Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 10
10 _^l DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd HRIKALEGAR HORM- UNGAR YFIRVOFANDI —Biblíuskýringar í bandarísku tímariti á dökkri f ramtíð Islendinga The Plain Truth (sem útlagst gæti á íslensku Sannleikurinn óþveginn) heitir tímarit nokkurt sem gefiö er út í Kaliforriíu á vegum félagsskapar sem kallar sig Heimskirkju Guös. 1 tímaritshefti sem kom út í septem- bermánuði sl. er grein um Island eftir John Halford þar sem hann rekur sögu lands og þjóðar. Ber hann okkur söguna vel og hrósar óspart dugnaöi okkar viö aö komast af í svo haröbýlu landi. Endar greinin á framtíðarspá Johns og Biblíunnar okkur til handa, en samkvæmt henni þúrfum viö ekki að búast viö neinu sæluríki á næstunni. Fer hér á eftir í lauslegri þýöingu niöurlag greinar hans, sem hann kallar einmitt: Framtiðarsýn Islendingar elska landiö sitt heitt og eru fremur innhverfir. Þeir hafa bjargfasta trú á sjálfum sér og hæfi- leikum sínum til aö yfirvinna allar hindranir. Náttúruhamfarir sem kæmu öörum þjóöum til að gefast upp gefa Islendingum bara meiri kraft til að halda lífinu áfram. En ef skorið væri á verslun og viöskipti — ef loftslagið versnaöi enn og aukning yrði á jaröskjálftum og eldgosum — ef fiskstofninn dsi út — tækist Is- lendingum samt sem áöur að komast af? Eöa eru slíkar hörmungar óhugsanlegar? Nei, þetta er því miður sönn mynd af framtíöinni. Island, eins og önnur lönd í heiminum, stendur á heljar- þröm atburða sem eiga eftir að setja allt siömenntaö líf úr skorðum. Engin þjóö getur búist viö aö sleppa heil á húfi frá þvi. Islendingar hafa kosiö aö kynna sér fomsögur sínar betur en Biblí- una, sem þó var þýdd á íslensku á 14. öld. Þaö má kannski segja aö fom- sögurnar séu lykillinn aö fortíö þeirra en Biblían er vissulega lykill- inn að framtíö þeirra. The Plain Truth hefur í nær hálfa öld reynt aö vara menn viö og út- skýrt sanna þýöingu biblíuspádóma sem eiga eftir aö rætast innan skamms. Hörmulegir atburöir eiga enn eftir aö setja sín spor á Islands- söguna. Spádómar bibliunnar lýsa auknum jarðskjálftum og eldgosum um heim allan, plágum sem enn einu sinni eiga eftir aö hrjá mannkyniö meö hungursneyð í kjölfari sínu. Þeir segja okkur aö þjóð muni rísa upp gegn þjóö og lýsa hruni heims- viöskiptanna í þeirri mynd sem við þekkjum þau nú (Matt. 24.7). Saga Islands sýnir ljóslega vamarleysi landsins gegn svona hörmungum. ísland kemst af Og þetta er bara byrjunin. Lok þessarar aldar markast af ólýsan- legum hörmungum sem herja á sjó og vötn jaröarinnar (Opinberunar- bók, 8,9) með þeim afleiöingum aö ekkert kvikt finnst í sjónum lengur (Op.bók, 16,3). Já — fiskurinn á eftir aðdeyjaút. Það er því fýllilega tímabært fýrir Islendinga að taka þessa spádóma Biblíunnar alvarlega. Lesendur geta svo fengiö nánarí skýringar í bækl- ingi okkar Are We Living in the Last Days? (Er síöasta stundin upprunn- in?) Séu þessar hörmungar yfirvof- andi eru Islendingar — og heimurinn allur — í meiri hættu nú en nokkm sinni áður. Og í þetta skipti nægir hvorki kjarkur né dugur til að bægja hörmungunum f rá. „Og ef dagar þessir yrðu ekki styttir kæmist enginn maður af.. .” (Matt. 24.22). Dagar þessir veröa styttir. Guöi sé lof er til Guö sem vill grípa inn í og bjarga mönnum (líka Islendingum) og koma á friöi milli þjóöanna á ný. Spádómar Bibliunnar enda ekki á dmnga, dómsdegi og eyðileggingu en boöa sigur hins góða yfirhinu illa. Guð sendir Krist til stjórnar á jörö- unni, hann mun neyða þjóðir til aö vinna saman í sátt og samlyndi í 1000 ár. Island kemst af. Næsta árþúsundiö í sögu landsins verður meira aö segja áhrifameira en þaö fyrra. Þær svelta sig til bana —Tískan krefst þess að stúlkur séu sem allra grennstar. Til að ná því marki fara þær í svo stranga megrun að hún leiðir til sjúkdómsins anorexía nervosa Hún stóö sig best allra norskra I þátttakénda á ólympíuleikunum i Mexíkó 1968. Hún vann til gullverð- launa í Noröuriandakeppni 1969, silfurverðlauna í sömu keppni 1971. 