Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1982, Qupperneq 13
DV. FOSTUDAGUR 29. OKTOBER1982 13 Ein rök stuðningsmanna mismunandi atkvæoisróttar eru að fólk i fámennari kjördæmum sem hafi minni þægindi og aðstöðu eigi að hafa meiri atkvæðisrótt. aö umreikna síðustu forsetakosningar og forsetakosningamar 1952 með hlið- sjón af vægi atkvæða. Vægi atkvæða var fundið þannig, að reiknaö var út hversu margir kjósendur stæöu að baki hverjum þingmanni, þegar kosningin fór fram og síðan hlutfallið á milli. Árið 1980 voru forsetakosningar. Þá voru flestir kjósendur í Reykjanes- kjördæmi að baki hverjum þingmanni eða 5475,6 en fæstir á Vestfjörðum eða 1119,4. Hver Vestfirðingur hafði því 3,43 atkvæði á móti einu atkvæði Reyknesingsins. Eins og kunnugt er voru þau nokkuð jöfn að atkvæðum, þau frú Vigdís Finn- bogadóttir og Guðlaugur Þorvaldsson. Frú Vigdís fékk 43.611 atkvæði eða 33,8%. Guðlaugur fékk 41.700 atkvæði eða 32,3%. Við endurreikning fékk Vigdís 95.499,95 „atkvæði” eða 35.76% en Guölaugur 89.564.74 "atkvæði eða 33,54%. Munurinn hefði því orðið meiri, ef alþingisreglan hefði gilt. En séra Bjarni hefði unnið En annaö verður uppi á teningnum þegar kosningarnar 1952 eru reiknaöar út á þennan hátt. Árið 1952 vom flestir kjósendur að baki þingmanni Gullbringu- og Kjósar- sýslu eða 4506. Fæstir voru hins vegar þeir sem kusu þingmann Seyðfiröinga eða 331. Kjósandi á Seyðisfirði hafði því 13.61 atkvæði á móti einu atkvæði kjósanda í Gullbringu- og K jósarsýslu. Þessar kosningar fóru þannig, að herra Ásgeir Ásgeirsson hlaut 32924 atkvæði eða 46,7% atkvæða. Síra Bjarni Jónsson hlaut 31045 atkvæði eða 44,1% atkvæöa. En þegar búið er aö leiðrétta atkvæðisrétt með hliðsjón af búsetu, eins og þá gilti um kosningar til Alþingis, reiknast herra Ásgeiri 73.884,19 atkvæði eða 42,09% atkvæða en síra Bjarni hefði fengið 89.417 at- kvæði eða 50,94% atkvæða. Nú meit ég að menn munu segja: Forsetinn á að gæta hagsmuna allra Islendinga og þess vegna á að vera jafn atkvæðisréttur í forsetakosningum. En það sama gildir um alþingiskosningarnar. Menn em kjömir á þing úr kjördæmi, en em alþmgismenn. Löggjöfin, sem þeir setja, gildir um alla landsmenn jafnt. Það getur hins vegar vel verið, að einstakir landshlutar og sveitarfélög telji sig eiga að hafa meiri áhrif um stjórn eigin mála. En leiðin til þess liggur ekki um heila alþingismanns heldur um braut meira sjálfstæðis í stjórn sveitarmála. Þeir sem vilja vernda réttindi hinna dreifðu byggða eiga að gera það með því að frábiðja sér afskipti þingmanna, en ekki með því að gerast opinberir bónbjargar- menn í sölum og göngum alþingis. Haraldur Biöndal. Tafarlausra aðgerða erþörf: Ahríf versnandi lífskjara é fjárskuldbindingar Það verður að teljast harla ólíklegt að slík þróun haldist jafnlengi. Miklu liklegra er, miöað við reynslu síöari ára og þaö sem er framundan á næstu misserum, að kjararýmun vari stutt- an tíma í senn, en gæti þó orðið mun meiri en undanfarin þróun sýnir. Það veröur því aö telja sennilegt að slík lagabreyting komi sér vel fyrir fólk þegar kjaraskerðingar skella á fyrirvaralaust í stuttan tíma, en þýði þó í reynd óverulega lengingu lánstím- ans. Þegar litiö er til áhrifa þessa frum- varps á bankana, þá er ljóst að greiðslutilfærslan er miklu styttri hjá bönkunum, þar sem bankarnir lána einstaklingum aðallega