Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1982, Page 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. NOVEMBER1982.
Spurningin
Hvað segir þú um tap
Friðriks Ólafssonar
í Luzern?
Ólafur Ólafsson matreiöslumaður: Eg
veit þaö ekki. Þetta er samt mikiö áfall
fyrir þjóðina og sýnir aö peningar ráöa
ferðinni.
Kristleif ur Andrésson, þjáifari líkams-
rsktarmanna: Eg er ekkert ánægður.
Þetta eru peningamenn þama. Þaö
verður bara aö sjá til hvemig sá nýi
stendur sig. Friðrik getur alltaf boöiö
sig fram aftur.
Stefán Karlsson vörubílstjóri: Þaö
veit ég ekki, ég fylgist ekki meö í skák.
En í og meö er þetta áfall. Hann hefði
mátt vera heldur lengur í þessu, karl-
greyiö.
Tómas Gunnarsson simvirki: Ég geri
þaö nú aö takmörkuðu leyti aö fylgjast
meö skák. En ég mundi segja að þetta
tap Friðriks hafi komiö sér illa fyrir
Islendinga. Þaö er miklar líkur á því
aö peningar hafi verið í spilinu.
Auður Kristinsdéttir ritari: Ég hef
ekkert vit á skák, skipti mér ekki af
skák og fylgist ekki meö skák. Þaö
hlýtur aö hafa verið gott fyrir landiö aö
hafa forsetann. En það á ekki að skipta
máli hvort hann tapar nú eöa seinna.
HrafnhildurÁrnadóttir húsmóðir: Mér
finnst það mjög slæmt. Friörik hefur
staöið sig mjög vel og hann átti að
vinna.
Lesendur Lesendur
Lesendur Lesendur
Hvers vegna
er engin
lögreglustöð
i Breiðholti?
— ogstaðurinn ekkisá friðvænlegasti
á landinu
0919—3421 skrifar:
„Þú mátt nú þakka fyrir að fá aö
halda lokinu,” sagöi afgreiðslumaður-
inn á bensínstöðinni og hló dálitið inn í
sig, eins og sá maöur sem horft hefur
upp á stóra viðburöi og lætur sér ekki
bregöa við smámuni.
En í mínu litla lífi var það stórviö-
burður að koma aö bílnum mínum
bensínlausum sl. föstudagsmorgun.
Ég hafði fyllt hann daginn áður. Einar
litlar 400,00 krónur kostaði þaö, en
ófyrirleitnir óþokkar höföu laumast í
tankinn í skjóli nætur og sogið úr
honum næstum hvem dropa. Rauöa
peran lýsti á bensínmælinum, örin stóö
á núlli og þaö var engu líkara en gamli
skrjóðurinn minn neytti síðustu krafta
og skreiddist niöur á bensínstöö á vilja-
þrekinu einu saman.
Ég á heima í Breiöholti, Bakkahverfi
nánar tiltekið, en hvemig ætli gangi
hjá þeim sem búa ofar í holtinu og
koma aö bílnum sínum á morgnana í
svona ásigkomulagi, svívirtum og
rúnum eldsneyti af ræningjahöndum
næturinnar?
,,Ja, þú ættir aö sjá þá koma hérna
skríöandi á síðustu dropunum og fæstir
„Nógu mikiö hafur ríkisvaldið upp úr bensínokrinu til þess að þvi sé engin
vorkunn að halda uppi sæmilegri löggæslu á þeim stöðum þar sem þörfin
erbrýnust," — segir 0919—3421.
þeirra fá nú aö halda lokinu,” sagði
afgreiðslumaðurinn hughreystandi.
En hvers vegna er engin löggæsla
þama aö næturþeli, þegar þörfin er svo
brýn? Hvers vegna er engin lögreglu-
stöö komin í Breiöholt, sem þó er rúm-
lega 20.000 manna staður og ekki sá
friðvænlegasti á landinu? Nógu mikið
hefur ríkisvaldiö upp úr bensínokrinu
til þess aö því sé engin vorkunn að
halda uppi sæmilegri löggæslu á þeim
stööum þar sem þörfin er brýnust.
Dómsmálaráðuneytið
fjallar um málið
„Þaö er nú í alvarlegri athugun hér í
ráðuneytinu hvaö hægt er aö gera til
þess aö bæta löggæslu í Breiðholti,”
sagöi Hjalti Zóphóníasson, deildar-
stjóriídómsmálaráðuneytinu. -FG.
Lögreglustöð í Breiðholti:
Fáum ekki grænt Ijós
frá stjómvöldum
—- segir Bjarki Elíasson
Viö höföum samband við Bjarka
Elíasson yfirlögregluþjón vegna fyrir-
spuma 0919—3421 um löggæslu í Breið-
holti. Fer svar Bjarka hér á eftir:
„Fyrir allmörgum árum var lög-
regluembættinu úthlutaö lóð fyrir lög-
reglustöð í Mjóddinni í Breiðholti. Þá
kom upp sú hugmynd í dómsmálaráöu-
neytinu aö athuga um sameiningu
löggæslu í' Reykjavík, Kópavogi,
Hafnarfiröi, Seltjamamesi, Garöabæ
og hreppum Kjósarsýslu. Var þá frest-
aö framkvæmdum viö byggingu stöðv-
arinnar í Mjóddinni.
