Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Qupperneq 12
12 DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982 dagblaðid-vísir Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON. . . ■ iFréttastjórar: JÓNAS H AR ALDSSON pg ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI 19. Áskriftarverð á mánuði 130 kr. Verö í lausasölu 10 kr. Helgarblaö 12 kr. Vilja vatnið í friði DV birtir í dag niöurstööur skoöanakönnunar um af- stöðu almennings til hugmyndarinnar um að bæta flúor í drykkjarvatn. Fólk hafnar þeim tillögum. Hlutföllin eru þrír gegn einum meðal þeirra, sem taka afstöðu. Niðurstöðurnar eiga að vera lærdómsríkar ráðamönn- um. Þannig gildir hiö sama um þessa könnun og aðrar kannanir DV. Varla fyrirfinnst sá maður, sem ber brigð- ur á skoöanakannanir DV. Vafalaust mun enginn vísa á bug niöurstöðunum í þessari könnun, þar sem hreinn meirihluti af úrtakinu tekur afstööu gegn flúor „bætingu” drykkjarvatns. Ráðamennirnir vita því nú afstöðu fólks- ins í landinu, ef þeir hyggjast taka ákvarðanir í þessum efnum á næstunni. Af ummælum margra í þessari könnun má ráða, aö andstaðan er hörð. Hvað þýða þessar niðurstööur annars? Þær þýða, að almenningur vill hafa vatnið sitt í friði. Ekki er að ástæðulausu, að andstæðingar flúor „bæting- ar” drykkjarvatns nefna, að íslendingar erlendis sakna tæra loftsins og vatnsins, sem hér er almennt á boöstól- um. Þetta er eitt af því, sem ísland hefur umfram önnur lönd. Fólk vill eðlilega halda í þessi náttúrugæði. Þaö hefur ekki sannfærzt af þeim rökum, að engu mundi breyta um gæði vatnsins og bragð, ef flúor yrði settur í það. Hugmyndirnar um að setja flúor í drykkjarvatnið virð- ast eiga marga formælendur á æðri stöðum. Vafalaust heföi slíkt fyrir nokkrum áratugum gengiö tiltölulega hljóðalaust í gegn. Nú nýtur almenningur þess að geta tjáð sig um hin ýmsu efni í „opnari pressu”. Nú leitar DV eftir áliti al- mennings í ýmsum ágreiningsefnum með því að spyrja fólk í skoöanakönnunum. Skoðanakönnunin um flúorinn leiðir í ljós, aö almenn- ingur mótmælir því, að hið opinbera, „Stóri bróðir”, vilji hafa puttana í hinum ýmsu málum, sem hver einstakling- ur getur sjálfur ráðið fram úr. Sú stefna er hættuleg, að hið opinbera seilist æ lengra í einkalíf borgaranna. Margir nefndu í könnuninni, að flúor væri unnt að fá svo sem í pilluformi. Flúor er í nærri öllu tannkremi. Sjálfsagt er, að menn ræði þetta mál sem mest á opin- berum vettvangi en minna á lokuðum fundum. Meðmælendur flúors eiga þess góða kosti að reka áróð- ur fyrir sínu máli. Takist þeim að sannfæra meirihlutann um, að flúor sé nauðsynlegur fyrir tennurnar, munu ein- staklingarnir gera sínar ráöstafanir. Meðan yfirgnæfandi meirihluti er andvígur flúor í drykkjarvatn, er fásinna, að ráðamenn reki puttana í vatnið og flúor „bæti” það. DV hefur nú á skömmum tíma birt niðurstöður fimm spurninga í skoðanakönnun blaðsins í þessum mánuði. Slíkar kannanir leiða ráðamenn í sannleika um mörg mikilvæg efni. Án þeirra gætu þeir slegið um sig með fullyrðingum um, að almenningur hafi þessa eða hina skoðunina, án þess að vitað sé, hvað rétt er. Án slíkra kannana gætu flokksforingjarnir og forystumenn flokksbrota haldið fram röngum staðhæfingum um fylgi sitt og liðs síns. Menn gætu þá vitnaö til þess, að þeir, „sem þeir hefðu hitt að máli nýlega”, hefðu þessa eða hina skoðunina og dreg- ið ályktanir af því um afstööu almennings. Flúormálið hefur vakið töluverða athygli eins og eðli- legt er um slík mál. Skoðanakönnunin sýnir, hvernig staðan er um þessar mundir. Haukur Helgason. Af og til berast fréttir af leynifund- um stjómarskrárnefndar og ein fréttin er sú aö nú séu stjórnmálaflokkamir (les: alþingismenn) að semja sín í milli um leiðréttingu á kjördæma- skipan landsins. Em þingmenn nú aö semja um