Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NÖVEMBER1982.
11
VIÐTAUÐ:
„Það snýst
allt um
leiklistina
hjá mér”
— segirTheódór Júlíusson, nýráðinn
framkvæmdastjóri
Menningarsamtaka Norðlendinga
„Hlutverk mitt veröuraðhjálpaþví
tólki sem er að vinna að menningar-
málum á einn eða annan hátt,
jafnframt því að stuðla að meiri sam-
skiptum þeirra á milli,” sagði Theódór
Júlíusson, leikari og nýráöinn fram-
kvæmdastjóri Menningarsamtaka
Norölendinga.
Hlutverk Theódórs verður að safna
upplýsingum um það sem er að gerast
í menningarmálum á Norðurlandi,
þannig aö sem víðtækastar upplýsing-
ar liggi fyrir á einum stað um það sem
er að gerast í fjórðungnum í þessum
efnum. Einnig mun Theódór hafa
milligöngu um að útvega leiðbeinendur
sé þess óskað, svo og að koma á heim-
sóknum héraða á milli. Samhliöa mun
Theódór vinna að því að fjölga félögum
í menningarsamtökunum og hvetja til
menningarstarfsemi á þeim stöðum,
þar sem hún er ekki f yrir hendi.
Theódór er Siglfiröingur að
uppruna. Þar steig hann á fjalimar í
fyrsta skiptið en síðan lá leiöin til Isa-
fjarðar. Þar lék hann með Litla leik-
klúbbnum. Frá Isafirði flutti Theoódór
til Dalvíkur og starfaði með leik-
félaginu þar. En til Akureyrar kom
Theódór 1978 og var fastráöinn hjá
Leikfélagi Akureyrar, þar sem hann
hefur starfað síðan. En hvað gerir
hann í frítímanum?
„Það snýst allt um leiklistina hjá
mér. Þessa dagana nota ég frítímann
til að setja upp Hitabylg juna með Leik-
félagi öngulsstaðahrepps. Er það í
fyrsta skiptið sem áhugamanna-
leikfélag tekur þetta verk til
sýningar,” sagði Theódór Júlíusson.
Theódór mun hafa aðsetur á skrif-
EgH Olafsson, einn maðfma Stuðmanna, segir eö Stuömerm, Gœnjr og Gústí standi
aó rtýju kvikmyndinni Með aitt á hreinu. Á hann þé við kvikmyndageróarmanninn
Ágúst Guðmundsson.
MEÐ ALLT Á
HREINU
Með allt á hreinu, fyrsta islenska
dans- og söngvamyndin, verður
frumsýnd í litum um jólin.
Að sögn Egils Olafssonar, eins
meðlima hljómsveitarinnar
Stuðmanna, lauk vinnslu á myndinni
nýlega. Myndin var tekin á síöastliðnu
sumri víðs vegar um landiö og er-
lendis, en klipping og eftirvinnsla fór
að mestu fram á Englandi.
„Margar þekktar hendur lögðu
andlit á plóginn við gerð myndarinnar
og má þar nefna ýmsar þekktar hægri
og vinstri hendur, auk Konráðs Aðils
Jónssonar (Konna),” sagði Egill að-
spurður.
Að lokum gat hann þess að tónlistin
í kvikmyndinni, sem væri bæði fjörug
og skemmtileg, væri væntanleg á
hljómplötu innan skamms. Að mynd-
inni standa Ágúst Guömundsson og
hljómsveitin Stuðmenn. -JGH.
frumsýnd
umjólin
Ágúst GuOmirtdsson.
Theódór Júliusson hefur verið ráöinn framkvæmdastjóri Menningarsam-
taka Norðiendinga. D V-mynd GS/Akureyri.
stofu Fjórðungssambands Norð- þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 17—
lendinga. Þar verður hann til viðtals 19.Síminner22453. -G.S./Ak.
Ályktun Verslunarráðs íslands:
Seðlabankinn á-
kveði aðeins vexti
af eigin lánum
Verslunarráð Islands gerði nýlega
á fundi ályktun um efnahagsmál. I
henni er meðal annars fjallað um
vaxtamál og taliö alrangt aö taka
heimild til vaxtaákvörðunar úr
höndum Seölabankans. Reynslan
sýni að þetta vald sé betur komið í
höndum bankans en ríkisstióm-
arinnar. „Stefna Verslunarráðs
Islands er hins vegar sú, að Seöla-
bankinn eigi einungis að ákveða
vexti af eigin lánum, en aðrir vextir
eigi að vera frjáls ákvörðun lán-
veitanda og lántaka. Við þær
aðstæður og frjálsræði á öðmm
sviðum atvinnulífs gæti
markaðurinn sjálfur á örskömmum
tíma aðlagast misvægi í efnahags-
málum.”
Ennfremur segir í ályktuninni að
ef markvissari stefnu hefði verið
fylgt til aö draga úr verðbólgunni,
samhliða því að verðlags- og gengis-
ákvarðanir hefðu verið gefnar
frjálsar, hefði mátt auka sparnaö og
ná jafnvægi í lánamálum, án þess að
hækka vexti verulega. „Einnig var
og er enn nauðsynlegt að
samræma vaxtakjör, bæði af lánum
og spamaði og gera þau
sveigjanlegri til aö örva sparnaö og
eyðaóeðlilegrimismunun.” -JBH.
Meiri óvissa
á vinnumarkaði
nú en í fyrra
— segir ífrétt félagsmálaráðuneytisins um
atvinnuastand ílandinu
Vinnumálaskrifstofunni bámst í
október tíu tilkynningar frá fyrir-
tækjum um uppsagnir á starfs-
mönnum á móti tveim í sama
mánuði í fyrra. Fyrirtækin eru í
ýmsum greinum atvinnulifsins, svo
sem fiskiðnaði, verktakastarfsemi,
verksmiðjuiönaði og byggingar-
iðnaði. Gefur þetta til kynna að
meiri óvissa ríki nú á vinnu-
markaöi almennt en á sama tíma í
fyrra.
Svo segir í frétt frá félagsmála-
ráðuneytinu um atvinnuástandið í
landinu. I henni kemur fram að í
október voru skráðir samtals 5.600
atvinnuleysisdagar, eða nær
jafnmargir og í september. Þetta
svarar til þess að 260 manns hafi
verið á atvinnuleysisskrá allan
októbermánuð sem jafngildir 0,2
prósentum af áætluðummannafla.
Atvinnuástand var langbest á
Vestfjörðum. Þar var aðeins 21 at-
vinnuleysisdagur í mánuöinum. Af
stööum þar sem atvinnuleysi var á-
berandi má nefna Sauðárkrók,
Drangsnes, Hvammstanga, Stöðvar-
f jörð, Breiðdalsvík og Akranes.
-KMU.
t ?*»^skoí VELTUSUI O iOiC
c Ic. 1/ ^ a
auglýsir
Herra leðurmokkasínur
Litur: Svart
Verfl kr. 465,-
Kuldastígvél barna
Litir: Blátt — vinrautt
Stærðir: 28-33
Verfl kr. 566,-
ACT 20571
Loðfóðraðir leðurkuldaskór
Stærðir: 36-41
Verfl kr. 810,-
ACT 205261
Loðfóðraðir leðurkuldaskór
Verfl kr. 883,-
PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Sími 21212