1973 stóð hún sig ekki nógu vel af því aö hún haföi fitnaö of mikið. Fyrir nokkmm vikum lést fimleikakonan Helga Braathen, 29 ára gömul, úr sulti. Fyrir dauöa sinn líktist hún helst fanga í útrýmingarbúöum nasista. Hún var 165 cm á hæð en aöeins 25 kíló aö þyngd. Læknirinn hennar, Sigurd Fiane, deilir hart á norsku íþróttahreyfinguna. Hann fullyrðir að þjálfari Helgu hafi lagt svo fast aö henni aö megrast að álagið hafi valdiö henni sálrænum sultarsjúk- dómi sem kallast anorexia nervosa. Helga var 15 ára er hún tók þátt í ólympíuleikunum í Mexíkó og var hún þá 55 kíló. Þjálfari hennar hvatti hana til að megra sig og frá og með Helga Braathen: Dó úrsuttí. árinu 1973 boröaði hún sífellt minna og minna. Samtímis hélt hún áfram aöþjálfa sig af mikillihörku. I byrjun kvartaði hún undan sulti. Smám saman hvarf sú tilfinning og hún gat næstum ekki komiö niður matarbita. Síöustu árin var hún stööugur gestur á norskum sjúkra- húsum. Þar var hún neydd til aö taka viö fæöu. En aö lokum þoldi líkami hennar ekki meira og hún lést af næringarskorti. Fyrírsætur og íþróttakonur Anorexia nervosa er sjúkdómur sem er í stöðugri sókn í iönríkjunum. I Danmörku er talið aö hans veröi vart í hverjum 7—8 stúlkum af 1000 á aldrinum 12—20 ára. Hann herjar sérstaklega á stúlkur sem vilja veröa fyrirsætur þar sem þaö starf krefst aö þær séu sem grennstar. En á síðari árum hefur hann einnig aukist meöal stúlkna sem stunda íþróttir. Viö þaö bætist aö þær láta sér megrunarkúrana ekki nægja en taka jafnframt inn hættuleg lyf. Sem betur fer eru þær stúlkur þó færri sem fara í svo stranga megrun aö hún endi meö anorexia nervosa. En eitt dæmi um slíka er sænska stúlkan Pia Dagermark sem hreppti titilhlutverkið í kvikmyndinni Elvira Madigan. Hún fékk verölaun fyrir leik sinn í myndinni en þegar hún kom til aö taka á móti verðlaununum brá mönnum heldur í brún. Þessi fallega stúlka sem þeir þekktu úr myndinni var orðin sjúklega horuö og svo undarlega sljó að þaö var eins og hún fylgdist ekki almennilega með því sem gerðist í kringum hana. Það tók hana langan tíma aö ná sér og hún sagöi síöar í viðtali aö hún hefði veikst af því aö hún hóf svo strangra megrun að hún missti algjörlega stjórn á henni. Skyndilega haföi hún enga matar- lyst og hún hélt áfram aö léttast langt fram yfir þaö sem hún haföi hugsað sér. Hún missti líka alla lífs- löngun, þaö var eins og ekkert vekti áhuga hennar framar. Hún sat bara og horföi út í bláinn. Hún vó 35 kíló þegar foreldrar sendu hana til læknis og sálfræöings. Hún varþál8ára. Erfítt að eiga við sjúkdóminn Af einhverjum óþekktum ástæöum fá konur sem aliö hafa börn ekki þennan sjúkdóm. Orsakirnar eru margar en sjúklingurinn hefur venjulega innbyggöa tilhneigingu tU hans og auk þess gegnir sálar- ástandið þar miklu hlutverki. Oft á sjúkdómurinn rætur sínar aö rekja tU megrunarkúra. Þótt undarlegt sé er hér oft um aö ræöa stúlkur sem eru alls ekki of feitar. Þær eru bara hræddar um aö verða þaö. I fyrstu neitar sjúklingurinn sér um mat, svo kemur aö því aö hann getur ekki boröað. Næringarefna- skorturinn vinnur alveg á matarlyst- inni eins og við þekkjum svo vel frá Pia Dagermark: Fólk þekktí hana ekki aftur, hún var ekkert nema skinn ogbein. útrýmingarbúöum nasista. Efna- skiptin verða hæg og vegna hægari starfsemi hormónakirtlanna hættir stúlkan aö hafa á klæðum. Lengi vel lítur sjúklingurinn á sjálfan sig sem heilbrigöan og heldur áfram venjulegum störfum. En mörg tilfelli af anorexía nervosa enda meö dauöa. Það er mjög erfitt aö eiga viö þennan sjúkdóm. Þeir sem þyngst eru haldnir eru lagðir inn á sjúkrahús. Það gagnar þeim bæði sálarlega og líkamlega. Þeir hverfa úr venjulegu umhverfi sínu sem e.t.v. hefur átt sinn þátt í aö fram- kalla sjúkdóminn og á sjúkrahúsinu neyðast þeir til aö borða. Oft má vekja matarlystina á ný ef vel tekst að bæta úr sárasta næringarskortinum. Sérstaklega er mikilvægt aö fá sjúklinginn til aö skilja að honum er lífsnauðsyn aö boröa. Einnig getur geölæknir eöa sálfræðingur aöstoöaö sjúklinginn viö aö greiöa úr vandamálum sem stuöla aö sjúkdómnum. En venju- lega eru þessir sjúklingar lítt móttækilegir fyrir slíkri samtals- meöferö og beita oft öllum ráöum til aö komast hjá hennL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.