hversu miklu misrétti skuli beitt um kosningarétt manna. Og menn hafa fundið upp alls konar tölur með samanburði. Meginatriðið virðist þó vera það að fólk í stóm kjördæmun- um eigi aö hafa minni atkvæðisrétt en hittfólkið. Það er of langt mál að rekja öll þau dularfullu rök, sem stuðningsmenn mismunandi atkvæöisréttar tína fram. En öll byggjast þessi rök á þeirri hugsun, að þar sem fólk í fámennari kjördæmum hafi minni þægindi og að- stöðu eigi það að fá meiri atkvæðisrétt. Háraídur Blöndal meiri atkvæðisrétt en t.d. Finnbogi Hermannsson, sem býr við flugvöllinn á Isafirði, (eða bjó til skamms tíma)? Ennógumþað. Afhverju ekki í forsetakosningum? Nú er því haldið fram að verið sé að endurskoða alla stjórnarskrána og þar með ákvæðin um lögkjör forseta tslands. Og þá vaknar sú spurning, hvort ekki verði að beita þar sömu kosningaréttaraðferð og við alþingis- kosningar. Ég fæ nefnilega ekki séð að fólkið úti á landi eigi að hafa minni atkvæðisrétt í forsetakosningum en í alþingiskosn- ingum. Sömu rök hljóta að gilda um báðar kosningarnar, — forsetinn býr enda á Álftanesi og hefur skrifstofur í Reykjavík, svo að Reyknesingar og Af hverju ekki í forsetakosningum? „Eru þmgmenn nú að semja um hversu miklu misrétti skuli beitt um kosningarétt manna. Hvað með Jóhann á Hornbjargi? Nú má út af fyrir sig.setja fram þá kenningu, að því fjær sem kjósandi sé valdamiöstöð, þeim mun meiri atkvæöisrétt eigi hann að hafa. (I þessari rökræðu er alltaf miðað við Reykjavík.) En þá vaknar spumingin: Af hverju á þá ekki kjósandi t.d. á Akranesi að hafa minni atkvæðisrétt en t.d. Jón í Seglbúðum, sem býr að sönnu miklu fjær og leiöir ekki þessi röksemd til þess aö það eigi jafnframt að hafa mismunandi vægi atkvæða innan kjördæmanna, þannig aö maöur eins og Jóhann á Hombjargi, sem býr afskekktastur manna á Islandi, hafi Reykvíkingar hafa mun betri aöstöðu til þess að koma erindum sínum til hans. Ég f ékk þess vegna tölfróðan mann tU Almennt hafa launþegar ekki önnur úrræði til að standa undir fjárskuld- bindingum sínum en verðmæti vinnu sinnar og því veröur að tryggja að greiðslubyrði verötryggðra lána hald- ist í hendur við sanngjarna viðmiðun kaupgreiðsluvísitölu. Sjá/fsagt réttlætismál Á sama hátt og það er sjálfsagt rétt- lætismál að menn endurgreiöi jafnmik- U verðmæti og þeir fá að láni, ásamt sanngjamri þóknun, þá er líka sann- girniskrafa að þjóðfélagið viðhaldi þeim skUyrðum, sem gerir slíkt mögu- legt, þ.e.a.s. aö lífskjörin haldist jafn- góö eða betri yfir lánstimabUið en þeg- ar lánið er tekið. Ef aöstæður um lengri eða skemmri tíma eru þannig að lífskjör fara versnandi í þjóðfélaginu, þá er sanngjamt að skuldabyrðum al- mennings sé dreift á lengra tímabil, í stað þess að hætta á greiösluþrot fólks með ófýrirsjáanlegum afleiðingum fyrir margar f jölskyldur í landinu. Frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi og flutt er af nokkmm þing- mönnum Alþýðuflokksins miðar að því að ná þessu markmiöi. Einnig er gert ráð fyrir að ákvæði frumvarpsins taki til eldrilánveitinga. Hver er reynslan Með lögum um stjóm efnahagsmála frá aprU 1979 voru gerðar gagngerðar breytingar á lánsfjármarkaði hér á landi. Ástæður þessarar lagasetningar vora eins og margir muna veralegur lánsfjárskortur vegna neikvæðra vaxta, rýmun á sparifé landsmanna, verðbólgubrask og óarðbærar fjár- festingar í steinsteypu o.fl. með vá- legum fyrirboðum fyrir þjóðarbúið, ef f ram héldi sem horfði um lengri tíma. Ljóst var þó að með tUkomu verð- tryggingarákvæða þeirra laga voru fyrirsjáanlegir ýmsir aðlögunarerfið- leikar almennings á lánsf jármarkaðin- um, þ. á m. gjörbreyttur hugsunar- háttur gagnvart skuldasöfnun þegar ekki var lengur hægt að treysta á hjálp verðbólgunnar tU að eyða skuldunum. Með tilkomu verötryggingarákvæð- anna dró þó