Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Page 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
„Það var
ekki
hundi út
SfP
sigandi
Þórsarar söfnuðu hátt Í200
ásknftum fyrir DV á Akureyri
)rÉg veit ekki hvers viö eigum aö
gjalda meö þessum veðurham, það
er ekki hundi út sigandi,” sagöi Guö-
mundur Sigurbjörnsson, formaöur
knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri,
eftir aö hann og hans menn í Þór
höfðu lokið söluherferð fyrir DV á
Akureyri sl. laugardag.
Söhiherferöin var gerö samhliöa
útkomu Akureyrarblaðs DV en veör-
iö setti strik í reikninginn. A laugar-
dagsmorguninn gekk í dæmigeröa
norölenska stórhriö á Akureyri þá
fyrstu sem komið hefur í vetur. En
Þórsarar létu þaö ekki á sig fá. Þeir
dúðuðu sig bara betur og gösluðu
skaflana eins og þeir væru í skyndi-
sókn gegn erkif jendunum i KA. Söfn-
uðust hátt í 200 nýjar áskriftir í leiö-
angrinum. Fyrir var DV útbreidd-
Páll Stefánsson, augfýsingastjóri DV, afhendir Guðmundi Sigurbjömssyni launin fyrir áskriftasöfnunina.
Lengst tH hægri er Sigurður Oddsson, formaður Þórs og PáH Garðarsson, dreifingarstjóri D V, er lengst t. v.
DV-myndir: GuðmundurSvansson.
asta dagblaöið á Akureyri en nú það
langútbreiddasta.
Samkvæmt upplýsingum Guö-
mundar er rekstur knattspymu-
deildarinnar fjárfrekur. Deildin
hefur tekið að sér að bera út bækur
fyrir bókaklúbb AB, dreifa álagning-
arseölum fyrir Akureyrarbæ, selja
rækjur og einnig sér hún um aö
dreifa sjónvarpsdagskrá um bæinn.
Allt er þetta unnið af sjálfboðaliðum.
En hvemig gengur aö fá sjálfboöa-
iiöa?
,,Það er mesta furða en ég er
hræddur um að það sé ekki hægt aö
hóa i þá alveg strax aftur sem lentu í
áskriftasöfnuninn fyrir DV í stór-
hríðinni á laugardaginn,” sagöiGuö-
mundur i lok samtalsins.
-GS/Akureyri.
Blaðburðarböm DVá Akureyrigerðu sár dagamun við útkomu Akureyrarblaðsins.
PeO voru þreytbr Þórserar sem fengu sór hressingu i boði D V eftír stórhriðersóknina á laugardaginn.