveggja manna herbergi mdivm FERÐASKRIFSTOFA, Iönaðarhúsinu Hallveigarstigl.Simar 28388 og 28580

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.