lítið úr eftirspurn eftir lánsfé, nema þá helst fyrst í stað. Skýringin á þessu var m.a. sú að í kjöl- far verðtryggingarákvæðanna jókst verulega framboö á lánsfé og lána- stofnanir kynntu verðtryggðu lánin með iægri afborgunarkjörum og vaxtagreiðslum fyrstu árin, heldur en fylgdu gömlu lánunum. Einnig era Jóhanna Sigurðardóttir lánakjörin kynnt þannig aö greiðslu- byrði haldist í hendur viö almenna launaþróun. Samkvæmt ákvæöum lag- anna átti líka að lengja lánstímann til að mæta greiðslubyrðinni, en að vera- legu leyti hefur ekki verið við þaö staðið. Ljóst er því aö reyndin hefur orðiö önnur en ráð var fyrir gert. Fyrst og fremst er ástæöan sú aö sífelldar kjaraskeröingar undanfarinna ára hafa gert það að verkum aö launin halda ekki í viö þróun verötryggingar- viðmiðunar, þ.e.a.s. lánskjara og byggingarvísitölu. Sá mismunur sem þannig myndast er því að öllu jöfnu langt umfram greiðslugetu fólks. Má t.d. nefna að byggingarvísitala hefur hækkaö frá 1. júní 1979 — 1. október 1982 um 375%, lánskjaravísitala um 323% og meðalvísitala launa um 277%. Afleiðingin Afleiöingar þessa eru þegar farnar að gera vart við sig. Lántakendur era margir komnir í eða era að komast í greiðsluþrot með sínar fjárskuld- bindingar. Því er nauösynlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða til að af- stýra þeim áföllum sem heimilin geta orðið fyrir af þessum sökum, — af- stýra því að fyrirvinna heimilanna þurfi sífellt að leggja á sig meiri og meiri aukavinnu til að geta staðið í skilum með sínar fjárskuldbindingar. Nýjar leiðir Sú hugmynd sem að baki því fram- varpi liggur sem áður var nefnt er að greiðslubyrði á hverjum tíma frá lán- tökudegi til greiðsludags verði ekki meiri en sem nemur viðmiðun við þró- un taxta verkamanna í fiskvinnu, efsta starfsaldursþrep. Mismunurinn sem hugsanlega myndast á lánskjaravísi- tölu og þessari taxtaviömiðun myndar síðan viðaukahöfuðstól sem greiðist eftir að upphaflegum Iánstíma lýkur. Annað ákvæði í þessu frumvarpi er aö verðtryggingarviðmiðunin sé sam- ræmd, þannig að ekki sé jöfnun hönd- um notuð bæði lánskjaravísitala og byggingarvísitala. Þróun undanfar- inna ára sýnir að byggingarvísitalan er lántakendum mun óhagstæðari, auk þess er rétt aö miða eingöngu verð- tryggingu við eina ákveðna lánskjara- viömiðun, því að annað skapar meiri óvissu hjá lántakendum um þá greiðslubyrði sem þeir taka á sig. Einnig má benda á að í þeirri útfærslu sem lögð er til í framvarpinu, þá er ein vísitöluviðmiðun mun auðveldari í framkvæmd. Hver verða áhrrfín En hvað þýðir þessi breyting ef að lögum verður fyrir lánastofnanir og lántakendur og hvers vegna er notuð kaupgreiðsluviðmiðun við taxta verka- manna í fiskvinnu efsta starfsaldurs- þrep? Varðandi lánastofnanir þá er rétt að benda á að ekki er um tekjutap að ræða hjá lánastofnunum, þar sem viðauki höfuðstóls er verðtryggður skv. láns- k jaravísitölu allan tímann. Almennt verður einnig aö gera ráð fyrir því að lífskjör fari batnandi, a.m.k. þegar til lengri tíma er litið, og áhrifa þessara ákvæða gæti því ekki nema tímabundið, þ.e. sérstaklega á þeim tímum sem einhver kjaraskerð- ing á sér hugsanlega stað. Hvað lífeyrissjóðina snertir, þá era innlánsskuldbindingar þeirra í raun verðtryggðar samkvæmt kaup- greiðsluvísitölu og því ætti ákvæð- ið ekki að hafa nein afgerandi áhrif á greiðslugetu þeirra viö útborgun líf- eyrisgreiðslna. Ef miöað er við þá neikvæðu þróun, sem oröið hefur á þróun kaupgjalds frá fyrsta útreikningi lánskjaravísitölu sbr. og þróun byggingarvísitölu á sama tíma, og hún framreiknuð til 25 ára, þá gefur það miðað við 150 þúsund króna lán tekið í dag um 3 ára fram- lengingu fyrir lán tryggð með láns- kjaravísitölu og um 4 ár fyrir lán tryggðmeð byggingarvísitölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.