Löggæslu í Breiðholti er nú haldið
uppi með lögreglubílum daga og næt-
ur, en við höfum enga bækistöð í hverf-
inu.
Það hefur óneitanlega sett strik í
reikninginn aö fá ekki þessa stöö í
Mjóddinni. Teikningin er til og hægt
væri aö hefja framkvæmdir samstund-
is en viö fáum ekki grænt ljós frá
stjómvöldum.
Einnig er rétt aö geta þess að laga-
breytingar þurfa aö eiga sér stað til
þess að hugmyndin um sameiningu
umdæma nái fram að ganga. Frum-
varp þess efnis var lagt fyrir Alþingi á
síöasta ári en þá einungis um að Sel-
tjamames og Mosfellssveit tilheyrðu
lögregluumdæmi Reykjavíkur. Mér er
þó ókunnugt um hvar þaö frumvarp er
ikerfinu.”
-FG
„Löggæslu i Breiðholti er nú haldið
uppi með lögreglubílum daga og
nætur, en við höfum enga bæki-
stöð i hverfinu," — segir Bjarki
Elíasson yfirlögregluþjónn.
,, Lögreglan þarf að fá stuðnmg til pess ao smna þvi hlutverki sem henni ber að inna af hönaum," — segir
m.a. ibrófiJóns Sigurðssonar.
Lögreglan
þarfnast
stuðnings
almennings
— og aukins mannafla,
segir í lesendabréfi
Jón Sigurðsson skrifar:
Síöustu daga hafa spunnist miklar
umræður um starfsaöferðir lögregl-
unnar, einkum varöandi hörmulegan
atburö sem nýlega átti sér stað í um-
ferðinni. Gróa gamla á Leiti, endur-
borin, hefur átt annríkt viö aö breiöa út
hálfsagðar og upplognar sögur og allar
miöa þær aö því aö ófrægja þá menn
sem gegna því vanþakkláta hlutverki
að vemda okkur fyrir ógæfumönnum
sem hvorki virða eignarrétt né líf sam-
borgara sinna.
Eitt af því sem oftast heyrist í sam-
tölum fólks er aö lögreglan ætti ekki að
elta bifreiöar sem ekið er á ofsahraöa
um götumar því þaö gæti æst öku-
mennina til enn hættulegri aksturs.
Mig langar aö spyrja þá sem svona
hugsa: Hvaö álítiö þið aö lögreglan
ætti að gera ef maöur með sveöju í
hendi gengi berserksgang um bæinn?
Ætti lögreglan að láta hann afskipta-
lausan, vegna þess aö hann gæti orðið
enn óðari ef hann væri eltur?
Ég svara neitandi og vil bæta því viö
að bifreið í höndum manns, sem af ein-
hverjum ástæöum er ófær um að
stjóma henni, er. voðalegasta morötól
sem til er í umferðinni.
Enginn, sem er svo ábyrgðarlaus að
setjast ölvaöur undir stýri á ökutæki,
ætti nokkru sinni að fá ökuleyfi sitt aft-
ur. Þó hann hafi verið svo heppinn aö
slasa hvorki sjálfan sig né aðra hefur
hann gerst sekur um fjörráð við aðra
vegfarendur.
Almenningur fordæmi
glæframennsku
Löggjafinn þyrfti að bera gæfu til aö
átta sig á því að eina ráðið til að bæta
umferðarmenningu okkar, er aö heröa
svo viöurlög viö alvarlegum umferðar-
brotum aö ökumenn hugsi sig um áður
enþaueruframin.
Annaö er þó nauösynlegra, þaö er aö
almenningur fordæmi hvers konar
glæframennsku í umferöinni, hvort
sem er um aö ræða ölvun viö akstur
eöa annan háskaakstur.
Fleira kemur auövitað til. Lögreglan
þarf aö fá stuðning til þess að sinna því
hlutverki, sem henni ber aö inna af
höndum, og þá ekki síst með því að
aimenningur þrýsti á stjómvöld svo
lögreglan fái þann mannafla og þau
tæki sem þarf til að halda vaxandi
óprúttni í umferðinni og ofbeldisverk-
um af ööru tagi í skefjum, í stað þess
aö fólk leiki hlutverk hælbítanna sem
stöðugt reyna aö gera störf löggæslu-
manna, sem verða aö vinna störf sín
viö erfið skilyröi, tortryggileg.
Eitt er enn ónefnt, þaö er seinlætiö í
dómsmálum og þaö ófremdarástand
sem hér ríkir í fangelsismálum. Meöan
svo gengur sem nú er minnir barátta
löggæslumanna helst á baráttu Don
Quixote við vindmyllumar, hún er
dæmd til aö mistakast ef ekkert er aö
gert, ekki einhverntíma seinna heldur
núþegar.