skammtíma- lán a.m.k. enn sem komiö er, og ætti þessi breyting því ekki að þurfa að hafa áhrif á innlánsskuldbindingar bankanna, enda er hér ekki um neitt tekjutap aö ræða hjá bönkunum, þar sem viðaukahöfuðstóll yrði að fullu verðtryggður. Benda má einnig á aö innlánsskuldbindingar bankanna em ekki nærri allar verðtryggðar, heldur ráða bankamir yfir vemlegu fé sem er ekki verðtryggt. Nægir þar að nefna ávísana- og hlaupareikningsviðskipti þeirra, en þessir reikningar bera aðeins 19% ivexti í 60% veröbólgu. Af framansögðu verður ekki séð að ákvæði þessa fmmvarps muni koll- :varpa útlánagetu lánastofnana eða skeröi möguleika bankanna til full- verðtryggðra innlána. Kaupgreiðsluviðmiðunin En hvers vegna er notuö kaup- greiösluviðmiðun við taxta verka- manna í fiskvinnu efsta starfsaldurs- þrep? I fyrsta lagi er þessi viðmiðun notuð við ákvörðun atvinnuleysisbóta og við ákvörðun fæðingarorlofsgreiðslna. Verður því að ætla að þessi viðmiðunargmndvöllur hafi verið tal- inn nokkuö eðlilegur sem viðmiðun meöaltaxtakaups í landinu. I öðru lagi felur þessi viðmiðun í sér starfsaldurshækkanir og launaflokka- tilfærslur, þar sem hún er bundin við starfsheiti en ekki launaflokk. Þetta er mjög mikilvægt því að alltaf er nokkur launahækkun bundin við starfsaldurs- hækkanir og launaflokkatilfærslur sem gmnnkaupshækkanir mæla ekki. I þriöja lagi er ein launaviömiðun miklu auöveldari í útreikningum heldur en meðallaun, t.d. nokkurra ákveöinna starfsgreina, þar sem tillit þarf aö taka til fjölda í hverjum launa- flokki og áætla vægi starfsaldurshækk- ana og launaflokkatilfærslna. I fmmvarpinu er gert ráð fyrir að þessi viðmiðunargrunnurverði endur- skoðaður reglulega með tilliti til þess hvemig þessi viðmiðun reynist. Dæmi um lengingu lánstímans Eins og áður er getið þýða þessi 0 Almennt hafa launþegar ekki önnur úrræði til að standa undir fjárskuid- bindingum sinum en verðmæti vinnu sinnar. ákvæði í framkvæmd lengingu láns- tímans sem nemur þeim mismun, sem verður frá lántökudegi til greiðslu- dags, á lánskjaravísitölu og ákveðinni kaupgreiðsluvísitölu sem áður hefur verið skilgreind. Til þess að gefa hugmynd um áhrif þessa ákvæða á lánskjörin má gefa sér ákveðiö dæmi. Gemm ráö fyrir að ákvæöi þessa frumvarps hefðu gilt 1. júní ’79 eða þegar lánskjaravísitalan var fyrst reiknuð út. Gefum okkur að þá hafi veriö tekið lán að upphæð kr. 120 þúsund til 20 ára með 2% vöxtum. Helmingur þessa láns var tryggður með lánskjaravísitölu og helmingur með byggingarvísitölu. Miðað við þá þróun sem verið hefur síðan 1. júní 1979 þýddi þetta dæmi að áhrif þessa ákvæðis á lengingu lánsins er um 5 mánuðir, þessi fyrstu þrjú ár, eða að raungildi er þessi mismunur orðinn nú á þessum þremur árum 14.579 kr. sem þá myndi frestast og mynda viðaukahöfuðstól. Þolirekkibið Hér hefur verið reynt aö draga upp nokkra mynd af áhrifum þessa frum- varps, ef að lögum verður, á verð- tryggðar fjárskuldbindingar einstakl- inga. Ætla verður að stjórnvöldum hljóti að vera það ljóst og viöurkenni það í framkvæmd að brýna nauðsyn ber til að taka á þessu máli sem fyrst, enda mun fyrirhuguð kjaraskerðing 1. desember nk. enn auka þann vanda sem f yrir er í þessu efni. Þaö hljóta a.m.k. þeir að geta staö- fest sem tekiö hafa á sig þungar verð- tryggðar fjárskuldbindingar. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.